Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973 Fa /7 «//- ! I.l lf. l V AIAR, 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 BIIALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 tel 14444*255551 BILALEIGA CAR RENTALI /55 BÍLALEIGAN ^51EYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒGLR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI JT DM-raNrAL- Hverfisgötu 18 86060 SKODA EYÐIR MINNA Shodr LE/GAN AUÐBREKKU 44-46. .. SIMI 42600. III.' ALFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER W SAMVINNUBANKINN MARGFALOAR JtIovrmtiI«Intijí) MARGFALDAR 1111)11 2Bov^uní>I^ií> MARGFALDAR BHffií Traust stjórnarsamstarf FYRIR nokkrum dögum komu I sjónvarpssal Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra og Lúðvfk Jósepsson. Fréttamennirnir spurðu þá heilmikið um þann sjónleik, sem átt hefur sér stað í kringum samningana við Breta. Skemmtilegasta tilsvar- ið átti forsætisráðherrann, en hann glotti út í annað og sagði að hann teldi að stjórnarsam- starfið yrði eftir þessa atburði traustara og betra en nokkru sinni áður. Það eru fleiri en Múnchhausen, sem komast að draumórakenndum niðurstöð- um. Lúðvfk Jósepsson hefur fullyrt, að forsætisráðherra hafi annað hvort vísvitandi eða fyrir klaufaskap glutrað niður stöðu þjóðarinnar í lífshags- munamáiinu og þannig byrjar hann svo að læða á hann svik- arastimplinum. — Ólafur Jó- hannesson hefur á hinn bóginn neytt Lúðvfk til að sporðrenna „svika-“, „undansláttar-“, „upp- gjafar-“, og óaðgengilegum úr- slitakosta samningum“. Og á grundvelli þessa ætlar Ólafur Jóhannesson að byggja traust- ara og betra stjórnarsamstarf en nokkru sinni. Bjarni fyrrverandi 1 bók sinni Lög og réttur seg- ir forsætisráðherra Ólafur Jó- hannesson eitthvað á þá leið, að það sé venja, að rfkisstjórn segi af sér, þegar henni er ljóst, að hún hefur ekki lengur tilskil- inn meirihluta á bak við sig. Hann getur þess og, að ríkis- stjórninni sé auðviað rétt að sitja fram að því, að vantraust- tiííaga hafi verið samþykkt, en hitt sé venjan. Auðvitað er ljóst, að sú venja er þannig tilkomin, að fyrri forsætisráð- herrar hafa gert sér ljóst, að rfkisstjórn, sem ekki nyti stuðnings meirihluta þing- manna mjög skaðleg fyrir allt stjórnarfar. Fyrir skömmu lýsti Bjarni Guðnason þvf yfir, að hann væri stjórnarandstæðingur f efnahagsmálum, en styddi rfkisstjórnina í landhelgis- málinu og varnarmálunum. Skömmu sfðar sagði hann í sjónvarpi, að hann vantreysti því, að ríkisstjórnin hygðist standa við „loforð" sitt f mál- efnasamnmgnum um vamar- málin. Staðan er þessi, að Bjarni er stjórnarandstæð- ingur f efnahagsmálun, land- helgismálinu, en hins vegar vottar fyrir stuðningi hans f varnarmálunum, meðan enn er óvíst hvað rfkisstjórnin ætlast fyrir í þeim efnum. Bjarni virð- ist því vera orðinn svona að nfu tíundu hlutum stjórnarand- stæðingur, ogólafur Jóhannes- son byggir þvf tilveru stjórnar sinnar á 1/10 af dr. Bjarna Guðnasyni fyrrverandi stjórn- arþingmanni. Danmörk á sinn Bjarna Guðnason og fyrir nokkru gleymdi hann gleraugunum slnum heima, og var það nóg til þess, að kollega Ólafs Jó- hannessonar, Anker Jörgensen, ákvað að efna til nýrra kosninga. Hann vildi ekki láta stjórnmálaástandið í Dan- mörku velta á dyntum þessa danska Bjarna Guðnasonar. En á tslandi lætur forsætisráðherr- ann það gott heita að stjórna með tilstyrk tfunda hlutar Bjarna Guðnasonar. Meginprinsip Bjarna Guðna- sonar er, að ríkisstjórnin standi við málefnasamning sinn. Bjarni Guðnason átti þátt I að setja saman þá endaleysu og heldur tryggð við hana af barnslegri einfeldni, og er það svo sem góðra gjalda vert. En athyglisvert er, að fyrrverandi félagar Bjarna, stjórnarsinn- arnir, gera grfn að þingmannin- um fyrir tryggðina við málefna- samninginn. Þeir hafa nú, eins og aðrir á undan þeim, séð, að málefnasamningurinn er mark'- laust bull, þar sem hvað gengur á sveig við annað. En f ræðum sfnum segja þeir með helgi- svip, að stjórnin muni vinna að málefnasamningnum eins og hún hafi jafnan gert!! Munur- inn á þeim Bjarna er: Þeir vita betur, en segja ekki meiningu sfna, en Bjami veit ekki betur, en segir meiningu sfna. Og kannski á eftir að rætast hér sem áður, að sá hlær bezt, er sfðast hlær. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. UM BJARGRAÐASJÓÐ OG ÓVEÐURSTJÓNIÐ Guðrún Snæbjörnsdóttir, Hraunbæ 144, spyr: Fá þeir, sem fyrir mestu tjóni urðu í óveðrinu um daginn, óendurkræfan styrk til upp- byggingar í sama formi og Við- lagasjóður veitir Vestmanna- eyingum? Ef ekki, hvers vegna? Ákveðið hefur verið að þessir aðilar fái lán. Það þarf allt að endurgreiða. Hvernær yrði því úthlutað? Hvaða munur er á að standa uppi eignalaus eftir ofsaveður eða eldgos? Stjórnunarkostnaður Bjargráðasjóðs Guðbjartur Cesilsson, Grundafirði spyr: Hver er stjórnunar- og skrif- stofukostnaður Bjargráða- sjóðs? Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, svarar: Samkvæmt samþykki stjórn- ar Bjargráðasjóðs 28. septem- ber s.l. mun sjóðurinn veita fyrirgreiðslu vegna tjóna af völdum óveðurs 23. og 24. september s.l. Fyrirgreiðsla sjóðsins verður í þvi formi, að sveitarfélögum verða veitt vaxtalaus lán til að endurlána þeim einstaklingum, sem urðu fyrir meira tjóni en nemur kr. 50.000.00. Lánin endurgreiðast með jöfnum afborgunum á næstu 5 árum. Lánin eru miðuð við ákveðinn hundraðshluta af tjónum stighækkandi, þannig að þeir, sem fyrir mestu tjóni urðu, munu fá hlutfallslega hæst lán. Þessi fyrirgreiðsla er í sam- ræmi við þá fyrirgreiðslu, sem Bjargráðasjóður hefur veitt á undanförnum árum vegna tjóna af völdum náttúruham- fara og í samræmi við lög sjóðsins. Umsóknir um lán vegna tjóna af völdum óveðursins verða af- greiddar, eftir því sem þær berast sjóðnum, en þegar þetta er ritað, 25. október, hafa einungis fáar umsóknir borizt frá sveitarfélögum. Samkvæmt framrituðu er fyrirgreiðsla Bjargráðasjóðs vegna tjóna í öveðrinu 24. september s.l. ekki i sama formi og fyrir greiðsla Viðlaga- sjóðs, sem starfar samkvæmt sérstoku lögum og reglugerð- um. Ég tel að í sjálfu sér sé eng- inn eðlismunur á þvi að standa uppi eignarlaus annars vegar vegna eldgoss og hins vegar vegna ofsáveðurs, en vekja má athygli á því, að ekki er kunnugt um, að nokkur ein- staklingur hafi — sem betur fer — orðið eignalaus vegna tjóns af völdum umrædds óveðurs. Stjórnunar- og skrifstofu- kostnaður Bjargráðasjóðs árið 1972 varkr. 1.735.608.10. Geta má þess til upplýsinga, að heildartekjur Bjargráða- sjóðs á þessu ári eru áætlaðar um 30 millj. króna. Frá þeim dragast, auk rekstrarkostnaðar, vaxtagreiðslur um 10. millj. kr. vegna lána, sem hann hefur orðið að taka á undanförnum árum vegna fyrirgreiðslu, sem hann hefur veitt á undan- förnum árum, aðallega vegna tjóna í landbúnaðinum af völd- um kals og óþurrka. Að lokum má geta þess, að samkvæmt skattalögum er tjón af völdum náttúruhamfara frá- dráttarbært frá tekjum tjón- þola á tjónárinu. Þannig að skattaskyldar tekjur lækka sem tjóninu nemur. Susie Bachmann, Langholts- vegi 80, spyr: Hvernig stendur á því, að 9—10 ára gamalt barn fær að koma fram sem skemmti- kraftur á Hótel Borg, sem er vinveitingastaður? Pétur Daníelsson, hótelstjóri, svaraði þvi til, að hér væri um að ræða dreng úr Hafnarfirði, sem komið hefði nýlega og sungið nokkur lög, og hefði hann verið í fylgd með föður sínum. Því má bæta við, að í reglugerð laga um vernd barna og ungmenna er kveðið svo á, að börnum og unglingum innan 18 ára aldurs sé óheimill að- gangur að vínveitningahúsum og dvöl þar eftir kl. 20.00, nema þau séu I fylgd með forráða- manni, foreldrum eða maka. Hin árlega firmakeppni Hins íslenzka prentarafélags hófst sl. sunnudag. Spilað er í sveita- keppnisformi og voru 4 sveitir skráðar til keppni. Urslit sl. sunnudag: Morgunblaðið — Blaðaprent 20 — 0 Prsm. Hólar — Þjóðviljinn 20 — 0 __ Keppt er um farandsskjöld, sem vinnst til eignar, þegar hann hefir verið unnin 5 sinn- um eða þrisvar í röð. Þau firmu. sem unnið hafa til skjaldarins eru: Þjóðviljinn 1972 og Morgunblaðið 1971. xxxxx Hraðsveitakeppni TBK var fram haldið sl. fimmtudag. Var þá spiluð önnur umferð, og er staðaefstu sveita nú þannig: Kristínar Ólafsdóttur 1199 Antons Valgarðssonar 1165 Tryggva Gíslasonar 1156 Áma Pálssonar 1149 Braga Björnssonar 1138 Kristínar Þórðardóttur 1110 Zophoniasar Bene- diktssonar 1110 Bernharðs Guðmundssonar 1108 Sigríðar Ingibergsdóttur 1099 Arnars Isebarn 1093 Birgir Isleifssonar 1092 Bragá Jónssonar 1092 Keppnisstjtíri hjá TBK er sem fyrr hinn síkáti Guðmund- ur Kr. Sigurðsson. xxxxx Frá Bridgekiúbbi Akraness. Akranesi 10/11, ’73. Nýlokið er 3ja kvölda tví- menningskeppni, með þátttöku 20 para. Efstir urðu: Guðjón Guðmundsson — Hörður Pálsson 376 Hallgrímur Ámason — Valur SigUrðsson 369 Bjarni Kristimannsson — 353 344 Guðmundur Bjarnason Jón Alfreðsson — Viktor Björnsson Baldur Ölafsson — Eirlkur Jónsson 343 Bent Jónsson — Þráinn Sigurðsson 341 Hörður Jóhannesson — Kjartan Guðmundsson 339 Guðni Eyjólfsson — Olafur Guðjónsson 339 Meðalskor var 324 stig. Fimmtudaginn 15. nóvember hefst sveitakeppni, sem jafn- framt verður úrtökumöt fyrir Islandsmót. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.