Morgunblaðið - 14.11.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973
17
Á SL. ÁRI hófst vísir að skóla
fyrir fjölfatlaða, sem lögum sam-
kvæmt eiga að hljóta kennslu,
eins og aðrir. En fjölfötluð eru
þau börn nefnd, sem eiga við
fleiri en eina hömlun að strfða,
eru kannski blind, heyrnarlaus,
hreyfihömluð, andlega skert
o.s.frv. En þegar blaðamaður Mbl.
ætlaði nýlega að fara f heimsókn í
skólann, sem í fyrra hóf starf f
bráðabirgðahúsnæði í gamla
Heyrnleysingjaskólahúsinu, var
hann ekki þar, og raunar hvergi
annars staðar. Börnin sex, sem
byrjuð voru, höfðu til bráða-
birgða verið send upp í Reykja-
dal, þar sem skóli er fyrir lömuð
börn. Og skólastjórinn, Bryndfs
Vfglundsdóttir, sem er eini sér-
fatlaða hér, er farin að kenna
heilbrigðum börnum í Garða-
hverfi. Þar fundum við hana og
leituðum frétta af þessu skóla-
máli.
— Ég er bæði reið og sár, sagði
Bryndís. Ég hefi lagt ‘talsvert á
mig til að afla mér á eigin spýtur
menntunur til þessara starfa er-
lendis og ég held, að ég gæti
kennt þessum illa stöddu börnum
talsvert. Þegar könnun var gerð á
stór-Reykjavíkursvæðinu, fund-
ust 40 börn, sem ekki njóta
kennslu annars staðar, en ættu að
vera í slíkum skóla. Og á þessum
fyrsta vetri fór ég að fá hringing
ar frá foreldrum ann-
ara, sem ekki voru með í
þessari könnun, og nú hafa yngri
börn bætzt við. Svo ég hugsa,
að talan sé nær 70. En
þetta hefur ekki verið rannsakað.
A Islandi er í lögum, að allir eigi
að fá kennslu. En kennslaog pöss-
un eða geymsla er ekki það sama.
Utan þessara sex, fær ekkert af
þessum börnum neina kennslu
nú.
— Raunar finnst mér furðulegt
ráðleysi að senda börnin upp í
Reykjadal, þar sem enginn kenn-
ari er á staðnum, sérmenntaður i
kennslu og meðferð fiölfatlaðra,
heldur Bryndís áfram. Þeir starfs
kraftar, sem talað er um að séu
fyrir hendi, eru þær ágætu fóstr-
ur og einn kennari, sem störfuðu
við skólann, sem ég stóð fyrir í
fyrra. Þær fengu að visu ein-
hverja tilsögn hjá mér, auk þess
sem teymi sérfræðinga starfaði
með okkur, en úti í heimi er fólk
sent í háskóla til að læra kennslu
og umönnun fjölfatlaðra. Eg ætla
að vona, að menntamálaráðuneyt-
ið geri á bragarbót og ætli ekki
ófaglærðu fólki einu saman að
annast kennslu og uppeldi fjöl-
fatlaðra bama á Islandi. Ég
húgsa, að heyrðist hljóð úr horni,
ef einhver bygging uppi í sveit
væri fyllt með veiku fólki, nafni
komið á og húsið kallað sjúkra-
hús, hvað sem liði menntuðu
lækna- og hjúkrunarliði. Senni-
lega myndi fólk hika, áður en það
legðist inn á slíkt sjúkrahús eða
sendi börnin sín þangað.
Þegar Bryndís kom frá námi og
sérþjálfun í einum bezta skóla af
þessu tagi, Perkins Schoolforthe
Blind í Boston fyrir rúmu ári, var
hún ráðin af menntamálaráðu-
neytinu til að byrja kennslu fyrir
f jölfatlaða og var til bráðabirgða í
húsnæði í gamla Heyrnleysingja-
skólanum. Fastir nemendur voru
sex, fjórir í heimavist. Eitt rúm
var haft laust til að geta tekið
fleiri á víxl. — Ég hafði kennt í
heyrnleysingjaskólanum og vissi
svo sem, hve óhentugt húsnæðið
var, sagði Bryndfs. En ég vissi
ekki, hve stórt vandamálið er, hve
marga þarf að bera upp og niður
stiga o.s.frv. Þau, sem áttu að vera
í skólanum í vetur, þyrftu að vera
í húsnæði á einni hæð, sem hjóla-
stólar komast um eða i húsi með
lyftu. Og þegar húsnæðismálið
var óleyst í sumar og ég fékk
engin svör við neinu — ekki hvort
ég mætti ráða fólk, enga heimild
til að kaupa svo mikið sem sér-
staklega útbúinn stól fyrir
barn, sem rennur fram úr venju-
legum stól, ekkert nema
munnleg svör um að þetta
mundi allt lagast, þá skrifaði
ég menntamálaráðherra bréf og
sagði, að ég treysti mér ekki til að
starfa við þessar aðstæður. Það
bréf skrifaði ég 12. júní, en fékk
ekkert svar. Svo ég sótti um
venjulegt kennslustarf hér suður
frá, því maður verður þó að vinna
fyrir sér.
— Mér finnst þetta þeim mun
biturra, sagði Bryndís ennfremur,
að nú veit ég um allan þennan
barnahóp, sem ætti að vera í
kennslu. Og mér f innst, að ég gæti
kennt þeim þö nokkuð. Ekki svo
að skilja, að mér finnist lítilfjör-
legt að kenna heilbrigðum börn-
um. Það er mér ótrúleg ánægja
hvern dag að koma inn í bekk og
geta talað við börnin, sem skilja
mál mitt, eru opin fyrir öllu og
njóta þess eins að vera lifandi.
Mér finnst dásamlegt að fá að
njóta þess með þeim. Eln við við-
unandi aðstæður hefði ég viljað
kenna fjölfötluðum. Satt að segja
réð ég mig aðeins í hálft kennara-
starf i vetur, til að geta verið til
taks, ef ráðuneytið vildi nokkuð
nýta sérþekkingu mfna.
— Eg hefi orðið óþægilega vör
við það hjá fólki, að við, sem
höfum lært til og stundað sér-
kennslu, hljótum að hafa miklar
hugsjónir, sagði Bryndís m.a. í
þessum umræðum. — Og að við
munum því með gleði þola ýmsar
þær starfsaðstæður, sem flokka
má undir hreint siðleysi. Égsé nú
ekki, af hverju við ættum að
burðast með meiri hugsjónir en
aðrar stéttir. Raunar tel ég, að
kennslu afbrigðilegra hafi alltaf
og sérstaklega áður fyrr verið
haldið niðri vegna þess, að við
sérkennslu hafa verið innan um
menn, sem hafa skreytt sig með
nafni hugsjóna. Ég álft hins
vegar, að einasta hugsjón
kennara eigi að vera sú, að hann
vinni vel, vinni af trúmennsku
við nemendur sína og sjálfan sig.
Vinni kennari vel, þarf hann ekki
að biðjast afsökunar á sjálfum sér
í skjóli hugsjóna.
Ég spyr Bryndísi nánar út í það,
hvers vegna ekki var hægt að
halda áfram uppbyggingu skólans
fyrir fjölfatlaða í vetur. Hún seg-
ir, að enn séu óleyst húsnæðis-
vandræðin, en húsnæði það, sem
kom til greina, stendur ónotað.
Það er í húsi Blindrafélagsins i
Hamrahlíð. Blindrafélagið vildi
leggja það til með skil-
yrðum, sem ráðuneytið þurfti
að leysa. En það var ekki
gert. Ekki var hægt að fá þá
hluti, sem þurfti til skólans, og
28. marz sendi Bryndís beiðni og
lista yfir fyrstu nauðsynlega hluti
til ráðuneytisins, án þess að fá
svar. Þá kvaðst hún þurfa heimild
til að ráða f ólk til viðbótar. En því
þurfti aukaheimild, að fjárhags-
áætlun sú, sem var gerð fyrir
skólann áður en hann tók til
starfa, var um margt ófullkomin,
enda nemendafjöldinn að hluta
óráðinn, þegar hún var gerð.
Þrautaráðið var svo að skrifa
menntamálaráðherra sjálfum 12.
júní.
Bryndís er, sem fyrr er sagt,
eina manneskjan hér á landi, sem
hefur fengið þjálfun í meðferð á
fjölfötluðum. I fyrra voru við
skólann með henni 4 fóstrur og
einn kennari. — Stúlkurnar voru
mjög áhugasamar og tilbúnar til
að fá þjálfun, sagði hún. Og ég
vildi drífa alla til að sjá eitthvað
meira. Ef fleiri skólar fyrir fjöl-
fatlaða hefðu verið á Islandi,
hefðum við auðvitað farið í heim-
sóknir í þá. Því er nú ekki til að
dreifa og þess vegna leituðum við
út fyrir landsteinana. Ég þekki
forstöðufólk í skólum fjölfatlaðra
í Englandi, Noregi, Hollandi og
víðar. Hópurinn, sem við þetta
fæst, er svo þröngur, að fólkið
þekkist. Hafi maður verið i
Perkins-skólanum í 7 ár, þekkir
maður marga, þvf þangað koma
allir, sem eru að leita fyrir sér á
þessu sviði. Ég skrifaði vestur
fyrir eina fóstruna, henni var vel
tekið og hún var þar í 4 vikur í
sumar. Önnur fór til. Englands í 5
vikur og sú þriðja til Hollands og
Englands. Einnig fóru kennslu-
konan og ég í námsferð. Ég sótti
um styrk fyrir þær til þessa, en
var sagt, að þetta væri hinn mesti
óþarfi. En mér finnst, að þegar
um sérkennslu er að ræða, þá sé
bráðnauðsynlegt að sjá, hvað
aðrir eru að gera, fá samanburð
og nýjar hugmyndir. En það er
misskilningur, að fólk þurfi að
vera marga mánuði í námsferð.
Sá, sem veit að hverju hann
leitar, getur verið fljótur að átta
sig, sjá og læra.
— Satt að segja er ég þeirrar
skoðunar, að maður eigi ekki að
eyða dýrmætum tima f óþarfa bar-
áttu um smávægileg atriði, sagði
Bryndfs í samtalinu. Skólafólkið á
ekki að eyða tímanum í að vasast í
hlutum, sem það kann ekkert til,
eins og byggingamálum og fjár-
málum yfirleitt. Til þess hefði
maður þurft að fara í verzlunar-
skóla. Maður á að hugsa um
börnin og kennslu þeirra, en ekki
vera að þrasa á skrifstofum um
fatahengi, steikarpönnur, skóla-
borð o.s.frv. Mér finnst það satt
að segja, ekki f verkahring skóla-
stjórans að standa í orrustu við
ráðuneytin um það, hvort við-
komandi skóli á að vera á götunni
eða ekki. Þá virðist mér betra að
vera ekkert að setja skólana á
stofu.
Við spyrjum Bryndísi, hvort
börnin þurfi nauðsynlega að vera
í heimavist. — Oft þurfa börnin
að vera í heimavist um tima fyrst,
svarar hún, — þó að stefnt sé að
þvf, að þau fari heim eftir skóla-
tíma. Oft hefur ýmislegt snúizt
við og þarf leiðréttingar við,
þegar um svona börn er að ræða,
og heimili þurfa hjálp til að leið-
rétta það. Barnið er líka iðulega
áþjálla heima og við sína nánustu.
Þjálfað fólk hefur meira af þessu
tagi, og getur af meira öryggi
beitt aðferðum, sem þarf. Ekki er
hægt að ætlast til þess, að for-
eldrar geti gert þetta með öllu
öðru, sem á þá leggst. Þegar vits-
munalífið er brenglað, læra
börnin ekki á eðlilegan hátt allt
það, sem heilbrigð börn læra
fyrirhafnarlaust af umhverfinu.
— Er þetta þá ekki mikið álag á
heimilin?
— Jú, víða eru heimilin alveg
undirlögð. Móðirin er bundin og
getur aldrei vikið frá. I Banda-
ríkjunum hefur farið fram könn-
un á tíðni hjónaskilnaða og komið
í ljós, að mun meira er um þá i
fjölskyldum með slíkt barn en
öðrum, vegna þess aukna álags,
sem verður á heimilinu.
Bryndís er kennari að mennt.
Hún fór upphaflega utan með
Sólveigu litlu frá Siglufirði, sem
var illa farin, þar sem miðtauga-
kerfið hafði skemmzt, er móðir
hennar fékk rauðu hunda um
meðgöngutimann, svo heyrandi
heyrði hún ekki og sjáandi sá hún
ekki. Hún var send til þessarar
stofnunar, sem bezt er talin i
heiminum, og fékk þar mestu
hjálp, sem hægt var að veita.
Hafði til dæmis sérkennara
fyrir sig eina. Bryndís fór með
hennn. Var fyrst í verklegri þjálf-
un, en síðan látin taka við
kennslu hennar undir umsjón
kennara og skólastjóra. — Það
tókst að kenna henni ýmislegt
nytsamlegt, svo að hún yrði mót-
tækilegri fyrir mannlegu sam-
félagi, en við gátum aldrei kennt
henni mál, sagði Bryndfs, er ég
spurði hana um þetta. En ein-
faldasta merkjamál lærði hún að
skilja. Nú er Sólveig á Sólborg á
Akureyri.
Bryndís varð eftir, þegar Sól-
veig fór heim, og var við nám og
störf við Perkins School for the
Blind, eins og skólinn heitir. —
Hann var stofnaður fyrir blinda
um 1830 með framlögum frá
auðuga fólkinu í Boston, segir
Brvndís til skýringar. Og enn eru
þar til f jölmargir sjóðir, sem gefn-
ir voru í ákveðnum tilgangi og
hafa sfðan verið varðveittir og
efldir. Svo ekki skortir þarna fé.
Skólinn er líka stórkostlegur,
enda staðsettur í Boston, innan
um þessar stóru rannsókna-
stofnanir, og alltaf verið að rann-
saka og leitast við að finna betri
leiðir til að ná árangri.
— Er hann ekki lengur bara
fyrir blinda?
— Nei, læknavísindin hafa tek-
ið framförum og með bættri
heilsugæzlu hafafærri börn fæðzt
með hreina blindu. En i staðinn
fór að bera á börnum með skerta
sjón og heyrn og ýmsa fleiri galla.
Þau höfðu áður lent á fávitahæl-
um, en nú var farið að reyna að
kenna þeim. Fólk vaknaði til með-
vitundar um, að hægt er að hjálpa
þessu fólki og kenna þvf þannig,
að það getur bjargað sér í lffinu
og á vernduðum vinnustöðum.
Þannig hefur farið að taka inn
fólk með likamlega lömun og
síðar fólk með skerta greind. Oft
er börnunum skipt í aðskildar
deildir innan skólans eftir því,
sem hægt er, en starfsfólk i öllum
deildum ber saman bækur sinar.
Flestir blindraskólarnir i
heiminum eru þvf að verðaskólar
fyrir blinda með lömun, blinda
með skerta greind, blinda með
heyrnardeyfu o.s.frv. Og í hverju
landi er nokkur hópur fólks, sem
þarf sérkennslu á þessu sviði, og á
rétt á henni eins og aðrir.
— Á hvaða aldri eru nemendur
í slíkum skóla?
— Hér var miðað við allt að 16
ára aldur. En lífaldur segir svo
lítið í þessu máli. Ef til dæmis 16
ára unglingur hefur ekki notið
kennslu, sem hann skilur í, þá er
hann ekki betur settur en barn,
sem er að byrja. Og þá skuldum
við honum kennslu í þessi ár.
Lfklega skuldum við Islending-
ar æði mörg kennsluár og sýnist
ekki líklegt að farið verði í bráð
að greiða nokkuð upp í þá skuld,
úr því tilraunin, sem hafin var í
fyrra, er nú stöðvuð.
Það sem Bryndís Víglundsdótt-
ir fór fram á i bréfi sínu til
menntamálaráðuneytisins og sem
hún aldrei fékk svar við, var í
stuttu máli þetta: Ef ætlunin væri
að skóli fyrir fjölfötluð börn
starfaði í vetur, þyrfti að sam-
þykkja, að birt yrði auglýsing i
dagblöðunum til foreldra fjöl-
fatlaðra barna um að hafa sam-
band við skólastjórann, að auglýst
yrði eftir fóstrum til starfa við
skólann, gengið urði frá ráðningu
tveggja kennara og auglýst staða
skólastjóra við umræddan skóla.
Að ráðuneytið tæki afstöðu til
boðs Blindrafélagsins um hús-
næði fyrir skólann. Auk þess fór
hún fram á, að ráðuneytið veitti
samþykki sitt til að pantaðir yrðu
ýmsir hlutir utan lands frá, sem
nauðsynlegir væru, og að ýmis-
legt „smádót“ yrði smíðað fyrir
skólann.
Við þessu fékkst ekkert svar og
þvi fór sem fór — E.Pá.
Viðtal við
Bryndísi
Víglundsdóttur
Bryndfs Vlglundsdóttir með börnsfn á heimili sfnu, þar sem blaðamaður Mbl. spjallaði við hana.
Skóli fiö
hættur
Tugir fjölfatlaðra eiga
inni skólavist á Islandi