Morgunblaðið - 14.11.1973, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973
29
_ ■ ■
A HEUARÞROM
Framhatdssagan
j Pýóingu
Björns Vignis
Fagra
37
„Mmmmm. Þessi stjórnunar-
staða, sem þér eruð að þjálfa yður
fyrir. Hver er hún?“
„Sölumennska."
„Enginn titill?"
„Aðeins sölumaður."
„Hvernig er þetta starf
launað?"
„Pabbi var þeirrar skoðunar að
ekki ætti að dekra við börn sin,“
sagði Mark. „Hann gerði sér ljóst,
að fyrirtæki hans færi fljótlega á
kúpuna, ef hann greiddi sonum
sínum einhver rosalaun án þess
að þeir þekktu haus eða sporð á
rekstri fyrirtækisins."
„Og hver eru þá byrjunarlaun-
in?“
„Fimmtán þúsund dollarar — í
þessu tiltekna starfi."
„Það er nefnilega það. Og þér
viljið lifa ríkmannlega? Tókst að
eyða tíu þúsundum á ári á ital-
íu?“
„Þetta eru aðeins byrjunarlaun-
in, herra Carella,“ sagði Mark.
„Pabbi gerði jafnan ráð fyrir, að
síðar meir fengju synir hans yfir-
ráð Scott-iðjuveranna.“
„Já, erfðaskrá hans ber það
með sér. Vissuð þér af þessari
erfðaskrá."
„Við vissum öll um hana. Pabbi
talaði oft um hana.“
„Eg skil.“
„Segið mér eitt, Carella," sagði
Mark. „ Alítið þér, að ég hafi myrt
föður minn?“
„Gerðuð þér það, herra Scott?“
„Nei.“
„Hann framdi sjálfsmorð, herra
Scott, ekki rétt?“
„Jú, það er rétt,“ svaraði Mark.
„Nema þér haldið, að ég hafi
skriðið inn í herbergið gegnum
rifuna þarna."
Fjórtándi kafli
Þarna var hún — borgin. Upp á
búin fyrir unað kvöldsins, sveip-
uð svörtu satíni rökkursins og
með skærrauðan mittislinda. Með
gimsteinaþyrpingu í hári, fern-
ingsljós úr gluggum skrifstofu-
bygginganna, sem hófu sig í
hæstu hæðir; sindrandi festi um
grannan hálsinn — rauð, gul og
græn ljós umferðarvitanna, raf-
lýsingu ljósastauranna og skær-
birtu neónskiltanna á Detavoner
Avenue. Ávalar, holdugar axlir,
er hreyfðust í takt við tóna
kvöldsins, þrýstin brjóst, er hóf-
ust og hnigu undir hinu sama
tónfalli tónlistar, er ómaði frá
kjallaraknæpum og veizlusölum
borgarinnar.
Glóandi hraðbrautin og endur-
kast árinnar skópu bogadregið
mitti hennar, þöndu sig norður og
suður yfir breiðar mjaðmir henn-
ar, féllu yfir föngulega fótleggina
og reyrðu ökla hennar í hlekki
daufs endurskins bílljósanna á
votu malbikinu.
Þarna var hún —.borgin.
Hljóp við fót með kvöldjð undir
arminn, teygaði seiðandi loftið
milli hálfluktra vara, með ástríðu
glampa f augum, þetta var föstu-
dagskvöld og hún þrýsti helginni
að brjósti sér i áköfu örvæntingar
fullu faðmlagi. Já, borgin er kona,
falleg kona, kona með líf í skauti,
flærð i hjarta, töfrandi kona, sem
leynir rýtingi milli langra fölra
fingra að baki sér, mild kona, er
raular gleymda og grafna lagstúfa
á berangri í steinsteypugljúfrum,
kona ásta, kona haturs, dýrkuð af
átta milljónum manna, fólki sem
notið hefur unaðsemda lfkama
hennar, fólki, sem þekkir hana og
hatar af djúpri, tryggri ást.
Átta milljónir manna.
Geffrey Tamblin varútgefandi.
Hann gaf út námsbækur. Hann
hafði staðið i þessu braski í þrjá-
tíu og tvö ár og núna — fimmtiu
tveggja ára að aldri — áleit hann
sig skynugan náunga, er þekkti
allar hliðar þessarar greinar.
Aldrei hafði Geoffrey Tamblin
kallað þetta „útgáfu", i huga hans
var þetta aðeins brask af versta
tagi og hann hataði það óskap-
lega.
Einkanlega var honum i nöp við
reikningsbækur. Þær fyrirleit
hann. Þessi fyrirlitning átti senni-
lega rætur sínar að rekja allt til
þess tíma, er hann sótti stærð-
fræðitíma hjá þeim gamla þöngul-
haus dr. Fanensel í menntaskóla.
A þeim árum hafði honum verið
ókleift að gera upp við sig, hvort
hann hataði stærðfræðina meira
en dr. Fanensel eða öfugt. En
núna — fjörutiu árum síðar —
hafði hatur hans dafnað og eflzt
til muna svo að það spannaði yfir
alla stærðfræði — háa og lága —
náði til allra lærimeistara og læri-
sveina þessara viðurstygglegu vis-
inda. Rúmfræði, jöfnur, algebra,
mengi — allt setti hann þetta
undir einn hatt og hataði inni-
lega.
Hið dapurlega við þetta allt
saman var þó, að fyrirtæki hans
gaf út fjöldann allan af námsbók-
um í stærðfræði. Satt að segja var
stærsti hluti útgáfustarfseminnar
einmitt helgaður stærðfræðinni.
Sem var einnig meginorsök þess,
að Geoffrey Tamblin þjáðist af
magasári.
Einn góðan veðurdag, hugsaði
Tamblin með sér, mun ég hætta
námsbókaútgáfu og þá alveg sér-
staklega útgáfu á stærðfræðibók-
um. Þess í stað mun ég láta frá
mér fara lítil vönduð ljóðasöfn
eða gagnrýni um listir og háspeki-
leg efni. Eftirleiðis munu Tambl-
inbækur tákna vandaðar, fallegar
bækur. Aldrei framar: „Gefið X
sama sem 10, og Y sama og 12,
hvað er þá — A?“ Og magasárið
yrði úr sögunni.
Það olli honum jafnvel sárs-
auka að hugsa til magasársins.
Ljóð, hugsaði hann. Falleg lítil
söfn ljóða. Ó, það væri yndislegt.
Ég flyzt út í úthverfin og rek
fyrirtækið þar. Stíg aldrei framar
fæti í neðanjarðarlest. Ekkert
kapphlaup við tímann. Verð laus
við hrokafulla ráðunauta, ný-
skriðna út úr Harward, sem
hampa háskólaborgarabréfinu I
öðru hverju skrefi. Laus við fúl-
lynda listamcnn.semisitjadagínn
inn og daginn út og teikna þrí-
hyrninga þegar þeir eiga sér enga
ósk heitari en að fást við nektar-
myndir. Og einkanlega losna ég
við viðutan prófessora að færa
mér þessi djöfullegu sköpunar-
verk sín til útgáfu. Bara lítil fal-
leg ljóðasöfn. Ahhhh.
Geoffrey Tamblin átti heima
við Silvermine Road — við útjað-
ar 87unda umdæmis. Það var
vandi hans, kvöld hvert að lokn-
um starfsdegi, að taka neðanjarð-
arlestina úr miðborginni upp á
stöð númer sextán, fara þar af og
ganga síðan gegnum hverfið heim
til sfn, hverfið sem eitt sinn hafði
verið fallegt og jafnvel virðulegt.
Núna var það á hröðu undan-
haldi, líkt og allt annað var á
undanhaldi, og allt var það stærð-
fræðinni að kenna. Nú mátti
steypa allan heiminn í einfalda
formúlu, nú var ekki lengur til
annar veruleiki en veruleiki
stærðfræðinnar. X sinnum hið
óendanlega er !>ama sem vetnis-
sprengjan. Veröldin ferst ekki í
eldi, hún ferst í stærðfræðifor-
múlu.
Það var vond lykt í hverfinu á
þessum siðustu og verstu timum.
Tóm hús hulin rusli, nú var út-
ganginum fleygt út um gluggana,
unglingaskríll óð um göturnar,
rændi og ruplaði, framdi jafnvel
morð meðan lögreglumennirnir
sváfu. Glæpamenn, glæpamenn
allt saman, sem létu sig meira
skipta stærðfræði krossgátunnar
en mannlegt velsæmi. Ég verð að
forða mér héðan. Ljóð, ljóð, hvar
eru öíl 1 jóð heimsins?
Best að ég gangi gegnum garð-
inn í kvöld.
Hugdettan espaði hann. Sú
hafði þó verið tíðin — áður en
Geofrey Tamblin varð X og Y að
bráð — að hann hafði spígsporað
um græna völlu Grovergarðsins,
horft á gult mánaskinið og vitað,
að borgin var vettvangur róman-
tíkur og leyndardóma. En núna —
magasári siðar — valdi hann leið-
ina gegnum garðinn aðeins til að
sneyða hjá krakkaskrílnum á
Grover Avenue, og hann espaðist
allur við tilhugsunina um ung-
dóm nútimans.
Hann gekk rösklega, djúpt
sokkinn i hugleiðingar um kveð-
skapinn, en samt fór ekki hjá því,
að hann veitti athygli stærðfræði-
legri nákvæmninni í uppsetningu
á ljósaskiltinu á lögreglustöðinni,
hinum megin götunnar — 87. Ein-
tómar tölur. Þrir piltar gengu á
undan honum. Truntulýður,
glæpamenn? Nei, þetta virtust
vera skólapiltar, verðandi kjarn-
eðlisfræðingar og stærðfræðing-
ar. Hvað voru slíkir piltar að gera
hér í neðri byggð á tima sem
þessum? Þeir sungu. Söng ég
nokkurn tima? hugsaði hann með
sér. En ætli þeir syngi lengi. Bið-
um bara þangað til þeir komast í
kast við plús og mínus. Við skul-
um vita, hvort þeir hætta þá ekki
að syngja.
Geoffrey Tamblin hægði á sér.
VELX/AKAIVIOI
Velvakandi svarar 1 sfma 10-
100 kl. 10.30—11.30, fré
mánudegi til föstudags._
0 Hvað er
sanngjarnt verð
fyrir fullt fæði og
húsnæði?
Kona í Hafnarfirði hringdi.
Hún sagði, að sig langaði til að
vita hvað sanngjarnt væri, að
fullorðið fólk greiddi fyrir
húsnæði, og væri þá reiknað með,
að viðkomandi hefði sérherbergi,
afnot af sfma og öðru því, sem
venjulega væri fyrir hendi á
heimili, auk fæðis.
Velvakandi leitaði upplýsinga
hjá fjölda aðila, bæði hjá opin-
berum aðilum og öðrum, en engar
áreiðanlegar tölur eru fyrir
hendi, sem hægt væri að leggja til
grundvallar.
Hjá Vegagerð ríkisins fengust
upplýsingar um, að greiddir væru
fæðispeningar, sem næmu 220
krónum á dag fyrir manninn, og
væri gert ráð fyrir, að þessi
upphæð nægði fyrir hráefni, en
laun ráðskonu og aðstöðu til elda-
mennskunnar leggur vegagerðin
til.
Ef þannig væri gert ráð fyrir,
að hráefnið eitt sem fer til matar-
gerðarinnar, kosti 6.600 krónur á
mánuði, og herbergi sé ekki leigt
undir 3000 krónum á mánuði,
væri varla hægt að gera ráð fyrir,
að greitt væri undir 10.000 krón-
um á mánuði fyrir uppihald á
mánuði.
Þessi tala er þó ekki til þess að
leggja til grundvallar almennt,
þar sem viðurgerningur er mjög
mismunandi í einstökum tilvik-
um. En alla vega er ólíklegt, að
hægt sé að komast af með minna
til daglegs viðurværis fyrir ein-
stakling á mánuði.
Ekki er ólíklegt, að margir hafi
áhuga á að gera sér grein fyrir
þvi, sem hér um ræðir. Vel-
vakanda er ekki kunnugt um,
hvað vinnandi fólk, sem býr í
foreldrahúsum, greiðir fyrir fæði,
húsnæði og annað það, sem það
nýtur á heimilinu, en fróðlegt
væri að fá upplýsingar þar að
lútandi.
# „Thing a Danger“
Yfirskrift þessa ber bréf, sem
Velvakanda hefur borizt frá Vest-
mannacyjum, en því fylgdi þetta
tilskrif:
„Þetta bréf var ég að fá, og
langar mig til að fá vitneskju um,
hvaðan það er upp komið og
hvaða tilgangi það er ætlað að
þjóna. Ég er ekki viss um að allir
þoli svona sendingar.
Margrét."
Fer nú bréfið sjálft hér á eftir:
„Treystið guði af öllu hjarta og
hann mun lýsa veginn. Þetta bréf
hefur verið sent til þín fyrir
happi. Bréfíð hefur gengið 23
sinnum kringum jörðina. Þessi
heppni hefur verið send til þín,
og þú munt verða fyrir happi
innan fjögurra daga. Þetta er
ekkert grín, og þú átt að senda
það i pósti. Sendu enga peninga,
en þú átt ekki að geyma frumritið
heima. Þú verður að senda það
burt innan 4 daga eftir að þú færð
það. Skrifstofumaður í U.S.A.
vann 10.000 dollara, en tapaði
þeim aftur, vegna þess að hann
sleit keðjuna. Piltur í Alpafjöll-
um týndi lifi sínu 6 dögum eftir
að hann fékk bréfið, þvi hann
sendi það ekki aftur. Eftir dauða
hans var uppgötvað, að hann
hafði unnið 500 dollara. Gerðu
svo vel að senda þetta bréf og 4
önnur til vina þinna innan
fjögurra daga. Settu nafnið þitt
neðst og strikaðu yfir það efsta.“
Fyrir neðan þennan
fagnaðarboðskap standa 12 nöfn.
Ekki er langt síðan Velvakandi
birti samskonar bréf, a.m.k.
birtist bréf, þar sem fjálglega var
lýst dauðdaga pilts í Alpafjöllum.
Það ætlar að ganga illa að kveða
þennan endemis draug niður, en
Velvakandi skilur ekki tilganginn
með svona sendingum frekar en
Margrét. Eina ráðið, sem hægt er
að gefa er einfaldlega það, að gefa
frat í svona rugl, og láta eitthvert
„drama“ í Alpafjöllum, sennilega
imyndað eða upplogið, sér í léttu
rúmi liggja.
0 Ólag á vatnsdælu
Breiðholtsbúa
Jóhann Ölafsson, Völvufelli 38,
hringdi:
Hann sagði, að s.l. sunnudag
hefði kalda vatnið fa/ið ai kerf
inu snemma morguns, en síðan
komið aftur upp úr hádeginu.
Milli 5 og 6 siðdegis hefði það svo
farið öðru sinni, og ekki verið
komið á aftur, þegar hann hefði
farið til vinnu sinnar á mánudags-
morgun.
Þetta kæmi iðulega fyrir, þegar
eitthvað ölag væri á rafmagninu,
og virtist svo sem vatnsdælurnar
biluðu, þegar rafmagnstruflanir
yrðu. Jóhann bað Velvakanda um
að grennslast fyrir um hverju
þetta sætti. Hann sagði, að auð-
vitað væri ákaflega óþægilegt
fyrir íbúana þar efra, þegar
vatnslaust væri langtímum
saman, en alvarlegra 'yrði þó
ástandið, ef einhvers staðar
kviknaði í, meðan svo væri.
Velvakandi hafði samband við
Gunnar Steinsen, verkfræðing
hjá Vatnsveitu Reykjavíkur.
Sagði Gunnar, að dælustöð fyrir
Breiðholtið gengi fyrir rafmagni
frá háspennulínú við Vatnsenda,
og yrði dælustöðin óvirk. um leið
og eitthvað yrði að veðri. Einnig
kæmi fyrir, að öryggi dælu-
stöðvarinnar færi við rafmagns-
bilun, eins og orðið hefði í því
tilviki, sem hér urn ræðir.
Gunnar sagði, að bygging
vatnsgeymis fyrir svæðið hæfist á
næsta ári, og mætti gera ráð fyrir,
að hann yrði tekinn i notkun eftir
um það bil eitt ár. Þangað til
mætti gera ráð fyrir óþægindum
af þessum sökum.
Karolína
Hún þykir fegursta
prinsessa Evrópu, hún
Karolfna af Monaco, dóttir
Crace Kelly og Rainier
fursta. Æ meir, þykir hún
líkjast móður sinni.
Karolfna er nú 16 ára og
stundar nám í „St. Mary’s
Covent School” í Ascot. Þar
ætlar hún að ljúka stúdents-
prófi. Uppihald prinsess-
unnar þar kostar u.þ.b. 150
þús. kr. á ári.
I sumarfrfinu fer hún
heim til Monaco, stundar
þar útilíf og nýtur þess,
þegar karlmennirnir senda
henni hýrt augnaráð og
flauta á eftir henni lagið
„Sweet Caroline".