Morgunblaðið - 14.11.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 14.11.1973, Síða 32
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 Samkomulagsdrögin samþykkt á Alþingi með 6 mötatkvæðum í GÆR var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga rfkis- stjórnarinnar um heimild til að ganga frá bráðabirgðasamkomu- lagi við rfkisstjórn Bretlands um veiðar brezkra togara innan 50 sjómflna fiskveiðilögsögunnar. Atkvæðagreiðslan fór fram að viðhöfðu nafnakalli, og greiddu 6 þingmenn atkvæði gegn tillög- unni. Þeir voru Matthfas Bjarna- son, Pálmi Jónsson, Pétur Sigurðsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Guðlaugur Gfsla- son, úr Sjálfstæðisflokknum og Bjarni Guðnason, sem er utan flokka. Við endanlega afgreiðslu tillögunnar greiddu 53 þingmenn atkvæði með henni, en þá hafði Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra vikið af þingfundi. Ráð- herrann hafði þ.á.m. verið við- Fékk 50 kr. fyrir kílóið TVEIR bátar, Arinbjörn RE og Hamar SH, áttu að selja f Ostende f Belgíu f gær. Aðeins annar báturinn náði að selja þar f gær og fékk báturinn sæmilegt verð fyrir fiskinn, þó svo að sumir hefðu búizt við hærra verði, þar sem báturinn var með góðan Englandsfisk eins og kola og þorsk. Það var Arinbjörn RE, sem seldi 60.4 lestir. Fyrir aflann fékk báturinn rétt rúmar 3 millj. kr. og er meðalverðið kr. 50.13. staddur, þegar tillögugreinin sjálf var borin undir atkvæði og var hún þá samþykkt með 54 at- kvæðum. Sá háttur var hafður á atkvæðagreiðslu, að fyrst var til- lögugreinin sjálf borin undir at- kvæði, en að þvf loknu tillagan f heild. Samtals 12 þingmenn gerðu sér- staka grein fyrir atkvæðum sín- um. Af þeim, sem samþykktu til- löguna gerðu eftirtaldir þing- menn grein fyrir atkvæðum sín- um: Ölafur G. Einarsson (S), Ragnhildur Helgadóttir (S), Sverrir Hermannsson (S), Ellert Schram (S), Garðar Sigurðsson (Ab), Gylfi Þ. Gíslason . (A), Jóhann Hafstein (S), JónasÁma- son (Ab), Karvel Pálmason (SF- V) og Lárus Jónsson (S). Af and- stæðingum tillögunnar gerðu Pálmi Jónsson (S) og Pétur Sigurðsson (S) sérstaka grein fyrir sínum atkvæðum. Aðrir þingmertn, sem atkvæði Framhald á bls. 18 Landhelgisdeilunni er lokið og John McKenzie, sendiherra Breta, tekur f hönd Einars Ágústssonar utanrfkisráð- herra. Að baki sendiherranum stendur Eric Joung, en að baki ráðherranum Hans G. Andersen. — Ljósm.: ÓI.K.M. — Sjá nánar á bls. 2. Mokuðum okkur burt úr Landmannalaugum Ferðalangarnir 22 komnir í bæinn FERÐALANGARNIR, sem teppt- ust í Landmannalaugum um helg- ina, komu í bæinn í gær og voru allir við beztu heilsu að sögn Við- ars Péturssonar lögregluþjóns frá Vogum. Sagði hann, að hópurinn, alls 22, hefði komið að Land- mannalaugaskálanum á laugar- dag og verið þar um nóttina í góðu yfirlæti. Á sunnudaginn hefðu þau haldið af stað aftur í bílunum 9 og hefði það gengið vel þar til um hádegisbil, er óveðrið skall á, en þá var það ráð tekið, að halda kyrru fyrir í bílunum. I hópnum var eingöngu fullorðið fólk. A mánudagsmorgun var aftur haldið af stað, en Viðar kvað ferðina hafa sótzt seint vegna mikilla snjóa. „Það var mikill mokstur, mikið ýtt og mikið dregið," sagði hann, „og segja má, að við höfum orðið að moka okkur burt úr Landmanna- laugum, en þetta gekk þó vonum framar. I nótt kom snjóbill til okkar þar sem við vorum um það bil 10 km frá veginum upp í Sig- öldu. Snjóbíllinn tróð slóð fyrir okkur og flýtti þannig fyrir okkur á endasprettinum. Fólkið hafði gaman af þessari ferð en það var verst hve mikið umstang varð i kring um ferðina. Enginn var með sendistöð, því slík tæki eru svo dýr, að menn hafa almennt ekki efni á að eiga þau, en ef slíkt tæki hefði verið til staðar hefði mátt losna við ýmis leiðindi." Ferðalöngunum var boðið í mat við Sigöldu i gærdag og þótti þeim gott að fá þar heitan mat og drykk eftir volkið. Enginn skóli fyrir fjölfatlaða í vetur VlSIR sá að skóla fyrir fjölfatl- aða, sem byrjaði f fyrra, er ekki starfræktur f vetur og hefur böm- unum sex, sem byrjuð voru f fyrra, verið komið fyrir til bráða- birgða uppi f Reykjadal. En skólastjórinn, Bryndfs Vfglunds- dóttir, eini sérmenntaði kennar- Vladimir Ashkenazy. David Ashkenazy synjað um fararleyfi til íslands □ EINUM af ritstjórum Morgunblaðsins hefur borizt bréf frá Vladimir Ashkenazy, sem nú er á hljómleikaferð f Bandaríkjunum, þar upplýsir hann, að föður sfnum, David Ashkenazy, hafi verið synjað um fararleyfi til fslands. Hann hefur árum saman verið að reyna að fá leyfi til að heim- sækja son sinn og fjölskyldu hans en sovézk yfirvöld hafa jafnan dregið á langinn að veita honum afdráttarlaus svör við umsóknum þess efnis. Q I bréfi sfnu til Mbl. fer Ashkenazy fram á, að Ijósrit af þvf verði sent öðrum dagblöð- um og hefur það verið gert. Er Ijóst af bréfinu, að Ashkenazy tekur þessi málalok sér mjög nærri: „Mér fellur þetta afar þungt“, segir hann og bætir við — og ég veit ekki lengur hvað geraskal.“ í upphafi bréfsins, sem dagsett er í San Fransisco, 7. nóv. sl„ segist Ashkenazy hafa þá samdægurs talað við föður sinn í síma. Hafi hann sagt/að OVIR—‘skrifstofa sú í Moskvu, sem afgreiði fararleyfi Sovét- borgara til ættingja erlendis — hafi tjáð sér, er hann kom þangað í sfðustu viku október- mánaðar, að umsókn hans um fararleyfi til Islands hafi verið synjað. „Engin ástæða var til- greind — aðeins synjun“ segir í bréfi Ashkenazys. David Ashkenazy hefur sem f yrr segir gert tilraunir til þess árum saman að fá að heim- sækja fjölskyldu sonar sfns á tslandi. Hann fékk leyfi til að sækja þau heim til Englands árið 1967 og hafði þar þá skamma viðdvöl. Þegar þau Þörunn og Vladimir settust að á íslandi, hófu þau tilraunir til að fá hann í heimsókn að nýju, til þess að hitta þau og barnabörnin. Afgreiðsla um- sóknar hans um fararleyfi var hins vegar dregin á langinn hvað eftir annað og fékk Ashkenazy þá f lið með sér ýmsa kunna íslendinga, þar á meðal ráðherra í núverandi Framhald á bls. 18 inn fyrir fjölfatlaða á landinu, er farinn að kenna f venjulegum barnaskóla. Ástæðan er sú, að f sumar var skólanum ekki tryggt húsnæði, kennslukraftar og nauð- synlegustu tæki. Þetta kemur m.a. fram f viðtali við Bryndfsi Vfglundsdóttur á bls. 17 f blaðinu f dag. Við könnun fyrir skömmu reyndust 40 fjölfötluð börn vera á Reykjavíkursvæðinu, sem lögum samkvæmt eiga rétt á kennslu, en eru- hvergi annars staðar f skóla, en Bryndís telur að fjöldi þeirra sé nær 70. Ástæðan til þess, að þessi vísir að skóla fyrir fjölfötluð börn er hættur, er sú, að enn eru óleyst vandræði hans, en húsnæði í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð, sem félagið bauð með vissum skil- yrðum, stendur enn autt. Þegar Bryndís fékk enga úrlausn fyrir skólann í menntamálaráðuneyt- inu í sumar, skrifaði hún að lok- um ráðherra sjálfum, Magnúsi Torfa Ólafssyni, og kvaðst ekki treysta sér til að vinna áfram við þessar aðstæður, og er því bréfi ósvarað. Það, sem hún fór fram á í sumar er í stuttu máli, að ef skóli fyrir fjölfötluð börn yrði starf- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.