Morgunblaðið - 21.11.1973, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973
Skiptar skoðanir
á Alþingi
um fóstureyðingar
A FUNDI í neðri deild Alþingis
s.l. mánudag kom til 1. umræðu
frumvarp til laga um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og barn-
eignir og um 'fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Allmiklar
umræður urðu um frumvarpið og
voru þingmenn ekki á einu máli
um ágæti þess. Einkum greindi
menn á um það ákvæði frum-
varpsins, sem heimilar konu að
láta gera fósture.vðingu, að eigin
ósk, ef ekki eru liðnar nema 12
vikur af meðgöngutíma og engar
læknisfræðilegar ástæður mæla
á móti aðgerðinni.
Kom fram hjá Hannibal Valdi-
marssyni, að þingflokkur SVF
hefur gert samþykkt um málið, á
þann veg, að flokkurinn muni
ekki styðja svo rúma heimild til
fóstureyðinga. Vmsir aðrir þing-
menn létu í Ijós efasemdir um
ágæti þessa ákvæðis, og enn aðrir
lýstu sig fylgjandi frumvarpinu í
öllum meginatriðum. Allir þeir,
sem til máls tóku, töldu margt
gott mega segja um frumvarpið f
heild og fögnuðu þvf, að það væri
komið fyrir þingið.
Magnús Kjartansson heilbrigð-
isráðherra mælti fyrir frumvarp-
inu og greindí frá því, að nefnd
hefði haft það í smíðum allt frá
árinu 1970. Frumvarpinu væri
ætlað að koma í stað tveggja laga-
bálka, annars vegar laga frá 1935
um leiðbeiningar fyrir konur um
varnir gegn því að verða barns-
hafandi og um fóstureyðingar og
hins vegar laga frá 1938 um að
heimila í viðeigandi tilfellum að-
gerðir á fólki, er koma í veg fyrir,
að það auki kyn sitt.
Ráðherra sagði, að frumvarpið
skiptist í 4 kafla. 1. kafli væri um
ráðgjöf og fræðslu og væri þar að
finna þá meginhugsun frum-
varpsins, að hver einstaklingur
yrði að hafa þá þekkingu á kyn-
ferðismálum, að hann gæti
stjórnað viðkomu sinni. Otrúlega
mikil vanþekking væri ríkjandi
hér á landi um þessi efni. Fjöldi
fæðinga á 1000 íbúa væri hér á
landi 21 fæðing á ári og væri þessi
tala aðeins hærri í 4 Evrópulönd-
um.
Ráðherra vék nú að 2. kafla
frumvarpsins, sem fjallar um
fóstureyðingar, og sagði, að þessi
kaf li hefði vakið hvað mestar deil-
ur og væri þar helzt um að ræða
l.tl. 9. gr., sem áður getur. Þá
væri einnig nýmæli f sömu grein,
að konur gætu fengið fram-
kvæmda fóstureyðingu af félags-
legum ástæðum einum saman.
Minnti ráðherra í þessu sambandi
á fólksfjölgunarvandamálið í
heimínum svo og á rétt einstakl-
inga til að taka ákvarðanir i sam-
ræmi við eigin siðgæðishugmynd-
ir. Kvaðst hann sannfærður um,
að meginþorri islenzkra kvenna
mundi ekki taka ákvarðanir sinar
AIÞMiGI
um fóstureyðingar nema að lokn-
um alvarlegum hugleiðingum um
siðgæðislega hlið málsins.
Þá gerði ráðherra að Iokum
grein fyrir 3. og 4. kafla frum-
varpsins, en 3. kafli fjallar um ó-
frjósemisaðgerðir og sá 4. hefur
inni að halda almenn ákvæði.
Gunnar Gíslason (S) lagði í
upphafi máls síns áherzlu á, að
hér væri um viðkvæmt og vand-
meðfarið mál að ræða, sem vel
þyrfti að skoðast af alþingismönn-
um áður en það hlyti afgreiðslu.
Gunnar vék nú að greinargerð
um frumvarpið, sem gerð hefur
verið af nefnd presta, sem biskup
skipaði, (fyrri hluti þessarar
greinargerðar birtist í Mbl. 10.
nóv. sl.). Vitnaði hann aðallega í
þann kafla greinargerðarinnar,
sem fjallar um varnaðarstarf, og
kvaðst vera í meginatriðum sam-
mála þeim sjónarmiðum, sem þar
kæmu fram. Mjög skorti forsend-
ur fyrir rýmkun fóstureyðinga-
löggjafar, meðan ekki hefði verið
komið á nauðsynlegu vernaðar-
starfi, sem miðaði að því að leysa
þann félagslega vanda, sem gæti
valdið því, að fóstureyðingar
væri óskað. Ennfremur yrði að
hafa það í huga, að þær félagslegu
aðstæður, sem væru forsend-
ur fyrir fóstureyðingu,
hyrfu ekki, þótt fóstri væri
eytt. Það væri því eitt höfuðvið-
fangsefni þjóðfélagsins að leitast
við að leysa þau félagslegu vanda-
mál, sem konan byggi áfram við,
þrátt fyrir fóstureyðingu.
Gunnar vék einnig að þeim
kafla í áliti prestanna, sem fjallar
um kynferðisfræðslu í skólum, og
sagði að hún væri svo til engin.
Væri stefna sú, sem kæmi fram í
frumvarpinu um aukna fræðslu á
þessu sviði fyllilega tímabær.
Þá tilfærði Gunnar það úr
greinargerðinni, sem segir, að
reynslan sýndi, að þar sem fóstur-
eyðingalöggjöf hefði verið rýmk-
uð í minna mæli en í frumvarpinu
væri gert ráð fyrir hefði fóstur-
eyðingum fjölgað stórlega. í Sví-
þjóð væru fóstureyðingar ‘4 af
tölu lifandi fæddra barna. Sama
hlutfall hér á Iandi á síðasta ári
hefði þýtt u.þ.b. 1100 fóstureyð-
ingar á því ári.
Hannibal Valdimarsson (SFV)
sagði það hafa verið ófrávíkjan-
Iega reglu, meðan hann átti sæti f
ríkisstjórninni, ráðherrar legðu
frumvörp sin fram í ríkis-
stjórninni áður en þau væru flutt
sem stjórnarfrumvörp. Skv. upp-
lýsingum frá ráðherrum SFV
hefði þetta frumvarp ekki verið
lagt fyrir ríkisstjórnarfund og
ekkert samráð um flutning þess
hefði verið haft við þingflokk
SFV. Kvaðst hann því ekki skoða
frumvarpið sem stjórnarfrum-
varp.
Þó að ekki hefði verið haft sam-
ráð við þá þingmenn SFV um
framlagningu málsins, kvað
Hannibal þingflokkinn engu að
síður hafa fjallað um málið og
gert um það flokkssamþykkt á þá
leið, að flokkurinn gæti ekki stutt
slíka eyðingu lífs sem frumvarpið
gerði ráð fyrir. Á hinn bóginn
væru ýmis ákvæði í frumvarpinu.
sem horfðu til bóta. Nefndi
Hannibal þar til kaflann um
aukna ráðgjöf og fræðslu svo og
um efiingu félagslegrar aðstoðar.
Magnús Kjartansson kvaðs hafa
Iagt frumvarpið fram í ríkis-
stjórninni áður en það var flutt,
og hefði hann fengið heimild til
að flytja það sem stjórnarfrum-
varp. Á hinn bóginn kvaðst
Magnús ekki hafa séð ástæðu til
að afla sérstaklega stuðnings þing
manna stjórnarflokkanna um
þetta mál, enda væri það þess
eðlis, að ekki hefði verið ástæða
til að óska eftir flokkspólitískri
afstöðu um það.
Stefán Gunnlaugsson (A) fagn-
aði, að frumvarp um þetta efni
skyldi vera fram komið. Sagði
þingmaðurinn, að fram væri kom-
ið, að menn greindi mjög á um
frumvarpið, og fór hann nokkrum
orðum um álit ýmissa aðila, sem
tekið hafa afstöðu, svo sem rauð-
sokkahreyfingarinnar með frum-
varpinu og aðalfundar Lækna-
félags íslands gegn a.m.k. vissum
atriðum þess.
Stefán kvaðst telja, að ákvæði 9.
gr. 1. tl. um sjálfdæmi maður til
að láta framkvæma fóstureyðingu
fyrir lok 12. viku meðgöngutíma,
bryti í bága við það sjónarmið,
sem fram kæmi f greinargerðinni
um að fóstureyðing væri ávallt
neyðarráðstöfun. Lagði þingmað-
urinn að lokum áherzlu á að málið
fengi vandlega meðferð íþinginu.
Svava Jakobsdóttir (Ab) sagði,
að skoða yrði umrætt ákvæði í 9.
gr. í samhengi við 1. kafla frum-
varpsins um ráðgjöf og fræðslu og
einnig þau orð 9. gr., sem segja, að
skilyrði sé að konan hafi áður
verið frædd um áhættu samfara
aðgerð.
Þingmaðurinn kvaðst ekki geta
látið það átölulaust, að Hannibal
Valdimarsson hefði talað um, að
með frumvarpinu væri lögð til
eyðing lífs. Sagði hún engu meira
tilefni að tala nú um, að verið
væri að eyða lífi en verið hefði
undanfarin ár, að núgildandi lög-
um. Þar væri aðeins miðað við 8
vikur í stað 12 i frumvarpinu, og
varla héldu menn því fram, að líf
kviknaði milli 8. og 12. viku með-
göngutíma.
Prestar og læknar tilheyrðu
þeim stéttum manna, sem gjarnan
gætu fallið í þá freistni að gerast
háyfirdómarar yfir öðrum í sið-
ferðilegum efnum. Sagði hún slfk
sjónarmið ekki réttmæt og lýsti
stuðningi sinum við frumvarpið í
öllum meginatriðum.
Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagði, að 1. kafli f rumvarpsins um
ráðgjöf og fræðslu horfði til
mikilla framfara frá þvi, sem nú
væri. Þetta verkefni hefði af ein-
hverjum ástæðum vaxið mönnúm
mjög í augum. Lögfesting þessa
kafla ylli því, að síður yrði þörf á
fóstureyðingum en ella væri.
Á eitt atriði kvaðst hún vilja
leggja sérstaka áherzlu, sem ekki
væri fjallað um í 1. kafla frum-
varpsins, en það væri hlutverk
foreldranna í fræðslunni um kyn-
lífið. Algengt væri, að það vefðist
mjög fyrir foreldrum, hvernig
þau ættu að túlka staðreyndir um
þessi mál fyrir börnum sínum.
Þótt fræðsla óvandabundinna
kennara i skólum væri góðra
gjalda verð, væri enn meiri nauð-
syn á, að foreldrar fengju leið-
beiningar um, hvernig ætti að
fræða börnin. Því þyrfti að koma
fyrir í 1. kafla frumvarpsins
ákvæðí um námskeið fyrir for-
eldraf þessu skyni.
Þá vék Ragnheiður að hinni
umdeildu 9. gr. 1. tl. frumvarps-
ins. Kvaðst hún ekki vera sam-
mála því, að hér væri um mann-
réttndamál konunnar að ræða.
Oft gæti verið svo ástatt, að kona,
sem tæki algjörlega á eigin
ábyrgð ákvörðun um að láta eyða
fóstri, gæti átt við hörmulegar
sjálfsásakanir að stríða síðar á
ævinni. Sagðist Ragnhildur telja,
að sú rýmkun, sem fælist í öðrum
ákvæðum frumvarpsins, væri
nægileg. í þessu ákvæði fælist
mikil áhætta fyrir konuna.
Þá kvaðst Ragnhildur einnig
hafa þá athugasemd að gera við
umrædda grein, að ekki væri þar
talað um hlut föðurins í ákvörðun
barnsmóðurinnar.
Aðalatriði máls þessa væri að
auka þyrfti fræðslu og
hispurslausar umræður um þessi
mál, og þyrftu menn þá ekki svo
mjög að óttast, að til baga yrði í
framtíðinni að hafa ekki slíkt
algjört frelsi um fóstureyðingar,
sem ráð væri fyrir gert í frum-
varpinu.
Ólafur G. Einarsson (S) sagði,
að engu máli skipti, hvort hér
væri um stjórnarfrumvarp að
ræða eða ekki. Kvaðst hann vera
sammála Magnúsi Kjartanssyni
um, að ekki væri skynsamlegt að
láta flokksbönd ráða í máli sem
þessu. Þá kvaðst- þingmaðurinn
vera sammála Svövu Jakobs-
dóttur um, að ekki mætti skoða 9.
gr. frumvarpsins einangrað,
heldur yrði þar að hafa hliðsjón
af öðrum ákvæðum þess.
Aðalfundur lækna hefði álykt-
að um þetta mál, en allar upplýs-
ingar vantaði um, hvaða læknar
hefðu staðið að þeirri ályktun.
Þetta skipti máli vegna þess, að
mismunandi mikið væri leggjandi
upp úr áliti þeirra eftir því,
hvert sérfræðisvið þeirra væri.
Væri mest leggjandi upp úr áliti
geðlækna og heimilislækna, og
kvaðst þingmaðurinn vera á
þeirri skoðun, að meiri hluti þess-
ara lækna væri hlynntur frum-
varpinu. Lýsti hann að lokum
stuðningi sínum við öll megin-
atriði frumvarpsins.
Bjarni Guðnason (ut. fl.) kvað
þetta vera eitt af allramerkustu
málum þingsins og styddi hann
það í öllum aðalatriðum. Það væri
villandi að tala um að hér væru
lagðar til frjálsar fóstureyðingar.
Þær væru einungis frjálsar fram
að lokum 12. viku meðgöngutíma.
Bjarni kvað lækna vilja ráða
einir yfir líkömum manna. Þarna
væri um sérfræðingasjónarmið að
ræða, en slík sjónarmið væru ört
vaxandi í þjóðfélaginu. Kvaðst
hann ekki taka mark á slíkri af-
stöðu.
Karvel Pálmason (SFV) sagði
ýmislegt vera til bóta í frumvarp
inu, en í sérstæði ákvæði 9. gr. 1.
tl. Taldi hann menn verða að hug-
leiða, hvaða reynslu aðrar þjóðir
hefðu fengið af frjálsri fóstur-
eyðingalöggjöf. Um þaðefni hefði
hann lesið grein í Morgunblaðinu,
sem hefði verið allt annað en fög-
ur lýsing. Ef þetta frumvarp yrði
samþykkt, yrði þetta aðeinsfyrsta
skrefið f átt til enn meira frjáls-
ræðis í þessum efnum. Kvaðst
þingmaðurinn vilja spyrja
Magnús Kjartansson að því, hvort
ráðherrar SFV hefðu verið stadd-
ir á ríkisstjórnarfundinum, þegar
hann fékk heimild til að flytja
þetta frumvarp sem stjórnar-
frumvarp.
Magnús Kjartansson kvaðstekki
minnast þess, að ráðherrar SFV
hefðu báðir verið fjarverandi í
einu á rikisstjórnarfundi á þessu
ári.
Ráðherra kvaðst þakka mál-
efnalegar umræður um þetta mál
og fjallaði síðan lítillega um sumt
af því, sem fram kom við umræð-
urnar. Sagði hann, að Morgun-
blaðsgrein sú, sem Karvel hefði
vitnað til, væri þýdd grein, sem
hefði birzt í erlendu blaði og
hefði hún verið rækilega hrakin á
þeim vettvanti. Ráðherra kvaðs
að lokum leggja mikla áherzlu á,
að frumvarpið næði afgreiðslu á
þessu þingi.
Fleiri tóku ekki til máls, og var
frumvarpinu vísað til 2. umræðu
og heilbrigðis- og trygginganefnd-
Þingfréttir í stuttu máli
Starfskjör
launþcga
Björn Jónsson félagsmálaráð-
herra mælti fyrir stjórnarfrum-
varpi um starfskjör launþega á
fundi efri deildar s.l. miðviku-
dag. Að framsögu lokinni var
frumvarpinu vfsað til 2. um-
ræðu og félagsmálanefndar.
Landhelgissamningar
Á fundi í sameinuðu þingi s.l.
mánudag var afgreidd með
samhljóða atkvæðum tillaga til
þingsályktunar um stað-
festingu á samningum við
Belgfu, Noreg og landsstjórn
Færeyja um heimildir til veiða
innan landhelgi.
Lögheimili
Björn Jónsson félagsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpi
um breytingu á lögheimilislög-
um á fundi efri deildar s.l.
fimmtudag. í frumvarpinu er
gert ráð fyrir, að bráðabirgða-
ákvæði verði sett í lögin um að
Vestmannaeyingum sé rétt að
telja sig til lögheimilis í Vest-
mannaeyjum fram til 1. júní
1974. Frumvarpinu var vísað til
félagsmálanefridar.
Kaup á fiskiskipum
Á sama fundi mælti Halldór
E. Sigurðsson fjármálaráðherra
fyrir frumvarpi til laga um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
að veita sjálfskuldaábyrgð á
lánum til kaupa á 10 fiski-
skipum yfir 300 lestir.
Veiðar í landhelgi
Lúðvík Jósepsson sjávar-
útvegsráðherra mælti á fundi
neðri deildar s.l. fimmtudag
fyrir frumvarpi til laga um veið
ar með botnvörpu, flotvörpu
og dragnót í fiskveiðiland-
helginni. Frumvarp þetta náði
ekki afgreiðslu á síðasta þingi
og er það nú flutt aftur með
nokkrum breytingum, sem að
mestu byggjast á ábendingum
frá fiskifræðingum Haf-
rannsóknastofnunarinnar.
Auk Lúðvíks tók Gils
Guðmundsson til máls en hann
var formaður þingmanna-
nefndarinnar, sem undirbjó
frumvarpið. Að umræðu
lokinni var frumvarpinu vísað
til sjávarútvegsnefndar.
Nemendur við
framleiðslustörf
Að loknum deildafundum s.I.
fimmtudag var haldinn fundur
f sameinuðu þingi. Stefán
Gunnlaugsson mælti þá fyrir
tillögu til þingsályktunar, sem
hann flytur ásamt tveimur
öðrum þingmönnum Alþýðu-
flokksins um vinnu framhalds-
skólanemenda við framleiðslu-
störf á vetrarvertíð. Var
umræðunni frestað að lokinni
framsöguræðu Stefáns.
Kennsla í haf-
fræði við Háskólann
Ingvar Gíslason (F) mælti á
sama fundi fyrir þings-
ályktunartillögu, sem hann flyt
ur ásamt þingmönnum úr öll-
um flokkum um að Alþingi
álykti að skora á ríkisstjórnina
að láta kanna svo fljótt sem
verða má, hvort ekki sé tíma-
bært að hefja kennslu í haf-
fræði og skyldum greinum við
Háskóla íslands. Að lokinni
framsögu var umræðu frestað.