Morgunblaðið - 21.11.1973, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.11.1973, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973 31 Missa „Kanarífuglarnir” flugið 1 keppni sinni við íslenzku handknattleiksmennina? Tveir af landsliðsmönnum Dynamo: Prokrajac og Kristic Milan. Pokrajac hefur leikið 117 landsleiki en Milan 21 landsleik. HANDKNATTLEIKURINN er nú að verða vinsælasta íþrótta- greinin í Júgóslavíu, og ef til vill að vonum, þar sem árangur júgó- slavneskra handknattleiksmanna hefur verið frábær á undanförn- um árum. Lið Júgóslavíu varð Olympíumeistari í MUnchen s.l. sumar, en i síðustu heimsmeistara keppni hafnaði það í þriðja sæti eftir úrslitaleik við Dani um það. Sigruðu Júgóslavarnir 29:12 i þeim leik, og að flestra áliti höfðu þeir þá á að skipa einna beztu liði „Þeirléku á næstu hæð fyrir ofan ohhur” Frá Kristni Jörundssyni: Eftir um 13 tíma þreytandi en stórslysalaust ferðalag kom íslenzka körfuknattleikslandslið- ið til University ol Maryland, þar sem við lékum ok'kar fyrsta leik i Bandarikjaferðinni. Móttökur voru allar mjög góðar, og meðal annars var farið með okkur í skoðunarferð urn Washington, en háskólinn er skammt frá borginni. Þar skoðuðum við fjölda frægra staða, svo sem Hvíta húsið, þing- húsið, Watergate-byggingu og fl. 1 Maryland háskólanum eru um 36.000 nemendur og er hann fimmti stærsti háskóli Banda- ríkjanna. Á háskólalóðinni eru tugir bygginga og stofnana og myndar þetta stærðar bæ. Lent- um við í vandræðum með að rata um lóðina. Iláskólinn á þarna m.a. stóra sundlaug, völl fyrir ameriskan fótbolta, þar sem mjög góð að-, staða er einnig fyrir frjálsíþrótta- fólk, auk þess sem þarna er fjöldi æfingavalla. íþróttahöllin, sem leikið var í, er einnig í eigu skól- ans. Þetta iþróttahús er alglæsi- legasta hús, sem við höfum sér, enda eitt af glæsilegri íþróttahús- um landsins. Það er eingöngu ætlað fyrir körfuknattleik og tek- ur um 14.500 áhorfendur i sæti. í þessu húsi leikur eitt af beztu atvinnumannaliðum Banda- ríkjanna, Capitol Bullets, heima- leiki sina. Maryland körfuknattleiksliðið endaði i áttunda sæti í banda- risku háskólakeppninni í fyrra, en er nú talið eitt af fimm beztu háskólaliðum í Bandarikjunum, og það bezta á austurströndinni. Liðið hefur fimm menn sem eru yfir 2 metrar á hæð, þar af einn leikmann, sem valinn var í Olym- píulið Bandaríkjanna 1972. Sá heitir McMiller og er 2.11 metrar á hæð. Er því með sanni hægt að segja, að þeir hafi leikið á næstu hæð fyrir ofan okkur. Það er skemmst frá leiknum að segja, að þetta var algjörlega leik- ur kattarins að músinni. Hraðinn var geysilegur og gerðu þeir fjölda stiga eftir hraðaupphlaup, og einnig gerðu þeir mörg stig með þvf að blaka boltanum ofan í körfuna, langt yfir höfðum okkar. Og lauk leiknum með hinum ótrú- legu tölum: 166 — 45. Þeir notuðu sitt sterkast lið inná allan leikinn, og er þjálfari Marylandliðsins þekktur fyrir að láta kné fylgja kviði, ef gefst færi, og berja and- stæðinga sína eins langt niður og mögulegt er. Við vorum óheppnir með að- sókn að leiknum. þrátt fyrir það, að þetta væri fyrsti heimaleikur Maryland á keppnistímabilinu, en aðal ástæðan fyrir því, að áhorfendur voru ,,aðeins“ 6000, var sú, að þarna skammt frá fór fram mikilvægur leikur fjrir Maryland í amerískum fótbolta. Meðal áhorfcndanna voru um 30 — 40 íslendingar og Vestur-ís lendingar. islenzka liðið virtist hafa flesta af áhorfendum með sér. Og eftir leikinn voru leikmenn umkringd- ir af áhugasömum krökkum, sem vildu fá eiginhandaráritun. Marg- ir fullorðnir tóku leikmenn tali og voru hissa á baráttugleði liðsins, og að það skyldi ekki gefast upp. Einnig lýstu margir yfir furðu sinni á framkomu þjálfara Mary- lands. Allir Ieikmenn og þjálfari hafa það gott og biðja að heilsa heim. f keppninni. Þá hafa júgóslavnesk lið vakið mikla athygli og jafnan komið mjög við sögu í Evrópubik- arkeppninni. Það er því mikill fengur að þvf fyrir íslenzkan handknattleik og handknattleiksunnendur að nú í vikunni og um næstu helgi mun eitt bezta lið Júgóslava, Dynamo Pancevo, keppa hér fjóra Ieiki við íslenzk lið. Kemur liðið hingað í boði Ármanns og leikur við Fram á morgun, fimmtudag, við Val á laugardag, við FH á sunnudag og við landsliðið á mánudagskvöld. „Kanarifuglamir" er gælunafn- ið, sem lið þetta hefur í heima- landi sínu. Kanarífuglareru litlir, en fáir fuglar eru flugfimari en þeir. Og fá lið munu búa yfir eins mikilli tækni og hraða og þetta handknattleikslið Dynamo Panc- evo, sem þrisvar hefur hlotið júgóslavneska meistaratitilinn, þrisvar verið í öðru sæti og fimm sinnum í þriðja sæti. S.l. vetur komst liðið í úrslit júgóslavnesku bikarkeppninnar, en tapaði vita- kastskeppni sem efnt var til, er leiknum hafði lyktað með jafn- tefli. Nú er Dynamo Pancevo f einum af efstu sætunum í fyrstu deild og er talið eiga góða mögu- leika á að hljóta meistaratitilinn. Meðal leikmanna liðsins eru fjór- ir núverandi landsliðsmenn og þeirra á meðal er einn af allra beztu handknattleiksmönnum Júgóslvaíu, Branislav Pokrajac. Hann hefur leikið 117 landsleiki og skorað í þeim 313 mörk. Pokr- ajac var í júgóslavneska landslið- inu, sem lék hér í Laugardalshöll- inni í desember 1971, og var þá markhæsti leikmaður landsliðs- ins. Um þennan leikmann var þá m.a. sagt eftirfarandi i Morgun- blaðinu: „Júgóslavarnir náðu öllum tök- um á Ieiknum og spiluðu íslenzka liðið sundur og saman, enda var spil okkar manna ákaflega þungt, máttlaust og óákveðið. Þannig kom það t.d. fyrir hvað eftir ann- að, að Pokrajac, nr. 8., komst inn f sendingar, brunaði upp völlinn á hraða spretthlauparans og skor- aði örugglega". Eins og flestum mun f fersku minni kom júgóslavneska liðið Za- greb i heimsókn hingað i fyrra og lék þá fjóra leiki við sömu lið og Dynamo leikur nú við. Þeir leikir voru flestir hinir sögulegustu, og f þeim mikil harka og barátta. Islenzku liðin stóðu sig frábær- lega vel í þeirri baráttu. Fram vann 21:20, Valur vann 15:13, landsliðið gerði jafntefli 18:18 og FH tapaði 18:19. Vonandi tekst íslenzku liðunum að leika aftur sama leikinn í ár. SAAB sigraði SÆNSKU meistararnir i hand- knattleik. SAAB. sigruðu Borac frá Júgóslavíu f fyrri leik liðanna f Evrópubikarkeppninni i hand- knattleik með 26 mörkum gegn 23. Staðan i hálfleik var 10—7 fyrir SAAb. Markhæsti maður SAAB-liðsins var Lars Enström. sem skoraði 8 mörk. en mark- hæstur i liði Júgóslavanna var Karalic með 6 mörk. Leikurinn fór frarn i Svíþjóð. Úlfarnir áfram UM MIÐJAN dag í gær léku Ulfarnir og Exeter i deildarbik- arnum í Englandi: ekki var leikið við fljóðljós vegna rafmagns- skammtana. Ulfarnir unnu stór- sigur. 5 :1. og halda þvf áfram í 5. umferð keppninnar. ÞÓTT potturinn hafi verið stór í sfðustu viku, 607 þúsund.varðvinningur þeirra getspökustu ekki ýkja mikill að þessu sinni. Fram komu 17 raðir með 11 réttum og fá eigendur þeirra raða 25 þúsund krónur f sinn hlut. 158 raðir fundust með 10 leikjum réttum og gerir það 1100 krónur í hlut. Spámenn fslenzku blaðanna stóðu sig ekki sérlega vel, en Suðurnesjatíðindi höfðu flesta leiki rétta, sjö. Rússar draga í land SOVETMENN hafa nú farið þess á leit við Alþjóða knattsp.vrnu- sambandið, að leik þeirra víð Innanfélagsmót INNANFÉLAGSMÓT Ármanns og UMSK í frjálsum íþróttum fer fram fimmtudaginn 22. nóv. n.k. og hefst kl. 18.30. Keppnisstaður er Baldurshagi, og keppnisgrein- ar verða 50 metra hlaup karla og kvenna, langstökk karla og kvenna og hástökk kvenna. Kraftlyftingamót 1. DESEMBER n.k. fer fram Kraftlyftingamót Reykjavíkur í Sænska frystihúsinu. Þátttökutil- kynningar þurfa að hafa borizt til Óskars Sigurpálssonar f sfma 72382 milli kl. 19.00 og 20.30 fyrir 26. nóvember n.k. Chile verði frestað, meðan reynt verði að komast að samkomulagi um völl, sem báðir aðilar geti sætt sig við. Sovétmenn höfðu áður neitað að leika f Chile og Alþjóða knattspyrnusambandið þá til- kynnt þeim, að þátttöku þeirra í Heimsmeistarakeppninni væri lokið. Nú virðist Rússum sem sagt hafa snúist hugur og segjast vilja Ieika leikinn, þó ekki á vellinum í Santiago, sem til skamms tima var notaður sem fangagarður fyrir 7000 manns. Talsmaður Chile sagði, að landslið Chile væri tilbúið til að leika leikinn í dag, eins og upp- haflega var reiknað með. — Ef Sovétmennirnir koma ekki, leik- um við gegn Santos frá Brasilfu til að halda upp á þátttöku Chile í úrslitum HM næsta sumar, sagði talsmaðurinn. Talsmaður FIFA vildi Iftið um málið segja, en taldi þó ólíklegt, að beiðni Rússa utn frestun á leiknum yrði tekin til greina. Getrauna- tafla nr. 14 •H ‘O ce ri XI C S U o Ulb^óubiaojLÖ U •H CQ *H .£> •H "Ö •H vH -P w <D u C Ö rn r tíminn c c •H ,r~z <—i •H > ‘O vO •ra u o £ •H >: CÓ •Ö p o rH g <D P- >; Ctf Ö rr\ ö rH u O <D XJ -P O CQ o CQ co <D U O X «5 ö U Ö -p .c o C6 U, hr O rH <D fH >í *C c Ö 12 OÁÍ'IÍ' AJjkj 1X2 Birminsbam - Leicester X X X i X 2 X 1 X X X 2 8 2 Burnle.y - Stoke 1 1 í i 1 1 1 1 í í i 11 O 0 Chelsea - Southampton í 1 X i I V i X X í í 7 4 O Coventrv - Shei'fielcL í X 1 2 2 i X 1 í 2 i 6 2 A y Derby - Leecis 2 C. 2 1 1 J . CL i 2 2 4 O 7 Everton - Newcastle 1 1 1 X 1 1 1 i X i X 6 5 0 Ipswich - Man. City 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 11 O 0 Man. Utd.. - Uorwich X 1 1 1 1 1 1 X 1 i 1 9 2 u QPfí - Liverpool X X 1 1 1 2 X 1 2 X X 4 b 2 Tottenham - Woives 1 1 1 2 1 1 1 1 2 1 i 9 O 2 A'esC Ham - Arsenal X 2 X X 2 2 2 X X X 2 6 9 0 Lotts C. - Miaaiesb. 2 X 1 2 X X X' X X 2 V A 1 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.