Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÖVEMBER 1973 3 Sveiflur í túlkun tónlistar eins og í öðrum listgreinum Hanna Bjarnadóttir, sópran, og Ruth Little Magnússon, altsöng- kona, sem fara með einsöngshiutverk ásamt Kristni Ilallssyni, bassa, og Sigurði Björnssyni, tenór. „Elskurnar mfnar, syngið þetta nú leikandi og fagnandi, rétt eins og öll heimsins vanda- mál séu leyst, þjónadeilai>olíu- málin, landhelgisdeilan, — jafnvel barnasagan ...“ Það fór hláturskliður um sviðið og síð- an hófst söngurinn, léttur og leikandi, eins og öll vandamál væru leyst... „Bam er oss fætt og sonur gefinn ...“ Hver rödd- in tók við af annarri og söng- stjórinn, dr. Róbert A. Ottós- son, mátti vel við una áhrifin af uppástungu sinni. Þetta var fyrsta samæfing Sinfóníuhljómsveitar tslands og söngsveitarinnar Fílharm- óníu fyrir flutning þeirra á Messiasi eftir G.F. Hándel f Há- skólabfói nk. fimmtudag og sunnudag. Slikar æfingar reyna áreiðanlega mjög á þolin- mæði allra hlutaðeigandi aðila; sífellt er verið að slá af, því það er margt, sem þarf að lag- færa, tónmyndun á sérhljóðum, innkomur, hljómfall, styrk- leikabreytingar, textafram- burður og þar fram eftir göt- unum. Messias eftir Handel þekkja vafalaust allir unnendur tón- listar. Verkið hefur verið flutt hér á landi þrisvar áður, sfðast af sömu aðilum fyrir tíu árum, þar áður á árunum 1940 og 1946 af Tónlístarfélagskórnum og hljómsveit undir stjórn dr. Victors Urbancic. í mörgum löndum er flutningur verksins árviss atburður, til dæmis í Englandi, og þar hefur Ruth Little Magnússon, sem fer með eitt af fjórum einsöngshlut- verkum nú, sungið oftsinnis í Messiasi, einu sinni fimmtán sinnum i röð, að því er hún sagði blaðamanni Mo- rgunblaðsins. Koma hennar til íslands er raunar skemmtilega tengd þessu verki Hándels. Þannig er mál með vexti, að árið 1946 fór með ein- söngs hiutverk bassans söngvari að nafni Roy Hick- man. Ilann hafði verið hér f brezka hernum á stríðsárunum, en kom gagngert aftur til að syngja í Messiasi. Ilickman var góður vinur Einars heitins Vigfússonar cellóleikara og þegar Jósef Magnússon flautu- leikari hugði á framhaldsnám í London skrifaði Einar þessum vini sínum og bað hann lið- sinna Jósef. Þá var Ilickman orðinn prófessor við Guildhall School of Music i London og meðal nemenda hans var Ruth Little. Hún hafði heyrt um ís- landsdvöl Uickmans og nú kynntist hún og giftist sfðar þessum unga tónlistarmanni fr- á Islandi, sem varð íslenzku Dr. Róbert A. Öttósson. Tónlistarlífi mikill fengur, því að Ruth Little hefur tekið í því virkan þátt allt frá því hún fluttist hingað til lands. Aðrir einsöngvarar að þessu sinni eru þeir sömu og 1963, Hanna Bjarnadóttir, sópran, Kristinn Ilallsson, bassi, og Sigurður Björnsson, tenór, sem kemur heim frá Þýzkalandi til aðtaka þátt í flutningnum. Texti verksins er fluttur á íslenzku, tekinn úr heilagri ritningu og hefur Þorsteinn Valdimarsson búið hann til söngflutnings í samráði við stjórnandann. Þetta meistaraverk Hándels, Messias, var samið árið 1741- sagan segir, að það hafi verið skrifað á 24 dögum — og frum- flutt ári siðar í Dyflinni á ír- landi. í föðurlandi Ilándels, Þýzkalandi, var það ekki flutt fyrr en 44 árum síðar og í París ekki fyrr en 1873. Mikið af ungu fólki Það er mikið átak fyrir söng- sveitina Fílharmónfu að flytja þetta verk nú, að því er séra Jón Bjarman, formaður sveitar- innar sagði blaðamanni, þvf að tími til undirbúnings hefur ve- rið skammur. „Þetta var ekki ákveðið fyrr en í sumar og verkið þvf æft á aðeins nfu vik- um,“ sagði Jón. Aðspurður, hv- ort kórfélagar hefðu ekki þekkt verkið frá fyrri flutningnum 1963, sagði hann, að það ætti aðeins við um 10—15% kór- félaga, þar eð mikil fjölgun og mannaskipti hefðu orðið í söng- sveitinni á þessum árum; kór- félagar eru nú nær 150 talsins og taka um 140 þátt í flutningi verksins. Það vakti athygli blaðamanns á æfingunni á laugardag, hvílíkur fjöldi ungs fólks er nú í söngsveitinni, ánægjuleg vís- bending þess, að sá áhugi ungs fólks á baroktónlist og sígildri tónlist yfirleitt, sem vart hefur orðið víða á Vesturlöndum, hef- ur einnig náð til islands. Bar ekki á öðru en síðhærðu ungu piltarnir lifðu sig eins ákaft inn f þessa tónlist og popparar á sviði — kannski ekki alveg eins o'hemjulega, enda væri það víst ekki gott, ef 140 manna söng- sveit sleppti skyndilega hinum hefðbundna sjálfsaga á hreyf- ingum og léti eins og popp- hljómsveit á sviðinu í Iláskóla- bíói. Ilætt er við, að einhver í salnum yrði þá sjóveikur. Ilvað um það — unga skólafólkið, sem kemur til liðs við söngsveitina ár eftir ár og í síauknum mæli, gefur henni skemmtilega ferskan blæ. Söngsveitin Fílharmonía var stofnuð haustið 1959 og hefur frá upphafi starfað undir stjórn dr. Róberts A. Ottósonar. í sam- vinnu við Sinfónfuhljómsveit- ina hefur hún flutt mörg stór- verk kórbókmenntannasvo sem kunnugt er og óþarft upp að telja. Að sögn séra Jóns Bjar- mans stóð til, að söngsveitin flytti f vetur C-dúr messu eftir Beethoven og höfðu æfingarn- ar á því verki hafizt. Flutningi þess var hins vegar frestað af ýmsum ástæðum og er líklegt, að næsta verkefni sveitarinnar verði kórverk, sem Jón Þór- arinsson tónskáld er að semja í tilefni 11 hundruð ára afmælis íslands byggðar. Verður það flutt næsta sumar í sambandi við afmælishátíðahöldin í Reykjavfk. Hreinni barokblær Blaðamaður hitti dr. Róbert A. Ottósson söngstjóra sem snöggvast á æfinguni á laugar- dag, hjálpaði þar til við að ræna hann hvild og kaffisopa í hlé- inu, en erindið var að inna hann aðeins eftir því, hvort honum fyndist að ein- hverju leyti frábrugðið að flytja þetta verk nú frá því sem var fyrir tíu árum. Hann sagði það ekki vera að neinu marki, að vísu væri meira af ungu fólki í kórnum nú, en gæði raddanna væru svipuð - og ekki væri hljóm- sveitin lakari nú. Dr. Robert benti hins vegar á, að á þessu tímabili hefðu orðið nokkrar breytingar á túlkun verksins í tónlistarheiminum. „Það geta verið sveiflur í tón- Á æfingu f Háskólabíói. listartúlkun eins og í öðrum listgreinum á hinum ýmsu tím- um,“ sagði dr. Robert. „Á seinni árum hafa færzt í auk- ana tilhneigingar til að flytja Messias með hreinni borokblæ en áður. Verkið var gjarnan flutt með mikilli promp og pragt, kannski sérstaklega í Ertglandi, þar sem það var yfir- Ieitt flutt með „virðulegum “ þunga. Nú lifum við nýja tíma, sem hafa innleitt nýja tízku og nýjan skilning á baroktónlist. Verkið er nú gjarnan flutt með mini kór og minni hljómsveit en áður, en meira flúri — orna- mentik — og einnig með meiri leikrænum krafti. Til eru handrit, sem sýna, að Messias hefur verið fluttur með ýmsum hætti um árin, sérstak- lega hafa einsöngvarar oft farið misjafnlega meðhlutverk sín. í baroktónlist er gert ráð fyrir dálítilli improvisasjón og flúri f söng. Söngvarar hafa gengið mislangt i þessum efnum, stundum hefur þeim verið svo i niun að sýna snilli sína, að tón skáldin sáu sig tilneydd að mót mæla. Við notum allt slíkt afar sparlega. Ég hef kynnt mér þetta allt vel, kannað hin ýmsu tílbrigði í túlkun og reynt að vega og meta, hvað mér finnst hæfa verkinu — og tek á þvi með dálítið öðrum hætti núna en árið 1963.“ Dr. Robert sagði, að verkið væri dálitið stytt í flutningi. „Það tekur fullarþrjár klukku- stundir að flytja það allt og er þvf yfirleitt aldrei gert á tón- leikum, það er annað með hljómplötur. Eg læt styttinguna helzt koma niður á endurtekn- ingum til þess að bygging verksins raskist ekki. Þó verð ég að sleppa nokkrum þátt- um, sem mér þykir sjálf- um sárt, en við því er ekkert að gera.“ Þess má að lokum geta, að með hljömsveitinni, sem er lít- il, leikur Helga Ingólfsdóttir cemballéikari og lauk dr. Róbert miklu lofsorði á leik hennar og þekkingu á cembal- tónlist, — svo og á hljóðfæri Helgu, sem eiginmaður hennar, dr. Þorkell Helgason stærð- fræðingur hefur smíðað. — mbj. Söngsveitin Fflharmonía og Sinfónfuhljómsveit íslands æfa Messias eftir G.F. Hándel undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Söngsveitin Fílharmonía og Sinfóníuhljómsveit Islands flgtja Messias eftir Hándel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.