Morgunblaðið - 28.11.1973, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973
Hæstu laun þjóna
203 þús. á mánuði
— segja veitingamenn
Á FUNDI Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda með frétta
mönnum í gær kom fram, að vegna umræðna um laun þjóna á
fleiri en einum vettvangi hefur S.V.G. látið kanna launagreiðslur
veitingahúsanna til þjóna á timabilinu 1. janúar til 31. október i
ár, og nema þær greiðslur eftirtöldum fjárhæðum að meðaltali á
mánuði til þeirra þjóna, sem verið hafa í fuliu starfi á þessu
tímabili:
Hæstu laun
á mánuði
Kr. 203.000.00
— 124.707.00
1. Ilótel A
2. Hótel B
3. Iíótel C
4. Hótel D
5. Ilótel E
6. Ilótel F
7. Ilötel G
Lægstu laun
á mánuði
Kr . 96.000.00
— 74.911.00
— 57.431.00
— 94.352.00
— 67.406.00
— 90.312.00
206.430.00
107.132.00
110.822.00
181.625.00
Meðaltalslaun
á mánuði
Kr. 149.500.00
— 95.962.00
— 87.096.00
— 102.872.00
— 82.343.00
— 105.531.00
— 93.400.00
Þess bera að gæta, að þjónar greiða af þessum upphæðum laun
til stúlkna, sem þeir hafa ráðið sér til aðstoðar við framreiðsluna,
en hins vegar fá þeir óskert 15% þjönustugjald slikra aðstoðar-
stúlkna.
r
Anœgja með lœkna-
þjónustu en óánœgja
með flugþjónustu
DESIRIE NY HAR-
GREIÐSLU STOF A
Þingeyri, þriðjudag.
HÉR er mikil ánægja með þá
skipan læknaþjónustunnar, sem
orðin er. Þannig er þessu nú fvrir
komið fyrir tilstuðlan landlækn-
is, að hingað eða til Flateyrar
kemur læknir frá Landspftalan-
um og hefur læknirinn þá annað-
hvort aðsetur hér eða á Flateyri,
til að gegna lækisþjónustu í báð-
um kauptúnunum hálfsmánaðar-
tíma í senn. Þetta er alveg
ómetanlegt aðokkardómi.
En sem við erum ánægð með
skipan læknaþjónustunnar, er
hér mikil óánægja með skipan
flugmálanna og er nú ástandið
allt verra en var í fyrra er flug-
félagið Vængir hélt hingað uppi
ferðum. Voru þær farnar 5 sinn-
um í viku, en eftir að leyfið var
tekið af flugfélaginu og fengið
Flugfélagi Islands í hendur, er
þjónustan við okkur mjög lítil —
tvær ferðir í viku og alls konar
vanefndir á þjónustu.
Hér er fólk að biðja mig að
spyrjast fyrir um það gegnum
Morgunblaðið, hvað orðið hafi af
sérstöku áskorunarskjali, sem hér
var undirritað af miklum meiri-
hluta Þingeyringa, og virðist að
okkar áliti hafa lent ofanf ein-
hverri djúpri skúffu eða bara
beint í einhverja bréfa körfuna.
— Er hægt að upplýsa það?
Hulda-
FYRIR helgina var opnuð ný
hárgreiðslustofa í Reykjavík.
Nefnist hún Deseríe og er að
Laugavegi 19, þar sem Femina
var áður var áður. Eigandi stof-
unnar er Doddý Hjörvarsdóttir.
Húsakynni hárgreiðslustofunn-
ar eru mjög skemmtileg og eru
allar innréttingar í Napoleons
stll. Fjórar hárgreiðslustúlkur
munu fyrst í stað vinna á stof-
unni, en hægt verður að sinna
12—14 konum í einu. Fyrir
framan vinnuherbergin er mjög
skemmtileg setustofa, þar sem
Fótbrotnaði
UMFERÐARSLYS varð á
Frfkirkjuvegi við Skothúsveg um
kl. 19 í gærkvöldi. 65 ára kona
varð fyrir fólksbifreið. Var konan
flutt f slysadeild til rannsóknar
og meðferðar. Hún hafði hlotið
höfuðhögg og virtist vera fótbrot-
in.
viðskiptavinir geta fengið sér sæti
og hlustað á plötur á meðan heðið
er eftir klippingu eða lagningu.
Doddý var fyrst í tvö ár á hár-
greiðslustofunni á Loftleiðum og
síðan í önnur tvö ár á hárgreiðslu-
stofunni Hödd. Hún er nú ný
komin heim frá sérnámi. En hún
vann um 5 mánaða skeið hjá þeim
fræga Stuhr í Kaupmannahöfn.
Hún sagði, að karlmenn væru
ekki síður en kvenfólkið velkomn-
ir. En sérgreinar Doddýar í hár-
greiðslunni eru einmitt skæra
klippingar, blásun og „krúlliet."
- Watergate
Framhald af bls. 1
sagt, að rannsóknin væri að f jara
út. Ilins vegar játaði hann aðekki
væri víst, að nýjar harðar stað-
reyndir kæmu fram í dagsljósið
og sagði, að þá yrðu ekki fleiri
yfirheyrslur.
Stórgjöf
Kiwanis-
klúbbsins
Elliða
Hinn 22. sept. s.l. komu nokkrir
félagar frá Kiwanisklúbbnum
Elliða í heimsókn í Dagheimilið
Lyngás, Safamýri 5, sem rekið er
af Styrktarfélagi vangefinna.
Færði þáverandi forseti klúbbs-
ins, Öm Efeilsson, Dagheimilinu
Lyngási kr. 203.250.00 að gjöf.
Skal þessari fjárhæð varið til
hagsbóta fyrir vistmenn heimilis-
ins.
Stjórn Styrktarfélags vangefinna
og dagheimilisstjórn Lyngáss
færa Kiwanisklúbbnum Elliða
beztu þakkir fyrir rausnarlega
gjöf og eru þegar í undirbúningi
áætlanir um það, á hvern hátt
þessi fjárhæð komi að sem
beztum notum fyrir vistmenn
heimilisins.
Styrktarfélag vangefinna.
--- ♦ ♦ ♦-
Vinnuslys
í álverinu
VINNUSLYS varð í álverinu í
Straumsvík á mánudagskvöldið.
Verið var að berja gjall af svo-
nefndum skautgaffli, sem er um
150 kg þungt járnstykki, þriggja
metra langt, er gaffallinn hrökk á
einhvern hátt af krók þeim, sem
hann hékk á, og féll á höfuð eins
starfsmannsins. Maðurinn var
með hjálm á höfði, sem vafalítið
hefur bjargað lifi hans, en hann
kiknaði undan þunganum og
kvartaði undan eymslum í herð-
um og hálsi. Var hann fluttur í
sjúkrahús. — Vinnuslys eru
fremur fátíð í álverinu, þar sem
mjög mikil áherzla er lögð á að
koma í veg fyrir þau með ýmsum
aðferðum.
- Veitíngamenn
Framhald af bls. 32
Sem kunnugt er dæmdi Félags-
dómur ólögmætt verkfall þjóna,
sem þeir hófu 2. apríl 1972, og nú
29. október kvað Félagsdómur svo
upp þann úrskurð, að hann féllist
á þá skoðun veitingamanna, að
álagningarstofn þjónustugjalds
til framreiðslumanna sé verð veit-
inga án söluskatts. Söluskatt og
viðlagasjóðsgjald beri að reikna
af verði veitinga að viðbættu
þjónustugjaldi. Að sögn S.V.G
hefur stjórn Félags framreiðslu-
manna viðurkennt, að verkfallið
sé boðað vegna úrslita málsins
fyrir Félagsdómi og haldið þvi á
loft sem röksemd fyrir verkfall-
inu, að kjör þjóna hafi með dómi
Félagsdóms verið rýrð um 11.5%.
Telja veitingamenn það furðu-
legt, „að stjórn F.F. skuli reyna
að telja almenningi trú um, að
ólögmæt sjálftaka þjóna á fjár-
munum annarra hafi verið hluti
af kjörum þeirra“. Veitingamenn
segjast hafa fengið kröfur þjóna í
hendurnar 1. nóvember sl. og
verkfallsboðun daginn eftir, áður
en þeir hafi einu sinni haft tíma
til að kynna sér kröfurnar að ráði.
Að sögn S.V.G. er meginkrafa
þjóna í tveimur liðum og hún og
aðrar kröfur svo hóflausar, að
vonlaust sé sem stendur, að sam-
komulag náist.
Meginkröfur þjóna túlka
veitingamenn á eftirfarandi hátt:
a. Að þeim verði tryggð lág-
markslaun á mánuði sem hér
segir:
1. Framreiðslum. á 1. ári f iðn-
inni. Kr. 52.000,-pr. mán.
2. Framreiðslum. á 2. og 3. ári f
iðninni. Kr. 58.240,-pr. mán.
3. Framreiðslum. eftir 3ja ára
starf. Kr 62.400 - pr. mán.
4. Yfirframreiðslumaður kr.
75.720,-— Kr. 86.120 - pr. mán.
Samsvarar þetta hækkun, sem
nemur 60.4% á fyrstu tvo flokk-
ana, en frá 62.8 — 84.5% á hina
flokkana.
b. Þágera þjónarnú kröfu um, að
almennt þjónustugjald hækki
úr 15% í 23% eða sem sam-
svarar 53.3%, og í sumum til-
fellum er gerð krafa um allt að
46% þjónustugjald.
Á síðasta fundi deiluaðila lækk-
uðu þó þjónar kröfu sína niður
í 21.6% og samsvarar þá krafa
þeirra 44% hækkun á þjónustu-
gjaldi.
Segja veitingamenn ógerning
að ganga að þessari kröfu, sem
raski áratuga venjum í þessu efni,
auk þess sem krafa þjóna sé úr
öllu samhengi við það, sem hæst
þekkist með öðrum þjóðum.
- Verðhrun
Framhald af bls. 1
inn í október var 527 milljónir
dollara, sá næstmesti á þessu ári.
Greiðsluafgangur . Bandaríkja-
manna fyrstu tíu mánuði ársins
eru 680 milljónir dollara, en á
sama tímabili i' fyrra var 5.2 millj-
arða greiðsluhalli. Þessi breyting
er talin árangur tveggja gengis-
fellinga. George Shultz fjármála-
ráðherra segir, að dollarinn, sem
hefur styrkzt að undanförnu, sé
nú nánast á réttum kili.
í London er óttazt, að lækkun á
vöruverði vegna olíutakmarkana
Araba geti dregið úr tekjum van-
þróuðu ríkjanna f erlendum
gjaldeyri. Verð á kopar, blýi og
tini fer lækkandi. Ástæðan er
sögð hugsanlegur samdráttur í
iðnaðarríkjum og skipaskortur.
I Washington sagði Henry Kiss-
inger utanríkisráðherra á fundi
með þingleiðtogum, að ólíklegt
væri, að Arabar hættu takmörk-
unum á olíusölu til Bandarikj-
anna fyrr en áfram miðaði í við-
ræðum um frið í Miðausturlönd-
um. Ilann vonast til, aðfriðarvið-
ræður hefjist 18. desember.
tfíðarpiljur (Fancy boards)
Gullálmur, eik, teak. Stærð 122 x 244 cm.
Verð frá kr. 1.685.- pr. stk.
Afgreiðsla: Skeifan 19.
W
TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR H.F.
sími 85286.
GBAM
FRYSTIKISTUR
hafa alla eiginleika þess bezta, sem völ
er á, enda framleiddar af virtustu dönsku
verksmiðjunni í sinni grein.
Lítrar 220 345 470 590
B í cm 70 100 130 160
H i cm 90 90 90 90
D i cm 63+4 63+4 63+4 63+4
Akiö beint i hlaö - Næg bilastæöi
Fyrsta flokks frá
FONIX
HÁTÚNI 6A SÍMI 24420