Morgunblaðið - 04.12.1973, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973
Aðalfundur L.Í.U.:
Skólanemendum verði gef-
ið frí, þegar mikið berst að
AÐALFUNDI Landssambands
fslenzkra útvegsmanna lauk á
föstudaginn með stjórnarkjöri og
var Kristján Ragnarsson einróma
endurkjörinn formaður sam-
bandsins. Á fundinum voru sam-
þykktar nokkrar ályktanir, meðal
annars var samþykkt ályktun um
fyrirsjáanlegan vinnuaflsskort á
fiskiskipum og fer hún hér á
eftir:
„Aðalfundur L.Í.U. 1973 lýsir
þungum áhyggjum yfir fyrir-
sjáanlegum vinnuaf lsskorti á
fiskiskipum og 1 fiskvinnslustöðv-
um, einkum á næstu vetrarvertíð.
Telur fundurinn óhjákvæmilegt,
að ríkisvaldið bregðist skjdtt og
ákveðið við þessum vanda og leiti
allra ráða til að leysa hann.
Bendir fundurinn á eftirfarandi
úrræði:
1. Sjómönnum og fiskiðnverka-
fólki verði veitt sérstök rffleg
skattfrfðindi og hætt verði þeirri
ofsköttun, sem nú tíðkast á
tekjur, sem fólk aflar með því að
leggja á sig mjög mikla vinnu til
þess að bjarga verðmætum og
skapa verðmæti, sem færu for-
görðum, ef þetta fólk fengist ekki
til að leggja á sig af mikilli fórn-
fýsi, störf, sem ekki er krafizt af
öðrum stéttum.
2. Að skólastjórum framhalds-
skóla séu gefin fyrirmæli um að
haga kennslutíma i skólum sín-
um, — í. samráði við fræðsluyfir-
völd og sveitastjórnir — þannig,
að einstökum bekkjardeildum,
einni eða fleiri, sé veitt frf frá
kennslu, þegar upp kemur tíma-
bundinn mannaflaskortur,
einkum á vetrarvertíð, enda verði
Happdrættið í
fullum gangi
NÚ FER hver að verða síðastur að
gera skil í Happdrætti Sjálfstæð-
isflokksins. Dregið verður næst-
komandi laugardag í þessu glæsi-
lega happdrætti með 11 vinning-
um. Þeir, sem hafa fengið heim-
senda miða, eru beðnir að gera
skil strax. Greiðslur eru sóttar ef
óskað er. Skrifstofan að Laufás-
vegi 47 er opin alla daga til kl. 10
e.h., sími 17100.
skapaðir möguleikar á að bæta
slikum nemendum tapaðan náms-
tima með framlengingu á kennslu
að vorinu. — Mælir fundurinn
með því, að þessi mál verði til
frambúðar könnuð rækilega á
grundvelli þingsályktunartillögu
á þingskjali 18, sem flutt hefur
verið á yfirstandandi Alþingi.
3. Ríkissjöður og sveitasjóðir
dragi stórlega úr framkvæmdum
AKEYRSLA
Á TÍMABILINU frá því eftir há-
degi á laugardag fram til mánu-
dagsmorguns var ekið á bláa
Dodge-bifreið, R-34422, á stæði
við Asparfell 8 og hurð hægra
megin dælduð. Þeir, sem kynnu
að geta gefið upplýsingar um
ákeyrsluna, eru beðnir að láta lög-
regluna vita.
sinum frá áramótum til vetrar-
vertíðarloka.
4. Athugaðir verði möguleikar á
að flytja inn erlent vinnuafl fyrir
sjávarútveginn eða til verkefna,
sem myndu leysa af hólmi
vinnuafl, sem ynni við sjósókn og
fiskvinnslu.
Eins og fyrr segir var Kristján
Ragnarsson endurkjörinn for-
maður L.Í.Ú, en aðrir í stjórn
eru: Agúst Flygenring, Hafnar-
firði, Andrés Finnbogason,
Reykjavik, Baldur Guðmundsson,
Reykjavík, Björn Guðmundsson,
Vestmannaeyjum, Hallgrímur
Jónasson, Reyðarfirði, Matthías
Bjarnason, ísafirði, Stefán
Pétursson, Húsavík, Tómas Þor-
valdsson, Grindavik, Þórður
Öskarsson, Akranesi, Þorsteinn
Jóhannesson, Garði, Marteinn
Jónasson, Reykjavík, Valdimar
Indriðason, Akranesi og Vilhelm
Þorsteinsson, Akureyri.
Frjálslyndi flokk-
urinn stofnaður
NVR stjórnmálaflokkur, Frjáls-
lyndi flokkurinn, var stofnaður f
Reykjavík laugardaginn 1. des sl.
Kjiirin var 29 manna stjórn og
eiga sæti f henni fulltrúar frá
öllum kjördæmum landsins. For-
maður flokksins var kjörinn dr.
Bjarni Guðnason, alþingismaður
Og prófessor, en varaformaður frú
Inga Birna Jónsdóttir, formaður
Menntamálaráðs. — Bjarni
Guðnason tilkynnti á Alþingi í
gær, að hann teldi sig héðan i frá
þingmann Frjálslynda flokksins.
Um 70-80 manns sóttu stofn-
fundinn, en ákveðið var að halda
framhaldsstofnfund á næsta ári,
þar sem gengið yrði frá rækilegri
stefnuskrá og lögum flokksins. í
samtali við Mbl. i gær sagði
Bjarni Guðnason, formaður flokk-
sins, að til stofnfundarins hefði
verið boðað með skömmum fyrir-
vara, því að staðan hefði verið
metin svo, að innan tíðar „gæti
dregið til stórtíðinda í íslenzkum
stjórnmálum, ekki sizt eftir upp-
gjöfina í landhelgismálinu," eins
og Bjarni orðaði það.
Er Mbl. spurði Bjarna um
helztu stefnumál flokksins,
svaraði hann: Stöðvum óðaverð-
bólgunnar, sem er að umturna
þjóðfélaginu, brottför hersins,
gjörbreyting í skattamálum og
aukið lýðræði utan hinna reglu-
bundnu kosninga á fjögurra ára
fresti, m.a. með því að viðhafa
þjóðaratkvæði um mikilvæg mál,
t.d. NATO-aðildina. — Þá taldi
Bjarni afar mikilvægt að rjúfa
samtryggingar- og valdakerfi
gömlu flokkanna, sem lamaði þá
og rændi getu til að gera nauðsyn-
lega hluti.
Á stofnfundi Frjálslynda
flokksins var gerð ályktun, þar
sem þvi er lýst yfir, að stofnfund-
urinn telji þingmann flokksins
(Bjarna Guðnason) óbundinn í
afstöðunni til samstarfs nú-
verandi stjórnarflokka.
Þannig getur farið, ef aðgát er ekki höfð.
Myndin er tekin þegar brann hjá Sláturfélaginu í sumar.
„Eldhættuhátíð”
fer senn í hönd
NÚ FER senn í hönd sá tími, sem
hvað varhugaverðastur hefur þótt
sakir slysa- og eldhættu, þ.e.a.s.
jólin — hátfð kertaljósanna og
áramótin hin mikla hátíð bál-
kasta og skotelda. Af þessu tilefni
boðaði Rúnar Bjarnason slökkvi-
liðsstjóri blaðamenn á sinn fund,
en slfkir fundir eru jafnan haldn-
Vopnin munu snúast í höndum
fasistastjórnar herforingjanna
— segir chilenski útlaginn, Rafael Carero
11
„Andspyrnuhreyfing alþýðunnar
f Chile einbeitir sér nú að því að
sameina öll þau öfl, sem and-
snúin eru fasistastjórn herfoingj-
anna, en það er mikill meirihluti
þjóðarinnar. Allir flokkar sem
áttu sæti í einingarstjórn Allend-
es, svo og meirihluti þjóðarinnar.
Allir flokkar sem áttu sæti f ein-
ingarstjórn Allendes, svo og
meirihluti Kristilega demókrata-
flokksins, sem þá var í stjórnar-
andstöðu, eru andvfgir herforing-
unum. Andspyrnuhreyfingin
vinnur þannig að þvf núna að
endurskipuleggja baráttuna, en
er ekki árásar- eðagagnbyltingar-
stöðu.“
A þessa leið mæltist Rafael
Carero, stúdent frá Chile, sem nú
er útlægur og hér staddur f boði
Stúdentaráðs, þegar hann svaraði
spurningum btaðamanna í gær.
Carera stundaði nám í verkfræði
við Kaþólska háskólann í Chile,
er valdaránið átti sér stað, en fór
úr landi 4. september og starfar
nú á vegum Alþjóðasamtaka
stúdenta og Andspyrnuhreyfing-
ar Chilebúa erlendis.
„Eini styrkur herforingja-
stjórnarinnar er herinn," sagði
Carero, „og andspyrnuhreyfingin
mun beita sér fyrir því að grafa
undan honum, því um leið og her-
mennirnir komast að raun um, að
þeir hafa verið blekktir mun her-
inn og stuðningur hans við stjórn-
ina klofna. Og það yrði þá ekki í
fysta skipti, sem vopnin snúast f
höndum fasista. Um 70% her-
manna í Chile eru komin úr
verkamanna- og bændafjölskyld-
um, og því munu þeir fáir her-
mennirnir, sem ekki eiga ein-
hvern ættingja sem orðið hefur
fyrir barðina á fasista-
stjórninni. Alveg síðan her-
foringjarnir tóku völdin, hafa
hermennirnir verið einangraðir
frá fjölskyldum sínum. Þetta á-
stand getur magnazt, unz spreng-
ing verður."
Carero vildi ekki spá um ná-
kvæma timasetningu alþýðubylt-
ingar, — það væri andspyrnu-
hreyfingarinnar að ákveða það í
fyllingu tímans. Ilann kvað hreyf-
ínguna myndu bæði nota löglegar
undirróðursaðgerðir, en einnig
væri vopnuð barátta óhjákvæmi-
leg. Ekki vildi hann segjatilum.
hvaðan andspyrnuhreyfingin
fengi vopn tilslíkra áíaka.
Ilann taldi ljóst, að herforingja-
stjómin væri ekki traust í sessi,
þannig segir hún enn vera stríðsá-
stand í landinu þremur mánuðum
eftir valdatöku sína. Frá kl. 10 á
kvöldin til 7 á morgnana er út-
göngubann í gildi, og þeir sem
voga sér út, eru umsvifalaust
skotnir. Auk þessa ágerðust efna-
hagsörðugleikar stöðugt með óða-
verðbólgu, en hins vegar væru
laun fryst. Þó taldi Carera ljóst,
að herforingjastjórnin nyti meiri
fjárhagsaðstoðar og velvildar frá
Bandaríkjunum en einingar-
stjórn Allendes sáluga hefði not-
ið, og strax í september hefði
hún hlotið 24 milljóna dollara lán
frá bandarískri lánastofnun.
Sagði Carera, að fasistastjórnin
þakkaði fyrir sig, t.d. væri þegar
farið að tala um að afhenda þjóð-
nýttu koparnámurnar þeim
bandarísku fyrirtækjum, sem þær
áttu.
Sagði Carera, að alls hefði her-
foringjastjórnin látið aflifa um
30.000 manns eftir valdatöku
sína. Ekki væri auðvelt að segja
til um, hvert væri raunverulegt
fylgi stjórnarinnar meðal her-
manna, en vissar heimildir
hermdu, að heilar herdeildir
hefðu verið skotnar vegna and-
stöðu, t.d. hefðu 300 undirforingj-
ar við herskólann verið teknir af
lífi.
Að lokum sagði Carera, að and-
spyrnuhreyfingin skoraði á allar
ríkisstjórnir, sem vildu telja sig
lýðræðislegar að viðurkenna ekki
herforingjastjórnina, þvi hún
ætti ekki traust þjóðarinnar og
hefði ekki umboð hennar. Lögleg
stjórn landsins væri sú, sem þjóð-
in veldi sér sjálf. Með þvi að við-
urkenna fasistastjórn herforingj-
Rafael Carero á samkomu stúd-
enta f Háskólabfói á sunnudag.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
anna væru löndin að viðurkenna
um leið réttmæti þessi að
myrða löglega kosinn forseta,
hneppa þingmenn í varðhald, líf-
láta tugþúsundir manna og aðra
óvirðu, sem hingað til hefði ekki
verið talin merki lýðræðis.
Einnig talaði á blaðamanna-
fundinum í gær norskur gestur
Studentaráðs, Dag österdal, og
flutti Islendingum almennan
stuðning norsku þjóðarinnar
ílandheldismálinu og gerði einnig
grein fyrir afstöðunni til NATO
og herstöðvarinnar í Keflavík.
ir ár hvert f þeim tilgagni að
vekja menn til umhugsunar
vegna þessara tveggja „eldhættu-
hátfða“.
Rúnar vakti athygli á því, að
tíðni slysa vegna eldsvoða I des-
ember og janúar hefðu farið
lækkandi hin síðari ár, en áður
slógu þessirtveir mánuðir öll met
íþessum efnum. Þessari jákvæðu
þróun vildi Rúnar m.a. þakka
það, hversu vel fjölmiðlar hefðu
tekið á þessum málum nú á sið-
ustu árum. Kvaðst Rúnar vona, að
hið sama yrði upp á teningnum
nú og þrátt fyrir þessa jákvæðu
þróun væri vert að haf a f huga, að
sjaldan er góð vfsa of oft kveðin.
Full ástæða er því að hvetja fólk
til að gæta sérstakrar varúðar i
meðferð eldsyfir hátiðirnar.
Rúnar rakti síðan starfsemi
slökkviliðsins á þessu ári, en árið
hefur verið tiltölulega gott miðað
við undanfarin ár. Útköll voru
tæplega 1 á dag eða svipað
og i fyrra. Brunatjón, sem húsa-
tryggingar hafa bætt það sem af
er árinu, nema um 15 milljónum
króna, sem er einnig svipað og
undanfarin ár. Mesta tjón áárinu
hlaust vegna brunans f Sláturfél-
agi Suðurlands í sumar. Svoköll-
uð„göbb“ hafa veriðað meðaltali
eitt i mánuði en slíkt athæfi má í
flestum tilf,ellum rekja til ölóðra
manna og óvita á barnsaldri.
- Á fundinum voru einnig staddir
þeir Bjarki Elíasson yfirlögreglu-
þjónn, Stefán Jóhansson lög-
regluvarðstjóri, Pétur Hannes-
son, forstöðumaður hreinsunar-
deildar ' Reykjavíkurborgar,
Tryggvi Þorsteinsson, læknir á
slysadeildBorgarspítalans, Gunn-
ar Ólafsson frá eldvarnareftirlit-
inu og Gunnar Sigurðsson vara-
slökkviliðsstjóri, og gerðu þeir
grein fyrir viðbúnaði vegna ára-
mótabrenna, jólatrésskemmtana,
sölu á skoteldum og væntanlegum
slysum, sem kunna að vera þessu
samfara, en þessum atriðum
verða gerð nánari skil hér í blað-
inu er nær dregur jólum.