Morgunblaðið - 04.12.1973, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4 DESEMBER 1973
Fa
jl Ití l. i III f. t \
iifAit;
22*0*22*
RAUOARÁRSTIG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Itel 14444 • 25555
mm/rn
IBÍUmGAMR^RENTAd
/p BÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIOMEER
ÚTVARP OG STEREO
Kasettutæki
Hverf isgötu 18
86060
SKODA EVÐIR MINNA.
Shoor
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SiMI 42600.
HOPFERÐIR
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir 8—60 far-
þega bilar.
KJARTAN
INGIMARSSON.
simi 86155 og 32716.
MARGT SMÁTT
GERIR EITT ST
^ SAMVINNUBANKINN
VELA-TENGI
75i '
eZ-Wvllenkuppluny
Conax Planox Vulkan
Doppelflex Hadeflex.
STURLAUGUR JÓNSSON
& CO.
Vesturgötu 1 6, s. 1 3280.
STAKSTEINAR
Eftirfarandi forustugrein
birtist í dagblaðinu VIsi sl.
föstudag.
íslenzk hrollvekja
(fyrir sterkar taugar)
Ilvar sem menn telja sig f
flokki, ættu þeir að gefa sér
tóm til að huglciða hið ein-
stæða ástand, sem hefur skap-
azt í atvinnu- og efnahagsmál-
urn. Vitum við eiginlega, hvað
við erum að gera?
Okkur ber að fhuga, hvort
við ætlum vitandi vits að bjóða
heim þvf ástandi, sem oftast
hefur verið kennt við Suður-
Ameríkurfki. Lengi höfum við
verið í sköla verðlrólgunnar.
Með rétti getum við sagt, að við
þckkjum hana manna bezt,
jafnvel að við kunnum stund-
um að spila á hana. Þeir, sem
telja sér hag að verðbölgunni,
geta glaðzt í hjarta og sagt, að
ekki eigi þeir að gæ.a bræðra
sinna og aðeins vesalingar
verði undir í verðbólgu-
kapphlaupinu. Þetta sjónar-
mið er rangt, en það
á marga forvfgismenn,
sem hafa valdið þvf, að svona er
komið. En er það í rauninni
ætlun okkar að ganga ertn
lengra? Þykjumst við í alvöru
hafa tileinkað okkur slfka
kunnáttu í verðbólguspilinu, að
við viljum leggja meira undir í
von um meirigróða?
Auðvitað ekki, kunna menn
að segja. Ekki mun finnast
stjórnmálamaður, sem mælir
verðbólgu bót, hvað þá óðaverð-
bólgu. En svo sem með sam-
stilltu átaki höfum við skapað
þessa stöðu og sett okkur f stell-
ingar til að færa hana út.
Verðbólguhugsunarháttur er
meira en talnarcikningur.
Verðbólgan sezt í sálir manna.
Menn verða að fara geyst, troð-
ast fram til þess að verða ekki
troðnir undir. Þú verður að
heimta sem mest þú mátt af
öðrum, því að þeir heimta sem
mest þeir mega af þér. Ef þú
dregur úr ferðinni, ef þú dreg-
ur úr kröfugerð þinni, átt þú
nokkuð vfst að verða troðinn
undir.
Við höfum á þessu ári búið
við talsvert meira en 20 prósent
verðbólgu. Sú metverðbölga
hefur leikið marga grátt. En
þvf fer vfðs fjarri, að mikil von
sé til úrhóta. Þvert á móti cr nú
að þvf komið, að kjarasamning-
ar eru runnir út, og svo grátt
lcikna telja launþcgar sig af
verðbólgukapphlaupinu, að
þeir gera kröfur um meiri
kauphækkanir en nokkru sinni
áður.
Ilcfðu kjarasamningar verið
framlengdir óbreyttir í eitt ár
enn, gætum við samt, að
óbreyttri stjórnarstefnu búizt
við, að verðbólgan yrði sízt
minni á næsta ári en hún hefur
verið í ár. Launþegar, sem fá
kauphækkun 1. desember næst-
komandi, eingöngu vegna vfsi-
töluuppbóta, fá rúm sjö prósent
hækkun. Með þeirri hækkun er
aðcins verið að bæta upp verð-
hækkanir á þriggja mánaða
tímabfli. Vísitöluskrúfan eykur
hraðann. Þ\f þyrfti engar
grunnkaupsha'kkanir til þess,
að verðbölgan yrði yfir 20
prósent.
Menn geta þvf ímyndað sér,
hvernig ástandið verður, þegar
við bætast verulegar grunn-
kaupshækkanir. Launþegar
benda á, að ekki er unnt að
búast við þvf, að þeir taki að sér
hlutverk píslarvotta og geri
ekki kröfur um kauphækkanir.
Eigi að bæta úr skák, þarf
heildaraðgerðir, sem rfkis-
stjórn yrði að hafa forgöngu
um.
Við minnumst aðvörunar
Ólafs Björnssonar alþingis-
manns \ið „hrollvekju". En
menn gleymdu inntaki þess
orðs og stefndu beint f ófær-
una. _ HH „
spurt og svarað Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg-
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins.
□ Málefni
aldraðra
Guðný Jóhannsdóttir,
Brautarlandi 9, Rcykjavik,
spyr:
„Hefur verið skipað í þriggja
manna nefnd, sem sjá á um
málefni aldraðra?" (Tillagafrá
Albert Guðmundssyni um, að
þessi nefnd skuli skipuð hefur
verið samþykkt í borgarráði).
Albcrt Guðmundsson svarar:
„Nei, það er ekki búið að
skipa í nefndina, en það vcrður
gert alveg á næstunni.“
Q Virðisauka-
skattur og
kostnaður við
viðhald
fjölbýlishúsa
Ingi Iljörleifsson, Hraun-
bæ 96, Reykjavfk, spyr:
„1. Hvað er virðisaukaskatt-
ur?
2. Hvernig á að skipta sameig-
inlegum kostnaði vegna utan-
hússmálni ngar f jölbýlishúsa
(viðhald)?“
Bergur Guðnason, lögfræð-
ingur skattstjöra, svarar:
„I fáum orðum sagt ervirðis-
aukaskattur sama og söluskatt-
ur.
Sá meginmunur er þó á sölu-
skatti, eins og við þekkjum
hann, og virðisaukaskatti, að
virðisaukaskattur;nn leggst á
öll sölu- og frara.eiðslustig, en
söluskatturinn i sinni núver-
andi mynd aðeins á lokastigið,
þ.e. við sölu til neytenda.
Virðisaukaskattur er þvi fjöl-
stigasöluskattur. Hvert fram-
leiðslustig eða söluaðili inn-
heimtir því einungis skatt af
þeim virðisauka, sem myndazt
hefur við meðferð hans á vör-
unni (verðmætisaukning +
álagning).“
Seinni spurningunni svarar
Jón Ólafsson, skrifstofustjóri f
félagsmálaráðuneytinu:
1 III. kafla laga um sameign
fjölbýlishúsa frá 1959, 11. gr.
segir svo: Allir ibúðareigendur
eiga rétt eftir eignarhlutföllum
til ákvörðunar um innréttingu
og fyrirkomulag í þeim hluta
fjölbýlishúsa, sem er í óskiptri
sameign, þar með talið útlit
hússins, girðing og skipulag
lóðar, ennfremur um rekstur og
viðhald hins sameiginlega, sbr.
13. gr., svo og gerð glers í glugg-
um, og sker einfaldur meiri-
hluti úr ágreiningi. —
Hverjum íbúðareigenda er
skylt að taka þátt f kostnaði af
framkvæmdunum, sem lö^ega
eru ákveðnar eftir þessarigrein
og skiptist kostnaðurinn eftir
eignarhlutföllum, sbr. þó 16. gr.
(Þar stendur, að sameiginlegur
rekstrarkostnaður, svo seni raf-
magnskostnaður og hirðing
sameiginlegs húsrýmis, skuli
greiðast að jöfnu).
2. gr. I. kafla laganna um
sameign fjölbýlishúsa er á
þessa leið: Lög þessi skulu
gilda um sameign manna í fjöl-
býlishúsum, að svo miklu leyti
sem sameigendur hafa ekki
samið á annan veg um þau
atriði, sem fjallað er um í III.
kafla laganna."
Morgunblaðið
Björn Birgisson, Fáskrúðs-
firði, spyr:
„1. Hver skrifar þáttinn
„Staksteinar" i Morgunblaðið?
2. Hvenær megum við á
Káskrúðsfirði ciga von á því að
fá Morgunblaðið borið heim til
okkar jafnskjótt og það kemur í
bæinn? Dagblaðið Tíminn tók
upp þá „nýbreytni" ekki alls
fyrir löngu að láta bera blöðin
út í húsin, og mælist það mjög
vel fyrir. en áskrifendur
Morgunblaðsins þurfa að biða
eftir sínum sncpli allt að sólar-
hring lengur.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
svarar fyrri spurningunni:
„Slaksteinar eru ritstjörnar-
grein og nafn höfundarins því
ekki gefið uþp, enda koma fram
sjónarmið rilstjörnar, en ekki
einstaklinga i þessum dálki."
Seinni spurningunni svarar
Orn Jóhannsson skrifstofu-
stjóri á þessa leið:
„Morgunblaðið hefur ekki
haft uinboðsinann á Fáskrúðs-
firði um skeið og þar af leið-
alidi hefur blaðið ne.vðzt til að
nota póstþjónustuna til dreif-
ingar. Unnið er að því að fá
umboðsmann, sem þá mun sjá
um að bera blaðið til áskrif-
enda."
Til að ráða bót
á skotsilfurs-
skorti?
Olöf Björnsdóttir, Laufás-
vegi 18A, Reykjavík, spyr:
„Við lestur viðtals við Baldur
Pálmason í Morgunblaðinu
þann 22. nóvember sl. vaknaði
sú spurning, hvort míkið sé um
það, að starfsmenn Ríkisút-
varpsins lesi inn á segulband
efni, sem ekki ér endilega ætl-
að til flutnings, en megi bæta
úr skorti viðkomandi aðila á
skotsilfri?“
Hjörtur Pálsson, dagskrár-
stjóri, svarar:
„Það heyrir til undantekn-
inga.“
Barna- og unglingabækur
••
frá Erni og Orlygi
MORGUNBLAÐINU hafa
borizt nokkrar barna- og ung-
lingaba'kur frá bókaforlaginu
Öm og Örlygur og skal þar
fyrst telja: Paddington kcmur
til hjálpar eftir Mcehacl Bond,
inyndir gcrði Pcggy Fortnuin.
Öni Snorrason þýddi. Er þctta
tfunda Paddingtonhókin, sem
komið hcfur út á fslcnzku.
Bökin, sem er 112 bls. að
stærð, er sett í prentstofu G.
Benediktssonar, en prentsniiðj-
an Iðunn annaðist prentun,
Bökbindarinn bókband, en Lit-
rof gerði myndamót.
Varúlfur f vígahug hafa Öm '
<>g Örlygur einnig gefið út. llún
ereflir Jack Lancer, en Eiríkur
Tómasson þýddi bókina á
íslenzku. Eins konar undírtitill
bókarinnar er Christopher Cool
ungnjósnari, sem hefur það
hlutverk, eins og segir á bókar-
kápu að annast „hætlulegasta
starf seni þekkist, alþjöðlegar
njósnir.. . Chris Cool og Geroni-
mo Johnson fara austur fyrir
járntjald til þess að bjarga
þaðan vinveittum manni, en
koma of seint. Leikurinn berst
síðan til Austurlanda nær og
Austur-Berlinar." Mun þetta
vera fjörðabókin sem kemur út
íþessum flokki.
Þá hafa Öm og örlygur gefið
út bókina Emma eftir Noel
Streatfeild í þýðingu Jóhönnu
Sveinsdóttur. Bókin, sem er 180
bls. að stærð, er einnig sett i-
prentstofu G. Benediktssonar,
bundin hjá Arnarfelli, prentuð
í Viðey h/f en Litrof gerði
myndamót.
Þá hefur Morgunblaðinu
einnig borizt bókin Le.vndar-
dómur Svartskeggs sjó-
ræningja (leystur af Alfred
Ilitchcock og njósnáþrenning-
unni). Þorgeir örlygsson þýddi
bókina, sem er eftir Robert
Arthur, en Harry Kane gerði
teikningar. Aftast í bókinni er
„viðbætur frá Alfred
Hitchcock".
Bókin sem er 157 bls. að
stærð er einnig sett f prentstofu
G. Benediktssonar og offset-
prentuð I Svansprenti.
Loks má geta bókarinnar
Dagfinnur dýralæknir og sjö-
ræningjarnir eftir Hugh
Lofting, A1 Perkins umskrifaði
fyrir byrjendur í lestri, en
Andrés Kristjánsson íslenzkaði
bókin. Philip Wende mynd-
skreytti. Hér er um að ræða
myndabók í litum eins og aðrar
bækur um Dagfinn dýralækni,
en áður hafa kornið út sjö
bækur í þessum flokki allar
þýddar á islenzku af Andrési
Kristjánssyni.
Bókin er sett í prent-
smiðjunni Eddu. Ilún er 61 bls.
að stærð.