Morgunblaðið - 04.12.1973, Page 22

Morgunblaðið - 04.12.1973, Page 22
w 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 Ný skáld- saga eftir Snjólaugu Bragadóttur „Ráðskona óskast í sveit, má hafa með sér barn“ nefnist ný skáldsga eftir Snjólaugu Braga- dóttur frá Skáldalæk. Þetta er önnur bók höfundar, en hin fyrri, „Næturstaður“, kom út á sl. ári. Sagan er um unga konu úr Reykjavík, sem ræðst á fámennt sveitaheimili norður í landi. Með henni í sveitina fer fimm ára dótt- ir hennar. Á heimilinu eru tveir uppkomnir synir, og Reykjavfkur- konan er ekki sérlega velkomin í fyrstu. Þá er og stúlka á næsta bæ, sem i framtiðinni ætlar sér húsmóðursætið þarna, og er lítið gefið um þá nýkomnu. Unga Snjólaug Bragadóttir. konan á þvi við margs konar erfiðleika að striða, og nú er það lesandans að komast að, hvernig úr rætist. — Útgefandi eröm og Örlygur. „Hinn hvíti galdur” Ný bók eftir Olaf Tryggvason „Hinn hvíti galdur“ nefnist ný bók eftir Ölaf Tryggvason. Höfundur segir m.a. í formála: „I bók þessari er sagt frá fleiri furðulegum atburðum en í fyrri bókum mínum, atbuðum sem ég hef sjálfur lifað, og eru meðal þeirra andlegu atburða, er öðlast stöðugt vaxandi hlutdeild í sannri menningu. Ég hafði skráð þessa atburði af ýmsum ástæðum, en ekki hugsað mér, að þdr yrðu Ölafur Tryggvason prentað má. Efni bókarinnar er að hálfu leyti frásagnir af stað- reyndum, gæddar lifsmætti líf- andi reynslu, það sem tveir heimar eru í eðli sinu óskipt heild. . .“ Skuggsjá gefur bókina út. „Um Nýja testamentið” Eftir síra Jakob Jónsson ÚT ER komið hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs ritgerðasafn eft- ir sfra Jakoh Jónsson og ber heit- ið „Um Nýja testamentið". Eins og nafnið bendir til eru þetta ritgerðir um rannsóknir höfund- ar á Nýja testamentinu. Hafa sumar þeirra verið fluttar I út- varp og vfðar.en aðeinstvær hafa áður bint á prenti. Eftirfarandi ritgerðir eru I safninu: Túlkun Nýja testamentisins, Gerð guð- spjallanna og nánd, Aldaskiptin, Stefnur og flokkar í Gyðinga- landi, Koma Krists í heiminn, Fjallræðan, Skopkrýningin hjá Pílatusi, Krossfestingar sagan og „testimonia", Upprisan, Brosið í Nýja testamentinu, Smálæti Guðs, Fflemonsbréfið, Betle- hemsvellir og Megiddó. A kápusíðu segir: „Rannsóknir siðustu ára hafa gjörbreytt skoð- unum fræðimanna á frumheim- ildum kristnidómsins. Nýja testa- mentisfræðingar hafa hliðsjón af bókmenntum, fornleifum, trúar- sögu forn þjóða o.fl. Nú er litið á höfunda Nýja testamentisins sem hóp guðfræð- inga, sem tengdir e'ru stefnum og straumum í menningarlífi sinna eigin tfma og eru um margt ólíkir og jafnvel ósammála. Af þessu leiðir, að guðfræðingar nútimans verða að spyrja þeirrar spurn- ingar enn á ný, hvernig eigi að túlka og útskýra hin fornu rit. Höfundur þessarar bókar hefur valið sér Nýja testamentisfræði að sérgrein. Hér ræðir hann um ýmis þau sjónarmið, sem fram hafa komið varðandi túlkun Nýja testamentisins og um einstök kenningaratriði. Gera má ráð fyrir, að efni bók- arinnar verði ekki aðeins hugleik- ið guðfræðingum heldur og öðr- um, sem láta sig trúarbrögð og menningarsögu einhverju skipta." ' „Um Nýja testamentið" er prentuð í Prentsmiðjunni Odda, og er 210 bls. að stærð. mm m 0 0 0 0 0 0 0 0 EJ 0 El 0 0 0 0 0 trl lr. Nýjasta modelið frá RIOOIVIAO hefur stóran + takka, sem audveldar samlagningu og kemur i veg fyrir villur. Hljódlát: Slekkur á prentverkinu ef engin vinnsla i 3 sek„ ræsir þad sjálfkrafa er vinnsla hefst ad nýju. Grandtotal - Merkjaskifti - Minus-margföldun, auk + — X + IMýtt og glæsilegt útlit. Verct adeins kr. 36.900- HRINGIÐ - KOMIÐ - SKRIFIÐ - V. 7/ + =x-e# 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377 Hafio þér kynnt your hin frábæru Króm húsgögn ? Framleiðum létt, sterk oq þægileg króm húscjögn i eldhús, félagsheimili, skrif stofur o.fl. Fjölbreyttasta úrvalið fáið þið hjá okkur. KRÓM HÚSGÖGN, Suðurlandsbraut 10: Sími83360. mum 'B'Wtm « • « • * 'wm-m » •* mmm s «» • «*•»*•-■•« « s- ■ » m * * ■ « a ■•■mmmm mm-m.-mm m w m « aæWMMMM'Mí »■••«■»'•» » <■> a ■-*•« w.m m i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.