Morgunblaðið - 04.12.1973, Side 23

Morgunblaðið - 04.12.1973, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 23 félk í fréttum JÓLAKORT INGIRÍÐAR EKKJU- DROTTNINGAR Nýlega voru teknar myndir fyrir Ingiríði ekkjudrottningu í Danmörku til að nota á jólakort og hér sjá- um við eina af mynd- unum af Ingiríði með sjö barnabörn sfn. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Friðrik krónprins af Dan- mörku, Nikolaus prins, Alexia prins- essa og Paul krónprins af Grikklandi, Ingi- ríður drottning, Gustav prins af Berle- burg, Joachim prins af Danmörku og Alex- andra prinsessa af Berleburg. i mmœmr r * 1 jk mmk ■ Lí j./ |m mS ’ Hb f v ■ * 111 Hr 1 luSi/llr S i HVER BOTNAR I SKATTAKERFINU? Að sjálfsögðu birtist eftirfar- andi frásögn um óskiljanlegt danskt skattheimtukerfi f kosn- ingablaði Framfaraflokks Mogens Glistrup — og sýnir dæmið á sinn hátt, hvers vegna svo margir Danir hafa ákveðið að kjósa Framfaraflokkinn f komandi kosningum: Skattgreiðandi hefur greitt 2352 d. kr. eftir staðgreiðslu- kerfinu. Við heildarálagning- una reiknast skattur hans vera 2444 kr og 88 aurar, og á hann því við lokauppgjör að greiða 92 kr. og 88 aura. En samkvæmt skattalögunum eru Iokaupp- gjörsgreiðslur innan við 100 kr! danskar felldar niður. En ofan á lokauppgjörsgreíðslur leggst 8% álag — og þar með fer upphæðin upp í 100 kr. og 31 eyri. Og þar með er skattgreið- andinn skyldugur aðgjalda rík- inu þessa upphæð. Hana greiðir hann í sex jöfnum greiðslum, sem aðeins eru reiknaðar f heil- um krónum og aurarnir felldir niður. Hann er því látinn greiða 16 kr., en sleppur við aurana. En sex sinnum 16 kr. eru aðeins 96 kr. og samkvæmt lögunum eiga menn ekki að greiða loka- uppgjörsgreiðslur innan við 100 kr. En... Þetta er allt í samræmi við dönsku skattalöggjöfina — og er þá nokkur furða, að menn vilji kjósa Glistrup og hans flokk? Bandaríkjaforseta, hefur verið undir vernd öryggisvarða síðan faðir hennar var kjörinn forseti haustið 1960. Þá var hún þriggja ára gömul. Samkvæmt lögum á hun ekki lengur rétt á, að ríkið leggi henni til öryggis- verði. Bróðir hennar, John F. Kennedy yngri, sem varð 13 ára á mánudaginn, er enn undir vernd öryggisvarða allan sólar- hringinn. Caroline stundar nám í fram- haldsskóla í Bandaríkjunum og er búizt við, að fósturfaðir hennar, Onassis skipakóngur, hafi séð til þess, að ráðnir yrðu sérstakir öryggisverðir til handa stúlkunni. Móðir hennar, Jacqueline Kennedy Onassis, missti öryggisvarðaverndina, þegar hún giftist að nýju. * SKYRTA TEKIN GILD SEM AVÍSUN James A. Dolbee, skattborgari f Illinois í Banda- ríkjunum, skrifaði ávísun fyrir sköttum sínum á bakið á hvítri, stutterma skyrtu sinni og sendi skattstofunni hana í umslagi með þeim ummælum, að skatt- urinn hefði „rúið hann inn að skinni". Skattstofan tók skyrtuna gilda fyrir sitt leyti og sendi hana til viðskiptabanka síns, sem tók hana einnig gilda sem ávísun. Hvað skyldi James A. Dolbee senda næst? Nær- buxur, sokka, nærbol — eða kannski fíkjublað? lieims- met Úr Guinncss heimsmetabókinni Grafinn lifandi: Metið í lang- dvöl af frjálsum vilja grafinn lifandi í jörðu er 100 dagar, fram til 17. sept. 1968 og var sett í Skegness í Bretlandi af frú Emmu Smith frá Ravens- head í Englandi. Samsvarandi met fyrir karlmenn er 78 dagar og var sett frá 21. júní til 7. sept. 1969 af 36 ára gömlum Englendingi, Bill Kearns, frá South Hiendley í Englandi. í báðum tilvikum var þó um að ræða sérinnréttaðar „kistur". Metið í að vera grafinn lifandi f kistu af „venjulegri" stærð (190 sm löng, 36 sm djúp, 53 sm breið um herðarnar og 30 sm breið til föta) er 242 tímar og 58 mfnútur, sett af íranum Tim Hayes frá Cóbh og var hann grafinn á 4,2 metra dýpi. Það er siður í styrjöldum að veita heiðursmerki fyrir vasklega SKIPT UM framgöngu. Nú er þorskastrfðinu lokið og ýmsir dyggir þjónar hennar ÖRYGGISVERÐI hátignar farnir að fá umbun. Austin Laing framkvæmdastjóri Sam- Caroline Kennedy varð 16 ára bands brezkra togaraeigenda er orðinn nokkuð kunnur hér á Islandi, sl. þriðjudag og um leið hætti enda var hans oft getið meðan átökin stóðu sem hæst. Fyrir nokkru bandaríska leyniþjónustan að gekk hann á fund drottningar sinnar í Buckinghamhöll og varsæmdur veita henni vernd. Caroline, orðunni CBE, sem útleggst „Commander of The British Empire“. A dóttir John F. Kennedy heitins myndinni er Laing ásamt f jölskyldu sinni eftir orðuveitinguna. Utvarp Reykjavík ^ ÞRIÐJU DAGUR 4. desember 7.00 Mo rgunút varp Veðurfreí'nii' kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Mori'unleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og f orustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunba?n kl. 7.55. Morgun- stund harnanna: kl. 8.45: Ásthildur Egilson endar lestur þýðingar sinnar á sögunni „Bróðir minn frá Afríku'* eftir Gun Jacobsen (5). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Ég man þá tíð kl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögnum og tónlist f rá liðn- um árum. Tónleikar kl. 11.25: Nieholas Jackson leikur á sembal sónötur eftir Scarlatti/Margaret Price syngur „Barnaherbergið", lagaflokk eftir Mussorgský. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttirog veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftirhádegið Jón B. Gunnlaugsson leikurlétt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Jafnrétti—misrétti XI. þáttur. Umsjón: Þórunn Friðriks- dóttir, Steinunn Harðardóttir, Val- gerður Jónsdóttir og Guðrún H. Agnarsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist Ars Viva hljómsveitin leikur Konsert- sinfóníu fyrir tvær flautur og hljóm- sveit eftir Cimarosa; Hermann Scher- chen stj. Aimée van de Wiele leikur ver.k fyrir sembal e ftir Couperin. Tékkneska kammerhljómsveitin leikur Concerto Grosso nr. 2 op. 6 eftir Cor- elli; Bohdan W archal stj. A skjánum ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veðurog auglvsingar 20.35 Bræðurnir Bresk f ramhaldsmynd. 3. þáttur. Sýnd veiði Þýðandi JónO. Eklwald. Efni 2 þáttar: Á fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar flutningafyrirtækisins er Edward kjör- inn stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri. Hann gerir tilraun til að fá hin til að selja sér þeirra hlut í fyrirtæk- inu, en án árangurs Anna, kona Brians, vill láta mann sinn selja arfs- hluta sinn og kaupa nýtt hús fyrir andvirðið, en hann ákveður að taka 16.00 Fréttir tilkynningar. (Veðurfregn- ir kl. 16.15). 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartími barnanna Egill Friðleifsson söngkennari sér um tímann. 17.30 F'ramburðarkennsla í frönsku 17.40 Lestur Ur nýjum barnabókum. Til- kynningar. 18.30 Fréttir 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill 19.20 CJr tónlistarlffinu Umsjón: Þorsteinn Hannesson. 19.40 Konafstarfi Anna Kristjánsdóttir kennari flytur erindi. - w 20.00 Lög unga f ólksins Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 „Bláu börnin“, smásaga eftir Tennessee Williams í þýðingu önnu Maríu Þórisdóttur. Sigurður Karlsson leikari les. 21.30 A hvftum reit um og svörtum Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð Jón Aðils leikari les (10) 22.35 Harmonikulög Karl Eric Fernström og hljómsveit leika. 23.00 A hljóðbergi Judith Anderson les „The Turn of the Screw“, sögu um drauga og dulmögn eftir HenrvJames. fyrri hluta. 23.45 Fréttir i'stuttu máli. Dagskrárlok. þátt í rekstri fjölskyldufyrirtækisins framvegis, og hún reiðist ákaflega. Ekkja Roberts Hammonds fer til Iög- fræðingsins, sem samið hafði erfða- skrána, og biður hann að kanna mögu- leikana á að ógilda hana, en hann kveður það vonlaust. 21.30 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Sonja Diego 22.00 Skák Stuttur, bandarískurskákþáttur. Þýðandi Jón ThorHaraldsson. 22.10 Jóga til heilsubótar Bandarískur myndaflokkur með kennslu f Jóga-æfingum. Þýðandi og þulurJónO. Edwald. 22.35 Dagskrárlok Schubert VIKULEGA útvarpsþáttur er Tónlistartfnii barnanna, sem er í umsjá Egils Friðleifssonar söngkennara. Þátturinn er á dagskrá kl. 17.10. Við ræddum við Egil, og sagði hann, að þátturinn í dag væri seinni kynningarþátturinn um Franz Schubert. Schubert var fæddur i' Vín 1797, en lézt 1828. Þegar hann var fimm ára að aldri byrjaði hann að læra á fiðlu hjá föður sinum, en fyrstu kennslu í píanóleik fékk hann hjá eldri bróður sínurn. Egill segist reyna að taka nokkurs konar þverskurð af tónlist Schuberts til flutnings í þessum þáttum, og sem stef hefur hann valið Impromtu fyrir píanó. Egill Friðleifsson er tón- listarkennari við Öldutúnsskól- ann í Hafnarfirði, en þar er starfandi barnakór, sem er bæði þekktur hérlendis og er- lendis, fór hann t.d. í söngför til Afríku á siðasta ári, auk þess sem hann hefur komið fram á Norðurlöndum. í KVÖLD kl. 21.30 er þátturinn Heimshorn í sjónvarpinu, og sagði Sonja Diego stjórnandi þáttarins okkur, að dönsku kosningarnar yrðu aðalefni eða jafnvel eina efni þáttarins, en kosningarnar fara einmitt fram i dag.Ýmsarblikur hafa verið á lofti í dönskum stjórnmálum, og nú er stóra spurningin, hvort skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið i Danmörku undanfarið, reynast hafa gefið sannferðuga rnynd af afstöðu hins almenna kjósanda eða ekki. M.a. hefur komið fram, að Framfaraflokkur Mogens Glistrups fengi stórum meira fylgi en áður hafði verið álitið. Nú kemur í ljós, hvort kjósend- ur eru í raun og veru jafn spenntir fyrir Glistrup, þegar til kastanna kemur eins og mátt hefur ráða af skoðanakönnun- um þessurn, en stefna hans hef- ur þótt bera bokkurn keim af ævintýramennsku og óraunsæi. Alla vega er víst, að eftir þessar kosningar breytist margt í dönskum stjórnmálum frá því sem verið hefur, ekki sizt vegna hins nýja flokks Erhards Jadobsens, sent sagði skilið við Jafnaðarmannaflokkinn nú um daginn. Eins og mönnum er i, fersku minni var það fyrst og fremst vegna húsnæðis- og skattamála, sem hann og fylgis- menn hans töldu sig ekkí leng- ur eiga samleið með Anker Jörgensen & co., en nú hafa orkumálin einnig komið inn f þessa mynd. Erhard Jakobsen heldur þvf fram, að þessi mál séu raunverulega ekki jafn alvarleg í Danmörku og gömlu flokkarnir vilji vera Iáta, held- ur séu þau frentur notuð til að hræða kjósendur til áframhald- andi fylgis við þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.