Morgunblaðið - 04.12.1973, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973
24
Sagan í Ijósi dálestra
UPPHAF OG ÖRLÖG
MANNSINS.
Sagan í ljósi dálestra.
Edgar Cayce.
Höfundur:
L.W. Robinson.
Þýðari:
Dagur Þorleifsson.
Bókaútgáfan
ÖRN OG ÖRLYGUR h.f.
1973.
Káputeikning:
Hilmar Helgason.
Prentun: Viðeyhf.
Þessi bókaútgáfa heldur hér
áfram að gefa út bækur um Edgar
Cayce. Ber að fagna því. Á því er
enginn vafi, að Cayce er einn
allra magnaðastur þeirra manna
ófreskra, sem sögur fara af. Það
dregur ekki úr forvitni manna, að
þessi sjáandi lifði fram á miðja
20. öld. Það, sem gefur lifsstarfi
hans alveg sérstakt gildi fyrir nú-
tímann. eru hinar vandlega stað-
festu og skráðu skýrslur um dá-
lestra hans, sem varðveittar eru á
Virginia Beach. Þangað er enda-
lausan fróðleik að sækja og eru
þær efni I ótal bækur. Vegna frá-
bærlega vandaðs spjaldskrárkerf-
is eru þær mjög aðgengilegar
þeim, sem vilja sækja vitneskju
til Cayces um þau fjölmörgu mál-
efni, sem þar eru varðveitt, og
vitruðust þessum ófreska manni á
dásvefni. Margir höfundar hafa
þegar notfært sér þetta, og
streyma nú bækur á markaðinn
um hinn margvísiegustu efni. Er
hér að ræða um slíkan Mfmis-
brunn, að með ólíkindum má
telja. Hvað sem menn annars
kunna að halda um þessi dulrænu
efni, þá leyfir sér enginn að rann-
sökuðu máli að véfengja, að þarna
er mjög merkilega þekkingu að
finna. Og eru spádómarnir, sem
ótrúlega margir hafa rætzt bók-
staflega, ekki hvað sízt forvitni-
legir og merkilegir.
Þessi bók er skrifuð af rithöf-
undinum Lytle Webb Robinson,
sem lagt hefur fyrir sig rann-
sóknir á dulrænum efnum í tvo
áratugi. Hann hefur skrifað mjög
mikið um Cayce og flutt fyrir-
lestra um efnið, m.a. i Sovétríkj-
unum, en I því landi mun nú vera
varið mestu fé af hálfu ríkisvalds-
ins til rannsókna dulrænna fyrir-
bæra og óþekktra afla i mann-
inum.
Þetta er alveg sérstaklega
skemmtileg og fróðleg bók. Af
þeim sjö bókum, sem sá, er þetta
ritar, hefur lesið um Cayce, er
þessi bezt, að undantekinni bók
sálfræðingsins Ginu Cerminara
Margar vistarverur. Hér er tekin
fyrir andleg og efnisleg þróun
mannkynsins, og er það hrífandi
lestur.
Fyrsti hluti bókarinnar fjallar
um hin forsögulegu tímabil sköp-
unarinnar og komu mannsins í
heiminn, hið sagnfræga Atlantis
og Egyptaland hið forna. Efni
annars hluta er um landnám
Atlanta í Suður- Mið- og Norður-
Ameríku. Þarna óx á undra-
skömmum tima hámenning úr
frumstæðum samfélögum, og er
hér komið með nýjar skýringar á
þeirri grósku.
Þriðji hluti bókarinnar ér um
þá félagslegu, stjórnmálalegu og
efnahagslegu ólgu, sem hráir
mannkynið á þessum tímum. í
bókinni eru þessi fyrirbæri skýrð
sem eðlilegar afleiðingar hins
liðna, og jafnframt er spáð um
það, sem gerast kann fyrir og eft-
ir árið 1998, þegar gagnger um-
skipti munu eiga sér stað. Hér eru
færð ný rök fyrir kenningum um
karma og endurholdgun og reynt
að lýsa, hvernig endanlegt tak-
mark mannssálarinnar öðlast
nýja og dýprimerkingu.
Dagur Þorleifsson hefur leyst
þýðingu bókarinnar mjög þokka-
lega af hendi, þótt ekki sé málfar-
ið alveg hnökralaust. Af leit er t.d.
sögnin að „uppástanda" i merk-
ingunni að halda einhverju fram
(bls. 89). Þá á slangurmálið „að
slá einhverjum við“ illa heima
þar, sem verið er að lýsa ágætum
vefnaðar f Perú. „i vefnaði sló
þeim enginn við,“ segir á bls. 88.
Þá kann ég ekki við að tala um, að
merking sé ,,útsmogin“ (bls 89).
„Atlantar voru fljótir að gera sig
gildandi i landinu," segir á bls.
92. Hér er engin þörf á dönsku.
Ljótt er eignarfallið Jesúsar, þar
sem Jesú myndi nægja. Verst er
þó, þegar vitnað er í hið fræga
ljóð W.E. Henleys: Invictus og
sagt, að þar standi, að maðurinn
sé höfuðsmaður sálar sinnar. Hér
er átt við hina frægu ljóðlínu: „I
am the captain of my souI.“
Skáldið á hér vitanlega ekki við
tignartitil i hernum, heldur að
hann sé stjórnandi sálar sinnar?
Hún lúti vilja hans.
Þá er að lokum eitt, sem
stendur undarlega fast í fleiri
þýðurum en Degi Þorleifssyni, en
það er óttinn við eignarfallsessið,
sem þó er notað bæði í ensku og
fslenzku. Þetta er undirstrikað
rækilega á sjálfri kápu bókar-
innar, en þar stendur: Sagan í
ljósi dálestra Edgar Cayce. Hvers
vegna í ósköpunum ekki Cayces?
Er það vegna þess, að menn vita
ekki, að ættarnafnið er borið
fram Keisí og verður því Keisis í
eignarfalli? Þetta er nákvæmlega
jafnafkáralegt og setningin: „Bók
Guðmundur Jónsson er góð.“ Þýð-
endur virðast apa þetta hver eftir
öðrum án nokkurrar umhugs-
unar. Það er mál að linni.
Annars er þetta hin ágætasta
bók og vonandi heldur þessi bóka-
útgáfa áfram að gefa út bækur úr
skýrslusafni þessarar einstæðu
veru, sem í jarðlífinu hlaut nafnið
Edgar Cayce.
Ævar Kvaran.
t
Jarðarför fósturmóður minnar,
GUÐBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 1 0.30 f.h.
Ásgeir Gunnarsson.
t
Jarðarför
JÓNS Þ. BJARNASONAR,
fer fram fimmtudaginn 6 desember i Fossvogskirkju kl. 3 e h
Birna J. Blöndal, Ingi S. Bjarnason.
Systir min
SIGRÚN GEIRA ÁRNADÓTTIR
fyrrverandi kaupkona,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
sem andaðist 26. nóvember s I , verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i
Hafnarfirði, fimmtudaginn 6 desember kl 2.
Sigriður Árnadóttir
og aðstandendur.
t
Útför
HARALDAR BJÖRNSSONAR,
Brautarholti,
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju, miðvikudaginn 5. des. kl 1 30 Þeim sem
vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Akraness
Eiginkona, börn, tengdasynir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar
HANS ÓLAFSSON,
frá Flatey,
Arnarhrauni 19,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 5. desember
kl. 2 e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuð
Halldóra Halibjarnardóttir,
Guðlaug Hansdöttir, Lárus Sigurðsson,
Oddný Lárusdóttur, Hanna Björk Lárusdóttir.
Islendingar Norðurlandameist-
arar framhaldsskólanema í skák
UM helgina fór fram í Gautaborg
Norðurlandameistarainót fram-
haldsskólanema í skák. tslenzka
sveitin var mjög sigursæl á mót-
inu og sigraði með yfirburðum.
Illaut hún ll'A vinning, en Svíar
urðu í 2. sæti með 8‘A vinning,
Finnar urðu nr. 3 með 6 vinninga
og I)anir urðu nr 4 með 4
vinninga: Norðmenn tóku ekki
þátt f mótinu að þessu sinni.
Islenzka sveitin var skipuð pilt-
um úr Hamrahlíðarskólanum, en
þessi sveit hefur sigrað þrisvar í
röð í framhaldsskólakeppnum
hérlendis. Taflfélag Reykjavíkur
kom á framhaldsskólakeppni
fyrir þremur árum og gaf Rfkisút-
varpið bikar til keppninnar, sem
sveit Hamrahlíðarskólans hefur
nú unnið til eignar. Sams konar
keppni fer fram á hinum Norður-
löndunúm og mætast sveitirnar
síðan í úrslitakeppni í einhverju
Norðurlandanna til skiptis.
Þeir sem þátt tóku í mótinu
fyrir íslands hönd voru Kristján
Guðmundsson, Björn Halldórs-
son, Ömar Jónsson, Helgi Ólafs-
son og Adolf Emilsson. íslenzka
sveitin sigraði Svíþjóð 3!4 — 1 ‘A,
Finnland með 4VS — ‘A og Dan-
mörk með 3!4 — l'/í. Kristján
vann allar sinar skákir 3 að tölu,
Björn fékk 1!4 vinning af 3 mögu-
legum, Ömar 1H af 3, Helgi 2'á af
3 og Adolt 3 af 3 mögulegum.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem við fengum hjá Hólmsteini
Steingrímssyni formanni Tafl-
félags Reykjavíkur, er þetta
stærsti sveitasigur íslendinga í
skák á erlendri grund.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ALFREÐ MÚNCH FERDINANDSSON,
lézt í Landakotsspítala, 2. desember.
Inge Hannesson, Hálfdán Hannesson,
Sigrid Kristinsson, Guðmundur Kr. Kristinsson,
Viktor Alfreðsson, Birgit Masing,
Ferdinand Alfreðsson, Guðrún Frímannsdóttir.
t
Mágkona mín.
BENEDIKTÍNA LILJA BENEDIKTSDÓTTIR,
Fjölnisvegi 15
andaðist á Landspitalanum 30. nóvember, s.l.
Fyrir hönd aðstandenda
Jórunn fsleifsdóttir.
t
Eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR
(frá Seli),
áður til heimilis að Framnesvegi 14, lézt þ. 1. des. að Hrafnistu.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 8 des. kl.
10.30.
F.h. annarra ættingja,
Gunnar Bjarnason
Katrfn Gunnarsdóttir, Helgi Guðmundsson,
Óskar Gunnarsson Gunnlaug Kristjánsdóttir
Ingi Gunnarsson Guðrún Ólafsdóttir,
Svanhvft Gunnarsdóttir Björn Magnússon,
Karl Gunnarsson Svanlaug Friðþjófsdóttir,
og barnabörn.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
BENEDIKT S. BENEDIKTSSON,
fyrrverandi kaupmaður
og sparisjóðsstjóri,
Hellissandi,
lézt 2 des. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag kl
1 0 30 Jarðað verður frá IngjaIdshóli laugardaginn 8 des. kl. 2. Þeim,
sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Slysavarnarfélag
fslands
Unnur Benediktsdóttir, Eggert Sigurmundsson,
Halldór Benediktsson, Ólöf Jóhannsdóttir,
Sveinbjörn Benediktsson Ástrós Friðbjamardóttir
REIÐHJÓLI
STOLIÐ
Á fimmtudagsnóttina var stolið
rauðu D.B.S. reiðhjóli þar sem
það stóð við húsið nr. 18 við Há-
teigsveg. Hjólið er nýtt og með
gírum. Þeir, sem kynnu hafa orð-
ið varir við hjólið, eru vinsamlega
beðnir að láta rannsóknarlög-
regluna vita.