Morgunblaðið - 04.12.1973, Síða 26

Morgunblaðið - 04.12.1973, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 26 Magnús Guðbjörnsson: ÓFREMDARÁSTAND í LÖGGÆ ZLUMÁLUM ÓFREMDARASTAND1 LÖGGÆZLUMALUM. Lögreglustjdrinn í Reykjavík hefur farið þess á leit við hlutað- eigandi fjárveitingarvald, að það veiti aukin fjárframlög til að ef la lögregluna á höfuðborgarsvæð- inu. Stór-Reykjavík nær nú orðið yfir svo víðáttumikið svæði, að lögreglan á fullt í fangi með að halda uppi lögum og reglu, svo fullnægjandi megi teljast fyrir öryggi almennings, sérstaklega andspænis ölóðum ofbeldisseggj- um. Þessari málaleitan lögregluyfir- valdanna hefur hingað til verið synjað. Svo liggur lögreglan und- ir ámæli frá skilningssljóum mönnum fyrir getuleysi í starfi! Þetta ástand er óviðunandi. Allir þjóðfélagsþegnar eiga heimtingu á að geta leitað á náðir lögregl- unnar, ef þeir verða fyrir of- beldisárásum óbótamanna, sem eru hugrakkastir, þegar þeir ráð- ast margir saman á einn í trausti þess, að lögreglan sé of fámenn til að geta elt þá uppi og tekið duglega f lurginn á þeim. Það er öllum kunnugt, sem um þessi mál hugsa, að lögreglan (bæði einkennisklæddir lögreglu- menn og rannsóknarlögreglan) hafa alltof fámennu Iiði á að skipa. Þeir eru ofhlaðnir störfum. illa launaðir og fá sjaldnast annað en vanþakklæti fyrir störf sín. Þó eru engir fyrri til að hjálpa, ef í nauðirnar rekur en einmitt þessir menn. Þeir gegna hættulegum og ábyrgðarmiklum störfum í þjóð- félaginu, en eru svo illa launaðir, að stórhætta er á því, að þaul- reyndir lögreglumenn gefist upp á þessum störfum — og hvar stöndum við þá? Það er skýlaus krafa hins al- menna borgara, að ríkisvaldið taki fullt tillit til upplýsinga lög- reglustjórans um vandræðaást- and það, sem ríkir í þessum mál- um. Það er of seint að byrgja brunninn. þegar barnið er dottið ofan í. Að vísu eru þeir lögreglu- menn, sem ríkið og höfuðborgin hafa I þjónustu sinni, hraustir og vel þjálfaðir menn. En það er ekki nóg. Sé þeim gert að skyldu að vinna allt of mikla yfirvinnu til MagnúsGuðbjörnsson. að sinna brýnustu verkefnum, er mikil hætta á, að þeir misbjóði heilsu sinni og eðlilegri afkasta- getu, enda er það ekkert eins-^ dæmi, að lögreglumenn hafa lát- izt fyrir aldur fram, vegna þess álags, sem hvílirstöðugt áþéim. Almenningur verður að sýna þessum málum meiri áhuga og þrýsta á stjórnmálamennina að leysa þetta vandamál á viðunandi hátt. Því fé, sem er varið til að vernda alla borgara þessa lands, er sannarlega ekki á glæ kastað. Hvernig væri t.d. að fækka nokkr- um bitlingum og fá á þann hátt aukið fjármagn til að hægt sé að ráða fleirilögreglumennoggreiða það hátt kaup, að eftirsóknarvert sé fyrir færa menn að stunda lög- reglustörf f þessu landi? — Það er ekki nóg að reisa glæsilega lög- reglustöð — þótt það sé vissulega afrek út af fyrir sig — það verður afrek út af fyrir sig — það verður einnig að vera fyrir hendi nægilega fjölmennt, vel launað lögreglulið, sem getur brugðið við hart og skjótt, ef ofstopamenn ætla að setja allt á annan endann í þjóðfélaginu! Svo er það önnur hlið á þessu máli, sem vert er að íhuga. Það er betra að fyrirbyggja, að afbrot séu framin en að þurfa grípa til refsivaldsins til að venja menn af þeim ósið að brjóta lögin. Sterk lögregla hræðir menn frá að leggja út á afbrotabrautina. Sem betur fer er mikill meiri- hluti æskunnar á Islandi efnilegt fólk, sem öruggt er, að verður nýtir þjóðfélagsborgarar. En vegna vaxandi áfengis- og eitur- lyfjaneyzlu er því miður allt of fjölmennur hópur ungmenna, sem lenda út á afbrotabrautina — beinlínis af þvf, að freistingin er of sterk að gera tilraun til að fara i kringum lögin, vegna þess að því er treyst, að lögreglan sé of fá- menn til að geta upplýst öll af- brotamál, sem koma til hennar kasta í æ ríkari mæli. Eða er kannski betra að láta allt rej<a á reiðanum, þar til algert öngþVeiti hefur skapazt og við ekkert verð- ur lengur ráðið? Það er áreiðan- legt, að þá verður miklu dýrara að leysa þessi vandamál en ef tillög- ur Iögreglustjórans yrðu þegar í stað framkvæmdar og varanleg, skynsamleg lausn fundin á þess- um vandamálum þjóðfélagsins — öllum til heilla — ekki síður því fólki, sem á þann hátt yrði forðað frá þeirri freistingu að fullnægja afbrotahneigð sinni, sem aðeins óttinn við sterka lögreglu getur brotíð á bak aftur — en hinum, sem eru Iöghlýðnir að eðlisfari, en Vilja fá að vera í friði fyrir óaldarlýð, sem aldrei getur tekið sönsum, nema hann fái rækilega hirtingu. Bæði lögregluyfirvöld og almennir borgarar verða í sam- einingu að velja skynsamlegustu lausnina til að brjóta á bak aftur hina vaxandi afbrotaöldu í þjóð- félaginu, sem margvíslegar orsak- ir hafa valdið og of langt mál yrði upp að telja i stuttri blaðagrein. Allir hugsandi menn og konur ættu að berjast fyrir réttlátum lögum og styðja af alefli viðleitni ábyrgra aðila til að framfylgja þeim. SKÁLATÚNSHEIMILIÐ 1. Það skal játað, að ég er útlendingur — og sem útlend- ingur ætti ég ekki að blanda mér í mál, sem snerta mig ekki. Þrátt fyrir það leyfi ég mér að beina nokkrum spurningum til stjórnar Skálatúns. I Skálatúni hef ég ekki starfað langtimum saman, en þó nógu lengi til þess að komast að raum um, að þar eru viss atriði, sem að mínu viti eru ekki eins og skyldi. Væruð þið börn í þeim hópi, sem þar dvelur, hefuð þið unað vel við þau skilyrði, sem þar hafa ríkt, glaðst með þeim, sem þar hafa rækt daglegu störfin í skól- anum, og í hverju einu hlutverki, já, I stuttu máli sagt unað þar öllu með ágætum. Skyndilega er svo öll gleði trufluð með því, að forstöðukon- unni, Katrínu Guðmundsdóttur, er sagt upp starfi og 30 manna starfslið hverfur samtímis. 2. Nýtt fólk í öllum störfum, fólk, sem öllu er ókunnugt og ekkert barn þekkir. Hugsið ykkur, að þetta væri á eigin heimili; hvílíkri truflun ylli það ekki heimilislifinu? —* Skelfileg tilhugsun, er ekki svo? En það er ekki lengur nein fjarlæg tilhugsun varðandi börnin i Skálatúni, það er ískaldur veruleikinn. 3. Vafalaust eru það ágætis- menn, sem skipa stjórn Skála- túnsheimilisins — að minnsta kosti í eigin sjóndeildarhring — að minni ætlan. En yfirsjónir eru mannleg fyrirbæri, það er alls- staðar viðurkennt. Frá mínu sjónarmiði er hér um alvarlega yfirsjón að ræða af þeirra hálfu. Ég skal játa, að ég var í Dan- mörku, þegar atburðirnir gerð- ust í Skálatúni. í þeim bréfum, sem ég fékk og greindu frá gangi mála, gat ég ekki fundið nokkra þá forsendu, sem gæti gefið til- efni til þeirrar ákvörðunar, sem þar vartekin. Ilefði það ekki verið eðlilegur gangur mála að tilkynna sam- starfsfólkinu, að forstöðukonunni yrði vikið frá starfi? Var ekki eðli legt að halda fund með fólk- inu? Var ekki hægt að hugsa málið betur áður en ákvörðun var tekin um uppsögn forstöðukon- unnar, strax og það var ljóst, að 30 manna starfslið segði upp störfum þess vegna? V ar ekki eðlilegt, að hér væru fleiri um ákvarðanatekt? Mundi ekki við- eigandi að hugleiða, hvort rétt- mætt sé eða ekki að skipta um stjórn heimilisins svo sem annað hvert ár? Ilve lengi hefur núverandi stjórn setið? Hvers vegna svo lengi? Hvers vegna er enginn úr starfsliðinu í stjórninni? Getur það verið, að stjórnin hugsi fyrst um sjálfa sig og svo um börnin? 4. Hvað var efst á dagskrá? Voru það ekki fjármál fyrst og fremst? Vist er það dýrt að starf- rækja heimili eins og Skálatún, vafalaust dýrara en ýmsir ætla. En vafalaust getum við öllverið sammála um, að þegar um ræðir vangefið barn, er þó að minnsta kosti eðlilegt að leitast við að sýna þvl umhyggju að öllu leyti eins og þeim börnum, sem alheil eru; eða er ekki svo? Og öll sú umhyggja kostarfjármuni. Það var gott að vinna í Skála- túni, og verður svo vonandi fram- vegis. Og ég héf enga ástæðu til að ætla, að ný forstöðukona ræki ekki hlutverk sitt, égþekki hana mjög lítið, en ég vona að hún eigi þar langa framtíð, ef hún sýnir auðmýkt. En því þarf það að vera svo? Þegar maður þarf að hafa það á tilfinningunni að vera alltaf að þóknast stjórninni en ekki að vinna með henni, er þá ekki eitt- hvað öðruvísi, en vera skal? 5. Ég hef engar kröfur fram að færa, ég vil aðeins benda á, að ef hliðstæður atburður verður öðru sinni, væri þó vert að athuga málið betur. Ég hef heldur engan áhuga á að beina spjótum að einum né neinum, hví skildi ég gera það? Hins vegar vildi ég með bréfi þessu láta þá skoðun í ljós, að víst mætti stjórn Skálatúns hugsa sig betur um öðru sinni við líkar kringumstæður, og ef hún gerði það mundi það gleðja bæði mig og marga fleiri. Þetta er og ber að skoða sem opið bréf. Og satt að segja ætlast ég til að fá svar — án þykkju — þar sem málið er rætt af stillingu og út frá réttum forsendum. 6. I sannleika sagt: Það er vandalaust að benda á, að ég eigi ekki langa sögu i starfi á heimil- inu i Skálatúni, og þvi sé efni bréfs míns veigalítið. Það skal játað, að ég hef aðeins starfað þar um 8 mánaðaskeið. Það má líka segja, að ég þekki aðeins eina hlið málsins af þremur að minnsta kosti og þá frá aðeins einum sjónarhóli, sem sé mfnum. Þetta er alveg rétt og þess vegna, einmitt þess vegna sendi ég þetta bréf. Birgitte Povelsen. Sverrir Runólfsson: Einn skemmtilegasti persónu- leiki, sem ég hef kynnzt, er Snæ- björn Jónasson yfirverkfræð- ingur Vegagerðar rikisins, og mér skilst af öðrum, að égsé ekki einn um þá skoðun. Fyrir nokkru skrif- aði Snæbjörn grein i Morgun- blaðið, sem hann nefnir „Er Vegagerðin að níðast á Sverri Runólfssyni?" I greininni vitnar Snæbjörn í þrjú viðtöl við mig og eina grein eftir mig. Þvi miður er það nú oft svo, að það er villandi að vitna f greinar og viðtöl án þess að allt efnið sé tekið til greina. Það er vitað mál, að blaðamenn hafa ekki ótakmarkað rými í blöð- um sínum og þess vegna er oft nauðsynlegt að fá útskýringar frá yiðkomanda, áður en vitnað er í viðtöl og fréttir, sem birtast. Það, sem ég vil segja í sambandí við grein Snæbjarnar, er, að ég skal standa við allt, sem ég hef sagt viðvfkjandi vegaframkvæmdum, þegar við fáum nægilega stórt verkefni. Ég segi þegar, en ekki ef, þvi ég veit, að sá dagur mun koma, að skattborgarar gefast upp á að borga þessar svimandi upphæðir, sem greiddar eru fyrir Enn um vega- gerð og annað hvern fermetra af varanlegum vegum hér, og heimta breytingar. Þegar mér var skammtaður einn km uppi á Kjalarnesi fannst mér Snæbjörn vera því hlynntur, að ég fengi að velja annan á móti, en mér sýnist engu líkara en að einhver hafi togað í spotta því það var seínna óaðgengilegt. Ég hef aldrei haft það á tilfinningunni, að vegamálastjóri hafi unnið á móti mér, en hitt er annað, hvort hann hefur gert nægilega mikið til að hjálpa við þetta mál, um það geta verið skiptar skoðanir. í sam- bandi við ósk mína um nokkurs konar sérleyfisrétt á þessari tækni í nokkur ár gagnvart því opinbera, vil ég segja: Þetta er nýtt fyrir ísland og sérleyfis- rétturinn (patent) ætti að vera í heiðri hafður. Sérleyfisréttur á mörgu er virtur hér, má þar nefna útvarp, sjónvarp, sement, áburð o.fl. Mér er sagt, að það hafi tekið 15—20 ár að koma fyrstu jarðýt- unni hingað, og tólf ár hafi liðið frá þeim tíma, að veghefill var kynntur hér af Vestur-íslendingi þar til sá fyrsti kom hingað og þá frá Noregi. Samanborið við þetta hefur mér víst bara gengið vel, því mfn vél er komin eftir um 3 ár. Eg er viss um, að ef ríkið hefði ekki haft einokun á vegagerð, þá hefðu aðrir komið með þessi tæki fyrr. Það er auðséð, að ef ,,sumir“ réðu yfir bændastéttinni og land- búnaðarframkvæmdum, væru bændur hér enn að plægja og herfa akra sína með hestum í stað dráttarvéla. Mig langar til að birta hér með athyglisvert bréf, sem ég fékk fyrir nokkru. Bréfið er birt með samþykki bréfritara. „Herra Sverrir Runólfsson. Eg er einn af hinum breiða al- múga, er les skrif þín mér til mikillar ánægju. Fylgi hins breiða almúga er nauðsynlegt þeim er bækur skrifa, vegna þess, að ef engir læsu bækur þeirra nema menningarvitarnir myndu tekjur þeirra verða rýrar. En fylgi almúgans í því máli, er þú ert að berjast fyrir, er lítilsvirði og þó. Kannast þú við nafnið Fri- mann B. Arngrímsson? Hann lærði rafmagnsfræði á sama tima og hinn mikli athafnamaður Hjörtur Þórðarson I Chicagó vestra. Frímann kom til Akureyr- ar frá Bandarfkjunum. Hann vildi vatnsvirkja það, sem nú er búið að framkvæma. En Akureyringar og Islendingar yfirleitt hlustuðu ekki á hann. Þeir fóru að raflýsa með vélum. Þá flutti Frímann upp á hanabjálkaloft og kveikti á kerti á kvöldin, er hann las og skrifaði. Að síðustu varð hann veikur og kaldur. Þá fór kunningi hans til kaupmanns á Akureyri og bað hann að lána Frímanni einn poka af kolum. En kaupmann- inum fannst það ástæðulaust þvi að frostlaust væri nú og greiðsla óviss. Frimann andaðist litlu síð- ar í holu sinni á hanabjálkaloft- inu, enda var kertið útbrunnið. Þú kannast áreiðanlega við Ilall- dór Guðmunds, rafmagnsfræðing. Hann vildi virkja Elliðaárnar. Enginn hlustaði á Halldór, út úr neyð fór hann að setja upp mótor- rafstöðvar. Hvernig heldur þú, að honum hafi liðið, þessum mikla gáfumanni? Hann lifði og dó blá- fátækur. Son hans Gfsla hefurþú eflaust þekkt. Það var einn gáfu- og hugsjónamaðurinn. Oftast varð hann og fjölskylda hans að borða grautinn saltlausan. Hann dó eignalaus og skuldum vafinn. Ég sé á þinum skrifum, að þú munir vera nokkuð líkur þessum mönn- um, er ég hefi nefnt hér á undan. Það er fjarri minni hugsun og ennþá fjarlægara mfnum óskum, að þú eigir eftir að hreinsa götur Reykjavíkur í stað þess að leggja vegi um ísland þvert og endi- langt. Italska Mafían hafði það lengi sem fyrsta boðorð á sinni stefnuskrá að myrða menn, en þá vanalega i auðgunarskyni. Is- lenzka kerfið hefur annan hátt á, það drepur hugsjónir mannanna fyrst. Sfðan drepur þaðhugsuðina úr hungri. Með mikilli virðingu. Torfi H. Halldórsson. Af bréfinu má sjá, að þegar það opinbera hefur með hlutina að gera, er yfirleitt í óefni stefnt. Ég þakka Torfa innilega umhyggju hans, og honum til hughreyst- ingar skal ég aldrei setja allan minn auð í eina körfu, aldrei eiga aðeins eitt kerti, né aðeins eitt brauð. Það er góður málsháttur, sem segir: „The surest way to failure, is to try to please every- one“, sem sagt að reyna að þókn- ast öllum er vísasta leiðin til mis- taka. Ég held ég taki sprett út i Vesturbæjarsundlaug og þakki öllum stuðningsmönnum mfnum, sem Snæbjörn segir mig eiga þar, þó að farið haf i ég á mis við þá, en eitt veit ég, að vegamálastjóri á þar góða vini líka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.