Morgunblaðið - 04.12.1973, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973
bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bœkur...bœkur...bœkur...bæk
JÓLABÓKA VER TÍÐM
Utgáfubœkur Ægisútgáfunnar
Guðmundur Jakobsson hjá /Eg
isútgáfunni vcitti okkur eftirfar-
andi upplýsingar um útgáfuna í
ár:
Mennirnir f brúnni, þættir af
starfandi skipstjórum, Guðmund-
ur Jakobsson skráði. Þetta er
fjórða bindi þessa bókaflokks og
hafa þá alls verið kynntir 26 afla-
sælir og dugandi skipstjórar. Að
þessu sinni eru það þeir Einar
Sigurðsson skipstjóri á Aðal-
björgu frá Reykjavík, Gunnar
Arason, skipstjóri á Lofti Bald-
vinssyni frá Dalvik, Ilalldór Bryn-
jólfsson skipstjóri á Lómi frá
Keflavík, Magnús Þórarinsson
skipstóri á Bergþór frá Sand-
gerði, Maríus Héðinsson skip-
stjóri á Héðni frá Húsavík og
Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á
Brettingi frá Vopnafirði. I bók-
inni eru yfir 80 myndir af mönn-
um, skipum og veiðiskap.
Brautryðjendur, bók, sem Þor-
steinn Matthíasson hefurskráð og
Oscar Clausen — brautryðjand-
inn
búið til prentunar. Þetta er hugs-
uð fyrsta bók í bókaflokki, sem
ætlað er að einhver skil nokkrum
þeim íslenzkum mönnum, sem
hafa með sérstæðum hætti iifað
lífi sinu landi og þjóð til farsæld-
ar. Sá maður, er fyrstur varð fyrir
valinu, er Óskar Clausen, sem
flestir íslendingar munu kannast
við, enda á hann óvenjulega sögu.
Nokkur sýnishorn úr eldri bók-
um Öskars eru birt í þessari bók,
en af nægu eru að taka, því eftir
hann hafa komið út 26 bækur.
Þræðir örlaganna er nýja bókin
eftir Denise Robins. Valgerður
Bára Guðmundsdóttir þýddi.
Denise Robins er talin afburða-
snjall ástarsagnahöfundur og er-
lendir blaðadómar eru margir á
þá leið, að hún sé þeirra allra
fremst. Bækur hennar hafa hvar-
vetna selzt í risaupplögum, og hér
á landi eiga þær vaxandi vinsæld
um að fagna, en hafa samt ekki
selzt eins mikið og efni standa til.
Einar á Aðalbjörgu —
Er þar mest um að kenna áhuga-
leysi útgefanda, sem ekki hefur
mikið dálæti á þessu annars á-
gæta lestrarefni.
Á brún hengiflugsins, skáld-
saga eftir Morris West en hann er
talinn meðal beztu höfunda leyni-
lögreglu- og njósnasagna. Þessi
bók fjallar um ævintýri blaða-
manns, sem reynir af miklu kappi
að ná í „stóru fréttina“, sem á að
verða kóróna á hans blaða-
mennskuferli. Málið varðar örlög
heilla þjóða, en ljónin á vegi
blaðamannsins reynast mörg og
illvíg, þeir reynast sem sé ýmsir,
sem ekki æskja þess, að málið sé
gert opinbert. Auðvitað kemur
hér blessað kvenfólkið nokkuð
við sögu, (enda lítið varið í bók án
þess).
Draumar og dulskyn. Óvenju
lega draumspök og skyggn kona,
Jósefína Njálsdóttir, segir hér frá
reynslu sinni í dulrænum efnum,
Guðmundur — þættir af skip-
stjórum.
og það er margt og merkilegt, sem
fyrir hana hefur borið langri ævi.
Hér eru ekki miðlar á ferð, heldur
beint samband við dulheima, sem
okkur, venjulegu fólki, eru oftast
lokaðir. Þwsteinn Matthíasson
hefur skráð þessar frásagnir.
Afburðamenn og örlagavaldar
eru 20 ævisöguþættir mikilmenna
sögunnar, og er þetta önnur bók
útgáfunnar um þetta efni. Bækur
þessar eru skrifaðar sem fróðlegt
og skemmtilegt lestrarefni fyrir
almenning, en eru þó jafnframt
brot af veraldarsögu og henta vel
þeim, er vilja skyggnast lítillega
inn í fortíðina.
Bárður Jakobsson þýddi þetta
bindi.
Þorsteinn — bein lína til dul-
heima.
I fremstu víglínu eftir Svein
Hazel. Þetta er fimmta bók útgáf-
unnar eftir þennan vinsæla höf-
und, sem flestir telja nú fremstan
núlifandi stríðsbókahöfunda.
Lengi hefur honum verið
jafnað við Hemingway og Re-
marque, en nú segja þeir í útland-
inu, að hann sé greinilega kominn
framar þeim báðum. Bækur
Hazels, sem komið hafa út á ís-
lenzku, hafa allar selzt upp og sú
siðasta, Monte Cassino, var horfin
hjá útgáfunni hálfum mánuði
fyrir jól.
Halldór á Lómi —
UTAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAV'H
Höfum á boðstölnum
yfir 30 Dúsund fermelra af teppum.
Allar hugsanlegar gerðlr, verð frá kr. 345.-
per fm og allt að kr. 3.000.- per fm
Það hefur ávallt borgað slg að llta
vlð f Teppadelld utavers
ClTHDER
Grensásvegl 10,22.24
Sfminn l teppadeiidinni er 30400
= HlAVlll USAVlll U3AV1I1 U3AV1IT H3AV1I1 H3AV1I1 U3AV1I1 U3AV1I1 U3AV1I1 U3AV1I1 U3AV1I1 H3AV1I1