Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973
Sögulegur samningur
milli Bonn og Prag
Bonn 3. des. AP.
WILLY BRANDT kanslari
Vestur-Þýzkalands og Walter
Scheel utanrfkisráðherra munu
fara flugleiðis tii Prag þann 11.
Dr. Barnard
við hjarta-
græðslu á ný
Höfðaborg, S-Afríku, 3. des.
AP.
DR. Christian Bernard, hinn
heimskunni hjartaskurðiækn-
ir, er aftur tekinn til starfa af
fulium krafti eftir bifreiða-
slysið, sem hann lenti f á sl.
ári. Hefur hann ásamt aðstoð-
arsveit sinni á Grote Schuur
sjúkrahúsinu f Höfðaborg
framkvæmt nýjan hjartaflutn
ing, hinn fyrsta frá því í ágúst
1972. Sjúklingurinn, sem
hjartað var grætt í, lifði að-
gerðina af, en óséð er ennþá
um, hvernig honum muni
reiða af.
Tveir sjúklingar af tíu, sem
Dr. Barnard hefur grætt
hjörtu í, eru ennþá á lífi; þau
Doroty Fisher, 42 ára, sem
gekkst undir aðgerðina 17.
apríl 1969, og Dirk Van Zyl, 46
a'ra, sem aðgerðin var gerð á
10. mai 1971.
Dr. Barnard varð fyrstur
manna til að framkvæma
hjartaflutning með þeim
árangri, að sjúklingurinn lifði
aðgerðina af. Gerðist það 21.
desember 1967 og lifði sá
sjúklingur í 18 daga.
Herferð gegn
kommúnistum
í Uruguay
Montevideo, Uruguay, 3. des.
AP.
RÍKISSTJÓRN Uruguay til-
kynnti sl. laugardag, að komm-
únistaflokkur landsins sem
orðinn er hálfrar aldar gamall
hefði verið leystur upp og
bannaður — og útgáfa mál-
gagns hans, E1 Papular og
Cronica stöðvuð. Eru ráðstaf-
anir þessar liður í herferð
stjórnar Juans M. Bordaberry
forseta gegn vinstri öflum í
landinu.
40% olíu-
birgða S-
Vietnams
eyðilögð
Saigon, 3. des. AP.
TALIÐ, er að Viet-Cong
skæruliðar hafi eyðilagt 35 —
40% af olfubirgðum Suður-
Vietnama í árás, er þeir í
morgun gerðu á olíubirgðastöð
um tíu kílómetra frá Saigon.
Hafa þeir ekki gert árás svo
nærri höfuðborginni frá því
vopnahlé var satnið fyrir tíu
mánuðum.
Við árásina beittu skærulið-
ar flugskeytum og eldvörpum
og logaði eldur í birgðastöð-
inni klukkustundum saman.
Talsmaður stjórnarhersins
sagði, að olíumissir þessi
mundi fyrr eða síðar koma
hart niður á hernum, en venju-
lega hefði herinn 30 — 60 daga
birgðir fyrirliggjandi. Ilins
vegar hefði megnið af þessum
birgðum verið ætlað til nota
almennings, og var þegar eftír
árásina tekið fyrir alla olíusölu
í landinu, meðan kannað væri
hversu háttað væri öðrum olíu-
birgðum og til að koma í veg
fyrir, að fólk gripi til olíu-
hamsturs af ótta við, að eld-
sneyti væri á þrotum.
desember til að undirrita sögu-
legan samning milli VestunÞýzka-
lands og Tékkóslóvakíu, þar sem
stefnt er að því, að eðlileg sam-
skipti komist á milli rfkjanna.
Skýrði talsmaður vestur-þýzku
stjórnarinnar frá þessu í dag.
Brandt og Scheel dvelja tvo
daga í Prag, eftir að undirritun er
lokið. Þessi samningur er gerður í
samræmi við hina marg nefndu
Ostpolitik kánslarans. Hann hafði
ætlað til Prag þann 6. september
s.I., en þá var ferðinni frestað
vegna ágreinings, sem upp kom
um Berlín.
Eftir að gengið hefur verið frá
þessum samningi munu rikin taka
upp stjórnmálasamband sfn í
milli. Tékkóslóvakía hefur verið
furðusein að taka trúanlega
breytta stefnu Brandts f
málefnum kommúnistaríkja og
þegar frá þessu hefur verið
gengið er Albanfa eina Austur-
Evrópuríkið, sem ekki hefur
verið til viðræðu um bætt sam-
skipti við Vestur-Þýzkaland.
• •
JOKULORKUVER
Á GRÆNLANDI?
Kaupmannahöfn, NTB.
VIKUBLAÐ verkfræðinga í Dan-
mörku gerir olfumálin að umtals-
cfni í ritstjórnargrein síðasta
heftis og segir þer mcðal annars,
að olíuskorturinn nú ætti að
verða dönskum ráðamönnum
hvöt til þess að láta kanna
uppástungur, sem fram hafa
komið í Sviss þess efnis, að komið
verði upp jökulorkuveri í Græn-
landi.
Blaðið segir, að Danir verji nú
mörgum orðum og miklum kröft-
um í að fjalla um alls konar
verkefni, sem ekkert geti orðið af,
ef til olíuskorts kemur, svo sem
stórflugvöll á Salthólma og brú
eða göng, er tengi Stórabelti og
Eyrarsund. Fáir hafi hins vegar
sýnt áhuga á ofangreindum tillög-
um, sem geti gefið tíu sinnum
meira orkumagn en það, sem Dan-
mörk notar nú.
í grein blaðsins kemur fram, að
með nútímatækni megi breyta
bræðsluvatni jökla í raforku, sem
aftur megi nota til að framleiða
vetni í stórum stíl. Blaðið segir, að
mörg vandamál séu að vísu enn
óleyst varðandi flutninga á vetni,
en með þvf að nota kolin. sem til
eru á Grænlandi, megi ef til vill
nota vetnið til þess að framleiða
bensín.
„Okkur vantar sérfræðilegan
vettvang, þar sem hægt er að
fjalla um slíkar hugmyndir án
nokkurra hleypidóma,“ segir
blaðið og hvetur dönsk stjórnvöld
til þess að hafa frumkvæði um að
verja fé til rannsókna þessa máls.
Edward Kennedy yngri, kemur hér út af sjúkrahúsinu f Washing-
ton, en þar var gerð á honum mikil aðgerð og varð að taka af
honum annan fótinn. Drengurinn er 12 ára gamall og kom I ljós,
að hann var með beinkrabbamein I fætinum, en læknar vonast til
að hafa komizt fyrir meinsemdina. Með piltinum eru foreldrar
hans Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður og kona hans
Joan.
Olíukreppan magnast
Hamborg, Karíó, Washington,
Osló, Kaupmannahöfn
3. des. AP. NTB.
OLÍUMALARAÐHERRA Saudi
Arabiu sakaði í dag HoIIendinga
um fjandsamlega afstöðu f garð
Araba, en Joop den Uyl, forsætis-
ráðherra Hoflands, vísaði þessum
ásökunum snarlega á bug. OIíu-
málaráðherrann sagði í viðtali við
Der Spiegel, að Hoilendingar
styddu ísraela með ráðum og dáð
og slíkt mæltist miðlungi vel fyr-
ir meðal Araba.
Um næstu helgi ætla olíuráð-
herrar Arabalandanna að eiga
fund með sér í Kuwait til að
ákveða framtíðarstefnu í þessum
málum og taka ákvörðun, um
hvort til einhverra ráðstafana
verður gripiðgegn Israel. Búizt er
við, að aliir ráðherrar, sem þarna
eiga hlut að máli, komi til fundar-
ins.
Arabar hóta að grípa til gagnráðstafana
ef Evrópuríki sýna þeim hefndarhug
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, George Schultz, sagði í sjón-
varpsviðtali á sunnudagskvöld, að
ekki færi hjá því, að verð á olíu og
bensíni myndi fara hækkandi
vegna þess vandræðaástands sem
hvarvetna væri að skapast. Nixon
forseti er að leggja síðustu hönd á
áætlanir, sem miða að betri skipu-
lagningu þessara mála í Banda-
ríkjunum, svo og hvort tekin
verður upp skömmtun þar í landi.
Þó virtist fjármálaráðherrann
hallast að þvi, að sú leið yrði
fremur valin að hækka verð á
þessum vörum en fara að sinni út
f skömmtunaraðgerðir.
Utanríkisráðherra Saudi
Arabíu kom f dag til Vestur
Þýzkalands, meðal annars til að
ræða oliumálið við Walter Scheel,
utanrikisráðherra. Fyrir fáeinum
dögum aflýstu olíumálaráðherrar
Saudi Arabiu og Alsír heimsókn
til Vestur-Þýzkalands, vegna
anna. Ráðherann varaði eindregið
við, að Evrópuríkin reyndu að
grípa til einhvers konar hefndar-
ráðstafana gegn Arabaríkjunum
og taldi þau myndu hafa verra af.
í f jölmörgum löndum var i gær,
sunnudag, algert bann við akstri
einkabifreiða, nema í neyðartil-
fellum, m.a. í Danmörku og Nor-
egi, svo og í Vestur-Þýzklandi,
auk annarra landa, sem lengur
hafa haft slikt bann í gildi. Háar
sektir eru við því, ef bann þetta
er brotið.
Þá segja fréttir NTB frá Bonn,
að Kreisky, kanslari Austurrikis
hafi sagt að loknum fundum með
Brandt, kanslara V-Þýzkalands,
og Olaf Palme, forsætisráðherra I
Svíþjóðar, að ríkisstjórnir þessara
lands muni vekja máls á olíu-
kreppunni á Öryggisráðstefnu
Evrópu i Genf, þar sem þeir teldu
þetta mál koma inn á svið ráð-
stefnunnar.
í fréttum frá Brussel segir, að
olíumálið sé ekki á dagskrá ráð-
herranefndar EBE, sem hefst
þar í dag, en trúlegt sé þó að það
komi til umræðu, hvernig
bregðast skuli við því olíubanni,
sem Arabar hafi sett á Holland og
hafi áhrif og afleiðingar langt út
fyrir mörk þess. Búizt er við að
ráðherraráðið kanni. hveriar olíu-
birgðir séu til í Evrópulöndum,
eftir að olíumálaráðherra Saudi
Arabíu og Alsír hafa heimsótl
höfuðborgir ýmissa Efnahags-
bandalagsríkja. Verður og tekin
afstaða til háværrar kröfu frá
Hollandi, og oliubirgðum verði
deilt réttlátlega niður milli EBE-
rikjanna, ella geti ástandið í Hol-
landi versnað stórlega og haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
KROGH VIÐUR-
KENNIR SEKT
ÍSLAND EÐA PORTtlGAL: Bandarfska vikuritið Time birtir
þessa mynd f tilefni sundrungarinnar, sem rfkir vegna olfubanns
Araba. Kissinger er að tala f símann, væntanlega við Nixon
forseta, og segir: Þeir eru byrjaðir að skipta niður bandamönnum
— hvort viljum við tsland eðaPortúgal?
Washington, 1. desember —
NTB.
EGIL KROGH, fyrrverandi ráð-
gjafi Nixons Bandaríkjaforseta,
viðurkenndi f gær fyrir rétti, að
hann hefði brotizt inn f skrifstofu
sálfræðings Daniels Ellsberg til
þess að stela upplýsingum um
þann síðarnefnda. Á Krogh yfir
höfði sér allt að 10 ára fangelsi
fyrir þetta afbrot og allt að 10.000
dollara sekt.
Egil Krogh var yfirmaður
njósnasveitar Hvíta hússins, sem
gengið hefur undir nafninu
„pípulagningamennirnir“
(„plumbers"), en flett var ofan af
þessari starfsemi í Watergate-