Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 23 Tékkar eru tregir að leyfa brottflutning Bonn, 13. desember, AP. UM 25 þúsund manneskjur af þýzkum uppruna hafa sótt um leyfi til að flytjast frá Tékkósló- vakíu, en yfirvöld í Prag hafa minnkað ferðaleyfi niður 1 algjört lágmark, að sögn vestur- þýzka Rauða krossins. Þessar upplýsingar Rauða krossins koma tveim dögum eftir að Vestur- Þý'zkaland og Tékkóslóvakía undirrituðu sögulegan sáttmála um eðlilegt samband ríkjanna. 1 bréfaskiptum ríkisstjórnanna kemur meðal annars fram, að stjórn Tékkóslóvakíu lofar að ,,líta með velvilja" á óskir manna af þýzkum uppruna um að fá að flytjast úr landi. Rauði krossinn í Vestur-Þý’zkalandi telur. að um 100 þýsund manns af þýzkum uppruna búi í Tékkóslóvakfu, en yfirvöld þar f landi telja, að það séu 86 þúsund. Samkvæmt upplýsingum Rk hafa yfirvöld minnkað ferðaleyfi Framhald á bls. 26. Stórbruni Mesti eldsvoöi í sögu Buenos Aires lagði öll hús við fjórar götur gersamlega í rúst. Eldur- inn kom upp 10. desember og háðu slökkviliðsmenn langaog harða baráttu við hann. Ekki er vitað til þess, að neinn hafi látið lífið, en um 40 manns slösuðust. ’ Ókunnugt er um eldsupptök. Bandaríkin gefa Indverj- um tvo milljarða dollara SÞ kann- ar morðin 1 Afríku Sameinuðu þjóðunum, 13. desember-AP. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþvkkti í gær að koma á fót fimm manna rann- sóknarnefnd til að kanna, hvort fréttir af hrikalegum fjöldamorð um Portúgala f Mosambique hafa við rök að styðjast. Greiddu 109 lönd máli þessu atkvæði sitt, en 4 voru á móti. Aðeins Portúgal, Spánn, Suður-Afríka og Banda- ríkin greiddu atkvæði gegn tillög- unni. Tólf lönd sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, þeirra á meðal Bret- land, Frakkland, Kongó, Guatemala og kommúnistaríki Austur-Evrópu. Þessi samþykkt allsherjarþings- ins kemur í kjölfar þungra ásakana séra Adrian Hastings, brezks prests, um að portúgalskar hersveitir hefðu þurrkað út um 400 menn, konur og börn í þorp- inu Wiriyamu í Mosambique 16. desember í fyrra. Portúgalar neituðu hins vegar þessum ásökunum. Grísku stúdentarnir: •• Nýju Delhi, 13. desember, AP. BANDARÍKJ ASTJÓRN sam- þykkti 1 dag að gefa ríkisstjórn Indiru Gandhi 2,2 milljarða doll- ara verðmæti af indverskum gjalde.vri, þ.e. 16,64 milljarða rúpfa, til þess að hjálpa Indverj- um að greiða gamla skuld, sem haft hafði slæm áhrif á samband- ið milli landanna tveggja og hafði ógnað efnahag Indlands. Það var Daniel P. Movnihan, sendiherra Bandarfkjanna f Indlandi, sem skýrði frá þessu í dag. Samkomulag þetta náðist eftir meir en sex mánaða viðræður og batt þannig enda á tveggja ára- Israelar skjálfa af þakklæti Tel Aviv, 13. desember, AP. IBÚAR f fsraelsku borginni Ilatzor, slökktu á öllum olíu- ofnum og öðrum hitagjöfum í fbúðum sfnum og á skrif- stofum og fvrirtækjum og sögðu að þeir myndu skjálfa af kulda með Ilollendingum, í þakklætisskvni við stuðning þeirra við ísrael. Holland er eina landið, sem á hefur reynt og hefur neitað að móta stefnu sína f Miðausturlöndum eftir kröfum olfuauðugra Araba- rfkjaoglfður nú fvrirþað. Ollum sleppt úr fangelsinu Aþenu, 13. desember, AP. GRJSKA menntamálaráðuneytið tilkynnti f dag. að allir stúdentar og aðrir, sem áttu aðild að stúd- entaóeirðunum f sfðasta mánuði, yrðu látnir lausir nú þegar. úm 300 manns hafa setið í fangabúð- um hersins, síðan stúdentar töku á sitt vald tækniháskólann f Aþenu, en f óeirðum þá létu 13 lífið og hundruð særðust, að sögn yfirvalda. Stjórn herforingjanna heldur því fram, að fámennur hópur kommúrústa hafi komiö óeirð- unum af stað. í tilkynningu menntamálaráðuneytisins sagði, að grískir stúdentar hefðu betri tuga vafstur vegna 3 milljarða dollara skuldar Indverja fyrir efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna á þessum tíma. Þannig gerir sam- komulag þetta ráð fyrir þvf, að Bandaríkin láti sér nægja að fá um einn milljarð dollara í ind- verskum gjaldeyri, en gefi Ind- verjum eftir afganginn eða 2,2 milljarða. ,,Það, sem við fengum, var það, sem við báðum um," sagði Moyni- han sendiherra, en hann átti einna stærstan þátt í þvf, að sam- komulag náðist, ásamt efnahags- málaráðherra Indverja, G. P. Kaul. Sagði Moynihan ennfremur, að stærsti kostur þessa samkomulags væri, að Bandaríkin hættu þar með að sanka að sér æ stærri upphæðum af indverskum gjald- eyri. Hefði samkomulagið ekki náðst, myndi Bandaríkjastjórn árið 2013 eiga meir en 4 milljarða dollara verðmæti af rúpíum, en það ár hefði síðasta afborgunin átt að greiðast. Þessi upphæð myndi jafngilda 20% af áætl- uðum sjóðum Indverja þetta ár. ,,Við höfum rætt um að koma á nýju og þroskaðra sambandi milli landa okkar,'1 sagði Moynihan, „og það verður að vera samband jafningja." Slíkt jafnréttissam- band myndi ekki nást, ef annað landið ætti 20% af fjármagni hins. Á undanförnum árum hefur þessi skuld verið bæði Banda- ríkjamönnum og Indverjum til ama og gert samband þeirra vand- ræðalegt, og standa nú vonir til, að það komist í eðlilegra horf. JAPANIR KIKNA UNDIR OLÍUBANNI akademiska aðstöðu en þekktist í nokkru öðru landi. Fámennum hópi yrði ekki leyft að eyðileggja hana. Hins vegar, sagði í tilkynning- unni, vildi stjórnin ekki beita hörðu gegn ungum mönnum sem væru einfaldlega afvegaleiddir og gerðu sér ekki fulla grein fyrir því, hvað væri verið að fá þá til að gera. Það hefði því verið ákveðið að fara um þá mildum höndum og gefa þeim tækifæri til að halda áfram námi sínu eins og ekkert hefði í skorizt. Hins vegar var tekið skýrt fram, að tekið yrði hart á öilum, sem i framtíðinni reyndu að spilla lögum og ró i landinu. Tokio, 13. des. NTB. JAPANSKA stjórnin beindi í dag þeirri áskorun til ísraelsstjórnar, að hún drægi herafla sinn aftur fyrir vfglínuna eins og hún var 22. okt. sl. „Við höfum miklar áhvggjur af því, að viðræður Egypta og ísra- ela við 101. kílðmetrann hafi leystst upp,“ sagði talsmaður jap- anska utanríkisráðuneytisins. „Það hlvti að auka á spennuna i Miðausturlöndum." Hann sagði ennfremur, að fyrsta spor f átt til friðar hlyti að verða flutningur herja ísraels aftur fyrir víglínuna eins og hún var 22. október. „Við hvetjum’stjórn ísraels þvf til að gera það," sagði talsmaðurinn. Fréttamenn segja þessa áskor- un hliðhollustu yfirlýsingu fyrir 8 líflátnir Beirut, 13. desember. ntb. ÁITA menn \oru teknir af Iffi í Saana f Norður-Yemen í dag, en þeir hiifðu verið dæmdir lil dauða fyrir morðtð á Mwhammed Ali óthaman, sem var meðlimur forsætisráðsins f Norður-Yetnen. Hin opinbera frakska fréttastofa segir, að þeir átta, sem voru fff- látnir í dag, hafi verið í hópi 25 nianna og kvenna, sem hafa kont- ið fyrir rétt vegna ntorðsins. Tíu hinna ákærðu, þar á meðal ein koma, fengu frá eins árs og upp f Iffstfðarfangelsi, en sjö voru sýknaðir. Alls hafa 36 manneskjur verið teknar af lífi fyrir undiróðursstarfsemi, sfðan Mohammed var myrtur fyrir utan heimili sitt í hænuin T;áz, hinn 30. ntaí á þessu ári. Araba, sem nokkru sinni hefur verið gefin út af opinberum aðil- um í Japan. GJALDIÐ GREITT FYRIR GETTY Róm, 13. des. — NTB. II.ESTA lausnargjald í manna minnum hefur nú verið greitt til ineintra ræningja Paul Gettys III, sonarsonar sam- nefnds milljónainærings bandarísks. Nam lausnargjald- ið 2 milljörðum Ifra eða um 300 milljónum fslenzkra króna. Það voru heimildir inn- an ftölsku lögreglunnar, sem skýrðu frá þessu í dag. og sögðu. að þar ineð væri búið áð greiða allt, sem farið hefði verið frant á. Bfða nú bæði aðstandendur Gettys og lögreglan spennt eft- ir því. að honum verði sleppt. Vai- lausnargjaldið greitt í smáskömmtum. Getty hefur verið týndur í meir en fimm mánuði. Móðir hans. Gail Harris, vildi ekk segja neitt um málið f dag. ei fréttamenn vildu fá staðfest ingu á því, að lausnargjaldið hefði veriðgreitt. ísraelskir stríðsfangar í Rússlandi? Tel Aviv, 13. des„ AP. ISRAELSKUR stjórnmála- maður hvatti í dag Goldu Meir, forsætisráðherra, til að láta fara fram rannsókn á orðrómi um aðsumir ísraelsku stríðsfanganna, sem lentu í höndum Sýrlendinga hafi verið f luttir til Sovétrfkjanna til yfir- heyrslu. Gidon Patt er tilheyrir hinum hægri sinnaða „Likud" flokki, sem er í stjórnarandstöðu, nefndi ekki heimildir sínar við þetta tækifæri. En skömmu eftir að strfðinu lauk, skýrði Moshe Barnes, forstöðumaður Amnesty International í ísrael, frá óstaðfestum fréttum um þetta. Stjórnvöld ritskoðuðu yfirlýsingu Barnes og bönnuðu honum að segja meira um málið að svo komnu. Patt flutti ræðu sína á kosn- ingafundi í Tel Aviv og hvatti Goldu Meir til að neita að mæta á friðarráðstefnunni i Genf 18. desember næstkomandi. ef þessar fréttir hefðu við rök að styðjast. Alþjóða rauði krossinn hefur staðfest yfirlýsingar ísra- ela um að Sýrlendingar hafi enn ekki skilað lista með nöfn- um stríðsfanga. eins og þeim ber að gera samkvæmt Genfar- sáttmálanum. Bæði ísraeiar og Egyptar birtu rnifn strfðsfanga sinna, og fangaskipti þetrra hafa núfariðfram. Moshe Ðayan lamlvarnaráð- herra hefur hvatt stjórnina til að mæta ekki í Genf, ef Sýr- lendingar gefi ekki upp nöfn strfðsfanga. Abba Eban utan- ríkisráðherra hefur nú sagt. að Israelar muni mæta á ráðstefn- unni, en þeir numi ekki ræða við Sýrlendinga, fyrr en nöfn fanganna hafi verið birt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.