Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 3 _____Viðhorf NATO-þjóðanna:_ VARNIR ÍSLANDS LÍFSNAUÐSYN Samkvæmt heimildum í Brussel, sem standa nálægt NATO, er viðhorf Atlantshafsbandalagsins til hugsan- legrar brottfarar varnarliðsins frá Keflavíkurflug- velli í meginatriðum á þennan veg: tsland hefur engan her, en leggur engu að siður fram skerf til sameiginlegra varna og ör- yggis Altlantshafssvæðisins og jafnframt til eigin varna, þar sem landið veitir aðstöðu, sem hefur einstaka hernaðarlega þýðingu vegna landfræðilegrar legu þess. Hernaðarmannvirkin, sem varnarsamningur Bandarikj- anna og íslands kveður á um, tryggja bandalaginu öllu hern- aðarlegt eftirlit með umsvifum herskipa og flugvéla á stóru og geysimikilvægu svæði Norður- Atlantshafs. Þýðing þessa eftirlitshlut- verks fyrir bandalagið hefur aukizt með hliðsjón af stöðugri uppbyggingu sovézks flotaliðs, sem er ekki lengur beitt í varn- arskyni eingöngu heldur notað til þess að stuðla að því að póli- tísk og hernaðarleg markmið Sovétríkjanna sem nýs heims- veldis nái fram að ganga. Þar sem landfræðileg og hernarað- leg lega Sovétríkjanna hentar flotaumsvifum þeirra illa, gæti ísland hvað þetta snertir og vegna einstæðrar hernaðarlegr- ar legu sinnar orðið ákaflega freistandi fyrir Sovétrikin sem framvarðstöð, sem mætti nota til að reyna að koma herliði NATO í opna skjöldu. Tveir sovétflotar sem jafngilda rúm- lega helmingi alls sovézka flot- ans — Eystrasaltsflotinn og Norðurflotinn — knýja nú þeg- ar á lífsmikilvægar samgöngu- leiðir milli Evrópu og Norður- Amerfku með miklum þunga. Sovézkar flota- og flugæfingar undirstrika vaxandi áhuga Sovétríkjanna á hafinu um- hverfis ísland. Hvers konar veruleg rýrnun á notkun mannvirkjanna hefði víðtæk áhrif á varnarstöðu NATO, þar sem hlutverk þeirra verður ekki Ieyst svo viðunandi sé með öðrum ráðum og frá öðrum stöðum, jafnvel ekki með auknum tilkostnaði. Sú alvarlega hætta yrði fyrir hendi, að breyting á núverandi ástandi gæti haft áhrif á jafn- vægi herja í Norður-Evrópu og þann hornstein varnarstefnu NATO, að hæfni bandalagsins til þess að afstýra árás sé trú- verðug, sem er bezta tryggingin fyrir friði. Hæfnin til að afstýra árás er líka meginatriði sem varðveizla frelsis íslendinga til þess að lifa sínu lífi hvilir á að lokum. Áhrifin yrðu einnig skaðleg öryggi annarra aðildar- landa — sérstaklega Noregs, þar sem varnir norðurhluta landsins eru þegar orðnar ákaf- lega berskjaldaðar og vernd lífsmikilvægra samgönguleiða milli Evrópu og Norður- Ameriku. Sagan hefur sannað, að mikil hætta steðjar að óvörðum svæð- um, sem hafa mjög mikla hernaðarlega þýðingu. Alvar- leg glufa mundi myndast í eftir- lit bandalagsins, ef mannvirki yrðu óvirk eða notkun þeirra óheimil og mundi jafngilda því, að andstæðingi yrði beinlínis boðið að hertaka eyjuna, þegar ófriður brytist út. Jafnvel þótt Islendingar leyfðu aftur notk un hernaðarmannvirkjanna á hættutíma, er líklegt, að það yrði um seinan vegna þeirrar tafar, sem óhjákvæmilega yrði þar til hernaðarmannvirkin yrðu aftur tekin i notkun og starf þeirra aftur tekið upp, og vegna þess, að andstæðingur- inn kynni að hafa teflt fram herliði áður en NATO gæti gert gagnráðstafanir. Svipting þessarar aðstöðu mundi einnig auka verulega á þá erfiðleika NATO að flytja liðsauka skjótt, tímanlega og örugglega til Evrópu frá Norður-Ameríku og tefla honum fram. Ekkert getur komið i staðinn fyrir eitthvert herlið NATO á íslandi og nær- vera þess mun þjóna þeim til- gangi aðafstýra árás. Með hliðsjón af þeirri óvissu, sem hefur áhrif á ástandið í alþjóðamálum, er varðveizla sameiginlegs varnarviðbúnaðs og samstöðu bandamanna ennþá ómissandi forsenda þess, að áfram miði f þeirri þróun, að dregið verði úr viðsjám. Hvers konar einhliða ráð- stöfun, sem rýrir hæfnina til að afstýra árás og veikir varnar- stöðuna, mundi sérstaklega stofna í hættu árangri væntan- legra samningaviðræðna austurs og vesturs, sem þjóna þeim tilgangi að tryggja aukið jafnvægi í Evrópu. Gagnkvæmar skuldbindingar aðildarlandanna samkvæmt 3. grein stofnskrár Atlantshafs- bandalagsins, sem kveður á um, að þau efli varnargetu sína og sameiginlega varnargetu í anda gagnkvæmrar aðstoðar, eru enn í fullu og algeru gildi. Að lokum: endurskoðun varnarsamningsins ætti að tryggja, jafnframt því sem óskir íslenzku stjórnarinnar séu athugaðar á alla lund, áframhald samningsins, þannig að notkun hernaðarmann- virkjanna á ísland stuðli að varðveizlu öryggis bandalags- ins í heild og sérstaklega að þvi að tryggð verði iífsmikilvæg tengsl landanna beggja vegna Atlantshafs. Minnisblað lesenda VENJU samkvæmt birtir Morgunblaðið hér á eftir upplýs- ingar sem gætu kom- ið lesendum að góð- um notum yfir hátíð- irnar: Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn, sími 81212. Slökkviliðið i Reykjavik, sími 11100, i Hafnarfirði, simi 51100. Lögreglan i Reykjavik, sími 11166, í Kópavogi, sími 41200, i Hafnarfirði, sími 50131. Sjúkrabifreið, í Reykjavik i síma 11100, í Hafnarfirði í síma 51336. Læknavarzla: Nætur- og helgidagavarzla er aðfangadag og jóladagana til kl. 08 á fimmtudag 27. desember í sima 21230. Á göngudeild Landspít- alans er einn heimilislæknir á vakt kl. 3—5 alla háiiðisdagana, sami sími. Tannlæknavarzla: Tann- læknafélag íslands gengst eins og venjulega fyrir neyðarvakt um hátíðirnar. Vaktin er í Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur, sími 22411 og er opin jóla- dagana frá kl. 14—15. Lyfjavarzla: Nætur- og helgi- dagavakt er í Reykjavíkurapó- teki aðfangadag og jóladagana. Á Þorláksmessu er einnig opið í Austurbæjarapóteki til kl. 22. Kópavogsapótek er opið á ann- an i jólum milli kl. 13—15 og Hafnarfjarðarapótek er opið frá kl. 9—14 á aðfangadag, kl. 14—16 á jóladag og eins á ann- an í jólum. Messur: Sjá tilkynningar í blaðinu í gær. Útvarp-sjónvarp: Dagskrá ásamt kynningu birtist í föstu- dagsblaðinu. Rafmagnsbilanir, tilkynnist í sima 18230. Símabilanir: Tilkynnist í síma 05. Hitaveitubilanir: Tilkynnist í síma 35122. Vatnsveitubilanir: Tilkynn- ist í síma 35122. Söluturnar: Opnir á aðfanga- dag til kl. 13. Lokaðir á jóladag en opnir eins og 'venjulega á annan i jólum. Mjólkurbúðir: Lokaðar á Þor- láksmessu en opnar frá kl. 8— 13 á aðfangadag. Lokað á jóla- Sjúkrahúsin: Heimsóknar- tímar verða sem hér segir jóla- dagana: Borgarspítali — á að- fangadag frá kl. 15—16 og kl. 18—22, jóladag frá kl. 14—16 og kl. 18—20 og á annan i jólum frá kl. 13.30—14.30 og kl. 18.30—19; á Landspítalanum eru sömu heimsóknartimar og venjulega nema á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld milli kl. 18 og 21. I Landakotsspítala er heimsóknartíminn, sem hér segir: á aðfangadag kl. 14—16 og kl. 18—20 og eins á jóladag og annan í jólum frá kl. 15—16. Strætisvagnaferðir í Reykja- vík verða sem hér segir yfir hátíðirnar: Aðfangadagur: Ekið á öllum leiðum sam- kvæmt tímaáætlun laugardaga i leiðabók SVR fram til kl. um 17.20. Eftir það ekur einn vagn á hverri leið nema leið 1, svo sem hér fer á eftir. í öllum þeim ferðum er ekið samkvæmt tímatöflum helgidaga í leiða- bók SVR. Far ókeypis. Leið 2 Grandi-Vogar Frá Grandagarði kl. 17.40, 18.25,19.10, 22.10, 22.55, 23.40 Frá Skeiðarvogi kl. 17.58, 18.43,19.28, 22.28, 23.13, 23.58 Leið 3 Nes-Háaleiti Frá Háaleitisbr. kl. 17.35, 18.35, 22.35,23.35 Frá Melabraut kl. 18.01, 19.01, 23.01, 00.01 Leið 4 Hagar-Sund Frá Holtavegi kl. 17.30, 18.30, 19.30,22.30,23.30 Frá Ægissiðu kl. 17.53, 18.53, 22.53, 23.53 Leið 5 Skerjaf jörður-Laugarás Frá Skeljanesi kl. 17.57, 18.57, 21.57,22.57,23.57 Frá Langholtsv. kl. 17.20. 18.20, 19.20, 22.20, 23.20 Leið 6 Lækjartorg-Sogamýri Frá Lækjartorgi kl. 17.13, 18.13, 19.13, 22.13, 23.13 Frá Óslandi kl. 17.37, 18.37, 19.37, 22.37, 23.37 Leið 7 Lækjartorg-Bústaðir Frá Lækjartorgi kl. 17.31, 18.11, 18.51, 19.31, 22.11, 22.51, 23.31 Frá Öslandi kl. 17.47, 18.27, 19.07, 19.47, 22.27, 23.07, 23.47 Leið 8 Hægri-Hringleið Frá Dalbraut kl. 17.23, 18.03, 18.43,19.23, 22.03, 22.43, 23.23 Leið 9 Vinstri-hringleið Frá Dalbráut kl. 17.23, 18.03, 18.43, 19.23, 22.03, 22.43, 23.23 Leið 10 Hlemmur-Selás Frá Hlemmi kl. 17.10, 18.10, 19.10,22.10, 23.10 Frá Selási kl. 17.30, 18.30,19.30, 22.30, 23.30 Leið 11 Hlemmur-Breiðholt Frá Hlemmi kl. 17.35, 18.35, 19.35, 22.35, 23.35 Frá Arnarbakka kl. 17.55, 18.55, 19.55, 22.55,23.55 Leið 12 Hlemmur-Vesturberg Frá Hlemmi kl. 17.53, 18.53, 21.53, 22.53 Frá Vesturbergi kl. 18.26, 19.26, 22.26, 23.26 Jóladagur: Ekið á öllum leiðum samk, æmt tímaáætlun helgidaga í leiða- bók SVR, að því undanskildu, að allir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Annar jóladagur: Ekið eins og á sunnudegi. Upplýsingar i simum 12700 og 22180. Akstur Kópavosvagnanna um jólin: Á aðfangadag ekið eins og venjulega til kl. 17. Eftir það ekið frá kl. 18—22. Ekið á klukkutíma fresti (á heila tim- anum) í báða bæjarhluta, fyrst í Austurbæ en síðan í Vestur- bæ. Eftir kl. 18 er ekkert far- gjald greitt. Á jóladag ekið frá kl. 14—24 og á annan í jólum ekið frá kl. 10—24. Leigubifreiðastöðvar verða opnar sem hér segir: BSR — sími 11720: Lokað frá kl. 20 á aðfangadag til kl. 10 á jóladag. Bifreiðar stöðvarinnar verða þó sumar hverjar í akstri á þessum tima og afgreiða bif- reiðastjórarnir sig þá sjálfir í ofangreindum sima. Steindór — simi 11580: Lok- að frá kl. 18 á aðfangadag til kl. 12.30 á jóladag. Hreyfill — sími 85522: Lokað frá kl. 22 á aðfangadagskvöld til kl. 10 á jóladag. Sumir bif- reiðastjórar munu þó halda áfram akstri á þessum tíma og afgreiða sig þá sjálfir í ofan- greindum sima. Bæjarleiðir — simi 33500: Lokað frá kl. 22 á aðfangadag til kl. 10 á jóladag. Bifreiðar stöðvarinnar verða þó sumar hverjar áfram i förum á þess- um tíma og afgreiða bifreiða- stjórarnir sig þá sjálfir i síma stöðvarinnar. Borgarbílastöðin — sími 22440: Lokað frá kl. 18 á að- fangadag til kl. 10 á jóladag. Nokkrir bílar verða þó áfram í förum á þessum tima og af- greiða bifreiðastjórarnir sig þá sjálfir í ofangreindum síma. Bensínstöðvar: Opnar eins og venjulega á Þorláksmessu eða til kl. 21.15, á aðfangadag frá kl. 7.30 til 15 en lokað á jóladag. A annan í jólum er opið frá kl. 9.30—11.30 og frá kl. 13—15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.