Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 Þýtur í skóginum as- 5. kafli ÆVENTÝRI FROSKS „Ég ... veit... um. .. neðanjarðargöng," sagði greifinginn, „sem liggja frá árbakkanum og inn undir miðja Glæsihöll.“ „Hvaða vitleysa, greifingi," sagði froskur. „Þú hefur lagt eyrun við lygasögum, sem ganga á krán- um hérna í grenndinni. Ég þekki Glæsihöll bezt allra, bæði utan og innan, og þar eru engin neðan- jarðargöng. Því máttu trúa.“ „Ungi vinur,“ sagði greifinginn. „Faðir þinn var sérlegur vinur minn og hafði meira til brunns að bera en . . . en sumir, sem ég þekki. Hann sagði mér Jóla- órói Þennan jólaóróa er ekki erf- itt að búa til. Hringur, hæfi- lega stór, er teiknaður á sterkt kartonblað. Inni í hringnum eru teiknað- ir tveir minni hringir og á hvorum þeirra gerð 4 nálargöt með jöfnu millibili. Englarnir eru klipptir út úr glanspappír. Við þá er festur þunnur tvinni og endi hans þræddur í gegnum nálargötin á kartoninu og festir þar með hnút. Sjálfur óróinn er hengdur upp í þræði sem festur er f miðpunkt kartonsins. ýmislegt, sem honum hefði aldrei dottið í hug að segja þér. Hann fann þessi göng . . . gróf þau ekki sjálfur. Þau voru grafin mörg hundruð árum áður en hann settis þar að. Hins vegar gerði hann við þau og endurbætti, því honum datt í hug, að þau gætu komið sér vel, ef hættu bæri að höndum. Og hann sýndi mér þau. „Segðu syni mínum ekki frá þeim,“ sagði hann. „Hann er bezta skinn, dálítið lausmáll og getur satt að segja ekki þagað yfir leyndarmáli. Ef hann lendir einhvern tíma í miklum vanda skaltu þó segja honum frá göngunum en ekki fyrr.““ Hin dýrin horfðu á frosk til að vita hvernig hann brygðist við. Fyrst ætlaði hann að móðgast, en svo glaðnaði yfir honum. QpJonni ogcTVIanni Jóri Sveinsson þýdd^85011 „Það gerir ekkert til, Manni. Hér er nógur fiskur. Gefðu færið út aftur. Það verður ekki langt að bíða þess, að annar bíti á“. Ongullinn var ekki kominn til botns, þegar Manni kallaði: „Það er annar kominn á“. „Nú er það víst ekki koli“, sagði ég. „Öngullinn var ekki kominn nógu djúpt. Nú er það víst þorskur. Er hann stór?“ „Nei, hann hlýtur að vera lítill. Hann tekur ekki mikið í“. „Það var leitt. En flýttu þér nú að draga“. Manni hamaðist við. Og brátt dró hann lítinn, sprikl- andi þyrskling upp að borðinu og innbyrti hann. „Sjáðu, hvað hann er skrítinn,“ sagði hann. Hann liafði biksvartan blett á trýninu. Ég afgoggaði hann gætilega. Það var krækt í kjaft- vikið. „Heyrðu, Manni. Eigum við ekki að gefa hönum líf, þessum vesaling? Hann er svo lítill. Og þú ætlaðir að veiða kola, en ekki þyrskling“. „Jú“, sagði hann. „Það er heillamerki“. Ég fleygði fiskinum út. Og hann skauzt eins og ör niður í djúpið. Nú renndi Manni færinu aftur og alla leið til botns. Eftir tæpar tvær mínútur kallaði hann: „Það er aftur komið á“. Hann dró færið. Og nú var það koli með fallegum, rauðum blettum á annarri hliðinni. „Handa Mömmu“, kallaði Manni og afgoggaði fisk- inn og fleygði honum í bátinn. IDeÍlROf9unkQffiAu — Ég veit ekki af hverju, en mér finnst að þér minnið mig á einhvern ... — Hoppaðu inn...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.