Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 37 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristionsdottir þýddi 24 8. kapituli Rar Maigret og unga stúlkan. í stað þess að fara gegnum bæ- inn frá lögreglustöðinni valdi lög- reglumaðurinn aðra leið og í fylgd með honum var Jean Duclos og ólundin skein úr svip hans og fasi. — Er yður ljóst, hvað þér bakið yður mikla óvild, tautaði hann illskulega og fylgdi stóra kranan- um við höfnina með augunum. — Hvers vegna segið þér það? Duclos yppti öxlum og gekk áfram, og svaraði engu. — Þér skiljið það vfst ekki, hvort eð er . . . eða réttara sagt, þér viljið ekki skilja það! Þér eruð eins og allir Frakkar . . . — Ég hélt nú, að við værum landar . . . — Já, en það gegnir öðru máli með mig, ég hef ferðazt víða . . . ég er heimsborgari í eiginlegri merk- ingu orðsins . . . Ég laga mig eftir aðstæðum í hverju landi, sem ég dvel í það og það skiptið . . . En frá þvi þér stiguð fæti i þennan bæ, hafið þér bölvazt áfram án þess að skeyta hætis hót um við- horf manna hér. . . — Já, ég hef til að mynda reynt að komast að því, hver er hinn seki. Duclos sagði með ákefð. — Já, þvi skyldi maður ekki reyna það. Hér er ekki um að ræða viðbjóðslegan glæp, sem at- vinnumorðingi eða þjófur hefur framið . . . það er um að ræða manneskju, sem við verðum að hafa hendur i hári á, til verndar samfélaginu. — Og þess vegna . . .? Maigret naut þess í ríkum mæli að totta pipuna, hvar hann gekk silalega og með hendur fyrir aft- an bak. — Lítið í kringum yður . . . sagði Duclos og bandaði með höndinni i áttina að bænum, svo snyrtilegum og vel hirturn í hví- vetna, og alls staðar sáust merki um mikinn þrifnað úti sem inni. Svo hélt hann áfram. — Allir vinna fyrir sinu dag- lega brauði . . . Allir eru svona nokkurn veginn hamingjusamir, . . . og umfram allt reyna menn að hafa hemil að hverju því óeðli, sem skaðað gæti samfélagið . . . Pijpekamp gæti líka sagt yður, að hér er mjög sjaldgæft, að nokkur afbrot séu framin . . . En það er satt, að sá, sem stelur brauði, hann sleppur ekki með minna en nokkurra vikna fangelsi. Sjáið þér nokkurn tima óspektir hér eða uppþot . . . hér eru engir betlarar . . . Allt er hér í föstum og mjög jákvæðum skorðum. — Og svo kem ég askvaðandi og róta upp i þessu snyrtilega, slétta og fellda Iífi. — Hlustið nú á mig. Húsin þarna til vinstri í grennd við Amsterdiep, litið bara á þau. Þessi hús eiga áhrifamenn bæjar- ins, menn, sem eiga eitthvað und- ir sér . . . Menn, sem allir þekkja . . . . horgarstjórinn, prestarnir, kennararnir, embættismennirnir, allir eiga þeir sinn hlut í því, að lífið í bænum gengur sinn vana- gang og þeir reyna að sjá um, að fólk angri ekki hvert annað á neinn hátt . . . Ég hef víst sagt yður áður, að karlmönnum finnst óviðurkvæmilegt að fara inn á kaffihús, það gæfi afleitt fordæmi fyrir aðra . . . Og svo er allt i einu drýgður glæpur . . . Fólk finnur þef af fjölskylduharmleik. Maigret hlustaði með öðru eyr- anu, en virti samtímis fyrir sér bryggjurnar, þar sem bátarnir lágu bundnir og voru nú hærra í sjónum vegna þess að flóð var. — Ég veit ekki, hver er skoðun Pijpekamps, en hann er mjög mikils metinn lögreglumaður. Aftur á móti veit ég, að margir myndu kjósa það allra helzt, að morðinginn væri einhver útlenzk- ur sjómaður . . . Það væri bezt fyrir alla . . . fyrir frú Popinga . .. fyrir fjölskyldu hennar . . . og ekki sízt fyrir föður hennar, sem er þekktur lærdómsmaður! Fyrir Beetje og föður hennar kæmi það sér betur . . . En þó fyrst og fremst vegna fordæmisins . . . því að allir þeir, sem búa í litlu hús- unum inni í bænum, fylgjasí glöggt með þvi, sem fram fer i stóru einbýlishúsunum úti við Amsterdiep, og ekki laust við, að dæmi þess fólks sé fylgt i ýmsu . . . . Þér, herra Maigret, krefjizt sannleikans, vegna sannleikans, og til að þér getið bætt einni skrautfjöðurinni enn i hattinn yð- ar . . . — Var Pijpekamp að tjá yður þetta i morgun? Og sennilega hef- ur hann þá spurt yður, hvernig vinna mætti bug á þessum upp- áþrengjandi ákafa mínum . . . og þér hafið svarið því til, að í Frakk- landi væri hægur vandi að kaupa fólk á borð við mig, með því að gefa þvi eitthvað gott að borða og kannski dálítið að drekka með . .. — Við fjölluðum nú ekki bein- linis svona um málið . .. — Vitið þér, hvað mér finnst herra Jean Duclos? Maigret staðnæmdist til að njóta útsýnisins yfir höfnina. Smábátur, sem hafði verið útbú- inn sem verzlun, sigldi frá einu skipinu til annars og hann heyrði vélarskellina í kyrrðina, þegar lagt var frá einu og haldið yfir í það næsta, hann seldi brauð, krydd, tóbak, pípur, sjenever. — Nei. Vilduð þér segja mér það? — Ég held, að þér standið harla vel að vígi, af þvi að þér komuð út úr baðherberginu með byssuna í . hendinni. — Hvað eigið þér við? — Svo sem ekkert. Þér skuluð bara endurtaka, að þér sáuð eng- an inni í baðherberginu. — Eg sá engan þar. — Og heyrðuð ekkert. Duclossneri sér undan. — Ég heyrði ekkert ákveðið . . . en ég hafði kannski á tilfinning- unni, að einhver lægií felum und- ir baðkarslúgunni. — Æ, nú verð ég að biðja yður að hafa mig afsakaðan . . . ég, sé að þarna er beðið eftir mér ... Hann herti gönguna að hótel Van Hasselt, þar sem Beetje gekk fram og aftur um gangstéttina og skimaði eftir honum. Hún reyndi að brosa til hans, eins og hún hafði gert í hin skipt- in, sem þau höfðu sézt, en brosið var engan veginn eðlilegt. Hann skynjaði, að hún var óstyrk og augnaráðið var flöktandi, eins og hún byggist við, að einhver skyti upp kollinum á næstu grös- um. — Eg hef beðið eftir yður i næstum þvi hálftíma. — Viljið þér ekki koma inn? — Jú, en helzt ekki inn í kaffi- stofuna. Þegar þau komu inn i ganginn, hugsaði hann sig um augnablik. Ekki gat hann heldur boðið henni upp í herbergið sitt. Hann opnaði þvi inn í stóra danssalinn, þar sem bergmálið var eins og i kirkju. I dagsbirtunni virtust skreyt- ingarnar á sviðinu litlausar og hálfóhreinar. Píanóið stóð opið. í einu horni var stór kassi og stól- um hafði verið hrúgað upp, svo að þeir náðu næstum alveg til lofts. Beetje var hressilega útlitandi. Hún var í blárri dragt og þrýstin brjóstin virtust enn meira lokk- andi undir hvitri, þunnri silki- blússunni. — Jæja, svo að þér hafið slopp- ið að heiman? Hún svaraði ekki að bragði. Hann sá ekki betur en henni lægi mikið á hjarta, en vissi ekki, hvernig hún ætti að byrja. — Eg er farin að heiman, sagði hún að lokum ákveðin. — Það er ógerningur að vera þarna . . . því að ég var hrædd! Vinnukonan sagði mér, að pabbi væri svo fjúk- andi illur, að hún óttaðist, að hann myndi drepa mig . . . Hann hafði áður lokað mig inni í her- berginu minu, án þess að segja orð við mig. Hann segir nefnilega aldrei neitt, þegar hann reiðist... Þarna um kvöldið gengum við saman heim, án þess að eitt orð færi okkar í milli . . . Hann læsti dyrunum að herberginu mínu. í dag talaði vinnukonan við mig gegnum skráargatið... Hún sagði að hann hefði komið heim um hádegið, fölur sem nár . . . Þegar hann var búinn að borða, gekk hann hröðum skrefum upp í kirkjugarðinn og staðnæmdist hjá gröfinni hennar mömmu . . . — Þarna fer hann alltaf, þegar hann þarf að taka mikilsverða ákvörðun . . . Svo að ég mölvaði rúðu . . . Vinnustúlkan var mér hjálpleg... — Ég þori ekki að fara heim aftur . . . Þér þekkið ekki föður minn. — Má ég spyrja yður um eitt atriði, greip Maigret fram f fyrir henni. Hann leit á litlu handtöskuna, sem hún hé.lt á. — Hvað eruð þér með mikla peninga á yður? — Ég veit það ekki almennilega . . . Svona finn hundruð flórínur, gæti ég hugsað mér. — Voruð þér með þessa pen- inga í herberginu yðar? Hún eldroðnaði og stamaði: — Þeir voru í skrifborðsskúff- unni . . . Fyrst ætlaði ég beinustu leið á járnbrautarstöðina, en þar stendur lögreglumaður á verði. . . Og svo hugkvæmdist mér að leita á náðir yðar. Þau stóðu þarna eins og á bið- stofu og þeim hugkvæmdist ekki einu sinni að taka stóla úr staflan- um til þess að fá sér sæti. Enda þótt Beetje væri kannski óstyrk var hún engan veginn í miklu uppnámi. Kannski var það einmitt þess vegna, að Maigret sagði illskulega við hana: — Hvað hafið þér stungið upp á því við marga karlmenn, að þeir hlaupist á brott með yður. Henni varð hverft við og sneri sér frá og stamaði: Velvakandi svarar í slma 19-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. • Jól 1 dag er Þorláksmessa, og þar sem aðfangadag ber nú upp á mánudag er þetta síðasta blað fyrir jól. Að baki er annasamur tími — tími undirbúnings, tilhlökkunar og eftirvæntingar. Það heyrist oft, að hugur manna sé um of bundinn við for- gengilega hluti, og þannig séu jólin nú orðin veraldleg hátíð fremur en hátíð hugans. En þá er þess að gæta, að flest, sem við tökum okkur fyrir hend- ur, hlýtur að hafa timalegt mark- mið ekki síður en andlegt, þannig að umbúöirnar utan um inni- haldið hljóta alltaf að verða ein- hverjar — aðalatriðið er, að inni- haldið týnist ekki í þessum umbúðum. Agústinus kirkjufaðir segir á einum stað: „Aumur er hver sá hugur, sem er hlekkjaður ást- fóstri við dauðlega hluti og verður sundurkraminn, er hann missir þeirra.“ Þetta á ekki síður við nú en fyrir um það bíl fimmtán hundruð árum. Maðurinn hefur í eðli sínu þörf fyrir að beina huga sínum frá sjálfum sér og leita þess, sem æðra er. Hann getur heldur ekki afneitað sínum jarðneska likama og þörfum hans, en efnishyggjan ein nægir honum ekki iengi til lífsviðurværis. Að þessu leyti er maðurinn frábrugðinn öðrum jarðneskum lífverum. % Hátíð ljóss og friðar Annað kvöld kíukkan sex gengur hátíð í garð. Kirkju- klukkur hljöma, og fagnaðar- erindið er boðað öllum mönnum. Sagt hefur verið, að á jólunum séu allir góðir. Kirkjurnar, sem eru hálftómar allt árið, fyllast. Það í sjálfu sér er gleðiefni, að svo litt trúrækin þjóð sem Is- lendingar eru, skuli fagna jóla- hátíðinni í kírkjum landsins, þvi að kirkjan er áreiðanlega sú stofnun í þjóðfélagi okkar, sem við megum hvað sízt án vera. í gegnum aldirnar hefur kirkjan verið þjóðinni styrk stoð — jafnt þegar á mót hefur biásið sem á veigengnistimum enda þótt áhrifa hennar hafi ef til vill ekki alltaf gætt eins og margur hefði viljað. % Fjölskylduhátíð En jólin eru ekki aðeins trúar- hátíð. Þau eru líka fjölskvldu- hátíð. Þá hittast menn og. gleðjast með vinum og vandamönnum, skiptast á gjöfutn og heimboöum. I önn dagsins vill stundum verða lítill tími til þess að sinna náunganum og rækta sambandið við fjölskylduna, en á jólunum er það takmark flestra að vera í friði með sér og sinum. % Dagur lengist Nú er lika vert að minnast þess, _j að skemmsti dagur ársins ert liðinn,og fer daginn nú að lengja. | Á morgun er sólarupprás ii Reykjavik klukkan 11.23, en sól-J setur klukkan 15.32. í Grimseyl nýtur dagsbirtu enn skemur, enj. þar kemur sólin upp kl. 12.04 ogí sezt kl. 14.19. Skammdegið reynist mörguml þungbært hér ,,á hjara veraldar",. en vissulega lýsir ljóssins hátiðl upp þessa dirnmu daga. Velvakandi óskar þess, að» le'sendur hans megi njóta* fagnaðar og friðsældar á þeim | jólum, sem í hönd fara. Launakjör kennara Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Félagi háskólamenntaðra kennara: Vegna villandi umræðna í fjöl- miðlum að undanförnu um kjör háskólamenntaðra manna i þjón- ustu ríkisins, vill Félag háskóla- menntaðra kennara vekja athygli almennings á eftirfarandi atrið- um: 1. Meginhluti allra háskóla- manna í þjónustu rikisins er i lagum launaflokkum ( 18. til 24. launaflokki), og eru þar neðstir framhaldsskólakennarar, með frá 45.677.- upp í 59.150 - kr. mánað- arlaun, sem eru fremur lág iðnað- armannalaun. — Það er því mis- skilningur, að Bandalag háskóla- manna sé að berjast, fyrst og fremst, fyrir hagsbótum manna, sem hafa yfir kr. 100.000 - í mán- aðarlaun. 2. Það er staðreynd, sem ekki verður fram hjá litið, að vegna langvarandi tregðu ríkisvaldsins er svo komið, að mestur hluti kennara við framhaldsskölana hefur ekki réttindi til þess starfs, aðallega vegna þess að fáum ung- um mönnum finnst það aðlaðandi að leggja út í háskólanám til und- irbúnings sliku starfi. Varla fyrir- finnst sú stétt í landinu, sem á annað borð eru gerðar sérstakar menntunarkröfur til, sem svo illa er á vegi stödd. — Er minna um vert að annast fræðslu ungmenna en t.d. að múra húsvegg, stjórna þungavinnuvélum eða reka víxla- mál fyrir rétti?— án þess að verið sé að kast rýrð á þau störf. 3. Án menntaðra kennara er hið margumrædda grunnskólafrum- varp aðeins bókstafurinn. Um- bætur í skólamálum eru jafn- gagnslitlar, ef hæfir kennarar fást ekki til starfa, og útgerð skuttogara, ef menntaðir sjómenn fást ekki. Stórátak hefði fyrir löngu þurftáðgeratilaðfáfleiri menntaða framhaldsskólakenn- ara til að fylla upp í þau skörð, sem frá upphafi hafa verið í skól- anum og til að fylgja eftir umbót- um á skólakerfinu. 4. Mikið djúp hefur nú myndast á milli launa háskólamanna, sem starfa hjá hinu opinbera, og þeirra, sem starfa á hinum al- menna vinnumarkaði. Fjölmargir háskólamenn með menntun og réttindi til kennslu kjósa sér því önnur störf. Kennsla i ýmsum greinum á sumum skólastigum er ófullnægjandi vegna skorts á mönnum með sérþekkingu, sem eftirsótt er utan skólakerfisins. Til þess að skólarnir geti gegnt hlutverki sínu og tekið eðlilegum framförum að ósk foreldra, nem- enda og kennara, verða viðhorf ráðamanna fjármála til kjara kennara að breytast til batnaðar. Áramóta- skoteldar ELDFLAUGAR TUNGLFLAUGAR SKRAUTFLUGELDAR — Skipaflugeldar Fallhlífaflugeldar Bengalblys — Jokerblys Stjörnuljós— Eldgos Verzlið þar sem úrvalið er Gleðileg jól Laugavegi 13 — Glæsi- bæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.