Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 / sameiginlegum farvegi á sjálfstœðan hátt Litið inn á œfingu Leðurblökunnar Á annað hundrað söngvarar, leikarar og tónlistarmenn leituðu í sama farveg. sameiginlega túlkun á hinni heimskunnu óperettu Leður- blökunni eftir Johann Strauss yngri. en hver einstaklingur þó á sinn sjálf- stæða hátt. Það var mikill spenna á æfingunni, sem við fylgdumst með i Þjóðleikhúsinu nú i vikunni enda skammur timi til stefnu og það er mikið álag á alla aðstandendur að ná saman góðri sýningu á verki sem Leðurblökunni. Leikstjórinn, Erik Bidsted. var í salnum. Næmt auga hans fylgdist með hverri hreyfingu á sviðinu. I hljómsveitargryfjunni stjórnaði Ragnar Bjömsson hinni stóru hljóm- sveit og þannig óf þráðurinn mynd Leðurblökunnar. Það er mikið til af góðum ein- söngvurum á Íslandi og í rauninni skammarlegt, hvað þeir hafa fengið litil tækifæri og áheyrendur sömu- leiðis, til þessaðnjóta listar þeirra. Það er því sérstaklega gleðilegt. þegar slík verk eru sett á svið, þótt þau séu aðeins dropi af þvi, sem hægt væri að gera miðað við þá listamenn, sem eru til á okkar landi. Þá vaknar einnig sú spurning, hvers vegna islenzkir forráðamenn kunna aldrei að láta sér detta i hug að gera meira til þess að hvetja islenzka höfunda til dáða á hinum ýmsu sviðum listar og menningar. Að undanförnu hefur verið æft svo að segja dag og nótt i Þjóðleikhúsinu og þótt ugglaust megi spyrja, hvort það sé æskilegt fyrir væntanlega útkomu á fyrstu sýningum, þá er það staðreynd, að ekki er ætlaður nógur tími til slikra verka. Það er orðið skrambi klént að sjá það dag eftir dag í okkar þjóðfélagi aðfimmaurinn er sparaður á meðan milljónunum er sóað. Þetta ræður úrslitum á ýmsum sviðum lista, hvort hægt er að vinna vel eða sæmilega. Og það sem þarf til er svo á umframkostnað höfunda og þeirra, sem túlka. Hinn glæsilegi ballettflokkur, sem kemur fram i Leðurblökunni er til að mynda efniviður, sem ráðamenn ættu að gefa gaum og meira en það, sjá til þess að þetta fólk fái alla nauðsynlega aðstöðu til þjálfunar í list sinni. Á annan dag jóla verður eldraunin fyrir þátttakendur i Leðurblökunni, frumsýningin, og það var auðséð á æfingunni, að listafólkið lagði mikla alúð i starf sitt. Það verður spennandi að sjá tilbúna sýningu. Frambaid 2 bls. 2 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.