Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 15 Fyrstá plötum, síðan á sviði, nú í kvikmynd— SUPERSTAR ÞRIÐJA SINNI Kynnist ég óperunni „Jesus Christ Super- star“ — þriðja sinni vekur hún mig til umhugsunar — þriðja sinni undrast ég, hversu af- bragðs gott verk hún er. Frumútgáfa óperunnar á hljómplötum styrkti trú mína á því, hve óendanlega miklir möguleikar popptónlistarinnar eru. Afar viðkvæm og vand- meðfarin saga fékk nýjan bún- ing, sem hæfði henni prýðilega og gerði hana aldrei væmna, eins og svo margar aðrar út- gáfur. sögunnar. En þó var það ekki texti óperunnar eða efnis- meðferð í bundnu máli, sem heillaði mig mest, heldur tón- listin, þessi hrífandi, sláandi, vermandi tónlist, sem virðist í alla staði fullkomin. Hvergi virðist hægt að bæta um betur. Þetta er hrein popptónlist — dæmi um það hvernig popp- tónlist getur bezt orðið. Undan- farin ár hefur talsvert borið á því, að höfundar og flytjendur popptónlistar gætu, vegna mik- illar tæknikunnáttu og tón- fræði, útsett og hljóðritað tæknilega séð fullkomna popp- tónlist — en tveimur mánuðum síðar hefur hún verið að mestu fallin í gleymsku, þvi að vantað hefur mikilvægasta þáttinn, sem úr-slitum ræður um langlffi tónlistarinnar: Tilfinning- arnar. Sú tónlist hefur verið eins og frábærlega vel málað og in'nréttað hús, prýtt vönduðum húsgögnum, en ískalt að innan, ekki hitað upp. — En tónlistin í Superstar hefur að geyma til- finningar, ósviknar mannlegar tilfinningar, og því er hún REYNDI dæmi um þá popptónlist, sem bezt gerist, þá popptónlist, sem mun varðveitast'og tryggja að þessi listgrein fær lifað áfram. Uppfærsla Leikfélags Reykjavíkur á verkinu í Austurbæjarbíói opnaði augu inín fyrir því, að persónur óper- unnar eru manneskjur af holdi og blóði, verkið á sér fleiri viddir en bara þá tónlistarlegu. Uppfærsla L.R. var afar góð, raunar ótrúlega góð miðað við íslenzkar aðstæður, og líklega hefði sú framsetning haft mest áhrif á mig, ef ég hefði kynnzt öllum framsetningunum i einu — hljómplötunum, leikgerð- inni, kvikmyndinni. Kvikmyndin varð mér einnig óblandið ánægjuefni, þótt ég kynni efnið allt saman utan að, hvert lag, hvern texta. Það var að sjálfsögðu fyrst og fremst kvikmyndarleg meðferð efnis- ins, sem ég einblíndi á, og þar hafa leikstjórinn og hans lið unnið þrekvirki. Hann hefur þurft að hugsa um margar hliðar efnisins í einu: Trúar- legu hliðina (þetta er einn helzti kaflinn í helgasta riti kristinnar trúar, sá kafli, sem kristnir menn þekkja einna bezt); tónlistarlegu hliðina (í verkinu eru 28 lög og alla sög- una og alla leikræna tjáningu varð að falla inn í þann ramma, án þess að rýra styrkleika tón- listarinnar); tímasetninguna (þótt sagan hafi gerzt fyrir nær tvö þúsund árum, hafa höf- undar óperunnar af ásettu ráði tengt hana nútímanum á marg- víslegan hátt) og æskuþróttinn („Superstar" er verk ungu kyn- slóðarinnar, skapað af henni, um viðhorf hennar, fyrir hana — hvað sem Iíður áhuga eldra fólksins á verkinu — og verður því að vera framsett að hætti ungu kynslóðarinnar). Og Ieik- stjóranum hefur tekizt þetta ótrúlega vel. Vissulega má ýmislegt að myndinni finna; hún er ekki fullkomin, t.d. virð- ist persónusköpuninni nokkuð ábótavant. En kannski er það einungis vegna þeirrar hug- myndar, sem maður hafði gert sér af þessum persónum á und- anförnum árum allt frá biblíu- sögulestri og sunnudagaskóla- sókn í bernsku. En, og það er stórt en, mig langar að sjá hana aftur — þótt ég sé búinn að hlusta á plöturnar feikilega oft, búinn að sjá uppfærsluna í Austurbæjarbíói og búinn að pæla í verkinu fram og aftur mörgum sinnum — mig langar að sjá hana aftur. sh. Ted Neeley f hlutverki Jesú og Norman Jewison leikstjöri kvikmyndarinnar. Nokkrir postulanna sjást fyrir aftan. að byggja Jesú-persónuna upp INNANFRA „VIÐ höfum sjálfsagt öll búið okkur til ákveðna m.vnd af Jesú, að hluta byggða á málverkum og höggmyndum af honum, að hluta á eigin ímyndunarafli. Það er nógu erfitt að leika persónu, sem fólk hefur lesið um í bók, hvort sem hún er klassísk eða ný, þvf að lesendurnir hafa ósjálfrátt myndað sér hugarmynd af við- komandi persónu, en það er miklu erfiðara að eiga að leika persónu, sem allir telja sig þekkja án þess að hafa scð hana og sem flestir hafa gert sér full- komna hugm.vnd af. Þess vegna reyndi ég að byggja Jesú-persónu mfna upp innan frá.“ Ted Neeley er þrítugur að aldri, en virðist vera mun yngri. Hann var lítt kunnur sem leikari, er hann var valinn í hlutverk Jesú Krists í kvikmynd Norman Jewison eftir óperunni „Jesus Christ Superstar". Norman valdi hann eftir að hafa skoðað, hlustað á og talað við yfir 3000 unga leik- ara og söngvara í New York, Los Angeles og London. Ted hafði farið með aðalhlutverkið í óper- unni í Los Angeles-uppfærsl- unni, en áður hafði hann verið í hlutverkum postula og prests í New York-uppfærslunni og verið f uppfærslu á Hárinu. „Ég var auðvitað glaður, þegar Norman sagði mér, að ég fengi hlutverkið. En ég var einnig taugaóstyrkur — og það ekki svo lítið. Ekki bara af því að þetta er risaverkefni, sem krefst mikils bæði í leik og söng, heldur enn frekar af því að í þessu hlutverki verður maður að reyna að stand- ast samanburð við þá hugarmynd, sem fölkið hefur gert sér af átrúnaðargoði.“ Þegar Ted átti að hitta Norman Jewison fyrsta sinni, var Ted bæði með falskt yfirvaraskegg og hökutopp, því að hann reiknaði nteð, að Norman teldi, að sá, sem léki Jesú, yrði að vera með skegg. En Norman sá samstundis, að skeggið var óekta og bað Ted um að taka það af. — Það er ekki skegg þitt, heldur augun, sem hafa úrslita- þýðingu, sagði hann. Og það var vegna augnanna — og að vissu leyti einnig vegna söngraddar- innar — Ted fékk hlutverkið. Ted segir, að það hafi verið mjög „krefjandi" að leika Jesú. En spurningin vaknar: Hefur þetta hlutverk breytt honum á einhvern hátt? „Já, það held ég,“ segir Ted. „Það hefur gefið mér aukna inn- sýn i mennina, meira umburðar- lyndi gagnvart öðrum, meiri kær- leika til samborgara minna. Ég hef alltaf verið vel móttækilegur fyrir „útgeislun" frá öðru fólki, en þessi hæfileiki hefur þróazt til muna vegna starfs mins við kvik- myndina. Þegar ég stóð nýlega í röð fyrir utan atvinnuleysisskrifstofu, kom ég auga á mjög laglega konu, sem virtist dálítið döpur og hnuggin. Mig langaði til að tala við hana og hélt, að ég gæti kannski lifgað hana dálítið upp, — en hún varð hrædd við mig og sneri baki í mig. Ég varð dálítið hryggur við þetta, þvi að þetta sýnir, að margt fólk ber ekki traust til annarra, það þorir ekki að vænta neins góðs af ókunnugum. Þetta er dapurlegt tímanna tákn.“ Hafði það einhver áhrif, að kvikmyndin var tekin í Negev- eyðimörkinni og á sögufrægum stöðum? „Já, tvímælalaust. Það hafði ómetanlega mikil hvatningar- áhrif á okkur og þetta hefur gefið kvikmyndinni, sem Norman Jewison hefur viljandi gert án sögulegrar tímasetningar með þvi að nota skriðdreka og flugvélar i nokkrum atriðanna, ósvikið and- rúmsloft. — Við dvöldumst i Landinu helga í 16 vikur. Það getur virzt langur tími, en þetta var I raun ekki nógu langt. Við vorum i timahraki. Ég held, að kvikmyndin hefði batnað, ef við hefðum haft lengri tíma. Eins og á plötunni er myndinni skipt í 28 mismunandi tónlistaratriði og i „Hosanna“-laginu notuðum við börn og fullorðna frá samyrkju- búínu í Sede Boquer, þar sem Ben Gurion bjó. Áreynslumest voru þau atriði, þar sem við áttum svo að segja að fletta hulunni ofan af manngildi hvert annars. Það krafðist gífurlegrar einbeitingar og áreynslu með stórar kvik- myndatökuvélarnar svo nærri.“ Heldurðu, að „Jesus Christ Superstar“ endi nú sem fram- haldsmyndaflokkur í sjónvarpi? „Það vona ég svo sannarlega ekki. A.m.k. held ég ekki að ég myndi kæra mig um að leika aðal- hlutverkið í slíkum myndaflokki. Það myndi verða alltof þreytandi. Til að leika Jesú varð ég allan timann að passa mig að vera ég sjálfur — ef þú skilur hvað ég á við. Ég varð stöðugt að gæta þess að fara ekki svo mikið inn í hlut- verkið, að ég byrjaði að skynja sjálfan mig sem Jesú! Nokkrir meðleikara minna voru byrjaðir að umgangast mig sem eitthvað ofurmannlegt og ég varð i raun hræddur við þetta.“ Ferðu hjá þér, þegar fólk þekkir þig sem Jesú? „Nei, en mér líkar ekki að vera beinlinis „ruglað saman við“ Jesú. Það hefur gerzt nokkrum sinnum. Einn daginn rétti kona mér lítið barn sitt og grátbændi mig um að lækna það. Þetta gerði mig hræddan og ég fór að hug- leiða, hvað hættulegt það getur verið, þegar aðrir líta á mann sem þann mann, sem maður hefir leikið. En það væri enn hættu- legra, ef maður færi sjálfur að gera það.“ „SLAGSÍÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK ÞAU bréf, sem að undanförnu hafa borizt SLAGSlÐUNNI, hafa eingöngu haft að geyma spurningar um popplistamenn og þá einkum atriði eins og fæðingardaga listamannanna^ heimilisföng, maka og fleira þess háttar. Það krefst mikill- ar vinnu að leita að svörum við þessum spurningum og um- sjónarmenn siðunnar hafa hingað til ekki verið nógu for- sjálir i þvi að halda slíkum upplýsingum sérstaklega til haga. Þó hafa poppblaðastaflar SLAGSlÐUNNAR ýmislegt að geyma og með tímanum tekst að fletta upp á flestöllum þeim atriðum, sem spurt er um. Les- endur verða bara að hafa svo- litla biðlund — og fyrir alla muni að reyna að halda þess- um upplýsingum sjálfir til haga, þegar þær loksins birtast á siðunni, þvi að SLAGSlÐAN hefur engan áhuga á að vera stöðugt að telja upp sömu atr- iðin. En verið dugleg við að skrifa og gjarnan mætti ýmislegt annað en spurningar fljóta með, t.d. ykkar skoðanir á mál- efnum liðandi stundar eða rit- verk til birtingar á síðunni. Gætið þess bara að gefa upp nafn og heimilisfang — og einnig dulnefni, ef þið viljið ekki láta birta nafnið. „Aðdáandi" spyr: Hvenær er David Cassidy fæddur? Hvað heitir konan hans? Svör: David Bruce Cassid.v er fæddur 12. april 1950 í New York. Hann erókvæntur. Hjödda spvr: 1. Hvar á að panta miða á Slade-hljómleikana? 2. Hvenær verða miðarnir seldir? 3. Hvað eiga þeir að kosta? Svör: Amundi Amundason, sem stendur fyrir hljómleika- haldi Slade hér á landi, veitti Slagsíðunni þessar upplýsing- ar: Ekki verður tekið við fleiri pöntunum. Eftirspurnin hefur verið gífurleg og Ámundi vart haft svefnfrið á nóttunni fyrir símhringingum, en nú er ákveðið að taka ekki fleiri pantanir. Miðarnir verða að öllum likindum seldir milli jóla og nýárs hjá J.P. Guðjóns- son á Skúlagötu og munu að öllum líkindum kosta 1100 kr. stykkið. Haldnir verða tvennir hljómleikar í Háskólabíói, lík- lega miðnæturhljómleikar, enda koma Slade með hálft fjórða tonn af hljóðfærum og hljómburðartækjum hingað og tima tekur að setja þetta allt upp. Ekki hefur fengizt ákveð- in tímasetning frá Slade um íslandsheimsóknina. Ræðst hún fyrst og fremst af Banda- ríkjaferð hljómsveitarinnar. Umboðsskrifstofan i Banda- ríkjunum var á miðvikudaginn ekki búin að gefa ákveðna dag- skrá urn Bandarikjaferðina, en þegar dagskráin liggur fyrir, fæst úr því skorið, hvenær Slade hafa viðkomu hér á leið- inni yfir hafið. Ef ekkert verð- ur af Bandarikjaferðinni, geta Slade komið hingað hvenær sem er i janúar. Amundi kvaðst vilja koma á framfæri þeim óskum, að hljómleikagestir höguðu sér vel, í Háskólabíói, því að ef Háskólabíó sæi sig tilne.vtt til að hætta slíku hljómleika- haldi, væri grundvellinum kiptt undan heimsóknum fleiri stjórhljómsveita hingað til lands á næsta ári. T11* 1 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.