Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 Attrœður annan í jólum Gunnar íLeiftri ÞEGAR ég, af einskærri tilviljun, sá nafnið hans á gullnum blöðum hinnar miklu, frönsku bókar: Hver er maðurinn?, eða Merkir samtíðarmenn, ályktaði ég sem svo: Hann er þá svona frægur og ástsæll meðal þeirra léttúðugu og lífsþyrstu frönsku þokkadísa. Engar aðrar en ástfangnar og ást- sjúkar franskar hnátur gætu fundið upp á sliku tiltæki að lauma nafni íslenzku hetjunnar og athafnamannsins, Gunnars Einarssonar í Leiftri, á þessu frægu frönsku afrekaskrá, þar sem færri komast að en vilja. En þegar betur var að gáð reyndist þetta allt með felldu. Nafn Gunnars er þekkt víða í bók- heimum eftir óralanga útgáfu- starfsemi og trausta og einbeitta forystu í allri umsýslu og bóka- gerð. Hann mun nú vera meðal elztu starfandi útgefenda í Evrópu ef ekki sá elzti. Hann hóf prentnám í ísafold fyrir um sextiu og fimm árum hjá Birni Jónssyni, ritstjóra og ráð- herra, föður Sveins forseta og Ólafs, stofnanda Morgunblaðsins. Utgáfuferili Gunnars er langur, og bókaraðirnar, sem hafa komið undan handarjaðri hans um dag- ana, munu skipta mörgum kíló- metrum. Ennþá gefur hann út milli þrjátíu og fjörutiu bækur árlega. Gunnar verður áttræður 26. þessa mánaðar, eða á annan í jól- um og gengur enn áræðinn, djarf ur og frískur til umsvifamikilla starfa sinna og framkvæmda, svo að leitun mun að jafnvöskum og vakandi athafnamanni á hvaða aldri sem er. Hann lifir vegna starfa sinna og fyrirtækis og nýtur að sjá það stækka og dafna, eins og menn rækta garðinn sinn. Það mun fátítt að leggja út i margmilljón króna ævintýri hátt á áttræðs aldri með þvi að endur- nýja allan vélakost og bæta, sam- kvæmt kröfum tímans, og leggja inn á ný tæknisvið i prentun með kaupum á offsetvélasamstæðu af nýjustu gerð. Slíkt mun einstakt viðhorf og eftirtektarvert hjá nær áttræðum manninum, sem tekur allarákvarðanirupp á eiginspýtur ennþá, eins og hann hefir alla tið gert. Hann er fæddur til forystu með ódrepandi seiglu og elju. Ekki þarf að óttast örbirgð, þótt ekkert væri aðhafzt, það sem eftir er ævi og ekki þyrfti að kvíða að ágóðanum væri varið i bílífi og munað. Þarna er um hina sönnu sköpunargleði athafnamannsins að ræða, sem verður að njóta sín á heilbrigða vísu, líkt og nauðsyn- legt frjálsræði í listsköpun. Hið skráða og þrykkta orð verður allt- af að vera frjálst. Það er sjálfur hornsteinn lýðræðisins. Það verður að gefa mönnum dálítið lausan tauminn með aðhaldi þó, þá fær þjóðfélagið mun meira út úr sonum sínum og dætrum og almenn hagsæld vex. Meðan gagn- rýnir rithöfundar og blaðamenn i þessu landi hafa frjálsan aðgang að pappír og prentverki, án allrar ofstjórnar og afskipta ríkisvalds- ins, þarf ekkert að óttast. Ég þakka Gunnari öll góð kynni og fyrir hvað ég hef lært af þessum lífsreynda, glögga og gáfaða bóka- gerðarmanni á ýmsum sviðum, svo sem um útgáfustarfsemi, mannleg samskipti og lífið sjálft. Við fáa hefir mér þótt betra að skipta. Það er alltaf menntandi og skemmtilegt að skeggræða við Gunnar, nema þegar hið stór- brotna og dýnamíska skap hans hleypur upp með skruggum og eldglæringum. Þá er eins og himnarnir rifni. Ef hægt væri að beizla og breyta þessu heljarskapi þessa áttræða athafnamanns i orku, líkt og islenzku fallvatni, mætti knýja með því heilt stór- iðjuver. Það hlýtur að vera holl- usta í að ástunda slíkar girskipt- ingar í geðlagi og skapi, að minnsta kosti er naumast hægt að fá annað á tilfinninguna, þegar hugsað er til hestaheilsu og and- legs og likamlegs atgervis Gunnars, þessa trausta og leiftr- andi meistara prentlistarinnar. Gunnar mun starfa meðan hann stendur uppi. Því mun hann aldrei verða ,,gamali“ og lifs- leiður karlskröggur. Hann er sá bezti og hreinskiptnasti, sem ég hefi átt saman við að sælda i bókagerð. Ég þakka Gunnari, vini mínum í Leiftri, fyrir góð og ánægjuleg samskipti, um leið og ég óska honum til hamingju með daginn. Það er eins og allt verði gamalt og úr sér gengið nema Gunnar í Leiftri. Örlygur Sigurðsson. Svanfríður Sveins- dóttir — 75 ára Hvað gerir einn starfsmann öðr- um vinsælli á vinnustað? Eflaust tvinnast margir þættir saman, svo sem glaðlegt viðmót, félagslyndi, skarplegar athugasemdir i orð- ræðum ásamt tryggð og vinfesti. Og ég held, að ekki sé neinu oflofi hlaðið á Svanfríði Sveinsdóttur, sem á aðfangadag verður 75 ára, þótt staðhæft sé, að hún hafi alla þessa kosti til að bera. Svanfríður fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð á aðfangadag jóla 1898, en viða hafa leiðirnar legið síðan. For- eldrar hennar, Ingibjörg Jóns- dóttir, sem var Breiðfirðingur, og Sveinn Bergsson frá Pálshúsum í Reykjavík, bjuggu á Þingeyri um hríð, en fluttust síðartil Akureyr- ar. Svanfríður fór hins vegar 15 ára gömul til Reykjavíkur og réðst i vist til Ölafs Johnson, stór- kaupmanns, og hjá þeirri fjöl- skyldu var hún í tvö ár. Hún sett- ist síðar i Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1920. Næstu tíu árin starfaði hún á skrifstofu O. Johnson og Kaa- ber. Á þessum árum var still yfir hlutunum. Skrifstofustúlkurnar gengu í peysufötum og herrarnir voru herramenn. Alþingishátíðin 1930 laðaði fjölmarga Vestur-Is lendinga heim til gamla landsins. Þeir héldu aftur vestur um haf með skipi, sem hét Es. Minnidosa, og með því tók Svanfríður sér far frá íslandi. Siglt var til Montreal, en þaðan fór Svanfríður til New York og hóf nokkrum dögum síð- ar störf á aðalskrifstofu bankafyr- irtækisins Manufacturers Trust Company á Manhattan. Þótt kreppan alræmda herjaði á Bandaríkin um þetta leyti, ekki síður en önnur lönd, unnu samt um 1200 manns á skrifstofunni. Viðbrigðin voru mikil að koma frá Þingeyri til Reykjavíkur, en þau voru samt enn meiri að koma frá Reykjavík til New York. En hvað um það, Svanfriður kunni vel við sig í margmenninu og á skrifstofu þessa fyrirtækis starf- aði hún næstu 14 árin. Það var ekki fyrr en á næstu stórhátíð ís I lendinga, lýðveldishátíðinni 1944, að Svanfríður kvaddi kóng og klerk i New York og hélt heim til gamla landsins. Hún starfaði fyrst eftir heimkomuna á skrif- stofu Sambands vefnaðarvöruinn- flytjenda og siðar hjá Verzlunar- ráði Islands. 1. júlí 1949 hóf hún störf hjá Flugfélagi islands og þar hefur hún lagt gjörva hönd að verki alla tíð síðan. Við upphaf þessa máls er þess getið, að Svanfriður sé vinsæl meðal samstarfsfólks. Hún er fjöl- menntuð kona og vel lesin g hún er sú manneskja hér á aðalskrif- stofu Flugfélagsins, sem yngra fóíkið leitar ráða hjá og treystir fyrir vandamálum og leyndarmál- um. Og venjan er sú, að þegar málin hafa verið rædd við Svan- fríði þá eru vandamálin ekki vandamál lengur og leyndarmálin aðeins til að brosa að. En þótt Svanfríður sé að verða 75 ára, þá gæti hún eins verið hálfri öld yngri, hvað hugsun og hugarfar áhrærir. Ég veit, að hún tekur heldur ekkert marka á háum töl- um í þessu tilliti, og um leið og ég sendi henni beztu afmælisóskir bið ég henni góðrar heilsu og að hún megi enn um langt árabil sinna starfi sínu í vélabókhalds- deild félagsins, svo sem jafnan fyrr. Sveinn Sæmundsson. Morgunverður. Linsoðið egg, gróft brauð og ljóst brauð m. osti og ávaxtamauki, Kaffi, te og mjólk, 1/2—1 gl. ávaxtasafi. Nú fer í hönd mesta hátíð ársins, — þá hugsar fólk ekki hvað sizt um gómsætan mat. Hvert heimili hefur sína siði og sínar venjur, en ef einhver vildi breyta út af, þá eru tillög- ur hér. Það er rétt að benda á það rétti í jólamatseðlunum, sem búa má til fyrirfram. T.d. rækj- ur I hlaupi og banana i hlaupi má búa til með nokkurra daga fyrirvara og geyma á köldum stað. Hangikjötið má sjóða og geyma á köldum stað eða jafn- vel frysta það og bera fram kalt, og ekki yrði sveppasúpan verri þótt hun væri soðin með fyrirvara. Nú, svo hugsað sé til daganrva á milli jóia og nýárs. þegar erf- itt er ;«ð ná í físk. Þá er ekki úr vegi að athuga frosnu frsk- blokkirnar. sem fást í verzlun- um, ef fólk hefur efeki þegar birgt sig upp hjá fiskkaup- manninum. Mánudagur. (Aðfangadagur) Hádegisverður. Jólagrautur m. möndlu. Rækjur í hvítvínshlaupi, (sjá uppskrift.) ávaxtasalat, steiktar rjúpur, brúnaðar kartöflur, alls konar grænmeti. Jarparberjabúðingur. Þriðjudagur. (Jóladagur) Hangikjöt m. gulrófustöppu, kartöflum í jafningi, grænmeti, laufabrauð m. smjöri. Bananar í hlaupi. (sjá uppskrift) Miðvikudagur. (Annar í jólunt) Sveppasúpa. Glóðarsteikt nautaiiuff, franskar kartöflur, soðið grænmeti hrátt salat. Diplómatabúðingur (sjá uppskrift) Fimmtudagur. Gufusoðinn fiskur m. lauk og tómatsósu, hrátt salat. Ábætir (Afgangur) Föstudagur. ,,Tartalettur“ m. afgöngum í, hrátt salat. Hvitkálssúpa Laugardagur. Eggjakaka m. hangikjötsafgöngum, hrátt salat. Júgurð Sunnudagur. Kjöt í káli, kartöflur, Vanilluís. Steiktar rjúpur. 3 rjúpur 3 þunnar flesksneiðar 2— 2'A tsk. salt. 1/4 tsk. pipar Steikt úr: 4—6 dl. vatn eða kjötsoð 1—2 dl rjómi eða mjólk 3 msk. smjör Sósa: 2 msk. smjör 3 msk. hveiti 3— 4 dl soð 3—4 dl rjómi Salt dálítið rifsberjahlaup söxuð lifur. Rækjur í hvitvínshlaupi 5 blöð matarlím safni úr 1 /2 sítrónu 1/4 1 þurrt hvitvin 2 harðsoðin egg 75 g rækjur Matarlímið er lagt i bleyti i 5—10 mín., undið upp og brætt. Þegar matarlímið er hæfilega heitt, er það látið út í hvítvínið og sítrónusafann sem hefur verið hitað. Nú eru 4 bollar eða form skoluð að innan með vatni eða smurð með örlítilli olíu. Hellið víni í botninn á hverju formi, þannig að vínlagið sé um 1/2 sm. Látið stifna. Eggja- sneiðar lagðar ofan á hlaupið og látið rækjurnar yfir, vinið látið yfir, formin látin á kaldan stað, þar til hlaupið er alveg stíft. Með þessum rétti má bera fram einhverja mayonesssósu. Hreinsið rjúpurnar, þvoið og þurrkið þær vel. Gott er að láta rjúpurnar liggja eitt dægur í mjólk. Hreinsið vel hjarta, lifur og fóarn og sjóðið með. Nuddið rjúpurnar vel með salti og pipar og bindið flesksneiðarnar inn á bringuna. Einnig er gott að þræða ræmur af því f gegnum bringuna. Bindið rjúp- urnar vel upp. Hitið steikar- pott, brúnið smjörið og látið rjúpurnar I, ásamt innmatnum. Brúnið fuglinn vel, síðast bringuna svo að spikið nái að bráðna. Bætið vatni eða soði í og látið sjóða hægt um stund. Ausið soðinu yfir við og við á meðan soðið er, og látið rjóm-' ann eða mjólkina að siðustu i. Sjóðið í 1 klst. Takið rjúpurnar upp úr og haldið þeim heitum. Brúnið smjörið og hrærið hveiti og soði saman við, og svo rjóm- anum. Sósan soðin í 5—10 mín. Saxið innmatinn og látið í sós- una ásamt rifsberjahlaupinu. Salt er sett eftir smekk. Skerið rjúpurnar eftir endilöngu og skreytið eftir smekk t.d. með soðnum ávöxtum. Diplómatabúðingur 3 eggjarauður 35 g syfcur 1/2 vanillustöng 2'á dl rjómi 3 bl matarlím 1 dl þeyttur rjómi 75 g ávextir 40 g makkarónukökur 1 msk. sherry. Kremið er búið til úr sykri, eggjum, vanillu og rjóma, eins og venjulegt eggjakrem. Þegar matarlimið er bráðið er það sett saman við. Þegar kremið byrjar að stirðna, er þeytta rjómanum hrært saman við. Brytjið ávext- ina í hæfilega stóra bita, og blandið saman við kremið. Bleytið makkarónurnar í vín- inu, og raðið á botn í skál og hellið búðingnum yfir. Bananar f hlaupi 4 bananar Búinn til lögur úr: 4 dl vatn 150 g sykri 1 dl sherry 2 dl appelsínusafi 10 blöð matarlím Skraut: rauð cocktailber. Við þetta hlaup er notuð sama aðferð og rækjur í hvítvínslegi, þ.e.a.s. ef hlaupið er hleypt í litlum formum. En það má einnig hleypa þetta hlaup í einu stóru formi. Það er sama í hvernig ílát hlaupið er látið i, rauðu berin eiga alltaf að koma neðst, svo að þau skreyti hlaup- ið. Þetta hlaup er borið fram með þeyttum rjóma. Jarðarberjabúðingur Þegar jarðarberjabúðingurinn er búinn til, má styðjast við uppskriftir af ananasbúð- ingum, en nota aðeins jarðar- ber og jarðarberjasafa i staðinn fyrir ananas og ananassafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.