Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 21 PIONEER10 lífði af geislun Júpiters I Tm hnccor m n nri i r hofo oaimirícinrlomAnn í mnrnr hnrn on Um þessar mundir hafa geimvísindamenn í mörg horn að líta. Mariner 10 er á leiö til Venusar og Merkúrs, halastjarnan Kohoutek á hug og hjarta stjarnfræðinga, Pioneer 10 og 11 kanna útjaðar sólkerfisins. Að morgni 4. desember þaut Pioneer 10 framhjá reikistjörnunni Júpfter. Rússar skutu á loft f sumar fjórum geimflaugum, sem ætlað er að kanna Marz. Sennilega munu tvær þeirra freista Iendingar og senda heim upplýsingar um gufuhvolf og yfirborð reikistjörnunnar. Bandaríkjamenn skutu Pioneer 10 á loft 2. marz 1972. Byrjunarhraðinn var 52.000 kílómetrar á klukkustund, sem samsvarar 20 sekúndna flug- tímá milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eftir þúsund milljón kíló- metra reisu flaug Pioneer 10 framhjá Júpíter í 150.000 kfló- metra fjarlægð — nákvæmlega eins og visindamennirnir höfðu hugsað sér. Engin smáræðis ná- kvæmni atarna! Pioneer 10 ljósmyndaði Júpíter, kannaði segulsvið hans og útgeislun og sendi þessar upplýsingar til jarðar með raf- seguíbylgjum. Vísinda- mennirnir báru nokkurn kvíð- boga fyrir afdrifum flaug- arinnar í geislabelti Júpíters. Þetta belti hefur milljónfaldan styrk Van Allen-beltis jarðar- innar. Vfsindamennirnir ótt- uðust að geislaskothríðin myndi gera mælitækin óstarf- hæf. Ennfremur stafaði flaug- inni háski af geimryki, sem fellur til Júpfters með ógnar- hraða. Pioneer 10 lét þó hvorki geisl- un né geimryk aftra sér, gerði sínar athuganir og siglir nú út í jaðar sólkerfisins, í átt Nauts- merkisins. 1980 siglir hann yfir braut Úranusar, 1987 yfir braut Plútós og þaðan út i óravíddir geimsins. Vísindamennirnir komu fyrir í flauginni litlu skilti, sem hannað er af miklu hugviti og gefur til kynna heimkynni flaugarinnar, brottfarartíma hennar og útlit jarðarbúa. Þetta skilti er því eins konar flöskupóstur til íbúa annarra sólkerfa. □ Mælingar Pioneer 10 verða lagðar til grundvallar endan- legri braut systurflaugar hans, Pioneer 11. Þessari flaug var skotið á loft 5. apríl síðastliðinn og er einnig ætlað að kanna Júpíter. Hún mun sennilega fljúga framhjá Júpiter í um það bil 35.000 kflómetra f jarlægð.. Pioneer 10 og 11 eru fyrstu geimflaugarnar, sem vfsinda- menn hafa hannað gagngert til að kanna útkjálka sólkerfisins. Þær eru frekar litlar, tæplega 300 kg hvor um sig og saman- lagt heldur léttari en venju- legur Volkswagen. Þær eru troðfullar af margs konar mæli- tækjum. Ekki reyndist unnt að nýta sólargeislana sem orkugjafa — þeir eru orðnir of daufir svona langt frá sólu. í þess stað eru flaugarnar útbúnar litlum, 150 watta kjarnakljúf. Af tækjakostinum má nefna áhöld til segulsviðsathugana; til rannsókna á sólarvindinum svonefnda — efnisögnum sem sólin blæs án afláts út í himin- geiminn; til athugana á geim- geislum og örsmáum loft- steinum. Meðan Pioneer 10 sigldi yfir smástjörnubeltið, á tímabilinu júlí 1972 — febrúar 1973, skoð- Báláur Hermannsson FÓLK OG VÍSINDI v aði hann í sérstökum sjónauka ýmsar smástjörnur, björg og hnullunga sem þar eru á sveimi. Smástjörnurnar eru taldar leifar reikistjörnu, sem sprungið hafi endur fyrir löngu. □ Mikilvægastar eru þær rann- sóknir, sem gerðar voru á Jupíer. Júpíter er langstærsta reikistjarna sólkerfis okkar, 300 sinnum þyngri en jörðin og 1300 sinnum stærri að rúmmáli. Hann snýst heilan hring um- hverfis öxul sinn á tæpum 10 klukkustundum. Öxullinn myndar nálega rétt horn við flöt brautarinnar umhverfis sólu. Þetta er allmikill snún- ingshraði, rúmlega helmingi meiri en jarðarinnar. Fyrir vikið er Júpiter ærið flatur við heimskautin, eins og fótknött- ur, sem uppgefinn leikmaður situr á. í sjónauka lítur Júpiter út eins og skjöldur, með mislit bönd samsíða miðbaug. Maður sér þó ekki sjálfan hnöttinn, heldur skýjahafið sem hylur hann. Innbyrðis afstaða litaband- anna breytist lítið, en oft bregður fyrir í þeim skammlif- um flekkjum. Stundum sjást undarleg litbrigði í böndunum. Þetta fyrirbrigði hefur ekki fengið viðunanlega skýringu, en vitað er að það stendur í einhverju sambandi við sveifl- ur í geislun sólarinnar. skilur varla nauðsyn þess að vera jafnan við hinu örðuga búin. — Það hafa menn að vísu alltaf kunnað misjafnlega vel og afkom- an lika orðið eftir því. Eitt sinn þennan vetur kom til mín kona, sem ég þekkti að vísu lítið, en vissi þó, að var ekkja með 5—6 ára dreng á framfæri sínu. Það var komið að miðdegisverði og bauð ég henni því að borða. Hún settist við borðið á móti mér. Aldrei gleymi ég þeirri sjón, þeg- ar hún fór að borða. Tennurnar voru allar laflaysar og geifluðust til, þegar hún tuggði. Tannholdið var stokkbólgið og blóðhlaupið og blóðlýjurnar runnu út um munn- vikin. Og svo megnan rotnunar- þef lagði fram úr henni, að nærri lá að’mér liði í þrjóst. Hún sagði mér, að drengurinn sinn lægi rúmfastur vegna þess, að hann hefði fengið svo mikla kuldapolla á fæturna. Sjálf kvaðst hún líka .iggja mestan hluta sólarhrings- ins, aðeins klæðast til að matbúa eitthvað og þá helzt til þess að hita sér kaffi." Afstaða Steingríms Fyrir nokkrúm dögum fór Steingrímur Hermannsson al- þingismaður á fund hinna svo nefndu Samtaka herstöðvarand- stæðinga, þar sem hann lýsti því yfir, að hann teldi að gera ætti landið varnarlaust á næstu árum. Orðrétt hefur þjóðviljinn þetta eftir Steingrími: „Ég vil leysa þetta mál á þann hátt, að herinn fari, en núverandi ríkisstjórn sitji.“ Þessi ummæli minna menn á það, er Steingrímur Hermanns- son kom fram í sjónvarpi skömmu eftir að núverandi rikisstjórn var mynduð og lýsti því þar yfir, að hann myndi styðja hana, hvað sem hún gerði. Og hefur ekki á öðru borið en að við þau orð muni hann standa. Það er líka athyglis- vert, að í raun réttri segir þessi maður: Ég vil láta varnarliðið fara, til þess að rikisstjórnin geti starfað áfram. Hann virðist ekki lengur leiða að því hugann, hvort þörf sé á vörnum á íslandi eða ekki. Allt snýst um það að halda völdunum. Öllum þeim, sem rætt hafa þessa afstöðu Steingríms við bréf- ritara, ber saman um, að áfall það, sem hann varð fyrir vorið 1971, valdi því, að hann vilji kaupa sér frið í vinstri herbúðunum, og af því sé afstaða hans sprottin. Gæti þetta áfall Steingríms orðið ör- lagaríkt, ef það leiddi ekkert minna af sér en að ísland kæmist á áhrifasvæði Ráðstjórnarríkj- anna. Er vonandi, að Steingrimur geri nú tilraun til að lita í eigin Heimatilbúin verðbólga Morgunblaðinu hefur borizt greinargerð frá sendinefnd Al- bjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hér Ivaldi dagana 6.—15. þ.m. Er greinargerðin samin af formanni nefndarinnar. En um hann segir ir. Jóhannes Nordal, að hann sé „éinn af reyndustu hagfræðing- um Evrópu deildar Alþjóða gjald- eyrissjóðsins. Hann hefur marg- sinnis áður komið til islands og er nákunnugur"þróun efnahagsmála hér á landi sfðustu tvo áratug- ina." Upphaf þessarar greinargerð Rolfs Evensens er svohljóðandi: 1. Ég hef verið á báðum áttum um, hvort gagn væri að því, að ég drægi saman nokkrar niðurstöður í lok viðræðna okkar að þessu sinni. Eins og fram hefur komið hvað eftir annað i viðræðum okk- ar, er efnahagsstefnan á íslandi ekki mótuð sem stendur. Ég fæ þess vegna ekki séð, hvernig utan- aðkomandi aðili getur orðið að liði. Hins vegar höfum við haldið viðræðufundi okkar, og þess vegna tel ég rétt að gera grein fyrir nokkrum niðurstöðum mín- um. Öll merki benda til þess. að umframeftirspurn sé í hagkerfi ykkar um þessar mundir. Þó að veruleg hækkun á verðlagi inn- flutnings eigi sinn þátt í yerðbólg- unni, er hún að mestu leyti af innlendum rótum runnin. aðal- lega gegnum inntenda tekju- myndun. Eldgosið í Heimae.v jók einnig eftirspurnarþrýstinginn. Efnahagsvandamál ársins 1973, sem stjórnvöld horfðust ekki fyllilega í augu við, leiddu ekki til verulegra vandræða vegna ein- staklega mikillar bötnunar við- skiptakjara og vegna þess, hve auðvelt var aðtaka lán erlendis. 2. Við blasa erfið efnahags- vandamál, sem krefjast tafa- lausrar meðferðar. a. Að koma aftur á jafnvægi í efnahagsmálum innanlands með þvi að hægja á verðbólg- unni. b. Að ná launasamningum, sem ekki valda nýrri verðbólgu- öldu. c. Að fá hófsamlega niðurstöðu f fiskverðssamningu m. Öll þessi vandamál eru tengd, beint eða óbeint. Hversu til tekst um lausn þeirra. mun að sjálf- sögðu hafa úrslitaáhrif á val efna- hagsaðgerða. Það liggur hins vegar Ijóst fyrir. að hlutirnir munu ekki halda áfram að bjargast af sjálfu sér, eins og þeir gerðu á árinu 1973 vegna stór- kostlegrar bötnunar viðskipta- kjara. Eins og ljóst er af greinargerð- inni telur Rolf Evensen, að verð- bólgan sé heimatilbúin ,,að mestu leyti af innlendum rótum runninn", og segir umbúðalaust, að engin efnahagsstefna sé nú mótuð á íslandí. Er þetta einhver harðasti áfellisdómur. sem felld- ur hefur verið yfir vinstri stjórn- inni, band-óðaverðbólgunni og óstjórninni allri. Olía á eld Menn urðu að vonum undrandi. þegar formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja lýsti því yfir, að hann hefði ekki trevst sér til annars en setnja, vegna þess að olíuverð færi nú mjög hækkandi. Fvrir fjölda ríkisstarfsmanna þýða hinir nýju samningar skert kjör. Og hin nýstárlega kenning forustumanna þeirra virðist vera á þennan veg: Þegar verðlag hækkar, eiga laun að lækka! Það hefði einhvern timann þótt saga til næsta bæjar, ef forystumenn launþegasamtaka héldu fram slík- um kenningum. En olíukóngarnir í BSRB kalla ekki allt ömmu sína, þegar um það er að ræða að þóknast vinstri stjórninni. En hvað sem um olíuskort og hátt verð á olíu má segja, þá er þó ljóst, að næg olia er til á verð- bólgueldinn. Nokkrum milljörð- um v<tr bætt á hann núna við afgreiðslu fjárfaganna i vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.