Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson. Gullnir strengir. Isienzkir örlagaþættir. Forni. Reykjavfk, 1973. Ut er komin enn ein bók frá þeim Tómasi Guðmundssyni og Sverri Kristjánssyni. Er það sú tiunda, sem þeir og bókaútgáfan Forni senda frá sér — og að mín- um sú, sem mestur fengur er í. Bókin er 256 blaðsiður, og af þeim fyllir tíuarkir þáttur, sem Tómas hefur skrifað og nefnir Þrjár kyn- slóðir — ein örlög. Þátturinrí fjallar um skáldin Benedikt Jónsson Gröndal, tengdason hans, Sveinbjörn Egils- son, og son Sveinbjarnar, Bene- dikt Gröndal. Það er löngu kunnugt alþ.'óð, að Tómas Guðmundsson er ekki ein- ungis frábært og fágætt ljóðskáld. heldur Iíka hitt, að hann er með ágætum ritfær á óbundið mál og ber flestum betra skyná skáldskap og skáldeðli. En ég hygg, að þessi þriskípti og þó á vissan hátt þrí- eini þáttur hans urri snillinga þrjá sýni betur en flest annað, sem frá honum hefur komið, hvað hann hefur til brunns að bera i öllu þessu. Honum tekst þar með af- brigðum vel að sýna hve hægari leik skapanornirnar eiga, þá er þær bregða á það grimmdarráð að leika meinlega grátt þá menn, sem eru gæddir þeirri viðsjálu gerð og þeim skapandi gáfum, sem gera þá að snjöllum lista- mönnum. Tómas rekur æviferil áður- nefndra skálda, lýsir þeim af þekkingu og nærfærinni glögg- skyggni og skáldskap þeirra og öðrum bókmenntalegum afrekum af næmum skilningi, sýnir hvern-, ig lífið leikur við þá, — Bende- dikt Sveinbjarnarson Gröndal í rauninni jafnt og föður hans og afa, þrátt fyrir öll hans víxlspor, þar eð gæfan knýtir hann órofa tryggðaböndum glæsilegrar og ástríkrar konu, að flestum virðist honum að óverðugu.. . En svo... einmitt þegar bezt lætur , og þroski þessara þriggja manna er með mestum blóma, brotnar á þeim öllum brimalda svo harm- , rænna örlaga, að þeir fengu ekki af sér borið. Benedikt eldri vinn- ur í þeirri trú með Jörundi hunda dagakonungi, að hann sé að þjóna j bættum framtíðarhögum þjóðar sinnar og getur síðan aldrei fyr- irgefið sér hve mjög hann hefur farið villur vegar, og þrátt fyrir mildilegar aðgerðir danskra stjórn- arvalda gagnvart honum og vin- semd og virðingu fjölmargra landa sinna lifir hann svo, þessi vitri manndómsmaður og eitt af höfuðskáldum samtíðar sinnar, i hálfan ann- an aratug sem andlegur og líkamlegur öryrki. Sveinbjörn Eg- ilsson, valmennið, vfsindamaður- inn, skáldið og málsnillingurinn, sem íslenzk menning á ævarandi þakkir að gjalda lendir sakir emb ættislegrar skyldurækni og hon- um i blóð borinnar samvizkusemi, 1 f þeim brimsúg veraldarólgunnar, sem ýfði hina aldagömlu ládeyðu við strendur Islands — pereatinu alkunna, hlýtur hið ytra fyllstu leíðréttingu mála sinna, en fær ekki hið innra afborið hið eina yfirþyrmandi áfall hins fagra og friðsæla lífs síns — og eftir aðeins tvö ár fellur hann að foldu — aðeins 61 árs. . . Svo er það þá Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. Eftir ellefu ára hjóna- band er hann hálfsextugur svipt- ur þeirri yndislegu konu, sem ein allra undir hans lífssól fékk veitt honum það ástríkisöryggi, sem fengi gætt hann sjálfsvirðingu góðs og gilds borgara, samfara því jafnvægi hans margslungna tilfinningalífs, sem veitti honum skilyrði til sam- felldrar ræktunar og ávöxtunar fjölþættra gáfna, víðtækrar þekk- ingar og óvenjulegrar starfsorku. Þar með var hann heillum horf- inn, þrátt fyrir það að hann yrði mjög vinsælt skáld hjá megin* þorra landa sinna og ynni auk þess þjóð sinni á fleiri en einu Sverrir Kristjánsson sviði raunhæft gagn, sem Tómas gleymir ekki að vekja athygli á. Auk þess, sem ég hef þegar sagt um kosti þessara þátta Tömasar, vil ég srður en svo gleyma að láta þess getið, sem ef til vill gerír þá eftirminnilegasta. Yfir frásögn- inni er heillandi blær harmrænn- ar dulhyggju, sem á ekkert skylt við yfirborðslega tilfinningasemi, hvað þá hina tízkubundnu hneigð til að gera hvers konar fitl við dulardóma tilverunnar að æsilegu fíknilyfi. Hluti Sverris sagnfræðings Kristjánssonar er þáttur, sem hann kallar Fannhvítur svanur, og er nafnið sóft í það fagra harm- ljóð, sem Jónas Hallgrímsson orti, þá er hann frétti lát Bjarna Thor- arensen skálds og amtmanns, því að um hann fjallar þátturinn. Sverrir greinir allvandlega frá ættum Bjarna og víkur um leið að þeirri áráttu margra íslendinga að sökkva sér niður í ættfræði, einkum á efri árum sínum. Þá er skýrt frá ævi Bjarna, og dvelur Sverrir mjög við tvennt. Annað er harka hans sem dómara. sem Tómas Guðmundsson. veldur missætti við Magnús Stephensen, en það var rótgróin skoðum Bjarna, að þjóðarnauðsyn væri, að tekið væri hart á hvers kona lagabrotum, næstum þvf án tillits til aðstæðna, eins og hann líka sýndi áráttukennda viðleitni til að treysta hið íslenzka bænda- þjóðfélag með lögbundnum höft- um á flakki og lausamennsku. Hitt, sem Sverrir leggur mikla rækt við, eru hinar mörgu og mis- heppnuðu kvonbænir hins gáfaða og ættstóra höfðingja.sem miklar sögur fóru af um land allt og ollu honum auðvitað skapraun. Sverrir ritar nokk uð um skáldskap Bjarna og tengir hann allrækilega lífi og skapgerð skáldsins. En nokkuð-er þessi þáttur Sverris kaldrænn og vafasamt, að hann hafi lagt sig nógu rækilega fram um að skyggnast eftir því, hvað bjó und- ir skel þeirri, sem þessi vissulega skapstóri og tilfinningaríki vit- maður og snillingur brá yfir sig i opinberum störfum sínum og gjarnan einnig daglegri fram- komu — að minnsta kosti við alla aðra en fáa trúnaðarvini. Tónlistarfræðsla Haligrímur Helgason ÍSLANDS LAG. 128 bls. Leiftur h.f. 1973. DR. HALLGRlMUR Helgason segist í formála þessarar bókar gera „tilraun til að sýna í fáum dráttum feril islenzkrar tónlist- arþróunar innan ævimarka sex forystumanna á 19. og 20. öld." Ennfremur segir hann. að „fræði- leg tónmenntaritun er enn svo til ónumið land meðal okkar." Og þaðer víst hverju orði sannara. Þeir sex forystumenn, sem hann skrifar um jafnmarga þætti bókarinnar eru: Pétur Guð- johnsen, Bjarni Þorsteinsson, Árni Thorsteinsson, Sigvaldi Kaldalóns, Björgvin Guðmunds- son og Jón Leifs. Rekur hann bæði æviatriði þeirra og greinir frá framlagi hvers um sig til is- lenskra tónlistarmála. Nokkuð finnst mér hlutfallið mismunandi þar á milli: meira um ævi eins en list annars. I raun og veru stöndum við and- spænis tónlistinni nú svipað og íslenskir miðaldamenn gagnvart skáldskapnum: svo til hvert mannsbarn nýtur hennar, en fæstir eru læsir á ritmál hennar. Islendingar ortu aldirnar í gegn- um án þess að sjá kveðskap sinn nokkru sinni skrifaðan — hvað þá prentaðan á bók. Ekki veit ég, hvort tíl eru tónskáld. ólæs á nót- ur, en vel má vera, að svo sé. En alrnennt læra fæstir lög með aug- anu. heldur með eyranu. Og telja sig fullkomlega dómbæra á Ijótt og fagurt, án þess að geta rökstutt það á neinn hátt fagurfræðilega. En list er lika vinna, og menntun bætir smekkinn. Listaverk getui orkað sterkt á einn. enda þótt — eða kannski fremur af því að hanrv er allsendis ófær að dæma um lístræn vinmibrögð. en jafn- ekkert af sliku.“ Telur dr. Hall- grímur hann hafa verið íslensk- astan „allra tónhöfunda um mið- bik 20. aldar, því að hann knýr fyrstur manna þann streng ís- lenzkrar hörpu, sem kveður við rammefldan og rammíslenzkan tón.“ Ennfremur, að Jón hafi komið fram með „nýtt, djarft og heilbrigt viðhorf, sem beinist gegn kenndastefnu 19. aldar með bláu blómi, draumi og fjarska. I þeirra stað er nú komin mosaskóf, virkileiki og áþreifanlegt sjálf.“ Síst ætla ég mér þá dul, að deila um tónlist við Dr. Haligrím, ekki heldur að læða að minnsta efa þess eðlis, að Jón Leifs hafi ekki verið mikið tónskáld og allrar við- urkenningar verðugur. En úr því að minnst er á „tónhöfunda um miðbik 20. aldar“ — var þá ekki óhjákvæmilegt til fyllingar heildarmyndinni að geta fleiri tónskálda en þeirra, sem látin eru, t.d. dr. Páls ísólfssonar, sem áratugum saman setti manna mestan svip á tónlistarlífið í þessu landi, og er líkast til fyrsta íslenska tónskáldið, sem al- menningur mundi jafna til „þjóð- skáldanna“ á sínu sviði. Allt mat á list felst að nokkru leyti í samanburði, og þá er vitan- lega nærtækast að bera saman þá, sem lifaog starfa á sama tíma. En slíkan samanburð virðist mér víða vanta í þessa bók, eigi hún að fræða þann, sem l'riið veit fyrir. Hvað skal t.d. segja um bræðurna Jónas og Helga Helgasyni, hví eru þeir ekki þarna? Þá virðast mér sumir hinna list- rænu útskýringa doktorsins í það upphafnasta, t.d. þetta: „Upplifum fimmtar er sam- hljómsopinberun og iðkun henn- ar þjóðaríþrótt. Samstígur fimmundagangur er sem hátíða- söngur raunlíf samræmdrar feg- urðar og festu í einfaldasta formi afskekktrar náttúruþjóðar." Þar sem dr. Hallgrímur talar um „náttúruþjóð”, geri ég mér í hugarlund. að hann eigi við frum- stæða þjóð, sem svo er kallað og það eru íslendingar vafalaust á því sviði, sem bók hans fjallar um. Hversu hátt hún dregur okk- ur upp úr því diki frummennskunnar — faglega séð — veit ég ekki. En sem almennur lesandi tel ég hana samt fremur læsilega og í það minnsta virðingarverðatilrauntil aðfæra okkur um eitt hænufet nær því, sem frumstætt fólk hlýtur að telja öðru fremur eftirsóknarvert — menningunni. Dr. Hallgrfmur Helgason framt vakið annan til andúðar, sem dómbær telst, sé það til að m.vnda hroðvirknislega unnið. Þetta er að minnsta kosti stað- reynd varðandi bókmenntirnar, og ég hygg, að sama máli gegni um aðrar listgreinar. Ég held, að þessi bók dr. Hall- gríms sé holl lesning hverjum þeim, sem hlustar á tónlist. Mörg erum við þannig gerð, að við vilj- um helst hlýða á þann tóninn, sem „sætur" er, svo notað sé fornt orð um fagran söng, auk þess sem tónverk hafa fyrir flesta endur- minningagildi, sem kemur t.d. fram í því, að fólk á öllum aldri vill heyra þau danslög, sem tíðk- uðust á unglingsárum þess. I raun og veru stöndum við flest-á eld- húsreyfarastiginu í tónlistar- smekk, og dr. Hallgrímur vill auð- sjáanlega hefja okkur upp af því. Þess vegna heldur hann Jóni Leifs fram meir en öðrum, býst ég við, að „menn voru vanir róman- tískum skandínavisma með sarl- lega felldum þríhljómum, angur- værum moll og tregablöndnu smágengi (krómatík). En hér var HUOMPLÖTUR Þiu íður Ofí Pálmi LP, Stereo Fálkinn Þetta er önnur LP-platan. sem þau Þuríður Sigurðardóttir og Pálmi Gunnarsson syngja inn á, en á fvrri plötu sinni fluttu þau lög eftir Gunnar Þórðarson. Á þessari plötu eru hins vegar eingöngu erlend lög og s.vngja þau hvort sína plötu- síðuna. Á það var minnzt hér fyrir skömmu, að Þuríður hefði yfirleitt staðið í skugganum af öðrum. Nú er öldin önnur. og þetta er tvímælalaust það beztá sem frá henni hefur komið, og er næstum því eins og maður hafi aldrei he.vrt í henni áður. Ástæðan er annað hvort sú, að þetta er í fyrsta si-nn, sem hún hljóðritar í almennilegum upp- tökusal eða þá að um svona mikla framför er að ræða. Ber hvert lagið af öðru, en þau eru úr ýmsum áttum, tvö frá Garpenters, Á valdi minninga og Undraheimur og eitt spænskt lag, sem nefnist Gleðin með þér. Þá sýnir Þuríður á sér nýja hlið í laginu Hvar er mín ást? — Lögin, sem Pálmi tekur fyrir, eru yfirleitt róleg utan eitt filabrandaralag eftir Seals, Sveitasæla. Þá eru lög eftir Steve Wonder, Jose Feliciano o.fl. Margir munu hins vegar sakna svo sem eins lags úr Superstar. Er Pálmi orðinn öruggur söngvari og hugsar mikið um, hvernig túlka ber orð og tóna. Þeir íslendingar aðrir, sem koma fram á plötunni, eru Gunnar Þórðarson, Karl Sig- hvatsson og einhverjir úr Rió- tríói, en aðrir hljóðfæraleik- arar eru norskir. Skaup 73 LP, Mono Tal og tónar s/f Þessi fyrsta plata nýs hljóm- plötufyrirtækis er hyggð upp á þann hátt, að Karl Einarsson hermir eftir þekktum mönnum og inn á milli er skotið nokkr- utn lögum, sem Ilrafn Pálsson syngur, auk þess sem Guðrún Á. Símonar syngur eitt lag. Tit- ill plötunnar gæti bent til þess, að um væri að ræða grín um atburði ársins, sem nú er að líða, en svo er þó ekki, heldur eru þetta brandarar og ýmis smáskot í léttum dúr. Það er ávallt mikið smekks- atriði, hvað er fyndni; það sem einum finnst fyndið þykir öðr- um leiðinlegt o.s.frv. Persónu- lega þykir mér þessi plata ekki sérstaklega fyndin. Að visu eru nokkrir góðir brandarar, en þeir eru of strjálir, agk þess sem auglýsingar frá fyrirtækj- um eru klaufalega felldar inn í textann. Auk þess er eins og fl.vtjendur hafi verið í efnis- skorti og því haft frásögnina hæga. Má í þessu sambandi benda á Utvarp Matthildi, en einn aðalkostur þeirra þátta var hraði og nákvæm klipping en hér hefur þessa ekki verið gætt, sem skyldi. Á hinn bóginn eru bakgrunnshljóð vel valin. Karl Einarsson er góð eftir- herma, en hann hefur tæplega yfir nógu mörgum röddum að ráða tíl að halda út á LP-plötu, sömu raddirnar koma fyrir hvað eftir annað, og það er leið- inlegt til lengdar, þótt radd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.