Morgunblaðið - 23.12.1973, Síða 20

Morgunblaðið - 23.12.1973, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jófiannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Aucilýsingar Jólahátíðin gengur nú í garð. Á jólunum gefst mönnum tækifæri til að staldra við og Iíta í kring- um sig. Hugleiða, hvort þeir sjálfir hafi gengið fram veginn til góðs og hugleiða, hvernig heimur- inn í kringum þá lítur út og hvort meiri líkur séu nú en áður á friði og bræðralagi með þjóðum og einstak- lingum. Mörgum þykir vafalaust myndin, sem við blasir, ekki fögur. Enn rikir hung- ur og skortur á nauðþurft- um í stórum heimshlutum. Enn falla fjölmargir menn fyrir morðtólum annarra manna í styrjöldum. Spáð er, að innan fárra áratuga muni neyðarástand skap- ast á jarðarkringlunni vegna fólksfjölgunar, mengunar, hráefnaskorts og fleiri vandamála. I hjörtum flestra okkar lifir vonin um, að heimur- inn eigi eftir að taka stakkaskiptum til hins betra. Vandamálin, sem við okkur blasa eru stórbrotin, en trúin á mannsins mátt gerir okkur engu að síður kleift að vona, að unnt reynist að leysa vandamál framtíðarinnar, ef átakið verður samstillt. Þá leyf- um viðokkur einnigað bera þá von í brjósti, að um- burðarlyndi og tillitssemi fari vaxandi í heiminum. Við vonum, að sífellt aukist skilningur manna hvar- vetna í heiminum á, að við eigum öll sama rétt á að lifa, án tillits til hörundslit- ar, stjórnmálaskoðana eða trúarbragða. Magir hafa látið orð falla um, að jólahátíðin sé einungis hátíð kaup- manna nú orðið. Allur helgiblær sé farinn af þessari mestu hátíð mannanna og einungis sé nú hugsað um að bruðla sem mest og eyða stórfé til einskis nýtra hluta. Það er að vísu rétt, að miklir fjármunir skipta um hendur í undirbúningi jólahátíðarinnar. En allt er þetta gert til að gleðja ást- vinina og helga fjölskyld- unni ánægjulegar sam- verustundir. Einu sinni á ári tökum við okkur til og gerum það, sem við getum, til að ástvinir okkar megi eiga sem ánægjulegasta stund. Hvað sem þessum gagnrýnisröddum líður er það víst, að jólahátíðin er okkur mikils virði. Og víst er, að fáir eru þeir, sem vildu vera án hennar. Á jólunum færumst við nær hvert öðru. Hugurinn mildast og við látum sundurlyndi hins daglega lífs lönd og leið. Er þetta ekki nokkurs virði? Svari hver fyrir sig. Það, sem er í brennidepli um þessi jól, er hið ugg- vænlega ástand, sem skap- azt hefur í heiminum á undanförnum mánuðum vegna olíuskortsins. Sýnir þetta okkur íslendingum vel, hversu vel við erum búnir, þar sem við höfum gnægð náttúruafla í formi vatnsorku og jarðhita til að nýta sem orkugjafa. En þó að við megum teljast hepp- in miðað við margar aðrar þjóðir, sýnir þetta okkur engu að síður, hversu heimsins gæði eru fallvölt. Erum við ekki gjarnan "arin að líta á hin ýmsu ?æði, sem við njótum dag- ega, sem sjálfsagða hluti? \tburðir sem þessi leiða hugi okkar að því, að ekki er sjálfgefið, að við fáum um alla framtíð notið ým- issa þeirra hluta, sem við erum e.t.v. farin að líta á sem sjálfsagða. Við verðum að horfast í augu við, að það, sem framtíðin ber í skauti sér, er undir okkur sjálfum komið. Mannkynið verður að skilja, að því að- eins getum við gert okkur vonir um að sigrast á vandamálum framtfðarinn- ar, að við tökum höndum saman í þeirri baráttu. Snúa verður frá þeirri braut, að orku og fjármun- um sé eytt í stórum stíl til að halda uppi styrjaldar- rekstri, með öllum þeim hörmungum, sem honum fylgja. Þau vandamál, sem nú steðja að, eru ekki bundin við landamæri og þjóðflokka. Þau eru alls heimsins. Þess vegna verða þau ekki leyst nema með sameiginlegu átaki alls mannkyns. Vonin vakir um, að skilningur heimsins á þessu fari vaxandi. Með þetta í huganum höldum við jól hátíðleg í ár. Morg- unblaðið óskar öllum lands- mönnum gleðilegra jóla. JÓLAHÁTÍÐ ♦ ------------------------ i Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 22. des. ^♦♦♦♦♦♦♦♦. Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá er látin. nær níræð að aldri. (iuð- rún var ein af merkustu konum þessa lands, þótt henni væri lítt um það gefið, að afreka hennar væri opinberlega getið. Uún starf- aði mjög að félags- og menningar- málum i Siglufirði og átti ásamt eiginmanni sínum, Þormóði Eyólfssyni konsúl og stjórnanda Karlakórsins Vísis ríkan þátt I því að marka menningarlegan bæjarbrag og hrinda í fram- kvæmd hagsmunamálum. Guðrún Björnsdóttir var ramm- pólitísk. Hún vildi helga landi sínu og þjóð krafta sína. Hún studdi Framsóknarflokkínn að málum. Var mjög gaman að ræða við hana stjórnmál og deila, ef því var að skipta, því að umburðar- lynd var hún, og minnist bréfrit- ari þess, er hann hitti hana skömmu eftir að framboð hans hafði verið ákveðið í Norður- landskjördæmi vestra, að hún hló við og sagði: „Nú er ég fegin að vera ekki á kjörskrá fyrir norðan, þá þarf ég hvorki að vinna gegn þér, né svíkja flokkinn minn." Svo hló hún kitlandi hlátri. Guð- rún var þá flutt til Hveragerðis, þar sem hún bjó sfðustu ár ævinn- ar. F.vrir tveim árum fékk hún heílablóðfall og átti síðan mjög erfitt um mál, en hugur hennar stóð ekki til uppgjafar. Hún hóf nám með stafakubbum og barna- bókum. Kjarkur hennar bitaði aldrei. Guðrún ritaði bókina ís- lenzkar kvenhetjur, en sjálf var hún kannski mesta hetjan. Á ein- um stað í bók sinni segir Guðrún frá mörgum raunalegum atburð- um í Siglufirði frostaveturinn 1918 og fylgja þeSsi orð: „Væri ekki ófróðlegt, að ýmsir þeirra væru rifjaðir upp, því að unga fólkið nú á tímum hefur svo lítið haft af skorti að segja, að það skilur varla nauðsyn þess að vera jafnan við hinu örðuga búin." „I sjúkrahúsi” Bréfritari stenzt ekki þá freist- ingu að birta hér tvo kafla úr bók Guðrúnar Björnsdóttur, enda ættu þeir að vera holi lesning ungu fólki. Hinn fyrri heitir „í sjúkrahúsi" og er svohljóðandi: „Veturinn 1923 lá ég nokkra daga á Akurevrarspítala. Fyrstu nóttina, sem ég var þar, var ung bóndadóttir, framan úr Eyjafirði, að heyja dauðastríð sitt í rúmi skammt frá mér. Foreldrar henn- ar vöktu bæði yfir henni. — Öll lífsvon var úti. — Kvalaköstin voru hræðileg, en í hvert skipti, er þau rénuðu, mælti dóttirin hughreystingarorðum til foreldra sinna og hafði jafnvel spaugsyrði á vörum. En alltaf urðu hvíldarstundirn- ar styttri og styttri. Það var eins og deyfil.vfin megnuðu ekkert gegn þjáningunum. Mér kom ekki blundur á brá alla nóttina. Móðirin mun hafa fundið og séð hluttekningu mína og að einu kvalakastinu afstöðnu, kom hún snöggvast að rúminu mínu og víð skiptumst á nokkrum orðum og hlýju handtaki. Undir morguninn virtist unga stúlkan falla stundarkorn í þján- ingarlaust mók. En allt í einu heyri ég rödd hennar, glaðlega og undrandi, og hún segir: „Amma, ert þú komin?" Og augnabliki síðar. með enn- meiri undrunarhreim: „En hvað þetta er skrýtið! Aldrei hef ég komizt svona hátt fyrr." Svo varð alger þögn. — Enn ieið örstutt stund. Þá kom móðirin að rúminu til mín og segir: „Ég má til með að segja yður gleðitíðindin. Elskunni minni er batnað." Mér mun hafa orðið orðfall um stund; en sagði svo eitthvað á þá leið, að mikið væri hennar sálar- þrek að geta sagt frá dötturmiss- inum á þessa leið. „Já," sagði hún, ,,ég má ekki kvarta. Eg, sem hefi fengið að hafa litlu stúlkuna mina hjá mér í tuttugu og tvö ár. Allan þann tíma hefir hún verið ýndið mitt og sól- argeislinn og aldrei styggt mig eða hryggt í neinu. Þvílíkur mun- ur, eða ef ég hefði misst hana litla, t.d. ekki fengið að hafa hana nema eitt ár. Og nú eigum við foreldrarnir allar góðu minning- arnar um hana til þess að gleðja okkur við. — Það er mér líka svo mikil huggun, að amma hennar, sem hún var svo elsk að, en'farin er yfir landamærin á undan, skyldi strax vera komin til þess að taka á móti henni." Ég hefi vist ekki svarað miklu, anda skundaði hún nú hröðum skrefum yfir í næstu sjúkrastofu til þess að segja veikum syni þeirra hjóna, er þar lá, „gleðitíð- indin", er hún nefndi svo. Ég sá Man'u Jónsdóttur — það var nafn móðurinnar — aldrei eftir þetta. En orð hennar og þessi atburður allur, hefur æ síð- an verið óafmáanlega greyptur í hugskot mitt. A því augnabliki skildi ég fyrst til fulls, hvað hún mamma mín hafði átt við, þegar hún var að brýna fyrir mér, hversu áríðandi það væri, „að safna sér fjársjóðum, sem kvorki mölur né ryð gæti grandað". — Það var það, sem þessi unga stúlka hafði gert. Hún skildi for- eldra sína ekki eftir í fátækt, þótt hún hyrfi á braut. Hún hafði safn- að handa þeim fjársjóði, sem ekki var hægt að eyða og hvorki mölur né ryð gat nokkru sinni grandað." Frostaveturinn 1918 Síðari kaflinn úr Islenzkum kvenhetjum hljóðar svo: „Sumurin 1917—1918 brást síldin, svo afkoma Siglfirðinga, sem eiga allt sitt undir henni, varð slæm. Margar fjölskyldur, þar sem tvennt fullorðið var þó til forsjár, börðust í bökkum og aðr- ar leituðu til sveitar. En ótti hreppsnefndar við sveitarþyngsli vegna Stefaníu varð ástæðulaus. Hún var svo fjölhæf til verka, að henni varð betur til með vinnu en öðrum. Hún gekk fyrst og fremst að síldarsöltun og fiskvinnu, þeg- ar þess var kostur. En hún þvoði líka þvotta, tók menn í þjónustu og sleppti engu tækifæri. — En því óskiljanlegra var mér alltaf, hvernig henni vannst tími til að sinna sínu eigin heimili; sauma og vinna í föt á börnin sín, stunda sjúklingana og hirða allt sem bezt mátti verða — og síðast en ekki sízt — tala við börnin — auðga anda þeirra — því að hún unni skáldskap og bókmenntum, þótt lítill timi væri afgangs til lestrar. Frostaveturinn mikla,1918, var mesta harðindaástand i Siglu- firði. Fjörðinn fyllti af ís svo allar samgöngur tepptust. Kol voru af mjögskornum skammti. Garðmat- ur og slátur fraus og ónýttist víð- ast. Mjólkin datt úr kúnum, því að víða fraus í fjósum, og að minnsta kosti í öðru hverju húsi fékk fólk- ið skyrbjúg og voru margir illa haldnir. Minnist ég margra rauna- legra atburða frá þeim tíma. Væri ekki ófróðlegt, að ýmsir þeirra væru rifjaðir upp, því að unga fólkið nú á tímum hefir svo lítið haft af skorti að segja, að það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.