Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 OMBÖK í dag er sunnudagurinn 23. desember, sem er 4. sunnudagur í jólaföstu, og 357. dagur ársins 1973. Haustvertfð lýkur. Þorláksmessa. Ardegisháflæði er kl. 05.41, síðdegisháflæði ki. 17.59. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öilum lýðnum; þvf að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. (Lúkasar guðspjall 2. 8 — 12). Þann 10. nóvember gaf séra Ragnar Fjalar Lárusson saman f hýónaband í Langhoitskirkju Fjwiwyju Jónu Þorsteinsdóttur ag Wlmar Grétar Sverrisson. Betmili þeirra er að Goðheim- 14, Reykjavik. Þann 10. nóvember gaf séra Bjarni Sigurðsson saman i hjónaband í Árbæjarkirkju Helgu B. Atladóttur og Bjarna M. Bjarnason, pípulagninga- mann. Heimili þeirra er að Álftamýri 58, Reykjavík. (Studio Guðmuridar) Lárétt: 1. farðar 5. fugl 7. nauð 9. ósamstæðir 10. störfum hlaðin 12. 2 eins 13. á fingri 14. ræktað svæði 15. hljómnum. • Lóðrétt: 1. læsingarnar 2. líkams- hluti 3. ögninni 4. ósamstæðir 6. öldnum 8. umhyggja 9. verkfæri 11. ólogin 13. ullarvinna. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1. særða 6. agn 7. auli 9. AA 10. skálann 12. tá 13. etin 14. aga 15. rotin. Lóðrétt: 1. sála 2. ægilegi 3. RN 4. ásanna 5. Iastir 8. UKA 9. ani 11. átan 14. at. IKROSSGÁTA SA IMÆSTBESTI Þann 3. nóvember gaf séra Jóhann S. Hlíðar saman í hjóna- band- í Hveragerðiskirkju J*- höitnu Olafsdé«ti»r og Pétur Sigurðsson. Heimili þeirra er að Safamýri 40, Reykjavík. (Studio Guðm.) Bankastarfsmaður hringdi í viðskiptavin til að segja honum frá því, að hann væri kominn með yf- irdrátt á ávísanareikningi sínum. — Er það virkilega svo, sagði maðurinn, viltu fara og gá að því hvað ég átti mikið inni á reikningnum um síðustu mánaðarmót. Bankamaðurinn gerði það, og kom aftur með þau tíðindi, að rúmar þrátíu þúsund krónur hefðu þá verið á reikningnum. — Hringdi ég þá í ykkur til að skammast út af því, spurði maðurinn og skellti á. Blöð og tímarit Nóvemberhefti Urvals er ný- komið út. Efni er m.a.: I bjarn- dýrsklóm eftir John og Frankie O’Roear, Blómin gerðu krafta- verk, eftir Peggy Mann, Á puttan- um í dauðann, eftir Nathan M. Adams, Sjónin prófuð heima, eft- ir George A. W. Boehm, Allir I safari, eftir Ronald Schiller, Ögnarstund við Shoshone-ána, eftir Joseph P. Blank Henry Ford súperstjarna í viðskiptum, Maður- inn, sem vill ekki gleyma, eftir H.P. Blank, Ráðast Rússsar á Kín- verja, eftir Joseph AIsop, Fræki- leg hjálp á hættustund, eftir Har- old Horwood, Iran, lykill Mið- Austurlanda og Úrvalsljóðið: Hallgrimur Pétursson, eftir Matt- hias Jochumsson. — Urvalsbókin er að þessu sinni Övinur við hlið- in, eftir William Craig. 10 f_jwr H«3 £ . . . að hafa jóla- kortið frá honum uppi við TM Reg U.S Pot Off—All riohtv reterved 1972 by lov Angelet Timej Ketkrókur og Kertasníkir I dag kemur Ketkrókur. Hann er dálítið varasamur, þvf að hann er ekki með öllu ráð- vandur. Hann á það nefnilega til að taka kjöt ófrjálsri hendi — og þá auðvitað hangikjöt. Bezt þykir honum hangikjöt af sauðum, sem gengið hafa á Hólsfjöllum. Ketkrókur veit sem er, að margir sjóða hangi- kjötið á Þorláksmessu, og þess vegna er full ástæða til að gæta þess vel, að hann komist né ekki nálægt k jötkötlnnum. Kertaaæfkir rekur »v» lest- ina og kemur hann til manna- byggða á morgun. Ilann er svo góður í sér, greyið, að hann er ekki að snfkja fyrir sjálfan sig eingöngu, heldur gefur hann aftur flest þau kerti, sem hon- um áskotnast. Jólasveinarnir fara svo sftur til sfns heima f þeirri röð, sem þeir komu til byggða. A jóladag fer Stekkjastaur, á annan f jólum fer Giljagaur, og þannig fara þeir einn af öðrum, — síðastur fer Kerta- snfkir svo á þrettándanuoi, og þá eru jólin Ifka báin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.