Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 ó (joldinu Austrar A usturbœjarbíó Handagangur í öskjunni (W hat’s up, Doc?) Leikstjóri: Peter Bogdanovich. Aðalleikarar: Ryan O'Neal, Barbara Streis- and, Kenneth Mars, Madeline Kahn. •k it -k Nafnið What's up, Doc? er fengið að láni úr Bugs Bunny teiknimynd og öll er myndin eíns konar samansafn af tilvitnunum í aðrar myndir. Leikstjórinn Peter Bogdanovich hefur áður gert vel þekkta mynd, sem nefnist ,,The Last Picture Show'*, og af þessum tveim myndum má ráða. að hér er á ferðinni at- hygiisverður leikstjóri. Bogdanovich er vel kunnugur bæði gömlum og nýjum kvik- myndum og lét hann hafa eftir sér, er hann var að hefja töku What’s uþ, Doc?, að hann vildi gera myndir eins og þær, sem hann hefði sjálfur haft gaman af. 1 myndinni blandar hann saman skopstælum brotum af alls konar fyrirbirgðum í kvik- mvndasögunni eins og t.d. Keystone Cops, Harold Lloyd, Bogart og Casablanca. Bugs Bynny. Marx-bræður, Bullit og Love Story, en aðal uppistaðan er tekin úr gamanmynd eftir Howard Hawks, „Bringing up Babv“ frá árinu 1938. Sagan, ef sögu skyldi kalla, fjallar aðal- lega um endalausan mis- skilning í sambandi við 4 ferða- töskur, sem allar líta eins út. í einni er hernaðarleyndarmál. sem ríkisrekinn spæjari er á eftir, í annarri gimsteinar, sem freista hótelþjófa, í þeirri þriðju steinar í eigu tón- fræðingsins Howard Bannisters og i þeirri fjórðu — undirföt. Fyrir utan töskurnar er Howard aðalpersónan ásamt unnustu sinni — og svo er það stúlkan, sem getur ekki hætt að ásækja Howard, þrátt fvrir ein- dregin mótmæli hans. Málin gerast snarlega æði flókin, og þegar allt er komið í hnút svo sem í miðri m.vnd. fer Bogdanovich bará með myndina niður í svart og byrjar svo ferskur morguninn eftir eins og ekkert hafi i skorist. Frábær Salómons-lausn á vondu máli. Enda eiga gamanmyndir ekkí að stjórnast af einhverri leiðin- legri rökhyggju eða raun- stefnu. What’s up, Doc? er miklu nær hinu hugmyndaríka og frjálsa teiknimyndaformi, þar sem allt getur gerzt, heldur en nokkur önnur leikin mynd, sem ég man eftir að hafa séð. Eg mínntist aðeins á skop- stælíngu, m.a. úr „Love Story’’ þar sem Ryan O’Neal lék einnig aðalhlutverk. Flestir muna eflaust eftir frábærri setningu úr þeirri mynd, sem lýsti innri speki myndarinnar, „Love means never having to say you are sorry“. Það er vert að taka eftir þvi, hvaða mat Bogdanovich gerir sér úr þessari setningu. og afgreiðir þar með setninguna endanlega. SSP ic ★ ★ Hér kemur önnur frá- bær skemmtun okkur til handa í örgu skammdeginu. Bogdanowich hefur verið legið á hálsi fyrir að hugm.vndirnar að myndinni séu víðs vegar að, fáar upprunalegar. en hvaða máli skiptir það? Aðalatriðið er. að myndin er bráðskemmti- leg. stórkostleg endaleysa. SV Háskólabíó Áfram með vcrkföllin eða Carry on at your Convenience eða Carry on Around teh Bend. O Þetta er. eins fíg áður hefur komið fram. 22. myndin i þess um flokki. Leikararnir eru þeir sömu, kimnin sú sama og brandararnir — ja allavega keimlikir. Þetta er því ekkí frumlegt verk og áhorfendur geta verið öruggir um, hvað bið- ur þeirra á tjaldinu,. hafi þeir áður séð einhverja af þessum 22, sem ruddu brautina. SSP Kópavogsbíó Eiknalíf Sherlock Holm- es. (The Pivate Life of Sher- lock Holmes) Leikstjóri: Billy Wilder. Aðalleikarar: Robert Stephens, Colin Blakely og Garaldine Page. ir Billy Wilder, sem er leik- stjóri þessarar myndar, var þekktur hér áður fyrir næstum þvi góðar gamanmyndir, meira að segja allvel þekktur. Einka- lif Sherlock Holmes er eins konar gamanmynd, þó á svo fín- legan, brezkan hátt, að hætt er við, að fyndnin týnist. Wilder leggur mikið upp úr réttu um- hverfi og tiðaranda. og hefur að sögn tekizt þar vel upp. En kvikmyndin er ekki bara leik- tjöld og tíðarandinn bætir hvorki upp þá spennu eða fyndni, sem handritið vantar. SSP Hafnarbíó NÚTÍMINN ★ ★ ★ ★ Ekki kæmi mér á óvart þó að Hafnarbíó gæti stát- að af bestu jólamyndinni í ár. „Nútíminn” er hvort tveggja, frábær skemmtun og ádeila á harðneskjulega veröld og kald- ranalegt umhverfi. Gagnrýnir ómennska vélvæðinguna og lýs- ir af alúð samúðinni með smæl- ingjanum, sem reyndar kemur fram i öllum myndum Chapl- ins. Myndin er gerð á krepp- unni miklu, atvinnuleysið alls- ráðandi, hungurvofan vofði yf- ir. Sveltandi fólk, óeirðir, lög- regla og uppflosnun hvert sem litið var. En þennan efnivið setur Chaplin fram á svo bráðfynd- inn hátt, að áhorfandinn veltist um af hlátri. Tækni hans sem gamanleikara er með ölikind- um, hreyfingarnar, fasið og svipbrigðin. Þess má geta að „Nútíminn", er síðasta þögla mynd Chaplins, og jafnframt sú síð- asta sem hann kemur fram í i hinu fræga fiækingshlutverki, sem okkur öllum þykir svo vænt um. Og í myndarlok heyrum við þennan litla góðkunningja okk- ar tala. eða réttara sagt syngja, f fyrsta og síðasta sinn. Þetta er jafnfram eitt bráðfyndnasta at- riði myndarinnar. Chaplin á að koma fram á veitingastað og O GAMLA BlÓ frumsýnir um þessí jól eina af hinum frábæru teiknimyndum Walt Disney „Hefðarkettirn- ir“, (nú myndasaga i Morg- unblaðinu). Þrátt fyrir að myndir hans séu gerðar með börnin sérstaklega i huga, þá hafa þær löngum veitt hinum eldri góða skemmtun, semsagt, sannkallaður fjöl- skyldumyndir. O TÓNABIO hefur valið sem jólamynd i ár hasar- myndina „The Gelaway", sem gerð er af Sam Peckin- pah. Fjallar hún um djarfa flóttatilraun úr fangelsi. Myndin komst í heimspress- una á sínum tima, er það kvisaðist út að aðalleikend- urnir, þau Steve McQueen og Ali McGraw, væru farin að elskast víðar en fyrir framan kvikmyndavélamar syngja. Hann getur ekki munað textann, og fær hann þvi skrif- aðan á manséttuna. Iiún týnist, svo hann verður að semja sinn eiginn. Og ef einhver kynni að hafa áhuga á að sjá þennan makalausa texta á prenti, þá læt ég hann fylgja með i grein- arlok. Þetta orðarugl syngur Chaplin af þvilíkri innlifun og með þeim kostulegu tilþrifum að textanum er borgið, og jafn- vel örgustu leiðindakrákur hljóta að veltast um af hlátri. „E1 pwu el se domtroco La spinach or la tuko Cigaretto tolo toto E rusho spagaletto Senora ce la tima Voulez vous la taxi meter Le jonta tu la zita Je le tu te tu le twaa Lusem apprer how mucher E se cofess a potcha Ponka walla ponka wa.“ ★ ★ ★ ★ Nútíminn er tví- mælalaust eitt helzta meistara- verk skopmyndanna og styrkist sem sfgílt listaverk við hverja cndursýningu. Erlendur Sigurðsson. Bæjarbíó Þrír ganga ekki upp í tveimur. ★ Sagan af þríhyrningssam- bandi er orðin svo marg- tugginn, að meira en litið þarf orðið tíl að gera því efni áhuga- verð skil. En þegar handrit og stjórn er jafn snauð og í þessari mynd megnar jafn ágætur leikari og Rod Steiger ekki að bjarga neinu. Aðalhlutverk: Rod Steiger og Claire Bloom. Stjórn: PeterHall. Erlendur Sigurðsson. Nýja bíó Hello Dolly ★ ★ Dans og söngvamynd, gerð til að skemmta aliri fjöl- skyldunni eins og sagt er og ekkert til sparað til að skemmtun sú verði sem íburðar mest. En ávallt verða einhverj- ir útundan og nú er röðin komin að unnendum kvik- myndaformsins að bera skarðan hlut frá borði, sparnað- urinn beindist allur inn á braut kvikmyndalegra vinnubragða. Aðalhlutverk: Barbara Streisand og Walter Matthau. Leikstj. Gene Kell.v. Erlendur Sigurðsson. Laugarásbíó JESUS CHRIST SUPERSTAR Aðalleikarar: Ted Neely, Cari Anderson, Yvonne EIli- man. Leikstjóri: Norman Jewison. Hljómsveitarstj.: Andre Previn. ★ ★ ★ Efnið er óþarft að kynna, tónlistin er lítillega endurbætt. en að öðru leyti er hér sama verk til grundvallar og f söngleiknum. Það, sem nú bætist við, eru óendanlegir möguleikar og frjálsræði í sviðssetningu og annars konar hrynjandi með tilkomu kvik- m.vndatöku og myndklippinga. Söngleikurinn öðlast nýtt mál; myndamálið. Myndhrynjaridin er nú jafn nauðsynleg og hljóð- fallið eitt áður, og það má því segja, að hinir nýju höfundar Superstar, fvrir utan leik- stjórann, séu kvikmyndatöku- maðurinn Douglas Slocombe, ieikmyndateiknarinn Richard MacDonald og klipparínn Anthony Gibbs. Sem gagnrýnis- laus afþreying er Superstar, i 35mm Todd AO og með 4-rása segultón, mikið „show“ og fjögurra stjörnu virði. Margt er einnig mjög smekklega gert i myndinni, eins og t.d. söngur Mariu, sem er myndlega fallegt atriði og einfalt. Híns vegar eru önnur atriði, og þá sér i lagi dans- og hópatriði, þar sem margt hefði mátt betur fara, ef graant er skoðað. SSP 1 HAUST hafa verið sýndar hér í kvikmyndahúsum tvær dæmi- gerðar kínverskar nýlinumynd- ir. Eru það Big Boss, sem sýnd var í Tónabíó, og Glæpamanna- flokkurinn í Háskólabió. A meginlandinu hafa austrarnir átt miklum vinsældum að fagna og dregið fram bros á varir margs kvikmyndahúss- eigandans. Þessar yfirdrifnu hasarmyndir njóta aðsóknar og hefur þeim hlotnazt sá titill að vera kallaðar arftaki „spaghetti vestrans”, sem löngu er úreltur orðinn vegna margfaldra endurtekninga. Ekki álít ég raunsætt að spá austranum lengra Iífs en fyrirrennara hans, tel líklegra, að hann tapi fljótt áhrifamætti sinum, þar sem um er að ræða hráa verk- smiðjuframleiðslu, sem byggir sina afkomu á nýjungagirni áhorfenda. Það, sem einkennir helzt hin- ar ný-kinversku sakamála- myndir, er að öllu er fórnað, bæði raunsæi jafnt sem hefð- bundnum einkennum, til að ná fram nógu sterkum taugakipp- um meðal áhorfenda. Markmið- ið er það eitt að skapa hraða og spennu. Tilbrigði í kvikmynda- töku eru einnig nánast sagt furðuleg og flestum brellum beitt. I tveggja mínútna atriði má búast við, að það sé tekið frá fjölda sjónhorna með mismun- andi Iinsum, spéspeglum, „filterum” og jafnvel klippt inn „flash-back“ og ,,slow-motion“. Síðan er þjappað inn hljóm- áhrifum, þar sem flugvéladrun- ur og skammbyssuskot eru ó- spart notuð til að undirstrika högg þau og pústra, sem leikurnum er svo gjarnt að rétta hver öðrum í atriðum sín- um. Bruce Lee, kínverskur leikari fæddur í Bandaríkjunum, er Clint Eastwood þeirra ská- eygðu. Eftir að hann hafði leik- ið í aðeins fimm myndum, en orðið milljónamæringur af (á dollaravísu), dó hann úr inn- vortis blæðingum, sem voru af- leiðing af slagsmálaatriðum hans. Myndir þær, sem hann lék í, voru: Big Boss, First of Fury, Way og the Dragon, (sem hann stjórnaði einnig), Came ol Death og Enter the Dragon. Eins og áður hefur verið á minnzt hjfa vinsældir aust- rænna verið sérstaklega miklar og þeir gefið af sér gffurlegann ágóða til kvikmyndahúsanna. Þeir hafa jafnvel slegið öll met, hvað varðar ágóða og sæta- nýtingu. Samkvæmt brezkum heimildum ætla ég að nefna nokkrar tölur. Warner Leicest- er Square sýndi King Boxer og rakaði inn 42.000 pundum á tveim mánuðum. Rialto hafði sýnt Fist of Fury í hálfan mán- uð og hefði hún þá gefið af sér 12,898 pund. 21.200 manns höfðu sótt sýningar á þessum tíma, en sætatala hússins er 580. Kínverska kvikmyndafram- leiðslan er að mestu einokuð af tveim bræðrum, Shaw Brothers. Run Run- 65 ára, með aðsetur í Hong Kong, og 73 ára Runme í Singapore. Þegar þeir byrjuðu sinn feril, 1924, átti Runme Shaw eitt kvikmynda- hús, en nú eiga þeir bíókeðju, sem samanstendur af 140 hús- um um alla Suðaustur-Asiu. Kvikmyndaverksmiðjur þeirra í Shaws framleiða 40 myndir á ári. Flest allir starfsmenn þeirra búa á upptökusvæðinu og vinna þeir 8 klukkustundir á dag, 362 daga á ári. Þarf svo nokkurn að undra, þó að menn minnist á atorku þeirra gulu. o SIGUROUR SVERRIR PÁLSSON VALDIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.