Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 <á*P Gunnar Bjarnason ráðunautur: Að hugsa Flóin verður sýnd á annan í jólum — Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnars- son í hlutverkum sínum. . , ’* Skálkaskemmtan í Iðnó Jólaverkefni Leik- félags Heykjavíku r er að þessu sinni,< frægur sígildur ádeiluleikur. Volpone — eða refurinn, eftir Ben Jonson í leik- gerð Stefans Zweig. Ben Jonson var samtímamað- ur Shakespears og sá höf- undur Elísabetartímans, sem mest sagði veröld- inni til syndanna í beizk- um ádeiluleikjum. Jon- son skrifaði Volpone árið 1604 en Zweig endurrit- aði leikinn árið 1926 og gerði ádeiluna alla gam- ansamari en hún er í frumgerð Jonsons. Leikurinn gerist í lit- -ríku umhverfi Feneyja á endurreisnartímanum. Þar er óspart gert gys að ágirnd og gullgræðgi mannsins. Aðalpersónur leiksins eru hrekkjalóm- ar, sem etja þeim saman, sem öllu vilja fórna til að öðlast meiri auð, og hafa til þess ráð undir rifi hverju. Ásgeir Hjartarson hefur þýtt leikinn, en Steindór Hjörleifsson leikstýrir Volpone og Steinþór Sigurðsson hef- ur gert búninga og leik- myndir. í leiknum eru 13 hlutverk: Helgi Skúlason leikur refinn Volpone. Pétur Einarsson fer með hlutverk Mosca, sníkju- dýrsins, sem beitir gam- ansömum brögðum til að etja mönnum saman í kapphlaupinu um gullið Aðrir leikarar eru Bryn- jólfur Jóhann.esson, (’iiið- muijdur Pálsson. Jón Síg- urbjörnsson, Kárl -Guð- mundsson, Kjartan Ragnars'son, Sigríður Hagalín, Sigurður Karls- son og Valgerður Dan. Volpone var sýndur hjá Leikfélagi Reykjavík- ur fyrir 25 árum. Svo skemmtilega vill til, að Brynjólfur Jóhannesson, sem þá fór með eitt af stórhlutverkum leiksins. hlutverk okrarans Cor- baccio, fer nú aftur með sama hlutverk. Frumsýning á Volpone verður laugardaginn 29. de$ember. Á annan í jól- um sýnir Leikfélag Reykjavíkur Fló á skinni í 152. sinn, en uppselt hefur verið á allar sýn- ingar á þeim gamanleik til þessa. Flóin verður ársgömul á jólunum! Tilefnið þess, að ég legg nú orð í þelg um hestaútflutniiigsskatt, eru eftirgreind ummæli Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðu- nauts í grein hans „Til rangæskra „hrossabænda““ í Tímanum þriðjudaginn 27. rióvember og Morgunblaðinu 19. desember. „Alþingismenn þeir (þ.e. Ingólfur Jónsson ög Ágúst Þor- valdsson. Aths. G. Bj.), sem nú ganga fram í því að höggva af framlögum til stofnverndarsjóðs, hugsa ekki djúpt“. (Leturbr. G. Bj.). — „Þeir kunnaekki að meta það, að til eru þegnar í þjóð- félaginu, sem vilja bjarga sér á eigin spýtur, en liggja ekki alltaf á betli við ríkissjoð um alla hluti.“ Þettá er í fyrsta skipti, sem ég sé því haldið fram af starfsmanni Búnaðarfélags íslands, að opin- berir styrkir til búfjárkynbóta sé betlipeningur úr rikissjóði. Vilji fulltrúar landbúnaðarins á Búnaðarþingi staðfesta þessa skoðun, þá væri rökrétt (djúpt hugsað) að leggja niður öll opin- ber framlög til þeirrar starfsemi í landinu og virða þannig þann heílaga rétt ba'ndastéttarinnar að „vilja bj’árga sér á eigin spýtur". Til hvers er stofnverndar- sjóðurinn ætlaður? L Honum er ætlað það hlutverk %\as hjálpa íslenzkum aðilum að nota forkaupsrétt til að glata ekki úr Jancjlnu beztu stóðhestum, sem .erlendir kaupendur bjóða verð i fratn yfir' kaupgetu islerizkra kyn- bótafélaga. • Ilér gæli verið um að ræða í mesta lagi 2 eða 3 stóðhesta á ári, sem íslénzkir aðilaiv legðu veru- legt kapp á að halda eftir. Þegar þannig stendur á, v?;ri ekki Ásanngjarnt að ætlast til, að kyn- bótafélögin greiddu sjálf helnling verðsins, ef fé fengist á móti í -hverju tilviki annars staðar frá. Nú ætlast þeir til þqss, Ágúst Þor- valdsson og Ingólfur Jónsson, að það standi óbreytt, að innheimt sé í stofnverndarsjóðinn 20% gjald af seldum stóðhestum úr Frá æfingu á Volpone — jólaverkefni Leikfélags Reykjavíkur — Pétur Einarsson, Brynjólfur Jóhannesson og Helgi Skúlason í hlutverkum IVIosca, Corbaccios og Volpones. landi og 10% af l.-verðlauna hryssum, sem skráðar hafa verið í ættbók Bfl. Isl. Ef eitthvert árið vantaði fé í sjóðinn, væri ekki ósanngjarnt, að ríkissjóður hlyp* undir baggann, og væri æskilegt, að þetta fyrirkomulag væri gert að lögum og sett í skipulagsskrá stofnverndarsj óðs. Hver mun greiða gjaldið til stpfnverndarsjóðs, ef „djúpt er hugsað" og málið skoðað niður í kjölinn? Þorkell Bjarnason segir í grein sinni: „Höfuðatriði málsins er það, að kaupandi á að greiða gjaldið til stofnverndarsjóðs," og enn fremur segir hann um sama efni: „en fyrir okkur, sem unnun* að því að koma sjóðnum á laggirnar, vakti fyrst og fremst það að vernda stofninn, missa ekki úr landinu úrvals stóðhesta vegna peningaleysis. I.áta svo erlenda kaupendur borga brúsann." (sic!) (Leturbr. G. B j.). Ég vil nú sýna fram á, að það er mjög „djúpt hugsaður“ mis- skilningur hjá Þorkeli Bjarnasyni og öðrum málsvörum útflutnings- sftattsfns að halda því fram, að skatturinn sé borgaður af útlend- irigum öðru vísi en sem hluti af útflutriingsverði hrossanna. Hér gíldir -sama regla og fyrir aðrar útflutriingsvörur. Hún væri ný og góð þessi ,,djúphugsaða“ hag- fræði Þ. Bj. til athugunar og eftir- breytrii fyrir ríkissjóð til að hjálpa t.d. togaraútgerðinni í tap- rqkstrarvanda, — sem sé: leggja útflutningstoll á seldan togara- fisk, sem nemur taprekstrinum, og „láta svo erlenda kaupendur borga brúsann“. Hvort sem um er að ræða gjald til stofnlánasjóðs, til búnaðar- málasjóðs, til eftirlaunasjóðs bænda (nú er greitt hundraðs- gjald til allra þessara sjóða) — eða þessi 10—20% til stofn- verndarsjóðs hinna „djúpt hugsandi" ný-forystuliða bænda- stéttarinnar, þá hlýtur það ætíð að köma inn í dæmið sem frádráttarliðir af C.I.F. verði hrossanna, á sama hátt oS flutningskostnaður og önnur slík útgjöld. Hér á eftir vil ég sýna lesend- um, hversu hár þessi útflutnings- skattur hefði orðið fyrir allt árið 1973 og hversu marglr þeir eru „Þegnar í þjóðfélaginu, sem vilja bjarga sér á eigin spýtur, en liggja ekki alltaf á betli við ríkis- sjóð um alla hluti“, eins og hrossaræktarráðunauturinn kemst að orði um þennan út- flútningstoll oggreiðendur hans. Fjöldi seldra hryssna 1973: um 410. Andvirði seldra hryssa: um 14,4 millj. kr. Stofnverndarsjóðsskattur, af andvirðinu: um 1.440,000.— kr. Fjöldi seljenda: Meðal-stofnverndarsjóðsskattui' á seljanda: um kr. 9250.— Hæstj greiðandi þarf að borga kr. 166,000.—. Ef nokkuð er „djúpt hugsað“ ' sambandi við lagagerð um leggja svona skatt á örfáa hrossa- framleiðendur, þá er það aðeins „djúpt hugsað" ranglæti, mætti lika kalla það grunnt hugsað réttlæti, sem ég held að se nær sanni að vera. En hver vill taka að sér að inn- heimta slfkan ranglætisskatt? Gunnar Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.