Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 27 — Leðurblakan Framhald á bls. 10 Leðurblökuna þarf tæpast að kynna hér á landi, þvi að margir munu minnast þess, að Þjóðleikhúsið sýndi þessa óperettu á fyrstu starfsárum sínum eða nánar tiltekið á árunum 1952 og 1 953. við miklar vinsældir. Leðurblakan var frumsýnd í Vínar- borg þann 5. april 1874 fyrir tæpum 100 árum, en siðan er Leðurblakan sýnd stöðugt um allan heim við jafn miklar vinsældir. j þvi sambandi má geta þess, að Leðurblakan verður einnig sýnd á Konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn um þessijól. Leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu er Erik Bidsted. ballettmeistari og leik- stjóri, en hann hefur starfað mikið hjá Þjóðleikhúsinu. bæði sem ballettmeistari og leikstjóri. Síðast stjórnaði hann hér söngleiknum Ég vil — ég vilfyrir Þjóðleikhúsið. Ragnar Björnsson stjórnar hljóm- sveitinni, en leikstjóra til aðstoðar við leikstjórnina er Herdís Þor- valdsdóttir. Lárus Ingólfsson er leikmynda- og búningateiknari. Helztu hlutverkin eru leikin og sungin af: Sigurði Björnssyni, Garð- ari Cortes, Guðmundi Jónssyni, Svölu Níelsen, Kristni Hallssyni, Magnúsi Jónssyni og Elínu Sigur- vinsdóttur og Sólveigu Björling, enn- fremur eru leikararnir Ámi Tryggva- son og Lárus Ingólfsson i veigamikl- um hlutverkum. Alan Carter ballettmeistari æfir og semur dansana f Leðurblökunni, en dansarar eru all-margir i sýningunni. Félagar úr Þjóðleikhúskórnum syngja auk þess með. Johann Strauss, yngri, höfundur tónlistarinnar er fæddur i Vinarborg 25. október 1825. Faðir hans. Jó- hann Strauss eldri, varfrægur hljóm- sveitarstjóri og tónskáld. en hann vildi láta son sinn taka eitthvað nyt- samara fyrir en tónlistina. J. Strauss gekk þvi menntaveginn og tók verk- fræðipróf við háskólann, en stundaði nám i fiðluleik á laun, og 1 9 ára að aldri stjórnaði hann i fyrsta skipti hljómsveit, sem hann kom sér upp sjálfur. Þegar faðir hans dó, tók hann við stjórn hljómsveitar hans og hélt tónleika i Vinarborg, Þýzkalandi og i Póllandi við góðar undirtektir. Eftir Johann Strauss yngra, liggur mikið af tónverkum. Alls samdi hann 16 óperettur og þekktastar af þeim eru Leðurblakan. Sigaunabaróninn, sýnd i Þjóðleikhúsinu vorið 1961, Nótt i Feneyjum, Vinar blóð og fl. Johann Strauss hefur oft verið nefndur „konungur Vínarvalsins" og eftir hann liggur mikið af undurfögr- um völsum og öðrum tónverkum: Dóná svo blá, Sögur úr Vinarskógi, Listamannalif og fl. Johann Strauss lézt 3. júní 1899 Dansk Julegudstieneste f HÁTEIGSKIRKE 2. juledag kl. 1 7. Dansk Kvindeklub, Dansk isl. Samfund, Dannebrog, Skandinavisk Boldklub, Det Danske Selskab. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVfKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, a8 sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess a8 tryggja öruggt rafmagn um hátíðirn- ar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi. IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfangadag og gamlársdag. Forðizt, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtimis, t.d. raf- magnsofna, hraðsuðukatla og brauðristar— einkanlega með- an á eldun stendur. 2Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snerti- hættu. Illa meðfarnar lausa taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af v'iðurkenndri gerð. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum („öryggjum"). Helztu stærðir eru: 10 amper Ijós 20 — 25 amper eldavél 35 amper ibúð. 4Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumtæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr ibúð, (t.d. eldavél eða Ijós) getið þér sjálf skipt um vör i töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. 6Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja til gæzlumanna Rafmagnsveitu Reykjavikur Bilanatilkynningar i sima 18230 allan sólarhringinn. Á aðfangadagskvöld og gamlársdagskvöld til kl. 21 einnig i simum 86230 og 86222. Vér flytjum yður beztu óskir um Gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR ’ Geymið auglýsinguna. pólýfónkórinn — KORSKÓLINN Áramótafagnaður pólýfónkórsins og Kórskólans verður i Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg föstudaginn 28, desember og hefst kl. 0.30. Úrvals skemmtiatriði. Mætið öll og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Veitingastofa NONNA, Stykkishólml óskar öllum viðskiptavinum og starfsfólki gleðilegra jóla °g nýárs, með þökk fyriráriðsem eraðlíða. Frá Viðlagasjóðl Sveitarfélög, sem ekki hafa gert skil á viðlagagjaldi, þurfa að standa skil á gjaldinu fyrir n.k. áramót, ef þau vilja komast hjá frekari dráttarvöxtum. Viðlagagjald má greiða í bönkum eða sparisjóðum inn á reikning Viðlagasjóðs hjá Seðlabanka íslands. Jólatrésskemmtun Brelðflrðingafélagsins verður haldin að Hótel Borg sunnudaginn 30. des. kl 1 5. Miðar við innganginn. Nefndin. Nauðungaruppboð Að kröfu Hauks Jónssonar hrl., Axels Kristjánssonar hrl. Garðars Garðarssonar hdl. og Þorvalds Lúðvíkssonar hrl., verður m/b Þórveig GK 222 þinglesin eign Þórveigar hf. Gindavík, seld á nauðungaruppboði sem haldið verður föstudaginn 28. des. 1973 kl. 14.30 eh. í Dráttarbraut Keflavíkur hf. við Duusgötu í Keflavík. Bæjarfógetinn í Keflavík. VOLVO-eigenflur athugið! Varahlutaverzlun vor verður lokuð frá 27. desember_ 7. janúar vegna vörutalningar. VELTIR h.f. AUGLÝSING frá menntamálaráðuneytinu um rekstrarstyrki til barnaheimila. Eins og undanfarin ár mun menntamfálaráðuneytið veita styrki til rekstrar sumardvalarheimila og vistheimila fyrir börn úr bæjum og kauptúnum á arinu 1 973. Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum, sem reka barna- heimili af framangreindu tagi, Umsóknir um styrki þessa skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsing- um um tegund heimilis, tölu dvalarbarna og aldur. dvalardaga samtals á árinu miðað við tegund heimilis, tölu dvalarbarna og aldur, dvalar- daga samtals á árinu miðað við heils dags vist. upphæð daggjalda, svo og upplýsingar um húsnæði (stærð, búnað og aðra aðstöðu), og upplýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur starfsreynslu og menntun), enn fremur fylgi rekstrarreikningur heimilisins fyrir árið 1973 Sérstök umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir janúarlok 1 974 Menntamálaráðuneytið. 19. desember 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.