Morgunblaðið - 17.01.1974, Qupperneq 15
MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
15
Tanaka fangi í höll
Suhartos í Jakarta
Jakarta, 16. janúar. AP. NTB.
UPPÞOTIN, sem hófust til þess
að mótmæla heimsókn Kakuei
Tanaka, forsætisráðherra Japans,
til Indónesfu, héldu áfram f dag,
annan daginn í röð og beindust
jafnframt gegn indónesísku
stjórninni.
Öllum skólum og háskólum hef-
ur verið lokað og víðtækar öryggis
ráðstafanir hafa verið gerðar til
verndar Tanaka. Skriðdrekar og
vopnaðir hermenn eru hvarvetna
á ferli. Sjö biðu bana íóeirðunum
í gær, að sögn yfirvalda, en níu að
sögn stúdenta, Fimm féllu fyrir
kúlum hermanna og einn var
stunginn með byssusting að sögn
starfsmanna aðalsjúkrahússins í
Rússar trufla
útvarpslestur
úr„Gulag”
Moskvu, 16. janúar — AP
SOVÍTRIKIN hafa byrjað trufl-
anir á vestur-þýzkum útvarps-
sendingum til þess að koma í veg
fyrir, að Rússar heyri upplestur
úr hinni nýju bók Alexanders
Solzhenitsyns, „Arehipelag Gul-
ag“, að því er þýzkar heimildir
hermdu í dag. Byrjaði truflunar-
Kína
tekur
eyjar
Sagion, 16. janúar. NTB.
AP.
KÍNA hefur sent skip inn á
hafsvæðið umhverfis þrjár
óbyggðar og umdeildar
eyjar á Suður-Kínahafi,
Paracel-eyjar, þar sem þeir
hafa sett menn á land þrátt
fyrir tilkall Suður-Vfetnams
til þeirra.
Vuong Van Bac, utanríkis-
ráðherra Suður-Víetnams,
sagði i dag á blaðamanna-
fundi, að skyndileg ögrun
Kínverja fæli í sér ógnun við
frið og öryggi í þessum
heimshluta. Þess er ekki
getið, hvort Kfnverjar hafi
sent hermenn til eynna.
Bac sagði, aðSaigon-stjórn
in væri staðráðin í að verja
yfirráð sin yfir eyjunum.
Þær eru kóraleyjar og rif
um 250 mílur austur af
Vietnam og 150 milur suð-
austur af kfnversku eynni
Hainan. Bac sagði að Kín-
verjar hefðu reist kofa á
eynni og dregið kínverska
fánann að húni.
Kfnverska fréttastofan
sagði fyrir nokkrum dögum,
að tilkall Suður-Víetnams til
eynna væri ólöglegt og að
þær tilheyrðu Kína.
Bac utanríkisráðherra
sagði, að öllum tiltækum
ráðum yrði beitt til að
endurheimta eyjarnar, en
minntist ekki á hermenn.
starfsemi þessi á þriðjudagskvöld
eftir að útvarpsstöðin Deutsche
Welle hóf að senda út upplestur
úr bókinni, en fréttasending á
rússnesku, sem fylgdi í kjölfarið,
hefur hins vegar heyrzt skýrt og
ótruflað.
í september síðastliðnum hættu
sovézk yfirvöld skyndilega trufl-
unum sínum á útsendingum
Deutsche Welle, Voice of Amer-
ica og BBC sem fram fara á rúss-
nesku. Tvær síðastnefndu stöðv-
arnar eru enn ótruflaðar, en þær
hafa ekki sent út dagskrár um
þessa bók.
Radio Liberty, sem útvarpar frá
Múnchen og fjármögnuð er frá
Bandaríkjunum, sendir út upp-
lestur úr bókinni, en hún hefur
hvort eð er verið trufluð árum
saman.
Loðnan treg
við Norðmenn
Þrándheimi 16. ianúar—NTB.
NORSKl loðnuflotinn hefur gef-
ist upp við veiðarnarí bili. lOtil 15
skip, sem haldið höfðu til hafs á
veiðar sneru í dag til baka til
iands. Fiskleitarskip hafa fundið
loðnu, en hún heídur sig hins
vegar fyrir norðan 73. breiddar-
gráðu, og þar eru veiðar'bannað-
ar. Sjómennirnir hafa því ekki
um annað að velja en að bíða
þangað til loðnan kemur nær
ströndinni. 472 skíp eru i flotan-
um, en aðeins örfá þeirra eru
komin norður til Finnmerkur.
Loðnan virðist ætla að koma
seinna en oft áður upp að Noregs-
ströndum. í fyrra fékkst fyrsta
veiðin 17. janúar og árið áður
þann 8.
Jakarta.
Tanaka hefur ekki farið út úr
forsetahöllinni, síðan hann kom
til Jakarta á mánudagsk.völd.
Hann sagði fréttamönnum, að
uppþotin hefðu ekki gert sér
gramt í gði, og talaði um nauðsyn
þess, að sambúð Japans og Indó-
nesiu yrði vinsamlegri og nánari.
Uppþotin í gær beindust ekki
síður gegn Kfnverjum en Japön-
um. Báðir eru sakaðir um arðrán.
Stúdentar réðust á margar verzl-
anir, veitingahús og fyrirtæki,
sem eru i eigu Kínverja. „Lemj-
um alla sem arðræna land okkar
og útrýmum Indónesum, sem
vernda þá,“ var eitt vigorð stúd-
entanna.
Um 200 japanskir bilar og 100
vélhjöl hafa verið eyðilögð í
tveggja daga óeirðum um 5.000
stúdenta og áhangenda þeirra.
Þeir mótmæla meintum yfirráð-
um Japana í efnahagslífi Indónes-
iu, meintum óheiðarleika þeirra í
viðskiptum við Indónesíu og
meintri spillingu indónesískra
embættismanna, sem hagnist á
viðskiptum við Japana.
Tanaka sagði fréttamönnum
eftir viðræður við Suharto for-
seta, að Japanir vonuðu, að Indó-
nesar sæju þeim að staðaldri fyrir
hráefnum. Hann hét einnig stuðn-
ingi við smíði orkuvers og ál-
bræðslu á Súmötru.
Aður en bensínskömmtun var innleidd í Svfþjóð á dögunum, sá
þessi ökumaður sér leik á borði og fékk sér aukaskammt.
Túnis vill hætta
við sameiningu
Túnisborg, 16. janúar.
NTB.AP.
NÝSKIPAÐUR utanríkisráð-
herra Túnis, Habib Chatti, sagði f
dag, að fyrirhugað sambandsríki
Túnis og Líbýu vrði ekki stofnað
gegn vilja Alsírs og Marokkó.
Bæði þessi ríki hafa gagnrýnt
óvænta tilkvnningu um samein-
inguna.
Chatti gætti þess vandlega á
blaðamannafundi að segja ekki
berum orðum, að Túnisstjórn
teldi yfirlýsinguna markleysu.
En hann kvað eindregna andúð
Alsirs og Marokkó á sameining-
unni hafa komið Túnisstjórn á
óvart.
„Við viljum ekki koma á ein-
ingu i anda óeiningar," sagði
Chatti. Hann sagði, að stefnt yrði
að þvf, að fyrirhugað sambands-
ríki næði síðar til Alsirs og ef til
vill Marokkó, en á það yrði að
leggja áherzlu að stofna ekki til
úlfúðar í Norður-Afríku.
Þjóðaratkvæðagreiðsla átti að
fara fram í Túnis um sameining-
una á föstudaginn en henni hefur
verið frestað í að minnsta kosti
fjóra mánuði. Chatti sagði, að
samkomulagið um sameininguna
hefði verið yfirlýsing um megin-
atriði, en ekki áþreifanleg stefnu-
skrá.
Hann sagði, að ekkert samráð
hefði verið haft við Hassan Mar-
okkókonung og Houari Boumedí-
enne um sameininguna, en gagn-
rýndi þó ekki fyrirrennara sinn,
Masmoudi, sem var vikið úr em-
bætti, þegar breytingar voru gerð-
ar á stjórninni á mánudaginn.
Chatti kvaðst ætla að fara til Trí-
poli til viðræðna við Khadafy of-
ursta um sameininguna en sagði
ekki hvenær.
Marsjenko sæt-
ir húsrannsókn
Moskva 16. jan. — NTB
ANATOLI Marsjenko,
Batnandi
olíuhorfur
Genf, 16. janúar. NTB.
VERSTA kafla olfukreppunnar
er sennilega lokið í flestum lönd-
um og atvinnule.vsi hefur ekki
aukizt geigvænlega, sagði vara-
formaður framkvæmdanefndar
Efnahagsbandalagsins, Patriek
Hillery, í dag.
í Bonn er sagt, að Rússar hafi
stöðvað olíusendingar til Vestur-
Þýzkalands fyrir tveimur mánuð-
um og að jarðgassendingar hafi
verið skornar niður um helming.
Þrír gripnir fyrir
ránið á Paul Getty
Róm, 16. janúar. AP. NTB.
ÍTALSKA lögreglan handtók í
dag þrjá menn, sem eru ákærð-
ir fyrir ránið á J. Paul Getty
III, sonarsyni bandaríska auð-
kýfingsins, eftir umfangsmikla
leit allt frá Róm til syðsta odda
italfu.
Einn mannanna var handtek-
inn i Róm, en hinir f héraðinu
Kalabría á Suður-ltalíu. Fjórða
mannsins í málinu er enn leitað
að sögn lögreglunnar. Hinir
handteknu hafa ekkert viljað
segja i yfirheyrslum.
Mennirnir eru allir frá Kala-
bríu. Þeirsem voru handteknir
í Kalabrlu eru Vinceczo
Mammoliti, 43 ára, og Antonio
Mancuso, 35 ára. Mammoliti
var handtekinn í dögun á svo-
kallaðri Vioiasléttu og Mancuso
i þorpinu Cicala. Þeir menn
hafa staðið i nánu sambandi við
Mafíuna.
J. Paul Getty III.
Nokkrir menn i viðbót voru
handteknir meðan stóð á leit-
inni að mannræningjunum, en
þeir voru ekki ákærðir. Lög-
reglan sagði, að vopn og eitur-
lyf hefðu fundizt í fórum
þeirra.
Samkvæmt einni heimild
lagði lögreglan hald á peninga-
seðla sem talið er að hafi verið
hluti lausnargjaldsins, sem
ræningjarnir fengu fyrir fram-
salið á Getty, Getty var sieppt
15. desember gegn 2.7 milljón
dollara lausnargjaldi.
Getty, sem er 17 ára gamall
og þekktur í Róm sem „gull-
hippinn“, hvarf að næturlagi i
Róm 10. júli og fannst á ráfi á
hraðbraut á fjallasvæði
skammt frá Lagonegro í Kala-
bría, fyrir mánuði. Ræningjarn-
ir skáru af honum annað eyrað,
þegar þeir höfðu hann i haldi.
Einn þeirra, sem lýst hefur
verið eftir, er læknir. Ekki er
ljóst hvort hann fjarlægði eyr-
að eða græddi sárið.
áhrifamikiil maður innan
andófshreyfingar mcnnta-
manna í Soiétríkjunum,
skýrði frá þvf í dag, að leyni-
lögreglan KGB hefði nýlega
gert húsrannsókn á heimili
hans og um leið yfirheyrt
hann um kynni hans af neð-
anjarðarblaði einu, sem
nefnist „Yfirlit nýjustu
frétta".
Neðanjarðarblað þetta
hafði komið út i Moskvu með
leynd í fimm ár, unz útgáfa
þess stöðvaðist árið 1972. er
lögreglan hóf mikla rann-
sókn á starfsemi þess.
Marsjenko hélt því fraip i
yfirlýsingu til erlendra
fréttamanna, að tengsl sin
við þetta blað hefðu aðeins
verið átylla KGB fyrir hús-
rannsókninni.
Var lagt hald á ýmis per-
sónuleg plögg Marsjenkos.
svo og á eintak af bók Alex-
anders Solzhenitsyns „Agúst
1914“.
Marsjenko er kunnastur á
Vesturlöndum fyrir bók sína
unt lífið í vinnubúðum Sov-
étstjórnarinnar. Frá þvi árið
1960 hefur hann orðið að
eyða 9 árum í slikum búðum.