Morgunblaðið - 17.01.1974, Side 22

Morgunblaðið - 17.01.1974, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974 Þórgnýr Guðmundsson kennari; Stöðvum áfengisflóðið ÓHUGNANLEG TÍÐINDI. í morgunfréttum Ríkisútvarps- ins, einkum í vikulokin. má tíðum heyra frásagnir, er hljóða á þessa leið, efnisrétt: „Gífurleg ölvun var i Reykjavík i nótt. Allar fangageymslur i borginni voru yfirfullar og skorti þó húsrúm fyir marga, sem taka þurfti úr umferð. Miklar annir voru hjá lögreglunni og margir ökumenn handteknir, grunáðir um ölvun við akstur. — Mikil ölvun var á Akureyri í nótt. Margir gistu fangageymslur lögreglunnar. Ærsl og ólæti á götum úti." Þetta gefur ofurlítinn forsmekk af þvi, sem er að gerast mitt á meðal vor á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar. Hér er að vísu sýndur aðeins einn blettur i ranghverfunni. Öðr- um hliðum mætti að vísu bregða á svið, fegurri og hugþekkari. En hér er áfengisvandamálið rætt, og á þeim vettvangi finnst því miður fátt fagurt eða hugþekkt. Þótt nefndir væru hér tveir staðir og þaðan tekíð sýnishorn almennra frétta, er ekki ætlunin að beina þangað skeytum umfram aðra staði í landinu. Þvílíkar fréttir sem þessár, eru mun tíðari siðustu misserin en áður var, síð- an lögleidd var 40 stunda vinnu- vika. Og um ieið er dýpra tekið í ár með frásagnir. I kjölfar þessarar iagasetningar kom aukin vínnotkun almennings og þurfti engum á övart að koma. Lenging frítímans hlaut að hafa þær afleiðingar. Virðulegu Alþingi missýndist herfilega með þessa löggjöf. Þó munu ekki öll kurl kontin til graf- ar enn, þ.e. ýmislegt mun koma í t Elskulegur maðurinn minn PJETUR STEFÁNSSON Eskihlíð 22A lézt að kvöldi 1 5. janúar s.l. Ijós síðar, sem sannar þetta enn betur. Mjög margar ráðstafanir þingsins i áfengismálunum hafa að litlu haldi komið eða engu, því miður. Frumkvæðið um úrbætur verður að koma frá almenningi, ekki „ofan frá". Um það vitnar bindindisstarfsemin og stórátakið með setningu bannlaganna á sín- um tíma, svo að eitthvað sé nefnt. Þó var afgreiðsla „Ölfrum- varpsins" fræga á sínum tima Alþingi til sóma. En ýmsir þing- menn höfðu þá það aðhald frá kjósendum sinum, sem dugði til að ráða úrslitum. Afengisbölíð hefur fylgt íslenskri þjóð eins og skugginn hlutnum í eilefu hundruð ár. I Egilssögu segir frá því, aðSkalla- Grími þótti ekki fýsilegt að láta son sinn barnungan fara með sér i heimboð „þar sem drykkjur eru miklar". En lítum okkur nær og horfum um öxl eina öld eða þar uin bil. SÓKN HAFIN. SIGUR- VINNINGAR. Arið 1884 var fyrsta bindindis- stúkan stofnuð á íslandi. Tveim árum síðar var Stórstúka Islands stofnuð. Jafnframt því að æ fleirí skipuðu sér undir merki bindindismanna næstu áratugina, var barátta hafin fyrir því að fá löggjöf setta, er bannaði inn- flutning á áfengi til landsins, og siilu á því tii almennings. .Alits þjóðarinnar var leitað á þessari djörfu fyrirætlun og sam- þykkti hún fyrir sitt leyti, við almenna atkvæðagreiðslu árið 1908, að gera þessa tilraun. Mikill meiri hluti kjósenda lýsti sig fylgjandi banni. Allar líkur benda til, að atkvæðamunur hefði orðið enn meiri hefðu konur þá haft kosningarrétt. Varla verður það talin rang- túlkun á niðurstöðunni, að þjóðin hafi litið svo á, að ástandið væri óþolandi og gera yrði róttæka til- raun til úrbóta. Arið 1915 gengu banniögin að fullu i gildi. Vinflóðið var stöðvað. Þetta djarfa spor vakti athygli viða um lönd. GERBREYTT ASTAND. Næstu ár fækkaði mjög afbrot- um. Skýrslur lögreglunnar frá þeim tima sanna þetta. Slysum fækkaði, glæpum og afbrotum ýmiss konar. Heimilin nutu meira Öryggis. Fjármunum fátækrar þjóðar var ekki kastað jafn gálauslega á glæ og áður. Starfs- orka manna nýttist betur. Eru rök fyrir því, að ástandið hafi verið óþolandi, áður en bindindishreyfingin breiddist út og bannlögin gengu i gildi? Vitan- lega metur hver og einn þetta frá sínu sjónarmiði. En benda má á nokkrar staðreyndir: Þjóðin bjó við örbirgð, en eyddi þó ægilega miklum fjármunum hlutfallslega í vínföng. Slys voru öhugnanlega tíð. Menn riðu ofur- ölvi út í ár, stundum i foráttu, þar sem þeir komu að þeim fyrst, náðu ekki landi og létu þannig lífið. Aðrir iögðu kannski'út á ís óreyndan, sem hvorki bar uppi menn né hest og drukknuðu þannig. Enn aðrir lögðu á fjall- vegi um vetur, þegar stórhríð var að ganga í garð, hrepptu byl og urðu úti, af því að þá skorti dóm- greind til að meta aðstæður. Skip og bátar týndust, stundum í blið- viðri, uppi við landsteina, af því að fleiri eða færri af skipshöfnun- um voru viti sínu fjær af of- drykkju. Heimili fóru á vonarvöl vegna óreglu húsráðenda. Glæpir voru drýgðir í ölæði o.s.frv. TILLAGA ÓLAFS AMTMANNS. Til gamans er birtur hér stuttur pistill úr „Minnisverðum tiðind- um" frá 18. öld. Hann sýnir, að einnig þá var við svipað vandamál að etja og hér hefur verið vikið að. „ÓSKAÐ TAKMÖRKUNARÁ BRENNIVÍNSSÖLU. Óiafur amtmaður Stefánsson hefur skrifað stiftamtmanni og borið sig upp undan hinum mikla innflutningi brennivíns. Nefnir hann til dæmis að á hafnirnar I Gullbringusýslu komi nú 200 tunnur af brennivíni. Tillaga Ólafs er sú, að brenni- vínskaup manna verði takmörkuð og fái enginn framvegis að taka út brennivin fyrir meira en tuttugasta hluta þess, sem hann leggur inn.“ (Öldin átjánda, bls. 51. Septem- ber 1769.) Tilraunir hafa verið gerðar til þess að rangtúlka áhrif bindindis- samtakanna og aðflutningsbanns- ins, bæði meðan það var og hét, og einnig eftir að það var afnumið. Nokkrir hafa orðið til þess að gera mæta menn og hugsjón þeirra tortryggilega, bæði fyrr og síðar. Svo langt hafa vissir menn gengíð, að þeir hafa kennt bindindismönnum - og vínbanni um ófremdarástand það, sem í dag ríkir í áfengismálunum. Hins vegar hafa þeir ekki treyst sér til að halda fram, að allt sé ákjósan- legt í þeim efnum. — stundum er seilst helst til langt tii lokunnar. Þessar raddir hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn. Eftir að þetta er ritað segja fréttir, að mjög hafi ölæði manna á almannafæri i Reykjavík minnkað eftir að verkfall fram- reiðslumanna í veitingahúsum hófst. „NÚERKOMIN ÖNNUR ÖLD“. Sennilegt er, að ýmsum þyki sem dvalist hafi verið um stund í dimmum skuggadal og mál sé komið til að dusta af sér rykið og baða sig í sólskini nýrrar aldar. Rétt er það, hún hefur margt hug- þekkt að bjóða og girnilegt. En umræðuefnið verður áfengis- vandamálið tii loka þessarar rit- gerðar. Hversu hugþekkt það er í dag, er annað mál, og verður víst að byggjast úr því efni, sem fyrir liggur. IVIeð menntunina og tækn- ina, sem nútímamenn hafa öðlast, eiga þeir að vera betur brynjaðir i baráttu lífsins en þeir, sem á und- an eru gengnir. Þurfum við þá nokkru að kvíða? Erum við ekki á grænni grein? En þrátt fyrir þetta, berast næstum daglega ógna fréttir um slysafarir og manntjón. Ekki verður áfengisnotkun alltaf um þetta kennt, en í fjölmörgum til- fellum er hún bölvaldurinn enn sem fyrr. Enn fleiri heimili munu nú vera í rústum, hlutfallslega, en áður fyrr, vegna vinneyzlu hús- ráðenda. Ekki hefur fækkað glæpum ýmiss konar, samanborið við það, sem áður var, glæpum sem ölóðir menn fremja. Og al- þjóð ver enn svimandi f járfúlgum f vinföng. Þetta vegur ef til vill salt, nokk- urn veginn, i samanburðinum á nútíð og fortfð. En þó svo væri, höfum við af litlu að státa. En svo kemur annað til sögunn- ar, og þá hallar heldur betur á nútímamenn. 1. Nokkur hluti kvenþjóðarinnar neytir nú áfengra drykkja, marg- ar i óhófi. Sú saga er ný. 2. Ungmennin voru áður útilokuð frá áfengisneyslu. Nú hefur stór hópur þeirra komist á bragðið heldur betur, og enn fleiri eru í yfirvofandi hættu. 3. Bindindishreyfingin nýtur ekki þeirrar virðingar og stuðn- ings, sem hún á skilið. Þetta eru hryggilegar stað- reyndir, og er ekki að undra, þótt ýmsir láti hugfallast, snúi sér undan og yfirgefi orustuvöllinn. Ein úr hópi kvenna, Guðný Gils- dóttir, víkur að fyrsta atriði hér að ofan i „Morgunblaðinu" 2. þ.m. Frúin segir m.a: „Við, sem vorum hér á bannárunum, munum vel, hve ástandið var stórum betra, enda staðfesta skýrslur lögregl- unnar frá þeim tíma þann sann- leika. Nú er ástandið mun verra, þar sem konur hafa niðurlægt sig til drykkjuskapar." (Leturbreyt- ing min. Þ.G.) Siðan segir: „Þetta mál er svo alvarlegt, að öllum er skylt að veita viðnám hið allra bráðasta."— HAGSMUNASAM- TÖKIN ÆTTU AÐ KOMA TIL SKJALANNA. Dreifðir hópar, sem enn veita viðnám, megna alltof lítið. Þeir þurfa liðsauka. Hann þyrfti fyrst og fremst að koma frá hagsmuna- samtökunum, sem sameinuð eru svo sterk, að þau ógna sjálfu ríkis- valdinu, þegar þeim býður svo við að horfa, í samningum um kaup og kjör. Þau mættu um sinn lækkaópin, sem að jafnaði yfirgnæfa allt ann- að á félagsfúndum: kjaramál, kjaramál. Næsta ár, þjóðhátíðar- árið, ættu þau að neyta krafta sinna á víðari vettvangi og takast á við víntískuna, freista þess að breyta almenningsálitinu, að það snúist til andstöðu við ófremdar- ástandi því, sem nú ríkir i áfengismálunum, og veiti stuðn- ing þeim, sem barist hafa góðri baráttu við ofurefli liðs. — Skyidi ekki fjársóun landsmanna, vegna vínkaupanna, koma kjaramálum við? Ættu nú allir, sem vettlingi valda, að skera upp herör um þvert og endilangt ísland með hagsmunasamtökin í fararbroddi. Kjörorðin ættu að vera: Stöðvum áfengisflóðið. Hefjum stórsókn í stað vansæmandi undanhalds. Byggingar fyr- ir aldraða BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tilnefna í nefnd, til að annast und- irbúning og byggingarfram- kvæmdir í þágu aldraðra, eftir- talda menn: Gísla Halldórsson, Gísla Sigurbjörnsson og Öddu Báru .Sigfúsdóttur. Þá hefur heil brigðismálaráð samþvkkt að til- nefna fyrir sína hönd Árna Björnsson og félagsmálaráð hefur tilnefnt Pál Líndal formann nefndarinnar. Borgarfulltrúum Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri mahna er gefinn kostur á að tilnefna hvort um sig einn áheyrnarfulltrúa í nefndina. + Þökkum innilega samúð við andlát og útför fósturmóður okkar, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu. Anton Sigurðsson, Anna Þorsteinsdóttir, Carmen Bonitch. Ásta S. Guðmundsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður og afa HELGA MOGENSEN, mjólkurfræðings. Þórunn Mogensen, börn tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu STEINUNNAR ÁGÚSTU STEINDÓRSDÓTTUR Neðri-Hrepp. Sérstakar þakkir viljum við faera læknum og öðru starfsfólki á Sjúkra- húsi Akraness og Landspítalans fyrir frábæra hjúkrun í veikindum hennar. Einar Jonsson, Jóhanna Hauksdóttir og börn. + Hjartans þakkir til allra sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR Læknum og starfsfólki á sjúkrahúsi Keflavíkur þökkum við góða hjúkrun og vináttu herini veitta. Innilegar þakkir til kirkjukórs Keflavík- urkirkju fyrir hlýhug og vináttu fyrr og síðar Guð blessi ykkur öll Systkinin. + Útför móður okkar ELÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Kirkjuhúsi Eyrarbakka fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 1 9. janúar kl. 1.30 Fyrir hönd systkinanna Guðmann Valdimarsson. + Faðir okkar. ÞORLEIFUR SIGURÐUR SIGURÐSSON, sem andaðist 11 janúar sl , verður jarðsunginn laugardaginn 19. janúar frá Fossvogskirkju kl. 10 30 Laufey Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu eiginmanni minum, FRIDFINNI NÍELSSYNI, Grundarfirði, virðingu og aðstandendum hans samúð með nærveru sínni við útför hans, svo og á margvíslegan annan hátt Guð blessi ykkur öll Fyrir hönd aðstandenda, Jóný Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.