Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974
39
DfKI?. - FRAMHALDSSAGA EFTIR
iVvJui-i MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOO
\ IX í X 1 \ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
AJNJNA ÞÝDDI
40
hnapp undir skrifborðinu. Svo
spólaði hann bandið aftur og
slökkti á tækinu.
Skömmu seinna kom Melander
inn og gekk að borðinu sínu.
— Viltu taka þetta og setja það
með skjölunum.
Melander tók bandið og fór.
Maðurinn, sem hét Folke
Bengtsson sat teinréttur i stóln-
um og horfði svipbrigðalaust á
Martin.
— Þér eruð sem sagt sá eini,
sem við vitum til, sem viðurkenn-
ir að hafa talað við hana.
— Einmitt.
— Það vill víst ekki svo heppi-
lega til að það hafi verið þér, sem
drápuð hana?
— Nei reyndar ekki. Trúið þér |
mér?
— Einhver hlýtur að hafa gert
það.
— Ég vissi ekki einu sinni, að
hún væri dáin. Og ekki heldur,
hvað hún hét. Þér haldið þó ekki
að ég .. .
— Ef ég hefði búizt við, að þér
mynduð játa hefði ég ekki borið
fram spurninguna i þessum tón,
sagði Martin.
— Nú, þá skil ég yður bet-
ur . .. held ég. Var þetta bara
grfn?
— Nei.
Maðurinn þagði.
— Ef ég segði yður, að við viss-
um upp á okkr tíu fingur, að þér
komuð inn í klefa stúlkunnar,
hverju mynduð þér þá svara?
Nokkuð löng þögn.
— Þá gæti ég ekki annað sagt
en að ykkur skjátlaðist einhverra
hluta vegna. En þér mynduð vist
ekki taka svona til orða af því að
þér væruð viss í yðar sök.
Martin sagði ekkert.
— Og hefði svo verið, þá hlyti
ég að hafa komið þangað inn án
þess að vita, hvað ég var að gera.
— Vitið þér vengjulega hvað
þér gerið?
Maðurinn lyfti brúnum.
.-— Já, satt að segja veit ég það.
Svo bætti hann við, mjög ákveð-
inn:
— Ég kom ekki i klefann henn-
ar.
— Þe'r verðið að skilja, sagði
Martin — að þetta er mjög erfitt
mál.
— Ég get vel imyndað mér það.
— Þér eruð ókvæntur?
— Já.
— Eruð þér með einhverri
ákveðinni stúlku?
— Nei. Mér líðu-ágætlega sem
piparsveinn og gæti ekki hugsað
mér að breyta til.
— Eigið þér systkini?
— Nei, ég er einkabarn.
— Og alinn upp hjá foreldrum
yðar?
— Hjá móður minni. Faðir
minn lézt, þegar ég var isex ára
gamall. Ég man mjög óljóst eftir
honum.
— Eruð þér kldrei með konum?
— Ég er ekki alls kostað
óreyndur. Ég er bráðum fertugur
að aldri.
Enn hélt Martin áfram að stara
á hann.
— Þegar þér finnið hjá yður
þörf til að vera með kvenfólki,
farið þér þá á hóruhús?
— Nei, aldrei.
— Getið þér gefið mér upp
nafn á konu, sem þér hafið verið
með að staðaldri um lengri eða
skemmri tima.
— Það gæti ég sjálfsagt, en ég
vil það ekki.
Martin dró skrifborðsskúffuna
út aftur og neri á sér vörina.
— Það kæmi yður nú betur að
nefna einhverja, sagði hann önug-
ur.
— S ú .. . sem ég hef verið með
lengst ... hún, ja, hún er gift
núná og við höfum ekkert sam-
band lengur. Það væri óþægilegt
fyrir hana.
— Það kæmi sér óneitanlega
betur, sagði Martin án þess að líta
upp.
— Ég vil ekki að hún verði fyrir
óþægindum.
— Það er engin hætta á slíku.
Hvað heitir hún?
— Ef það er alveg áreiðan-
legt.. . ja, hún heitir sem sagt Siv
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
£ Ályktanir hópa
og fjölmiðlarnir
A. K. skrifar:
„Velvakandi.
Mikið hefur borið á því, að alls
konar félög og hópar sendi frá sér
ályktanir um hin ýmsu efni. T.d.
er ekki óalgengt að lesa í blöðum
eða heyra upplesið í sjónvarpi eða
útvarpi, að fundur, haldinn tiltek-
inn dag á tilteknum stað, álykti
þétta eða hitt. Hins vegar man ég
varla til þess, að hafa heyrt um
fjölda' ályktendanna, nema ef
vera skyldi á fundi, sem haldinn
var í Háskólabfói, þar sem fundar-
boðendur héldu því fram, að
menn hefðu skipt þúsundum.
Öruggt var, að fundurinn var
mjög f jölmennur, og datt engum í
hug að bera brigður á það, en að
mannfjöldinn hafi verið svo
gífurlegur sem af var látið, dettur
náttúrulega engum heilvita
manni í hug. Vitaskuld var
ályktun þess fundar marktæk,
þótt ekki yrði gripið til þess ráðs
að fara að ljúga til um fjölda
fundarmanna. En sá hópur, sem
stóð að þessum fundi v.irðist ekki
geta vanið sig á annars konar
vinnubrögð en hann hefur beitt
alla tíð, og virðist kjörorðið vera
„tilgangurinn helgar meðalið“.
En þetta var nú reyndar útúr-
dúr. Það, sem ég vildi raunveru-
lega sagt hafa, er það, að þessar
ályktanir, sem rignir yfir íslenzk-
an almenning, eru ekki annað en
marklaus þvættingur. Sem skýr-
ingu á þessari fullyrðingu vil ég
taka dæmi:
Mér væri mér í lófa lagið að
kalla saman fámennan hóp heima
hjá mér (jafnvel spursmál, hvort
ég þyrfti nokkuð að hafa fyrir því
að gera það), siðan gæti ég látið
samþykkja ályktun um nánast
hvað sem væri, vélritað siðan
plagg í nokkrum eintökum, sem
ég síðan skeiðaði með á rit-
stjórnarskrifstofur dagblaðanna
og fréttastofur ríkisfjölmiðlanna.
Útkoman: Alyktun mín á
grundvelli skoðana minna (og
e.t.v. fáeinna skoðanasystkina
minna) blásin upp í fjölmiðlun,
og svo segðu menn andaktugir og
í kór: Hafið þið heyrt um ályktun-
ina frá fundinum uppi á Lauga-
vegi um daginn?
Svo lét ég kannski líða nokkra
daga, eða þar til mér fyndist kom-
inn tími til að fá birta og lesna
eftir mig ályktun aftur, og léki þá
léttilega sama leikinn á ný, e.t.v.
með smátilbreytingu þó, og lík-
lega myndi ég þá senda annan
fyrir mig með plaggið, svona til að
vekja ekki grunsemdir að óþörfu.
Ég er viss um, að fyrir þá, sem
lyst hafa, er vart hægt að finna
sér skemmtilegra tómstundastarf.
% Þegar átti að
eyðileggja
þjóðhátíðina
með
uPPgjafarvæli
Menn eru líklega ekki búnir að
gleyma því fargani, sem dundi
yfir þjóðina á síðasta ári. Þá voru
haldnir fundir svo að segja á
hverju götuhorni og vegamótum,
jafnt í bæjum og borgum, og síðan
sendar ályktanir til hægri og
vinstri þess efnis, að íslendingar
væru svo miklir aumingjar siðan
gaus í Vestmannaeyjum, að þeir
gætu ekki haldið upp á 1100 ára
afmæli íslandsbyggðar. Skorað
var á forsætisráðherra, ríkis-
stjórnina, Alþingi og alla hugsan-
lega aðila að láta af því glapræðis-
áformi að halda upp á afmælið.
Þessi heimskuþvættingur var
látinn vaða yfir þjóðina dag út og
dag inn, öllu almennilegu fólki til
sárrar skapraunar, og áreiðanlega
hefur þessi úrtölusemi og upp-
gjafartónn farið mest í taugarnar
á Vestmannaeyingum sjálfum.
Sem betur fór þagnaði þessi
„háværi minnihluti“ bráðlega, og
nú munum við halda upp á
afmæli íslandsbyggðar svo sem
okkur sæmir.
Sem betur fer er skynsamt og
dugandi fólk á íslandi fleira en
hitt, en dálítið er það stundum
tregt og seint til að taka í taum-
ana.
Það hlýtur að vera krafa okkar
„fjölmiðlaþolenda", að gengið sé
rækilega úr skuggaum það, hvers
konar hópar eru að álykta um
ýmsa hluti áður en þessar skoðan-
ir eru bornar á borð fyrir almenn-
ing í landinu. Færa verður
órækar sannanir fyrir því, hversu
margir hafi verið saman komir á
samkomum, sem senda frá sér
ályktanir til birtingar í fjöl-
miðlum, skilyrðislaust verður að
skýra frá atkvæðagreiðslu um til-
lögur o.s.frv. Það er ekki hægt að
ætlast til þess, að tekið sé mark á
yfirlýsingum, sem staðið er að
eins og ég hef lýst hér áður.
A. K.“
• Byggíng Félags
einstæðra
foreldra
Anna Þóra Stefánsdóttir
skrifar:
„Velvakandi góður.
Horfðir þú á fréttirnar í sjón-
varpinu laugardagskvöldið 16.
febrúar? Þar hafði Svala
Thorlacius viðtal við Jöhönnu
Kristjónsdóttur formann Félags
einstæðra foreldra, vegna bygg-
ingar, sem félagið er að ráðast í
fyrir fólk, sem stendur uppi sem
einstæðir foreldrar. Ýmist eru
þetta ekkjur, ekklar eða fráskilið
fólk, — að ógleymdum litlu
stúlkunum okkar, sem héldu að
þær væru orðnar stórar, en áttuðu
sig of seint.
Þarna á þetta fólk að fá inni á
meðan það er að átta sig á hlutun-
um og koma undir sig fótunum á
ný.
Þar sem ég sat 1 fallegu íbúð-
inni minni með litlu börnin mín
sofandi inni í rúmi, full af
öryggiskennd, fór ég að hugsa,
hvort þetta væri i raun og veru
bara mál þess fólks, sem nú stend-
ur uppi sem einstæðir foreldrar.
Er þetta ekki mál okkar allra —
mál þjóðarinnar í heild?
Lesandi minn líttu út um
gluggann og horfðu á litla barnið
sem leikur sér rólegt í sand-
kassanum af því að það veit, að
mamma er inni að þvo upp eða
þurrka rykið af stofuborðinu og
pabbi kemur heim úr vinnunni kl.
5. Hugsaðu um unglinginn þinn,
sem situr inni í herberginu sínu
og reynir að læra með stereo-
græjurnar á fullu. Hvað bíður
þeirra í framtiðinni? Hver veit
nema þau eigi eftir að standa
uppi einhvern tíma sem einstæðir
foreldrar?
Við höfum áður sýnt og sannað,
að við getum staðið saman og
hjálpað hvert öðru, þegar nauð-
syn hefur krafizt.
Þess vegna vil ég um leið óska
þér, Jóhanna, og félaginu þínu til
hamingju með þetta framtak og
skora á alla íslenzku þjóðina að
hjálpa til.
íslendingar, við skulum sam-
einast um að koma þessari bygg-
ingu i framkvæmd. Við sjálf
börnin okkar eða barnabörnin
gætum þurft á henni að halda ein-
hvern tíma.
Og jafnvel þótt við þyrftum
aldrei á þessari hjálp að haida
persónulega, þá finnst mér mál-
efnið svo nauðsynlegt, að allir
eigi að taka þátt i framkvæmd-
inni.
Ég, sem skrifa þessa grein, vil
endilega láta eitthvað af mörkum
en er ekki alveg viss um hvar er
tekið á móti fjárframlögum
Hefur félagið gíróreikning? Taka
dagblöðin við framlögum eða er
opin skrifstofa? Égyrði mjög feg-
in ef einhver vildi taka að sér a?
svara þessu, því að þá skal ég svo
sannarlega gefa minn hlut.
Anna Þóra Stefánsdóttir."
— Reykjavíkur-
bréf Tanihald af bls. 23
þvi að athuga rækilega með rann-
sóknum íslenzkra manna, hvort
réttar séu þær staðhæfingar Þjóð-
verja að þeir noti ekki „ryksugu-
skip", en þeir munu áreiðanlega
vera fúsir til þess að veita islenzk-
um sérfræðingum aðstöðu til
slíkra rannsókna. Auk þess hafa
þeir fallizt á að takmarka veiðar
sínar við línu, sem er að meðaltali
um 30 sjómilur frá grunnlínum,
en Bretar mega veiða allt að 12
mílum á flestum stöðum.
Það er að vísu vitað, að Þjóð-
verjar eiga auk ísfisktogara -39
stóra nýtízkutogara. Hinir
siðarnefndu geta flakað og fryst
fiskinn um borð og unnið fiski-
mjöl úr úrganginum. En þeir nota
að þvi bezt er vitað sams konar
veiðarfæri og aðrir togarar, einn-
ig okkar eigin skip, og mætti
áreiðanlega sannfærast um það
með fyrrnefndri rannsókn. Þjóð-
verjar hafa auk þess lýst yfir, að
þeir séu reiðubúnir að útiloka
meira en helming þessara skipa
frá veiðum innan 50 milna mark-
anna og koma þatinig til móts \ið
kröfu islendinga um fækkun
skipa i sama hlutfalli og Bretar
gerðu með samningum. Sú spurn-
ing vaknar, hvort hér sé ekki
fundinn grundvöllur til sam-
komulags, sem gæti fullnægt
hagsmunum íslands um bráða-
birgðasamkomulag.
Fleira kemur og til. Samkvæmt
samningum frá 13. nóvember
1973 munu Bretar takmarka ár-
legan af la sinn við 130 þús. lestir,
sem jafngildir 25% minnkun afla.
Afli Þjóðverja hér við land árið
1972 var 94 þús. lestir og árið 1971
125 þús. lestir (sjá Ægi 19. tbl. 1.
nóv. 1973). Væri ekki hugsanlegt
að komast einnig að samkomulagi
við Þjóðverja um, að þeir drægju
úr afla sínum sem næmi 25 % eða
meira? Varla er hugsanlegt, að
slíkt geti staðið i vegi fyrir sam-
komulagi.
Það vært að vísu hugsanlegt, að
bráðabirgðasamkomulag okkar
við Þjóðverja gæti ýtt undir kröfu
frá öðrum löndum um sams konar
samninga. Þau lönd, sem hugsan-
lega kæmu til greina, eru Sovét-
ríkin, Pólland, Austur-Þýzkaland,
Frakkland og e.t.v. einhver minni
lönd. Arið 1970 var gott aflaár hjá
þessum þjóðum og fengu þær þá
alls 40 þús lestir við Ísland, skv.
upplýsingum i Ægi. Ef þær
minnkuðu sinn afla einnig um
25%, yrði hann 30 þús. lestir, eða
um 4% af heildaraflanum af
botnlægum fiski við island. Er
vart hægt að ætla, að þessi lönd
mundu sækjast eftir sliku, þar
sem það hefði svo litla þýðingu
fyrir þau hvert um sig. Þá hlýtur
einnig að koma til álita, hvort
þessi lönd eigi nokkurn „söguleg-
an rétt“ til slíks samnings, þar
sem þau hafa aðeins stundað hér
veiðar i mjög stuttan tíma, ef bor-
ið er saman við t.d. Breta og Þjóð-
verja. Enda virðast þau sjálf lita
svo á, a.m.k. hefur ekki komið frá
þeim nein krafa eftir að við gerð-
um sérsamninga við Breta,
Belgíumenn, Færeyinga og Norð-
menn.
Það er kominn tími til að binda
enda á það ástand, sem nú ríkir í
þessum málum milli okkar og
Vestur-Þjóðverja. Engin ástæða
er til að ætla annað en að Vestur-
Þjóðverjar vilji gera við okkur
jafn góðan, ef ekki betri samning
en forsætisráðherra gerði við
Heath á sínum tíma, enda hafa
Vestur-Þjóðverjar ávallt átt við
okkur góð samskipti.
Nauðsynlegt er að fá skýr svör
yið þeim spurningum, sem hér
hefur verið varpað fram. Af ríkis-
stjórninni í Bonn verðum við að
krefjast þess, að hún lýsi yfir því,
að hún sé reiðubúin að taka fullt
tillit til hinna miklu hagsmuna
islands í þessu máli og ekki komi
til mála að nota nein „ryksugu-
skip“ innan 50 milna markanna.
Þá hefur skilyrðum Ölafs
Jóhannessonar verið fullnægt og
helzti þröskuldurinn úr vegi fyrir
samningum.
Eða — hvað dvelur Orminn
langa?
Morgunblaðið óskar þess, að
gerð verði grein fyrir þvi af hálfu
stjórnvalda, hvaða tilboð Vest-
ur-Þjóðverjar hafa lagt fram til
■ samkomulags.