Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
Þessi teikning hefur farið vítt um heim og birzt í mörgum blöðum, en upphaflega birtist hún í norksu blaði. Alexander Solzhenitsyn
er teiknaður sem Gulliver á Rauða torginu í Moskvu, en í hópi putanna má kenna fyrirmenn í Sovét. Einn þeirra segir:
„Gætið að ykkur — hann getur ennþá hreyft pennann."
„Gulliver”
í Putalandi
Harmleikur
Stórbruni
Heimkoma
Flóð í USA
Þetta gamla hús á ekkert annað eftir en steypast f ána, sem
flæddi yfir bakka sína og vinnur nú að því að grafa undan
undirstöðum þess. — Myndin er frá Oregon í Bandaríkjunum.
Froskmenn stokkva út Ur þyrlu hjá hylkinu, sem Skylabáhöfnin kom í til jarðar. Einhvern tíma hefði það
þótt tíðindum sæta, að menn kæmu svífandi utan úr geimnum eftir að hafa dvalizt þar f hartnær þrjá
mánuði — en nú vakti þessi atburður ekki teljandi athygli.
Þyrla bjargar nokkrum mönnum
af þaki stórbyggingar, sem eldur
kom upp í í Sáo Paulo í Brasiliu.
Þarna átti sér stað mikill harm-
leikur, þar sem margir létu Iffið.
Þessi mynd er frá úthverfi Phom Penh í Kamhódíu. Harmi lostinn
móðir með tvö börn sín eftir að sprengjuskothríð uppreisnarmanna
hafði dunið á íbdðarhverfinu, þar sem heimili hennar stóð.