Morgunblaðið - 06.03.1974, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐ VIKUDAGUR 6. MARZ 1974
OJtCBÚK
Idag er miðvikudagurinn 6. marz,65. dagur ársins 1974. Imbrudagar.
Ardegisflóð er I Reykjavfk kl. 04.48, síðdegisflóð kl. 17.15. Sólarupprás er f Reykjavfk
kl. 08.19, sólarlag kl. 19.01. A Akureyri er sólarupprás kl. 08.07, sólarlag kl. 18.42.
(Heimild: Islandsalmanakið).
Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin; ég segi aftur: verið ávallt glaðir.
Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er f nánd. Verið ekki hugsjúkir
um neitt, heldur gjörið f öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði og bæn og beiðni ásamt
þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og
hugsanir yðar í samféaginu við Krist Jesúm. (Filippfbréf 4, 4—7).
Vikuna 1.—7. marz er kvöld-,
helgar-i og næturvarzla
apóteka í Reykjavík f Lauga-
vegsapóteki, en auk þess
verður Holtsapótek opið utan
venjulegs afgreiðslutfma til
kl. 22 alla daga vaktvikunnar
nema sunnudag.
| KHOSSBÁTA
Lárétt: 1. Kvennmannsnafn 6.
hlýðin 8. líkamshluti 10. 2 eins 11.
staulast 12. klaki 13. kindum 14.
ofn 16. skarti.
Lóðrétt: 2. ósamstæðir 3. vesling-
ana 4 samhljóðar 5. veislunnar 7.
atyrði 9. bardaga 10. knæpa 14.
grugg 15. ósamstæðir.
Lausn ásíðustu krossgátu.
Lárétt: 1. rorra 6. fái 8. skarfur
11. nár 12. afa 13. ár 15. IV 16. fát
18. afstaða.
Lóðrétt: 2. ofar 3. rár 4. rifa 5.
asnana 7. grautar 9. kar 10. úfi 14.
gat 16. FS 17. tá.
Við birtum mynd af þess-
um fallega kvöldklæðnaði,
enda þótt nú sé farið að
líða á aðalsamkvæmistím-
ann. Efnið er fílabeinshvítt
silkijersey, og ermarnar
eru bryddaðar með refa-
skinni.
Föstumessur í kvöld
Langholtsprestakal I
Föstumessa i kvöld kl. 20.30. Séra
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Laugarneskirkja
Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Séra
Magnús Guðmundsson fyrrv.
prófastur messar. Sóknarprestur.
Frfkirkjan í Reykjavfk
Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Hallgrfmskirkja
Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Séra
Páll Pálsson.
Pennavinir
Noregur
Vigdis Lahaug
Brátenalléen 36 A
OSL0 4
Norge.
Hún er að verða 11 ára og aðal-
áhugamál hennar eru bréfaskrift-
ir og dýr. Vi 11 skrifast á við stúlku
á sínum aldri.
Bandarfkin
Benny Agar
861 Reservoir Avenue
Cranston
Rhodelsland 02910
U.S.A.
Hann er 45 ára og rdkur eigið
ljósmyndafyrirtæki. Hann hefur
komið til írlands tvisvar sinnum
Og vill skrifast á við stúlku.
Svfþjóð
Birgitta Söderlund
Kavásvágen 9
S-421 68 Vástra Frölunda
Sverige.
Hún er 21 árs og óskar eftir
íslenzkum pennavini.
Sigríður Ingvarsdóttir,
Álfabyggð 18,
Akureyri.
Óskar eftir bréfaskiptum við
unglinga á aldrinum 13—15 ára.
Hulda Ölafsdóttir,
Austurvegi 10,
Vík í Mýrdal.
Hún vill komast í bréfasam-
band við krakka i Vestmannaeyj-
um á aldrinum 14—15.
| FRÉTTIR 1
Húsmæðrafélag Reykjavfkur
heldur bingófund í kvöld kl. 8 í
félagsheimilinu að Baldursgötu
10.
Kvenfélagið Hrönn heldur
peysufatafund í kvöld kl. 20.30 að
Bárugötu 11. Minnzt verður 1100
ára íslandsbyggðar.
Kvenfélagið Hringurinn heldur
fund i kvöld kl. 20.30 að Ásvalla-
götu 1. Gestir fundarins verða
tveir snyrtisérfræðingar.
Þessi mynd er birt
fyrir þær, sem eru
búnar að fá nóg af því
að vera alltaf i síðbux-
um. Kjóllinn er lát-
laus, eins og sjá má, úr
eplagrænu ullarefni.
Gylltar hálskeðjur,
sem voru mjög í tízku
fyrir nokkrum árum,
eru nú aftur að ná sér
á strik, svo að það er
óhætt að fara að grafa
þær upp úr kommóðu-
skúffunu m.
CENGISSKRÁNINC
Nr. 43 _ 5. marz 1974.
Skráð frá Einine Kl. 13.00 Kaup Sala
4/3 1974 1 Bandaríkjadollar 86. 00 8( , 40
5/3 - 1 Ste rlingepund 198, 25 191. 45*
4/3 _ 1 Kanadadollar 88, 50 8*', 00
5/3 _ 100 Danskar krónur 1362, 95 1370, 85 *
_ _ 100 Norskar krónur 1508, 55 151', 39 *
_ 100 Sænskar krónur 1856, 35 186 , 15 *
_ _ 100 Finnsk mörk 2217, 50 2230, 40 *
_ _ 100 Franskir frankar 1770, 45 1780, 65 * U
_ _ 100 Belg. frankar 213, 40 21 „ 60 *
_ 100 Sviusn. frankar 2731, 15 274 ,05 *
_ _ 100 Gyllini 3075, 70 309 , 60 *
_ _ 100 V. -t>ýzk mörk 3225,20 324 ., 90 *
_ _ 100 L.ITUT 13, 22 1 ., 30 *
_ _ 100 Austurr. Sch. 438, 55 44 , 05 *
_ _ 100 Escudo8 337, 70 33", 70 *
4/3 _ 100 Pesetar 145,80 14 ., 70
5/3 - 100 Yen 29, 79 2 ), 96 *
15/2 1973 100 Reikriing6krónur- Vöruskiptalönd 99, 86 10 ), 14
4/3 1974 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 86, 00 8 ., 40
* Breyting frá siöustu skráningu.
1) Gildir aCeino fyrir greiðslur tengdar inn- og utflutn-
ingi á vð/um,
HMlfARSTOf\l\
KlfKJl'mUft
Munið æskulýðs- ogfórnar-
viku kirkjunnar 3.—10.
marz.
MÝIH BORC3ARAR
Á Fæðingarheimili Reykjavik-
ur fæddist:
Báru Fjólu Friðfinnsdóttur og
Halldóri Gunnlaugssyni, Vífils-
götu 19, Reykjavík, sonur 27.
febrúar kl. 11.42. Hann vó tæpar
17 merkur og var 51 sm að lengd.
Önnu Björgvinsdóttur og
Róberti Eyjólfssyni, Miðhúsum,
Djúpavogi sonur 27. febrúar kl.
18.05. Hann vó tæpar 16 merkur
og var 51 sm að lengd.
Margréti Bogadótturog Gísla Þ.
Þorbergssyni, Völvufelli 8,
Reykjavík, sonur 1. marz kl. 22.10.
Hann vó 15‘/2 mörk og var 52 sm
aðlengd.
Svönu Guðrúnu Guðjónsdóttur
og Guðmundi Einarssyni, Fells-
múla 6, Reykjavik, sonur 28.
febrúar kl. 09.20. Hann vó 16!4
mörk og var 54 sm að lengd.
Ragnheiði Gestsdóttur og Birni
Þ. Sigurbjörnssyni, Laugarásvegi
7, Reykjavík, dóttir 1. marz kl.
00.35. Hún vó 17 merkur og var 51
sm að lengd.
ást er . . .
.... að vilja tala
við mömmu hennar
þegar hún er
í landsímanum
TM Reg U.S. Pot. Off.—All rights reterved
(5) 1974 by los Angeles Times
1 BRIDC3E ~|
Pólsku spilararnir, sem keppt
hafa f Evrópumótinu á undan-
förnum árum, þykja harðir í sögn-
um og er eftirfarandi spil frá leik
gegn Finnlandi, gott dæmi um
það.
Norður:
S. 8-6-3
H. 5-4
T.
L.
Vestur:
S. G-10-9-7-2
H. D-9-8
T. —
L. Á-D-6-3-2 .
G-9-6-5-3-2
10-9
Austur:
S. Á-K-D-4
H. Á-3
T. K-D-7
L. K-G-8-4
Suður:
S. 5
H. K-G-10-7-6-2
T. Á-10-8-4
L. 7-5
Við annað borðið sátu finnsku
spilararnir A—V og þar opnaði
suður á 2 hjörtum, vestur sagði 2
spaða og austur stökk i 6 spaða
sem varð lokasögnin. Spilið
vannst að sjálfsögðu auðveldlega.
Við hitt borðið sátu pólsku
spilararnir A—V sagnirþannig: og þar gengu
S V N A
3 h P P D
P 4 s P 4 g
P 61 P 7 s
Sagnhafi átti ekki i neinum
vandræðum með að fá 13 slagi og
pólska sveitin græddi 14 stig á
spilinu.
Fræðslufundur
Garðyrkjufélagsins
Garðyrkjufélagið heldur
fræðslufund f Lindarbæ annað
kvöld (fimmtudag), kl. 20.30.
Á dagskrá verður „myndir og
mas úr Amerfkuför". (Ó.B.G.)
Allir eru velkomnir á fundinn.
| SÁ IMÆSTBESTl |
Þessi saga var sögð af Maurice
Chevalier og Louis Ármstrong:
Einhverju sinni ætlaði Maurice
að halda söngskemmtun, er fékk
þá hálsbólgu. Hann leitaði til
Louis og spurði hann, hvernig
hann gæti bjargað þessu fram
yfir skemmtunina. Louis ráðlagði
honum að blanda saman til helm-
inga clyceríni og hunangi og
sagðist sjálfur alltaf mýkja háls-
inn með þessari blöndu áður en
hann ætti að koma fram og
syngja.
Maurice fór að þessum ráðum
og skemmtunin gekk að óskum.
Að henni lokinni sagði hann: —
Hvernig í ósköpunum ætli röddin
í Louis Armstrong væri ef hann
tæki ekki inn þessa blöndu?