Morgunblaðið - 06.03.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 06.03.1974, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 Fyrirspurnir á FYRIRSPURNATÍMI var I gær í sameinuðu Alþingi, og voru tekn- ar fyrir fjórar af þeim níu fyrir- spurnum, sem fyrir fundinum lágu. Hér fer á eftir stutt frásögn af fyrirspurnum og svörum ráð- herra. Norðurlandsáætlun í samgöngumálum Lárus Jónsson (S) beindi svo- hljóðar.di fyrirspurn til forsætis- ráðherra: 1. Hvað líður gerð Norðurlands- áætlunar í samgöngumálum? 2. Má búast við, að vegaþáttur áætlunarinnar verði tilbúinn fyr- ir árin 1974 og 1975, þegar Al- þingi fær almenna vegaáætlun til meðferðar á næstunni? 3. Hvað hefur tafið gerð Norður- landsáætlunar í samgöngumál- um? Sagði Lárus, að samgönguáætl- unin hefði nú verið formlega til meðferðar í ríkiskerfinu í þrjú ár, en áður hefði hún verið undirbú- in af innanhéraðsmönnum nyrðra. Kvaðst hann vilja með fyrirspurn þessari vekja athygli á því hvernig að málum þessum hefði verið staðið af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagðist ekki geta gefið neinar endanlegar upplýsingar um þessi mál að svo komnu máli. Kvaðst hann hafa sent Fram- kvæmdastofnuninni fyrirspurn þessa og í svari stofnunarinnar segði, m.a. að ekki fyrir allslöngu hefði stofnunin sent svar við fyr- irspurnum sama efnis vegna þingsályktunartillögu um þessi mál, sem sami þingmaður hefði einnig átt aðild að. Væri því sent ljósrit af því svarbréfi. Forsætisráðherra sagði, að nú færi fram athugun á þessu máli í ráðuneytunum. Hér væri um mjög umfangsmikla áætlunargerð að ræða, og hefði verið lögð í hana mikil vinna í þessum ráðuneyt- um. Engin ákvörðunartaka um þau hefði þó farið fram. Varðandi annan lið fyrirspurn- arinnar sagði ráðherra, að það væri stefnan, og hann vonaðist til að sú yrði raunin. Lárus Jónsson sagði, að að það sem nú stæði á væru ákvarðanir um ýmis grundvallaratriði at hálfu rfkisstjórnarinnar, svo sem ákvarðanir um fjárveitingar. Kvaðst hann vilja láta í ljós ugg ef það væri ætlun ríkisstjórnarinnar að draga úr fjárveitingum til sam- göngumála. Benti þingmaðurinn á, að í maí 1973 hefði það komið fram í skýrslu, sem lögð hefði verið fyrir þingmenn, að áætlanagerð þessi væri komin á lokastig. Nú væri hins vegar tæpt ár liðið, en samt sem áður gæti forsætisráðherra engar viðhlftandi upplýsingar gefið um málið. Pálmi Jónsson (S) sagðist telja meðferð þessa máls ríkisstjórn- inni til hinnar mestu vanvirðu, — þetta væru alls óviðunandi vinnu- brögð. Kvaðst hann geta upplýst, að ekki hefðu enn verið höfð nein samráð við Vegagerð ríkisins um málið, og þeir þingmenn af Norð- urlandi hefðu ekki verið hafðir með í ráðum um eitt eða neitt í þessu máli. Lánveitingar úr Byggðasjóði Stefán Gunnlaugsson (A) beindi svohljóðandi fyrirspurn- um til forsætisráðherra um lán- veitingar úr Byggðasjóði: 1. Hver er heildarfjárhæð lánveit- inga úr Byggðasjóði árin 1972 og 1973 og skipting hennar eftir teg- undum lána og landshlutum bæði árin? 2. Hverjar eru lánaúthlutunar- reglur Byggðasjóðs? Kvaðst þingmaðurinn vilja átelja það harðlega, að samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins ætti nú að útiloka einn landshluta, Reykjaneskjördæmi, frá lánsveit- ingum til kaupa á fiskiskipum. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra las upp svar, sem honum hafði borizt frá lánadeild Fram- kvæmdastofnunarinnar. Var þar vísað til upplýsinga um lánveit- ingar sjóðsins, sem er að finna í ársskýrslum stofnunarinnar. Kemur þar m.a. fram að á árinu 1972 voru veitt 432 lán og styrkir að fjárhæð rúmlega 480 milljónir króna, og árið 1973 voru veitt 339 lán og styrkir að fjárhæð 357 milljónir króna. Um reglur varðandi úthlutun úr byggðasjóði vísaði ráðherra til laga um sjóðinn, og gat þess að þær úthlutunarreglur, sem stjórn framkvæmdastofnunarinnar hefði sett sér um úthlutun gæti hún breytt eftir atvikum, en láns- úthlutanir miðuðust við byggða- sjónarmið. Væri því fyrst og fremst tekið tillit til nauðsynjar eflingar atvinnuveganna í dreif- býlinu við úthlutanir. Stefán Gunnlaugsson ítrekaði, að atvinnurekstur í Reykjanes- kjördæmi hefði orðið afskiptur hvað lánveitingar varðaði, eins og komið hefði fram i máli ráðherra. Benti þingmaðurinn á, að endur- nýjun fiskiskipaflotans á Reykja- nesi gæti af þessum sökum orðið á eftir, þar sem útvegsmenn þar sættu verri kjörum varðandi lán- veitingar en aðrir landsmenn. Ragnar Arnalds (Ab) sagðist hafa talið, að öllum þingmönnum væri kunnugt um að lán úr Byggðasjóði væru ekki almenn stofnlán, heldur væru þau til að stuðla að jafnvægi i byggð lands- ins með þvíað styrkja atvinnuveg- ina í þeim byggðalögum, sem ættu erfiðast uppdráttar. Ingvar Gfslason (F) kvaðst vilja benda á, að með þvl að úti- loka Reykjaneskjördæmið frá lán- LEIÐRÉTTING 1 ÞINGSÍÐUNNI í gær var greint frá umræðu um smábátaútgerð fyrir Norðurlandi, og gætti þar litilsháttar misskilnings. í frétt- inni var talað um takmörkun veiða með dragnót, en að sjálf- sögðu var um að ræða nótaveiði, ekki dragnótarveiði. veitingum væri aðeins verið að þjóna markmiði laganna. Slíkt yrði ekki gert ef farið væri út í að veita fé úr sjóðnum inn á mesta þenslusvæði landsins, þ.e. Suð- vesturhornið. Gils Guðmundsson (Ab) kvaðst telja þessa útilokunarreglu bæði fráleita og fáránlega. Halldór S. Magnússon (SFV) kvaðst vilja benda á, að Byggða- sjóður hefði gert undantekningar varðandi kaup á fiskiskipum til staða á Reykjanesi, þar sem sér- stakar aðstæður hefðu verið fyrir hendi. Hér væri því aðeins um viðmiðunarreglu að ræða. Benedikt Gröndal (A) lét i ljósi það álit sitt, að það samrýmdist ekki tilgangi Byggðasjóðs að fara svo mjög út í lánveitingar til kaupa á fiskiskipum. Sjóðurinn ætti að beina fjármagni sínu á fjölbreyttari mið. Jón Skaftason (F) tók undir þá gagnrýni, sem fram hafði komið á útilokun Reykjaneskjördæmis. Þá kvaðst hann ennfremur ekki skilja hvernig sjóðnum væri stætt á því að veita lán til kaupa á fiskiskipum fyrir eitt bæjarfélag á Reykjanesi, en neita öðrum með því að bera fyrir sig útilokunar- reglu. Leiga og sala fast- eigna Ragnar Arnalds (Ab) bar fram svohljóðandi fyrirspurnir til félagsmálaráðherra: 1. Mun félagsmálaráðherra eiga frumkvæði að því, að sett verði lög um leigu og sölu fasteigna í samræmi við þingsályktunartil- lögu, sem vísað var til ríkis- stjórnarinnar 6. apríl 1973? 2. Er ráðherra hlynntur þvf, að sett verði ákvæði um hámarks- leigu íbúðarhúsnæðis? 3. Vill ráðherra beita sér fyrir því, að húsaleiguútgjöld verði frá- dráttarbær við álagningu tekju- skatts? 4. Verða ráðstafanir gerðar af hálfu Húsnæðismálastofnunar ríkisins til að tryggja, að íbúðir, sem byggðar hafa verið i Breið- holti í þágu láglaunafólks af Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar, séu ekki misnotaðar í hagnaðarskyni? Björn Jónsson, félagsmálaráð- herra, sagði að leiga annars vegar og sala hins vegar félli sitt undir hvort ráðuneytið, leiga undir félagsmálaráðuneytið en sala undir dómsmálaráðuneytið. Kvaðst hann fyrir sína parta ekki hafa hug á því að koma á fót neinum húsaleigunefndum, lík- um þeim sem verið hefðu við lýði á striðsárunum. Það yrði að fara aðrar leiðir, t.d. að heimila sveitarfélögunum að ákvarða hámarksleigu. Mikil bót í þessum efnum feng- ist einnig vafalaust, ef leiga yrði gerð frádráttarbær til skatts. Kvaðst ráðherrann vera fylgjandi slíkum tillögum ef þær kæmu fram. Varðandi fjórða lið fyrirspurn- arinnar sagði ráðherra, að fullur vilji væri fyrir hendi til að fyrir- byggja þetta og hefði stjórn Hús- næðismálastofnunarinnar t.d. í hyggju að setja strangari reglur þar að lútandi. Brúargerð yfir Álftaf jörð Friðjón Þórðarson (S) beindi þeirri fyrirspurn til samgöngu- ráðherra hvað liði athugun á vega- og brúargerð yfir Álftafjörð á Snæfellsnesi. Björn Jónsson, samgönguráð- herra, sagði, að í vegaáætlun fyrir 1972—1973 hefðu verið veittar 500 þúsund kr. til athugunar á vega- eða brúargerð. Hefði hún verið framkvæmd síðastliðin tvö sumur. Þessum rannsóknum væri þó alls ekki lokið, og væri áætlað, að kostnaður við að ljúka þeim myndi nema um tveimur milli. kr. ogþærtækju a.m.k. eittár. Friðjón Þórðarson sagði, að þótt rannsóknum væri ekki lokið, þá virtist sér frumrannsóknir benda til þess að hagstæðara yrði að brúa fjörðinn. Enda hefði kunnugur maður á þessum slóð- um, Guðmundur Ölafsson frá Dröngum, tjáð sér, að útilokað væri að leggja þar veg, nema alveg I fjöruborðinu. Með tilkomu brúar á þessum stað vaeri líka sköpuð aðstaða til fiskiræktar í firðinum, og fyrir því væri mikill áhugi meðal heimamanna. Kvaðst þingmaðurinn loks vona, að at- hugunum á þessu yrði hraðað eftir föngum. IJNDIR YFIRBORÐINU Guðbergur Bergsson: □ ÞAÐ SEFUR Í DJÚPINU. 159 bls. □ Helgafell. 1973. ÞEGAR út kemur skáldverk eftir nýjan höfund og lesendur taka að velta því fyrir sér verður saman- burður nærtækastur; samanburð- ur við verk eldri höfunda, sem „viðurkenning" hafa hlotið. Þetta tekur ekki aðeins til hinnar list- rænu hliðar málanna, heldur einnig — og ekki síður — til þeirra lífskoðana, sem fólk telur sjálfsagðar og réttar. Hver kyn- slóð kemur sér saman um, þegjandi og ósjálfrátt, hversu mikið segja má á prenti um kyn- ferðismál, svo dænu sé tekið. Þegar Guðmundur Friðjónsson sendi frá sér síðasta sagnasafn sitt var komin fram fyrirferðar- mikil ungkynslóð skáldsagnahöf- unda sem virti lítt óskráðar siða- reglur hinna eldri. Að henní var Guðmundur að beina skeytum sínum þar sem hann sagðist i for- mála hafa sneitt ,,hjá and- styggðarefnum, og þannig haldið á, að eigi er hirt um að lýsa neðri hluta fólks eða einstaklingum neðan við þind — svo sem tíðkast i hinum nýju sögum þeirra höf- unda, sem tekið hafa ástfóstri við rpjaðmagrind og baksvip.“ Þær ,jiýju“ sögur sem Guð- mundur getur um voru meðal annarra — auk ýmissa skrifa Þórbergs — sögur Laxness en þó fyrst og fremst Skálholt Kambans, en um það sagði sýsl- ungi hans Árni Jakobsson í Eim- reiðinni að í Jómfrú Ragnheiöi drægi hann fram „blæjulausa og heimtufreka kynferðishvötina á miður kurteisan hátt. Og í sama streng taka margir yngri nútiðar- höfundar. í hvaða átt vilja þessir menn sveigja mannlegt eðli? Og hvert er stefnt? Engin fjarstæða er að álykta, að hér sé stefnt í þá átt, að kynferðis-athafnir mann- anna eigi að fara fram fyrir opn- um tjöldum, eins og hjá kvikfén- aðinum í haganum." — Er ekki Árni i raun og veru að halda því fram hér að eigiskuli lýsa í sög- um öðru en því sem fram fer í allra augsýn? Ég tilfæri þessar klausur vegna þess, að ætlunin var að drepa hér lítillega á síðustu bók Guðbergs, en honum hefur einmitt verið ámælt fyrir svipað og Laxness og Kamban og fleiri fyrir fjörutíu árum. Gunnar Benediktsson skrifaði meðal annarra um Ástir samlyndra hjóna, tíndi saman Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON helstu neðanþindaratriðin og sagði síðan: „Þetta verður að nægja um dónaskapinn, og virðist mér reyndar sumt af þessu heyra undir viðbjóð, ef enn er leyfilegt að nota það orð.“ Eðli málsins samkvæmt þykja nýjar bókmenntir oft klúrar, ef þær lýsa lífinu með nýjum hætti eða með öðrum orðum segja eitt- hvað á þann hátt sem það hefur ekki verið sagt áður. í því sam- bandi mætti nefna miklu fleiri dæmi af fyrirstríðsskáldunum sem að vísu urðu ekki fyrst til að lýsa „neðri hluta fó)ks.“ Það er því siður en svo einsdæmi í bók- menntasögunni að fram komi höf- undar sem „hafa sett sér það mark að yfirstíga Þórberg í hispursleysi, en virðast ekki hafa áttað sig á því að hispursleysi er eitt, en dónaskapur allt annars eðlis“ (G.Ben.). Guðbergur hefur nú sent frá sér sjöundu lausamálsbók sína. Hann skrifar ólíkt öðrum. Hann er ekki likur Þórbergi, ekki Laxness, ekki haldur Thor eða Indriða. Sumum þykja sögur hans klúrar. Aðrir telja þær að vísu vel skrifaðar.en neikvæðar.Ég fellst á, að þær Ieiði í ljós ófegraðar myndir af lífinu. Hitt er álitamál, hvenær ber að úrskurða skáld- verk jákvætt og hvenær neikvætt. Sama máli gegnir um raunsæis- sjónarmiðið, lífssannindagildið — hvenær segir höfundur satt og rétt frá; hvað er yfirhöfuð satt og rétt? Fæstir þekkja nema fá til- brigði lifsins og mega þvi gá að sér þegar þeir dæma um hvað er satt og rétt i skáldskap. Þessi nýja bók Guðbergs gerist eins og fleiri sögur hans litlu sjávarþorpi (Grindavík?). Að sumu leyti getur hún skoðast sem framhald fyrri bóka hans — ekki framhaldssaga, heldur eins og til- brigði við sama stefið; endurtekið í Iítið eitt breyttri mynd. Um- hverfið er líkt, andblærinn svip- aður, stíllinn sömuleiðis. Eins og fyrr er hér á ferðinni sambland af raunsæi og fjarstæðu, hið síðar- nefnda þó hvergi skammtað svo ríflega, að lífssannindagildið fari að mínum dómi forgörðum og maður geti ekki lesið á milli línanna hvað höfundurinn er að fara. Samtölin eru nálægt dag- legu tali, en nokkuð eintóna, til- breytingalaus. Þar með má líka segja, að þessi saga sé þeim mun samfelldari og hei ls^:e-’Dtari en fyrri sögurGuð- Guðbergur Bergsson. bergs. Hvaðaeina lýtur lögmáli verksins eins og sumir höfundar orða það svo hátíðlega; hér er ekki á ferðinni þess konar andleg naglasúpa með sundurleitu kryddi sem t.d. Tómas Jónsson getur kallast. Hún er einstefja, þróast lítt, hvorki rís né hnígur, en liður þetta áfram, jafnt og þétt, og felur þvi ekki i sér formlegt upphaf né lausnir í sögulok. Stíllinn er samur frá upphafi til enda. Síbylja samtalanna minnir stundum á sumar sögurnar f Leikföng- um leiðans. Tilsvör eru knöpp, beinskeytt, gagnorð eða hvað á að kalla það? Laus við mælgi. Og fela ekki í sér nema helft tjáningar- innar. Hitt kemur í ljós með Iát- bragðslýsingum: .F’ramkoma hans og látbragð voru í senn klaufaleg og föðurleg á þann hátt, sem óbreytt fólk læt- ur i ljós tilfinningar sínar. Vegna þess að hrjúft umhverfi og lifn- aðarhættir þess gefa sjaldan tiF efni til eðlilegrar samkenndar eða einlægni, líkjast auðsýnd vina- hót helzt skoplegum og óburðug- um kjánalátum, grimmd, stríðni, ólíkindalátum eða fyndni, sem hvergi hittiri mark.“ Hetjusaga er þetta ekki í hefð- bundnum skilningi samkvæmt þeirri forskrift að nokkuð skuli jafnan bera til sögu hverrar held- ur eins og skyndimyndir úr hvers- dagslífinu þar sem hver dagur er öðrum líkur og fólkið i dag áþekkt því sem það var f gær. Tjáning sögupersónanna er eins og um- hverfið: sjálfri sér samkvæm, orð í stíl við athöfn, hvort tveggja óútskýrt og yfirhöfuð lítt til útlistana fallið. Tíminn einn ber persónurnar áfram í sögunni; tíminn sem er alltaf jafn ósýnileg- ur, alltaf nýr með hverju andar- taki, en gamall á sömu stund og hann er liðinn. Sé við verk annarra höfunda miðað hygg ég þessi saga Guð- bergs hljóti að teljast frumleg. Með hliðsjón af fyrri bókum hans sjálfs er hún hins vegar lítt ný- stárleg. Hann endurtekur hér enn — með nýjum blæbrigðum að vísu — sömu efnin sem hann hefur verið að fást við frá Tómasi Jónssyni og Leikföngum leiðans, síðan í Ástum samlyndra hjóna, Önnu og Hvað er eldi guðs? Hann kemur því ekki lengur á óvart með nýrri bók. En slétt og felld er þessi saga, laus við innskot og útúrdúra og ris því mætavel undir því að kalk ast heilsteypt skáldverk. Hrollvekja erþetta i engum skiln- ingi. Og komin í hæfilega fjar- lægð í tímanum — t.d. að fjörutíu árum liðnum — kann hún að vera annaðhvort gleymd eða viður- kennd af almenningsálitinu og þá hugsanlega stillt upp til saman- burðar og viðvörunar ungum og óstýrilátum rithöfundum sem' þekkja þá ekki muninn á hispurs- leysi og dónaskap!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.