Morgunblaðið - 06.03.1974, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974
t
Eiginmaður minn,
GUÐNI JÓNSSON prófessor
lézt í Landsspitalanum þann 4. marz.
Guðmundur Pálsson
Hvolsvelli - Minning
Sigríður Einarsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐGEIR JÚLÍUSSON,
Ránargötu 1 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. marz kl. 1 5.00
Finney Kjartansdóttir,
Sigurborg Friðgeirsdóttir, Eggert Jósefsson,
Edda Friðgeirsdóttir Kinchin, Eric A. Kinchin
og barnabörn.
ANDLÁTSFRETT Guðmundar
Pálssonar kom ekki alveg óvænt,
því að hann átti við slæman sjúk-
dóm að stríða, sem loks náði yfir-
höndinni svo enginn mannlegur
mátturfékk neitt við ráðið.
Hann andaðist að heimili sínu
þann 16. febrúar. sl. Ég veit, að
betri ósk átti Guðmundur ekki úr
því, sem komið var en að fá að
deyja heima og njóta þannig til
síðustu stundar hinnar einstöku
ástar og umhyggju Guðrúnar
konu sinnar, sem hún veitti
manni sínum í veikindum hans og
reyndar alla tíð og þau hvort
öðru.
Þegar ég kom í Hvolsvöll til að
setjast hér að fyrir nær 14 árum,
þekkti ég fáa, en Guðmund og
Guðrúnu kánnaðist ég við og svo
vel vildi til fyrir okkur hjónin og
son okkar á öðru ári, að við bjugg-
um í sama húsi og þau fyrstu ár
okkar hér. Þeirrar sambúðar
minnist ég ávallt með þakklæti.
Ég minnist þess, er Guðmundur
bauð mig velkomna, hlýtt hand-
t
Útför mannsins mlns
KRISTJÁNS ANDRÉSSONAR,
frá Djúpadal,
ferframfrá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. marz kl. 1 5.
Herdís Sakaríasdóttir.
t
HÓLMFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
andaðistað heimili sínu Hellisgötu 1 5, Hafnarfirði að kvöldi 3. marz.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna.
Valdimar Ingimarsson.
t
Þökkum hluttekningu, samúð og vináttu við andlát og útför
ÖNNU TÓMASDÓTTUR
B. Óli Pálsson
Smári Ólason
Tómas Grétar Ólason
Pálmar Ólason
og barnabörn
Guðlaug Glsladóttir
Sigurveig Sveinsdöttir
ER nokkur Ieið að hjálpa stúlku, svo að hún sigrist á
aðfinnslusemi sinni? Hún gagnrýnir allt og alla, og stundum
er ég alveg miður mín, þegar ég hef verið með henni.
SÁLFRÆÐINGURINN J. A. Hadfield skrifar: „Það
er satt f bókstaflegum skilningi, að þegar vér dæm-
um aðra, erum vér að auglýsa leynda galla vor
sjálfra. Leyfið hverjum, sem vera skal, að tjá tilfinn-
ingar sínar gagnvart öðrum, og þér getið með full-
komnu öryggi snúið yður að honum og sagt: „Þér
eruð maðurinn“.
Biblían er merkasta sálfræðirit, sem nokkurn tíma
hefur verið ritað. Sumir halda, að boðorð Biblíunnar
séu gefin eftir einhverjum óstöðugum duttlungum.
En þau eru gefin til þess að veita lífi okkar auðlegð
og fyllingu. Jesús sagði: „Dæmið ekki, til þess að þér
verðið ekki dæmdir; þvf að með þeim dómi, sem þér
dæmið, verðið þér dæmdir, og með þeim mæli, sem
þér mælið, verður yður mælt.“ (Matt. 7,1-2).
Sálfræðingar nútímans ætla, oft að þeir hafi gert
mikla uppgötvun, fundið mikinn sannleika, en í
mörgum tilvikun hefur Biblían sagt sannleikann
löngu áður en hann hvarflaði að sálfræðingunum.
Kaldranalegt fólk er oft þjáð af ýmsum meinum,
truflað á taugum og haldið öðrum líkamlegum eða
andlegum sjúkdómum. Bendið vinkonu yðar á, að
hún vinni ekki aðeins, þeim tjón, sem hún setur út á,
heldur valdi hún sjálfri sér miklum skaða, bæði á
líkama, sál og anda. Hjálp við slíkri hegðun er
persónulegt, umbreytandi samfélag við Krist.
+ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför KATRÍNAR SVÖLU GUÐMUNDSDÓTTUR, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð go vinarhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og fóstursonar, GUNNÞÓRSBJARNASONAR.
Jóhanna Sveinsdóttir, Hörður B. Bjarnason. Áslaug Þórarinsdóttir, systkini og barnabörn. Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Jón frá Pálmholti, Kjartan Gunnþórsson, Móeiður Sigurðardóttir Már Gunnþórsson, Gróa Ásta Gunnarsdóttir, Þórunn Gunnþórsdóttir, Sigurður Þ. Kjartansson, Sigrún Lilja Jónsdóttir, Þórunn Kristinsdóttir.
+ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, systurog ömmu. SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hjaltabakka 8, + Innilegustu þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlátog jarðarför móðurokkar, tengdamóður og ömmu. SNJÓLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR frá Skáldalæk.
Helena Svavarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Sigurður 1. Svavarsson,* Hólmfríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Ólöf Aðalbjörnsdóttir, Margrét Svavarsdóttir, Sesselja Svavarsdóttir, Rósa G. Svavarsdóttir, systkini og barnabörn. Bragi Guðjónsson, Brjánn Guðjónsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Guðmundur Þórhallsson og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför,
ELÍASAR ÓLAFSSONAR,
klæðskerameistara,
ísafirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss ísa-
fjarðar, Petrínu og Salómon og fjölskyldu þeirra, Marlu Helgadóttir,
dætrum hennar og fjölskyldum þeirra og öðrum vinum hans og
kunningjum á ísafirði.
Vandamenn,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar
JÓNS INDRIÐASONAR,
frá Patreksfirði.
Marta Jónsdóttir, Indriði Jónsson,
Jón úr Vör, Sigrún Jónsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir, Gunnar Jónsson,
Hafliði Jónsson, Fjóla Jónsdóttir
Björgvin Jónsson
og aðrir aðstandendur.
tak, fá orð, en sögð af innileik og á
þann hátt, að ég fann, að hugur
fylgdi máli og mér varð strax
hlýtt til hans. Aldrei heyrði ég
Guðmund hallmæla nokkrum
manni eða leggja misjafnt til ann-
arra. Hann var öllum velviljaður,
vildi hvers manns vanda leysa,
væri það á hans færi og fann sárt
til með þeim, sem í erfiðleikum
áttu. Heiðarlegri mann hvort sem
var í orði eða verki hef ég ekki
þekkt. ÖIl hans verk einkenndust
af sérstakri snyrtimennsku og
skyldurækni. Það var gott að vera
barn í húsi Guðmundar og Guð-
rúnar og fór sonur okkar ekki
varhluta af því. Ég man, er sonar-
synir þeirra komu i heimsókn og
dvöldu tíma og tíma hjá afa og
ömmu. Það voru góðir dagar fyrir
drengina og var sonur okkar lát-
inn njóta alls til jafns við þá, enda
fannst honum sjálfsagt að kalla
þau afa ogömmu.
Guðmundur Pálsson var fædd-
ur 6. marz 1904 að Eyvindarmúla í
Fljótshlíð. Foreldrar hans voru
hjónin Sign'ður Guðmundsdóttir
Og Páll Auðunsson. Ungur fór
hann í fóstur til hjónanna Ingi-
leifar Jónsdóttur og Þórðar Guð-
mundssonar að Lambalæk og ólst
þar upp. Hann Kvæntist 9. okt.
1935 Guðrúnu Þorgerði Sveins-
dóttur frá Hallskoti í Fljótshlíð.
Taldi Guðmundur það sína miklu
gæfu, svo mjög unni hann konu
sinni og mátti ekki af henni sjá.
Sonur þeirra er Leifur, búsettur á
Selfossi.
Þau hófu búskap að Hróarslæk
á Rangárvöllum, en 1947 brugðu
þau búi og settust að i Hvolsvelli.
Þar gerðist Guðmundur starfs-
maður Kaupfélags Rangæinga og
vann því til dauðadags.
Ég finn ekki lengur hlýja hand-
takið og fölskvalausa viðmótið, en
minningin lifir og er ég heyri
heiðarlegs eða drengskapar-
manns getið kemur mér ávallt 1
hug Guðmundur Pálsson.
Guðmundur hefði orðið 70 ára i
dag hefði hann lifað.
Ingibjörg Þorgilsdóttir.
+
Maðurinn minn,
KRISTJÁN PEDERSEN,
Skorup Fyn,
Danmark,
andaðist laugardaginn 2. marz.
Ólöf Ingibjörg Pedersen (Lalla).
piorflimWaíúb
margfaldar
marhad vðar