Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 23 Ásgeir Jakobsson: 9 ft Knmmnum Það bar eitt sinn svo við fyrir vestan f sjávarþorpi einu, að kosinn var i hreppsnefnd einn ágætur formaður í plássinu. Dreifing atkvæða milli and- stöðuflokkanna víxlaðist þann- ig, að hann lenti í hreppsnefnd- inni, og þannig er nú víst talsverður hluti þingmanna okkar kominn á þing. Við kjósendurnir eigum okkur það til afbötunar, að við sjáum ekki alltaf fyrir, hvernig spilin kunna að stokkast. Þó að þessi formaður væri duglegur sjó- sóknari voru þeir ekki margir, sem töldu, að hreppsnendar- störf ættu ýkja vel við hæfi- leika hans. Að kvöldi kosninga- dagsins hyggur formaðurinn á' róður um nóttina og við beiting- una verður það, að sonur hans ungur spyr í sakleysi sínu: — Pabbi, eru ekki allir gáfuðustu mennirnir í hrepps- nefndinni? Það varð steinhljóð við beitinguna. Hásetarnir kepptust við sem mest þeir máttu og litu ekki upp, en kipp- ir sáust fara um herðar einstaka manns, líkt og hann hlægi niðri i sér. Formaðurinn var strax orðinn sér meðvitandi um þá ábyrgð, sem nú hafði lagzt á herðar hans sem eins af ráðamönnum hreppsins, og nú dugði honum ekki lengur að svara hvatvíslega og hugsunar- lítið heldur settlega og virðu- lega, ólíkt því sem hann áður átti tii. Svar hans, loks þegar það kom eftir spennandi þögn, var þrungið íhugun. Hann full- yrti ekkert, en byggði á sterk- um likum: — Jú, ætli maður verði ekki að álíta það. .. Eg hef alltaf verið sama sinnis gagnvart alþingismönn- um og strákurinn gagnvart hreppsnefndinni. Ég hef að vísu aldrei spurt eins og hann, enda ekki talið þess þörf. Auð- vitað halda allir, að þeir séu kosnir vegna einhverra eigin verðleika, en ekki af þvi, sem algengara er sennilega, að kjósendurnir séu bjánar að kjósa sina lika. Af heilsufarsástæðum hef ég alltaf haldið mér fast við barna- trú mfna um gáfnarfar alþingis- manna. Þeir menn verða snemma á ævinni magaveikir og hjartveikir, sem halda, að allt séu hálfvitar, sem eiga að sýsla með málefni lands og þjóðar. Eitt af því, sem sjómenn verða að læra strax, ef þeir ætla að endast, er að treysta skip- stjórnarmönnunum. Þeir sofa því oftast rólegir á hverju sem gengur, ef þeir vita skip- stjórann uppi, jafnvel þótt hann sé allra manna líklegastur til að stranda skipinu eða keyra það á kaf. Traustið á skip- stjórnarmönnunum getur sem sé gengið úr hófi, eins og sýnir sig á þjóðarskútunni, sem kom- in er upp í grunnbrot og yfir- mennirnir þó allir í brúnni og allt útlit á löglegu strandi, en það nægir nú sennilega skammt skipshöfninni, ef hún vaknar ekki fyrr en í sjónum. Það hef- ur svo sem ekki aðeins drepið heilar skipshafnir heldur og heilar þjóðir að treysta um of á Eru ekki allir gáfuðustu mennimir í hreppsnefndinni? skipstjórnarmennina, og þó að reglan sé góð fyrir liffærin, þá getur hún bundið snöggan enda áliftóruna sjálfa, sem vitaskuld er heldur ókostur við þessa annars ágætu lifsreglu. Störf Alþingis eru margþætt og flókin, og hinn almenni borgari hefur öðrum hnöppum að hneppa en brjóta þingmál til mergjar. Til þess eru lika mennirnir þarna, að við eigum ekki að þurfa að hugsa fyrir þá. Ég hef sem áður segir beitt sömu heilsubótaraðferðinni gagnvart alþingismönnum og ég gerði sem háseti gagnvart mfnum skipstjórnarmönnum, breitt upp fyrir haus og treyst þeim og reynt að telja sjálfum mér trú um að þeim væri treystandi. Svo varð það í fyrra, að fram kom á Alþingi frumvarp, sem ég komst varla hjá atvinnu minnar vegna aðkynna mér, illu heilli. Ég hafði hugsað dálítið um efnið, lesið sitthvað um það og hlustað á vanga- veltur bæði innlendar og erlendar sérfróðra manna, þýtt um það greinar og skrifað eitt- hvað um það sjálfur. Það er skemmst af að segja, að barna- trú min á alþingismönnum beið alvarlegan hnekki, og ég held ekki lengur, að allir gáfuðustu mennirnir séu á þingi. Það ligg- ur við, eins og oft þegar menn tapa trú sinni, að ég trúi nú því andstæða. Frumvarpið fjallaði um aðalútflutningsatvinnuveg þjóða.rinnar og meðferð þess öll vandasöm, þar sem við höfum komið okkur í þá klípu að kaupa inn fleiri skip en við töldum svo að fiskislóðin þyldi, þegar til kom. Og nú var það helzt talið ráð að takmarka nýtingu þessara dýru og nýju skipa. Þetta var náttúrlega í eðli sínu svo mikið handarbaka verk allt saman, að útkoman gat aldrei orðið góð, en þó betri en raun varð á. Það hefði mátt ætla, að þingmenn hefðu lagt sig í líma við þessa erfiðu lög- gjöf og frumvarpsgerðina og Alþingi vandað val nefndar- manna. Það er skemmst af að segja, að þetta mikilvæga frum- varp varð hrákasmíð, flausturs- lega unnið og fullt af mótsögn- um og hreinum endaleysum, en afgreiðsla þess þó háðulegust, þvf að í lokin hafði neðri deild samþykkt ýmsar breytingartil- lögur til bóta, en efri deild felldi þær flestar og sendi neðri deild frumvarpið aftur að mestu i sinu upphaflega formi og rétt í þann svip barst þing- inu fljótfærnisályktun Far- manna- og fiskim,annasam- bandsins, sem þingaði þá dagana, jólasteikin beið á borðunum heima, og neðri deild hafði engar vöflur á heldur át í skyndi ofan í sig eigin breytingar og samþykkti frumvarpið eins og það kom frá efri deild. Það kom sem sé á daginn, sem reyndar var vitað, að þingheimur hafði enga skoð- un á þessu mikilvæga máli, ein- faldlega af því, að mestur hluti þingmanna hafði ekki hundsvit á því, heldur bárust þingmenn fyrir vindi hreppapólitikur og eigin atkvæðahagsmuna og breyttu skoðun sinni nánast eftir því, hvernig atkvæðin hóuðu til þeirra þann og þann daginn. Þar sem þetta var í fyrsta skipti, sem ég taldi mig hafa ástæðu til, vegna kunnugleika míns á málinu, að fylgjast með afgreiðslu þess á þingi, þá leiddi þetta til þess, að ég spurði sjálfan mig þeirrar eðli- legu spurningar, hvort af- greiðsla og vinnubrögð við fisk- veiðilagafrumvarpið væru dæmigerð fyrir vinnubrögð Alþingis í lagasetningu um at- vinnuvegina. Sem betur fer held ég nú að það sé ekki. Þingið er þannig skipað, að þingheimur hefur sennilega minnst vit á sjávarút- vegi og fiskveiðum af öllum at- vinnuvegum landsmanna. Hér er því líkast til um heldur óhag- stætt úrtak að ræða af vinnubrögðum Alþingis almennt þetta dæmi næg- ir mér þó til þess að vera nú þeirrar skoðunar, að það sé orðin grundvallarstað- reynd, að atvinnuvegir nútíma þjóðfélags séu orðnir of sér- þróaðir og flóknir til að þjóð- þing okkar, eins og það er skipað yf irleitt, ráði við að setja löggjöf um þá, nema i mesta lagi rammalög um starfsemina, sem marki þá útlinurnar einar og að því leyti fyrst og fremst, sem starfsemin tekur tilþjóðar- heildarinnar allrar, en sem minnst starfsins innan atvinnu- vegarins sjálfs. Ég veit, að mörgum þing- mönnum er þetta ljóst, en því miður of fáum, vegna þess að þingmenn — eins og reyndar flest okkar — þekkja ekki tak- markanir sínar, heldur virðast treysta því blint, að gáfaðir kjósendur hafi kosið þá tilþing- mennsku vegna andlegra yfir- burða. Forfeður okkar á nitjándu öld og fyrstu tvo ára- tugi tuttugustu aldarinnar létu atvinnuvegina sem mest af- skiptalausa, og þau lög, sem þeim voru sett, voru yfirleitt einföld og afmarkandi. At- vinnuvegimir voru þá aðeins tveir og frumstæðir báðir, og orsök þessa afskiptaleysis var ekki vanþekking, mikill hluti þingmanna var fæddur og upp- alinn i þessum tveimur at- vinnuvegum, heldur var það skoðun manna, að það heyrði ekki undir þjóðþing að fjalla um einstök atriði i atvinnu- vegunum. Nú þyrfti þingið aft- ur að taka upp þessa stefnu og nú vegna vanþekkingar. Við skulum aðeins velta því fyrir okkur, hvernig flokkarnir velja I orðið menn til þingsetu ef mönnum yrði þá ljósara, að þetta er ekki út i hött mælt, að þingið sé orðið ófært til að setja löggjöf um atvinnuvegina. Það er ekkert launungamál, að allir flokkarnir hyllast til að velja sér menn til framboðs eft- ir vinsældum, ýmist heima I héraði eða innan ákveðinna stétta og þjóðfélagshópa. í sam- ræmi við þetta sækja þeir sér þingsmannsefni í ýmiss konar almenn þjónustustörf, félags- málastarfsemi eða jafnvel skemmtiiðnaðinn. Vinsælir barna- og unglingakennarar eru eftirsóttir, svo mjög, að við liggur að slá mætti saman þingi barnakennara og alþingi til spamaðar. Vinsælir læknar eru einnig eftirsóttir (prestar eru víst nú orðið úr leik. Finnast þeir ekki lengur vinsælir?), vellæsir og áferðargóðir þulir, góðir iþróttamenn, vinsælir rit- höfundar og yfirleitt hvers kyns menn, (jafnvel popp- söngvarar) ef þeir hafa náð vin- sældum innan hópa eða stétta, að ekki sé talað um þjóðfélags- ins alls. Það er ekki lengur spurt um það, hvort maðurinn hafi eitt- hvert bein i nefinu, þekkingu á þjóðmálum eða atvinnuvegum þjóðarinnar, heldur aðeins hvort hann sé vinsæll og komi geðslega fyrir. Það var nú til að bæta gráu ofan á svart, þegar sjónvarpið kom til sögunnar og j farið var að velja menn til framboðs eftir skjásýnd, og bætist þar við ein blekkingin ofan á allar hinar. Margur mað- ur er skjáfríður og kemur greindarlega fyrir á skjánum, þó að önnur kunni að vera reyndin á, en á hinn bóginn getur skjárinn leikið myndar- og fríðsleiksmenn illa. Sjónvarpið er áreiðanlega hið mesta villutæki við val á for- sjármönnum lands og þjóðar. Sama er að segja um vinsældirnar. Þær byggjast oft á eiginleikum, sem hrökkva skammt við mikilvægar ákvarðanir i þjóðmálum. Vinsælir menn eru oft hinar mestu druslur til átaka og stundum eru þeir vinsælir af því einu að vera álíka heimskir og múgurinn, sem hampar þeim. Á þessu eru vitaskuld undantekningar, þó að þetta sé almenna reglan um vinsældir. Svo að ég haldi mig áfram við það dæmi, sem er orsök þessara hugleiðinga, þá þyrftu þeir menn, sem valdir væru til að semja frumvarp um fiskveiðar, eins og þær gerast nú hjá þróuðum fiskveiðiþjóðum, að hafa undirstöðuþekkingu i fiskifræði, fiskislóðum, veiðar- færum og notkun þeirra og i raunhæfum fiskveiðum yfir- leitt, hagrænum þáttum út- gerðar og margvislegum félags- legum þáttum svo sem þjálfun og getu þess fólks, sem frum- varpið tæki til. Það væru meiri gáfnaverurnar, sem kæmu úr óskyldum störfum — oft mjög óskyldum, og gætu sett saman frumvarp byggt á öllum þess- um flóknu þáttum svo nokkur mynd væri á. öðlast barna- kennari, rithöfundur eða lækn- ir þekkingu á sjávarútvegi bara við það eitt að ganga í þing- salina? Er það yfirleitt rétt- lætanleg skoðun þingmanna, að þeir verði gáfaðir og hafi vit á öllu, bara af því að þeir hafa hlotið kosningu — oft af hendingu. Þetta eru falleg skip, þó þau fái ekki að veiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.