Morgunblaðið - 06.03.1974, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.03.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 29 RDSE- ANNA FRAMHAIDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALl OG. PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 48 peysu og með sandala á fótunum. Tíu mínútum síðar var kaffið til- búið. — Lykillinn minn stendur á sér í skránni, sagði Ahlberg. — Ég verð að láta athuga það. — Þú verður að fara hljóðlegar sagði Stenström, — ég heyrði til þín í stiganum þegar hún opnaði fyrir mér. — Gúmmísóla, sagði Kolberg. — Það verður að opna dyrnar snarlegar, sagði Martin. Siminn hringi. Allir stirðnuðu upp. Sonja tók upp tólið. — Já, halló.nei, ekki i kvöld ... já, ég verð dálítið upp- tekin á naestunni . .. hvort ég hafi hitt mann . .. ja, þá má eiginlega segja það . . . Hún lagði tölið á og mætti spyrj- andi augnarði þeirra. — Þetta var ekki neitt, sagði hún. 28. kafli. Sonja Hansson var inni í bað- herberginu að þvo af sér nærfatn- að. Þegar hún skrúfaði fyrir vatn- ið og rétti úr sér, heyrði hún að síminn var að hringja. Hún þaut fram og greip símann, án þess að gefa sér tíma til að þurrka sér um hendurnar. Það var Bengtsson. — Kommóðan er á leiðinni, sagði hann. — Billinn verður lik- lega kominn til yðar eftir fimmtán minútur eða svo. — Þökk fyrir. Það var fallega gert af yður að hringja. Eins og ég sagði yður opna ég ekki nema það sé hringt á undan og ég bjóst ekki við að bílinn kæmi svona snemma. Á ég að koma á skrif- stofuna og borga eða . ..? — Þér getið gert upp við bíl- stjórann. Hann er með reikning- inn. — Ágætt, þá geri ég það. Og þakka yður fyrir fyrirhöfnina., hr .. .? — ... Bendtsson. Eg vona, þér verðið ánægðar með viðskiptin, ungfrú Hansson. Og þeir koma sem sagt með kommóðuna eftir kortér. Þakka yður fyrir og sælar. Þegar hann hafði lagt tólið á, hringdi hún til Martins. — Þeir koma með kommóðuna eftir stundarfjórðung. Hann var að hringja. Það munaði minnstu ég heyrði ekki í símanum af því ég var að sulla inni í baðherberg- inu. En þá veit ég alténd að ég heyri ekki i símanum, þegar ég er þar. — Þú verður þá að gefa slikt upp á bátinn á næstunni, sagði Martin. — Satt bezt að segja máttu ekki fara mjög langt frá símanum á næstunni. — Nei, mér hefur skilist það. Á ég að fara þangað, þegar kommóð- an er komin? — Já, er það ekki bezt. Hringdu tilmín seinna. Martin sat á skrifstofu sinni ásamt Ahlberg, sem lyfti spyrjandi brúnum, þegar hann lagði simann á. — Hún fer þangað eftir hálf- tima, sagði Martin. — Þá er ekki um annað að ræða en biða. Hún er dugnaðarlegur kvenmaður, sem mér lízt vel á. Þegar þeir höfðu beðið í rösk- lega tvo tíma, sagði Ahlberg. — Getur verið,-að eitthvað hafi komið fyrir hana ... ? — Vertu rólegur, sagði Martin. — Hún lætur heyra frá sér. Þegar þeir höfðu beðið í hálf- tíma til viðbótar hringdi hún. — Hafið þið beðið lengi? Martin tautaði eitthvað. — Hvað gerðist? sagði hann og ræskti sig. — Ég byrja á byrjuninni. Tuttugumínútur eftir að við höfð- um talað saman komu tveir menn með kommóðuna. Eg leit varla á þá, sagði þeim bara hvar kommóð- an ætti að standa. Þegar þeir voru farnir uppgötvaði ég sem sagt, að þetta var ekki rétta kommóðan og þá fór ég þangað. — Þú hlýtur að hafa gefið þér góðan tíma. — Já, það var viðskiptavinur hjá honum, þegar égkom. Eg stóð fram'mi og beið og hann leit hvað eftir annað á mig, og ég hafði á tilfinningunni, að hann reyndi að losa sig við manninn sem var hjá honum. Hann varð alveg niður- brotinn, þegar hann heyrði um þessi mistök og ég sagði, að það væri ekkert við þessu að gera og svo fórum við næstum að rifast um, hverjum þetta væri ekki að kenna. Síðan fór hann fram til að athuga, hvort einhver væri við, sem gæti komið með réttu kommóðuna mina í kvöld. — Og hvað? Elsku mamma, þetta er bara hann Siggi — við ætlum á grímuballið í kvöld. r VELA/AKAMDI Velvakandi svarar i sima 1 0-1 00 kl 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. # KONA les fornsögu! „Súffraketta" skrifar: „Velvakandi góður. í skrifum um útvarpsdagskrá þessarar viku, sem birt voru í Mbl. s.l. föstudag, eru það talin stórtiðindi, að kona skuli nú hafa fengið að lesa úr fornritum. Segir konan Silja Aðalsteinsdóttir í við- tali við blaðamenn ykkar, að sér finnist það fáranlegt, að þetta skuli ekki hafa gerzt fyrr, og tek- ur fram um leið, að hún telji ekki, að hér hafi verið um vísvitandi vantraust forráðamanna útvarps- ins á hæfni kvenna til upplestrar á þessu efni að ræða, heldur hljóti hér að vera um athugunarleysi að ræða. Jæja, þá veit maður það. En með leyfi að spyrja, hvaða máli skiptir það eiginlega hvors kyns upplesari er svo fremi sem lest- urinn er boðlegur? Eða er jafn- réttisbaráttan virkilega ekki komin á hærra stig hér á tslandi, að þetta sjónarmið skuli geta talizt innlegg i umræður um hana? „SUffraketta". 0 Dagur í lífi ívans Denisóvíts Maður nokkur hringdi og bað Velvakanda um að koma þvi á framfæri i blaðinu hvort ekki væri hægt að taka aftur til sýningar kvikmyndina „Dagur í lífi Ivans Denisóvits", en myndin var sýnd hér fyrir nokkrum árum. Maðurinn sagðist vera þess full- viss, að margir hefðu nú mikinn hug á því að sjá myndina, en einhverra hluta vegna hefði hún ekki vakið teljandi athygli þegar hún var sýnd á sinum tíma. Hann sagðist jafnframt vilja vekja athygli á því, að nú hefði Solsénitsín séð myndina og látið í Ijós ánægju sína með gerð henn- ar, og gæfi það eitt myndinni ótvírætt gildi. Til upprifjunar skal þess getið, að Sovétarnir bönnuðu Finnum að sýna þessa mynd, og Finnar tóku mark á því af augljósum ástæðum. Nú er eftir að vita hvort talsmaður sovézka sendiráðsins kemur askvaðandi upp í utan- ríkisráðuneyti til að bera fram óskir „sovézku þjóðarinnar" ef myndin verður tekin til sýningar hér öðru sinni. £ Erindi Rósu B. Blöndals verði endurtekið Hér er bréf úr Skagafirði: „Velvakandi góður. Ég vil þakka Rósu B. Blöndals fyrir snjallt erindi,. sem hún flutti í þættinum „Um daginn og veg- inn“ 25. febrúar s.l. Jafnframt skora ég á útvarps- ráð að láta útvarpa því aftur við fyrsta tækifæri, því að þetta erindi þarf að ná eyrum allra Islendinga, bæði lærðra og leikra. I því er fjallað um vandamál þjóð- hátíðarársins á meistaralegan 0 Stykkishólms- konur koma saman Sesselja Konráðsdóttir skrifar: „Stykkishólmskonur, heilar og sælar. Við höfum hugsað okkur að hittast í Glæsibæ í kvöld kl. 20.30. Salurinn, sem við höfum, er á sömu hæð og læknastofurnar. Strætisvagnar, leiðir 2, 8 og 9, hafa viðkomustað við Glæsibæ. Við skemmtum okkur með sam- tali, söng o.fl. Komum margar með hugann fullan af góðvild og rifjum upp hugljúfar minningar. Sesselja Konráðsdóttir.“ 0 Speaker-flokkur- inn í Bretlandi Baldur Símonarson, Oddagötu 12, Reykjavík, skrifar: i.Kæri Valvakandi, Urslit brezku þingkosninganna voru lengi vel óljós, en fáum þó óljósari en fréttastofu Ríkisút- varpsins. I kvöldfréttum á föstu- dag heyrðist mér frá þvi skýrt (réttilega) að Verkamannaflokk- urinn hefði hlotið örfáum þing- sætum fleira en íhaldsflokkur- inn. Kl. 10 sama kvöld hafði dæm- ið snúizt við og var íhaldsflokk- urinn þá kominn upp fyrir Verka- mannaflokkinn. í hádegisútvarpi á laugardag var villan endur- tekin, en þulurinn virtist hafa les- ið dagblöðin, því að löng þögn kom á eftir fréttinni, og síðar var þetta leiðrétt. 1 morgunfréttum á sunnudag endurtók sama vit- leysan sig einu sinni enn, en i hádegisfréttum var þetta loks orðið rétt. Voru þá jafnframt taldir upp ýmsir smáflokkar á þingi og klykkt út með því að segja, að samtök, sem kalla sig Speaker, hefðu komið einum manni að. Sér eru nú hver samtökin. Hingað til hefur forseti neðri málstofunnar heitið Speaker og verið í framboði sem slíkur, eiginlega hafinn upp yfir flokka, ef hann leitaði endur- kjörs. Þó að Selwyn Lloyd, frá- farandi Speaker, sé fyllstu virðingar verður, er ofrausn að kalla hann samtök. Nú herma nýjustu AP fréttir, að Staff hershöfðingi seilist til æ meiri áhrifa í Grikklandi, en NTB símar að Staben hershöfðingi stefni að þvi að ná öllum völdum í sínar hendur. Verður mikið til- hlökkunarefni að fá að heyra fréttaspegil um valdastreitu þeirra hershöfðingjanna. Þegar útvarpið býður upp á slíka fréttaþjónustu, má alveg eins lesa upp úr Búnaðarritinu Faxa í frétta stað. Baldur Sfmonarson." 03^ SIG6A V/öGA Í A/LVEflAW ,Vó Áfr A0 SK09A , MyNO/NA 00 SEólA i mer h w vión yyp\k SOÍie Yf\R S/6.FÁLKI! <A'í Júwúua'U Athugasemd Það þykir mér undarleg pólitík, þegar menn telja sig þurfa að leiðrétta missagnir eða rang- færslur í einu blaði, að leita þá til annars blaðs um birtingu. Til þessa ráðs greip þó Bjarni Ingi- marsson skipstjóri á Neptúnusi, og birtist svargrein hans við frétt Alþýðublaðsins um illan aðbúnað I skipi hans, frá 25. janúar sl„ í Morgunblaðinu 24. febrúar sl. Og það þykir mér líka undarleg rit- stjórnarpólitík hjá Morgun- blaðinu að birta slíka svargrein án þess að kanna málið og vita, hvort hún á við rök að styðjast. I svargrein sinni lýsir Bjarni Ingimarsson skipstjóri blaða- mann ósannindamann, og nefnir máli sínu til stuðnings, að annar aðal heimildarmaður blaðsins í þessu máli, Jón Matthíasson, kannist ekki við þau ummæli, sem eftir honum eru höfð. Þau eru hins vegar að sjálfsögðu rétt eftir höfð, og er ljósmyndari Alþýðu- blaðsins til vitnis um það. Blaða- maður og ljósmyndari fóru um borð í togarann Neptúnus síð- degis 24. janúar i fylgd með Jóni og Halldóri Fannar, og sann- reyndi blaðamaður þar, að öll um- mæli í fréttinni áttu við rök að styðjast, nema lýsingar á ástandi á hitakerfi skipsins og drykkjar- vatni, sem þeir sögðu, að yrði óþolandi strax og komið væri Ut á sjó. Að vísu skal það játað, að ástandið um borð í Neptúnusi var ekki eins slæmt og um borð í Uranusi, sem gerður er út af sama útgerðarfélagi, en þann togara stöðvaði heilbrigðiseftirlit rík- isins eftir frásagnir Alþýðublaðs- ins af hreinlætinu þar um borð. Tók hálfan mánuð að gera skipið mannsæmandi. Þá má nefna för þeirra Jóns Matthíassonar og stýrimanns hingað á ritstjórn Alþýðublaðs- ins, sem minnst er á í grein skip- stjóra. Kvað stýrimaður Jón hafa verið mjög drukkinn, þegar hann átti tal við blaðamann Alþýðu- •blaðsins, og staðfesti Jón það. Bætti hann því við, að hann myndi ekkert af því, sem hann sagði, og gat hann því ekki neitað, að rétt væri eftir honum haft í fréttinni. Hins vegar gátu hvorki blaðamaður né Ijósmyndari Al- þýðublaðsins séð, að hann væri drukkinn. Halldór Fannar var þó lítilsháttar „hýr“, en þó ekki þannig, að hann átti að vita full- komlega, hvað hann sagði og gerði. Það er algjörlega mál þeirra félaga, Halldórs og Bjarna, hvort sá fyrrnefndi fór í veiðiferð tog- arans, sem átti að hefjast kl. 18 daginn, sem blaðamaður fór um borð. I svarinu segir Bjarni, að Halldór hafi verið „hirtur upp“ eins og hver annar róni, en hér á ritstjórn Alþýðublaðsins sögðu þeir Jón og stýrimaður, að hann hefði alls ekki farið með. Þorgrfmur Gestsson blaðamaður. — Leiðin frá Framhald af bls. 12 miðla nútímans, svo sem útvarp, sjónvarp og dagblöð. Bætt sam- göngutækni gerir fólki kleift að fara milli staða á skömmum tíma og öðlast nýja þekkingu og reynslu. Að visu kann sú þekk- ingaröflun að vera ókerfisbundin, en samt umtalsverð. Þó eru samd- ar kennslubækur og námsskrár gerðar, að miklu leyti á þeim for- sendum, að skólinn sé ennþá einn um þekkingarmiðlunina. Vegna margvislegra áhrifa og strauma utan frá, er orðið mun erfiðara en áður var að halda athygli ung- menna i kennslustund. Það nægir ekki lengur, að það sem fram er borið, sé fræðandi, það verður líka að vera skemmtilegt. (Við spyrjum. Er skemmtilegt i skólan- um? Er þetta skemmtilegt starf? o.s.frv.) Margir erfiðleikar í skólastarfi stafa því beinlinis af því, hvað skólinn er seinn að laga sig nýjum aðstæðum. Flestir viðurkenna þessa staðreynd og vilja bæta þar úr. Þáttur í þeirri endurreisn er ný skólalöggjöf. En skólunum er ekki léttur róðurinn, þvi að fast er setið á henni. Sannast sem oft- ar, að leiðin frá vilja til athafna er torsótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.