Morgunblaðið - 07.03.1974, Síða 3
Gerður
gerir
mosaik-
mynd
í þýzkan
banka
Gerður Helgadóttir mynd-
höggvari vann í haust stóra
mosaikmynd á vegg í þýzkum
banka og skilaði teikningum í
október. Þessa mynd er verið
að vinna á vinnustofu Oidt-
mans í Linnich, á sama stað og
mynd Gerðar á Tollhúsið í
Reykjavík, og á hún að vera
komin á sinn stað áður en þessi
nýi banki verður opnaður í
apríl.
Oitdmanbræður hafa sent
hingað myndir af verkinu í
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
3
m' ’’ 'S|§J l
vinnslu, sem birtast hérmeð.
Einn af þeim mosaikgerðar-
mönnum, sem komu hingað í
sumar til að setja upp Toll-
stöðvarmyndina, Kuster, er
einnig að vinna við þetta verk
og er það Ijóshærði maðurinn á
myndinni. Stærð myndarinnar
má marka af því, að sá hluti,
sem verið er að vinna í vinnu-
stofu Oidtmans og sést á
myndinni, er lengst til hægri á
teikningunni af verkinu öllu,
sem við birtum einnig. En í því
er mikið af misskýrum hring-
formum.
Myndin er um 8 m á lengd
og á að prýða aðalvegginn í
nýju bankahúsi Kreissspare-
kasse-bankans í Linnich. Hún
er í bláum litum og táknar, eins
og vera ber í banka, fljótandi
gengi og hreyfingu gjaldmið-
ilsins.
Steinunn S. Briem látin
Hinn 26. febrúar siðastl. lézt að
heimili sínu i Kaupmannahöfn
frú Steinunn S. Briem, aðeins 41
árs að aldri. Hún hafði verið bú-
settí Kaupmannahöfn umtveggja
ára skeið. Steinunn hafði átt við
vanheilsu að striða að undan-
förnu og var nýkomin af sjúkra-
húsi, er hún veiktist skyndilega
aftur.
Foreldrar Steinunnar eru hjón-
in Sigríður Skúladóttir Briem og
Eggert P. Briem, fyrrum fulltrúi
hjá Eimskipafélagi íslands. Stein-
unn lagði stund á' tónlistarnám
hér heima og síðan í London og
Róm, og var hún við nám ytra í sjö
ár. Hér í Reykjavík fékkst hún við
píanókennslu í nokkur ár, eftir að
hún kom heim. Hún gerðist blaða-
maður árið 1963 og starfaði hjá
Vísi, Fálkanum og Alþýðublað-
inu. 1966—‘68 komu út i tveimur
bindum samtöl hennar sem blaða-
manns. Hún fékkst töluvert við
þýðingar, einkum á bókum um
dulfræðileg efni. Einnig þýddi
Steinunn nokkrar barnabækur,
og árið 1973 hlaut hún verðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar
fyrir þýðingar sinar á bókum eftir
sænsku skáldkonuna Tove Jans-
son.
STALU
PÓSTI
OG VÍNI
RANNSÓKNARLÖGREGLAN i
Reykjavík hefur upplýst þjófnað
á póstpoka, áfengi og tóbaki á
Reykjavikurflugvelli. Tveir pilt-
ar, sem oft hafa komið við sögu
hjá lögreglunni vegna afbrota,
hafa viðúrkennt að hafa tekið
póstpoka í afgreiðslubyggingu
Flugfélags íslands, rist á hann gat
og rifið upp umslög í leit að pen-
ingum. Ekkert höfðu þeir upp úr
krafsinu. Þeir hentu síðan pok-
anum með póstinum í og fannst
hann aftur við leit á þriðjudags-
kvöldið. Þá fundust i fórum pilt-
anna fjórar danskar vinflöskur og
danskar tóbaksvörur. Játuðu þeir
að hafa stolið þessu úr danskri
flugvél, sem stóð á Reykjavikur-
flugvelli í fjóra daga. Hins vegar
harðneita þeir að hafa stolið
meiru úr vélinni, en Danirnir,
sem voru með vélina, segja, að 22
flöskum áfengis og talsverðu af
tóbaki hafi verið stolið úr henni.
ÁFRAM ÍSLAND!
Loksins er hún komin hin margumtaiaða
hljðmpiata með ísienzka H.M.-líðinu í handbolta
og hinum vlnsæla Ómari Ragnarssyni.
Hljðmar sjá um undirleik.
Fláröfiunardelld H.S.Í.