Morgunblaðið - 07.03.1974, Page 4

Morgunblaðið - 07.03.1974, Page 4
4 ® 22*0*22- RAUOARÁRSTÍG 31 V______________✓ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR Itel. 14444 * 25555 mm/o/fí IBlLAlEIGA CAFWjENTAU /p BÍLALEIGAN ^EYSIR CAR RENTAL «24460 í HVERJUM BÍL PIO NEEH ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI HÓPFERÐABÍLAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 far- þega bílar. Kjartan Ingimarsson Simi 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.Í Sími 22300 FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga.— Sími81260 Fimm manna Citroen G S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um)._________ SKODA EYÐIR MINNA. Shooh UIGM AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR 0 SAMVINNUBANKINN MORGUNBLAÐIÐ,FIMMTUDAGUR 7-. MARZ 1974 | STAKSTEINAR Hænan sagði: ekki ég t dagblaðinu Þjóðviljanum er f gær skrifaður leiðari um verðbólguna. Ræðst blaðið af hörku á þann ógnvald þjóðlffs- ins, sem birzt hafi enn ægilegri en fyrr, strax að loknum kjara- samningunum sem gerðir voru fyrir nokkrum dögum. Og við hvern skyldi þjóðviljinn sakast yfir verðbólgunni? Rfkisstjórn- ina, eins og allir landsmenn gera? Nei. I Þjóðviljanum er bent á, að „sexmannanefndin" sé hinn seki. Hingað til hefur Þjóðviljinn einkum boðað þá kenningu, að viðreisnarstjórn- in hafi borið ábyrgð á allri verðbólgunni í tíð vinstri stjórnarinnar.Nú loks er þeirri kenningu varpað fyrir róða, og er að vissu leyti eftirsjá að svo frumlegri hugmyndafræði. En nú hefur I*jóðviljinn fundið nýjan aðila til að skella skuld- inni á. „Sexmannanefndin“, sem er nokkurs konar reiknis- stokkur í kerfinu, á að bera höfuðsökina á þessum þætti óðaverðbólgunnar. Halldór E. Sigurðsson hefur ekki verið síðri við að koma verðbólgunni yfir á aðra, f öllum skilningi, en kommúnistar og málgagn þeirra. í þvf sambandi minna þeir Ragnar Arnalds og HalF dór E. á þann kafla barnasög- unnar, þar sem segir: hænan sagði ekki ég, svfnið sagði ekki ég- Eitthvað verður að efna! 1 fyrradag tóku piltarnir á Þjóðviljanum sig soldið saman og skrifuðu forystugrein um, að „ríkisstjórnin" yrði að efna fyrirheit sín!! Þetta er svo sannarlega nýstárleg hugmynd hjá þeim Þjóðviljamönnum, og svo sannarlega ekki of fljótt fram komin. I Alþýðublaðinu í gær eru rifjuð upp nokkur lof- orð, sem Alþýðubandalaginu og ríkisstjórninni hefði gefizt tóm til að uppfylla, ef þeir á Þjóð- viljanum hefðu fengið fyrr þessa hugmynd um að rétt sé að standa við gefin fyrirheit: ,4 málefnasamningi ríkis- stjórnar Ölafs Jóhannessonar var því lofað, að ríkisstjórnin myndi leitast við að tryggja, að verðbólga á Islandi yrði ekki meiri, en í helstu nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Hvern- ig hefur rfkisstjórnin efnt þetta loforð? Einn fyrrverandi stjórnarstuðningsmaður, al- þingismaðurinn Bjarni Guðna- son, hefur lýst ástandinu þann- ig, að vegna óstjórnar ríkis- stjórnarinnar á efnahagsmál- um væri verðbólgan hérlendis meiri, en dæmi eru til um síðan á stríðsárunum. Þannig efndi ríkisstjórnin það loforð. 1 annan stað lofaði rfkis- stjórnin því, að vfsitalan yrði „leiðrétt" þannig, að verðhækk- un á áfengi og tóbaki yrði tekin með í útreikningi kaup- greiðsluvfsitölu. Nú hefur hún sjálf beitt sér fyrir því, að slfk verðhækkun er tekin út úr vísi- tölunni og virkar því ekki til kauphækkunar eins og hún ella myndi gera. Þannig hélt hún við stefnu sfna i þvf máli. Þá lofaði ríkisstjórnin þvf, að opinberum starfsmönnum skyldi fenginn fullur samn- ingsréttur. Efndir urðu svo þær, að kjaradómur er reiddur eins og svipa yfir opinberum starfsmönnum. Fyllri samn- ingsrétt fengu þeir nú ekki. Einnig lofaði rfkisstjórnin því I málefnasamningi sinum Magnús Gestsson: Nokkrar línur til Þórðar á Hvallátrum Kæri Þórður. Ég var að lesa svarbréf þitt í Morgunblaðinu tilmín. Það var naumast að blaðran sprakk. Mikið væru nú mannlífið fá- tæklegra, ef ekki væru tilmenn á borð við þig og bóndann á Konungsstöðum. Þú leggur út af því, að ég hafi ýmislegt sagt í bók minni um sveitunga þína, sem betur hefði mátt kyrrt liggja. Gerir þú þér ekki Ijóst, að það tekur enginn viti borinn maður mark á slétt- felldum lofgerðarlanglokum, svo sem algengast eru líkræður og minningargreinar í blöðum? Menn, þótt nýtir borgarar hafi verið, eru jafnt gleymdir og grafnir I sögunni, þrátt fyrir slík skrif. Eitt tilsvar, eða frá- sögn af einu tilviki, getur stundum sagt meira um merki- legan mann, en löng lofgerð samansett af útþvældum lýs- ingarorðum. Ráðríki, á viti byggt, svo sem hjá þeim ágæta manni, bóndanum gamla á Hvallátrum, sem ég segi smá- vegis frá, getur verið aðall sumra manna. Ég hef ekki ljóstrað upp einu eða neinu misjöfnu um nokk- urn af sveitungum þínum. Ef ég hefði vikið að leynilegu framhjáhaldi í kvennamálum, framakeppni á kostnað ann- arra, eða öðru slíku sem sumir leggja út til lasts, þá væri ekki nema eðlilegt að ég hefði fengið olnbogaskot. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég geta þess, að ég hef aldrei heyrt þig orðaðan við framhjáhald. Ef eitthvert hefur verið sagt um einhvern á prenti, sem sum- um þætti betur ósagt, þá er ekki vert að ræða slikt opinber- lega, því með því er aukin at- hygli á málinu. Og þó að reynt sé að bera til baka, þá eru alltaf nógir til að trúa því sem verra þykir. Eg ætla ekki að fara að eltast við sparðatining þinn úr bók minni, og ekki heldur það sem þú hefur misskilið, eða fært til verri vegar. Eitt ártal hefur misprentast, en skiptir litlu máli. En þegar þú meðgengur, að hafa tekið þátt i því, vitandi vits, að leika fyrirburð, þá þyk- ir mér nú fyrst kasta tólftun- um. Þarna hefðir þú nú betur þagað um, Þórður minn, því bæði viðurkennir þú að hafa skrökvað að nágrönnum þínum, og að hafa^gert gys að þeim dularöflum, sem forfeður okk- ar fluttu með sér til landsins og við viðurkennum innra með okkur enn þann dag í dag. Þetta var annars vel leikið hjá Haflidi Jónsson Magnús Ketilsson, sýslumaður Sennilega hafa fáir orðið til að vekja menn til jafn verulegs áhuga um nytsemi garðræktar sem sýslumaður Dalamanna, Magnús Ketilsson. Hann' var aðeins 22 ára að aldri, er hon- um var veitt sýslan og bendir það ótvírætt til þess, að snemma hafi þótt mikið í mann- inn spunnið, þar sem honum svo kornungum var veitt slíkt virðingarstarf. Magnús var fæddur á Húsavík við Skjálfanda 1732 og var sonur séra Ketils Jónssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, sem var systirSkúla landfógeta. Magnús lauk námi frá Hóla- skóla og sigldi síðan til frekara náms við Hafnarháskóla og þar lagðí hann stund á laganám, en fékk veitingu fyrir Dalasýslu 1754 og hafði þá ekki þreytt próf. Er talið, að Magnús hafi búið í Kaupmannahöfn við afar þröngan fjárhag og ekki talið sér fært að halda áfram námi. Magnús hóf búskap sinn við mikla fátækt i Arnarbæli á Fellsströnd, en fluttist síðar að Meium á Skarðsströnd og þaðan til Búðardals árið 1762 og bjó þar til æviloka 1803. Gerðist hann brátt einn af mikilhæfustu og ríkustu höfðingjum landsins. Sýndi hann á öllum sviðum sinnar umsýslu mikinn dugnað og var um sína daga einhver framfara- sinnaðasti maður á landi hér. Hann vann og lét vinna ein- hverjar fyrstu jarðabætur, sem sögur fara af í túnrækt og var um allan búnað hagsýnn ogfor- sjáll bóndi. Þó að afrek hans á þei.n sviðum væru nægileg til að halda nafni hans á loft hjá seinnitíðar kynslóðum, er hans nú fyrst og fremst minnzt fyrir þau afrek, sem hann vann með ritstörfum sínum og afskiptum af bókaútgáfu. Hann kemur manna mest við sögu prent- verksins í Hrappsey og þar kom út garðyrkjurit hans 1779, þar sem hann segir frá „Nokkrum tilraunum gerðum með sáð- tegundir og plöntur“ en auk þess, sem þar kemur fram, eru víða glöggar heimildir að finna um garðyrkju og skógræktartiF raunir Magnúsar Ketilssonar. Það er enginn vafi á, að Magnús hefur verið vel fróður lukkast, sem ei skal víkja fyrir öðrum af þess kyns útbúnaði. Fjós vor eru víðast rislítil og þakin með torfi ofan á tróðið eða raftana. Á mínu fjósi skar ég burtu stykki úr þekjunni og lagði smá hríslur ofan á raftana og þar ofan á lét ég meðalgóða kálgarðsmold og þar í hef ég sáð svo snemma sem ég hef viljað og hefur það lukkast í bezta máta.Sá, sem vildi byggja fjós sitt við hól jafn háan, eða við syðri enda á fjósinu gera torfstafninn vel þykkan, hann gæti lagt þar ofaná vermibeð og dregið hitann úr fjósinu þar inn undir og með hægri fyrir- höfn og litlum kostnaði gert sér vermibeð." Vert væri að geta um trjá- ræktartilraunir Magnúsar Ketilssonar, en hann fékk veru- legt magn af trjáfræi frá Roms- dal í Noregi 1776 fyrir milli- göngu stjórnvalda, en trjárækt- in veittist honum erfið. Tókst honum þó að fá furu, ask og baunatré til að vaxa sæmilega með góðri aðhlynningu. Má því með nokkrum sanni telja, að Magnús Ketilsson hafi á flest- um sviðum ræktunar verið meðal frumherjanna. að lækka vexti. Framkvæmdin reyndist sú, að vextir voru stór- lega hækkaðir. Þá lofaði ríkisstjörnin því að fella niður söluskatt á nauð- synjavörum. Nú gerir hún senn tilraun til þess að framkvæma þriðju söluskattshækkunina á valdatíma slnum og takist sú tilraun, þá verður sölu- skatturinn kominn upp I heil 18%. Þá lofaði rfkisstjórnin því að láta fara fram athugun á þá- gildandi verðiagningu í því skyni að lækka verðlag og hindra verðlagshækkanir. Sú athugun hefur aldrei verið gerð, enda verðlagshækkanir aldrei verið meiri, en f stjórnartíð núverandi rfkis- stjórnar. Einnig lofaði rfkisstjórnin því að fella ekki gengið. Það loforð hefur hún svikið þrisvar. Væntanlega hefur ritstjóri Þjóðviljans orðið nokkurs vfsari af þessari upptalningu. Vilji hann vita meira, er sjálf- sagt að halda henni áfram. En mun fljótlega væri að telja upp þau loforð, sem ríkisstjórnin á ósvikin, en hin, sem hún hefur svikið. Þá væri hægt að gera málinu skil í einni setningu. ykkur, ef satt er að svo hafi verið, og fyrirburðarsagan er bara góð. Þú segir að það sé ekki fyrir 20. aldar fólk að trúa því að gandreið sé farin með 60 km hraða á klukkustund. En merkir dulfræðingar, erlendir, halda þvi fram að andar geti farið með þeim hraða að ekki sé mælanlegur okkur mönnum, og lítt þurfi þeir að hægja á sér, þó þeir kippi með sér spottakorn einum ódauðum. Það er annars misskilningur, að ég segi ekki frá öðrum fyrir- burðum en þeim sem ég trúi að hafi átt sér stað. Minar skoðan- ir blandast ekki þarna saman við. Ég segi hverja sögu eins og hún hefur mótast í meðförum. Jæja, Þórður, ég vona að við getum látið hér staðar numið í lítilsverðu spjalli. En mín er virðingin, að komast i blöðin i sambandi við svo þekkt nafn sem þitt. Með beztu kveðju. Skrifað á þorraþræl 1974. Magnús Gestsson. um garðyrkju i Danmörku og Noregi og að sjálfsögðu hefur hann kunnað góð skil á þeim tilraunum, er hér höfðu átt sér stað um ræktun, og mjög lik- legt, að persónulegur kunnings- skapur hafi verið milli hans og séra Björns í Sauðlauksdal. Magnús hefur haft gott lag á að hagnýta annarra reynslu og reynt að sigrast á þeim erfið- leikum, sem aðrir höfðu orðið fyrir. Ekki verður annað séð en Magnúsi hafi tekist með mikl- um ágætum að rækta allar helztu grænmetistegundir, og öruggar heimildir eru fyrirþví, að hann hvatti nágranna sína til að rækta kartöflur og gulróf- ur, og var óspar á að gefa þeim útsæði af eigin uppskeFu. Hann ráðleggur mönnum að rækta fræplöntur og framleiða fræ til eigin nota og telur það betra en erlent fræ. Athyglisvert er-það, að Magnús segist háfa sáð útlenzku fræi að hausti og tel- ur: „að það þoli frostið betur, en það fræ, sem meiri varúð er viðhöfð“. í riti sínu „Nokkrar tilraunir — “ segir Magnús sýslumaður frá sáðreit sínum á þessa lund: „Ég hef sáð fræi i kistu og hefur sæmilega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.