Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 „Þa5 er m.a. vegna þess að það eru fleiri karlar í þessu og þeir keppa meira. Þeir hafa Ifka náð lengra f keppnum við aðrar þjóðir." „Er handbolti kvenna nógu mikið kynntur?" „Jú, hann er það, en það er lítið sem ekkert gert fyrir kvenna handboltann af H.S.f." „Er ekki talsvert félagslíf innan Vals?" Á ÞESSU BYGGIST HANDBOLTINN, MANNESKJ- UNNI, BOLTANUM OG MARKINU, SEM ALLT BEINIST AÐ. „Jú það eru spila- og bingókvöld og svo eru árshátíðir Einnig eru Valsstelp- urnar að safna í ferðasjóð og stefna að þvf að fara keppnisför til Danmerkur í sumar." Sfðan talaði ég við Ingu Birgisdótt- ur, góðan markvörð Valsliðsins, en hún er í skóla. Hennar lið á aefingunni varð að horfa á um stundarsakir. „Tekur handboltinn ekki tíma frá náminu?" „Jú, hann gerir það nú svolítið, en það er bara áhuginn sem er svo mikill og skemmtilegur félagsandi, sem veld- ur þvf að ég held áfram." „Hvað hefur þú verið lengi f hand- bolta?" „Ég er búin að vera um 4 ár." „Hvernig líður ykkur eftir tapaðan leik?" „Við kunnum nú allar að tapa, en við förum yfir mistökin eftirá og reynum að læra af þeim og bæta síðan fyrir þau. Svo höldum við einnig fund fyrir hvern leik, þar sem málin eru rædd " Ég gat ekki talað lengur við Ingu því hún varð að fara inn á völlinn aftur með sínu liði, en ég náði tali af fyrirliða Yalsliðsins Sigrúnu Guðmundsdóttur. anægoar ao unnum sigri „Hvað er það sem dregur ykkur svo að handboltanum?" „Það er árangurinn. Við höfum náð mjög langt og svo eru skemmtilegar og líflegar æfingar." „Heldurðu að körfubolti kvenna myndi verða eins vinsæll og handbolt- inn?" „Nei, það held ég ekki, þvi við höfum náð svo geysilega langt i hand- boltanum og hann er búinn að vinna sér sess " Birna Björk ræðir við Ragnheiði Lárusdóttur. Litið inn á æfingu hjá handboltastelpum Vals Elín Kristinsdóttir kom til okkar og sagði hún mér að flestar stelpurnar væru i skóla, þó væru 4 húsmæður þarna lika. Hún sagði að ein af þeim þjálfaði yngri flokka i Val. Ég rabbaði stuttlega við eina húsmóðurina, Ragn- heiði Lárusdóttur, en hún er gift og á 2 börn. „Hvernig fer saman að æfa hand- boltann og vera húsmóðir?" „Það er allt í lagi með það, þetta er eins og saumaklúbbur. Bóndinn hjálp- ar til og passar börnin." „Hvað gerið þið eftir keppnisleik?" „Eftir tapaðan leik ihugum við mis- tökin og lærum af þeim, en eftir að hafa sigrað erum við ofsa ánægðar." „Æfið þið allt árið?" „Já, inni á veturna og úti á sumrin." Siðan var hún þotin inn á völlinn aftur Tvö lið áttu að keppa upp á það, að það liðið sem tapaði skyldi splæsa kók og súkkulaði á hitt. Þegar við hurfum á braut var kapp- leikurinn i fullum gangi og leikar stóðu 7—8. Það var þvi hart barizt um það hver skyldi þiggja verðlaunin og hver greiða þau, en það skipti nú ef til vill ekki svo miklu máli. Að baki þess líðs, sem nær langt í iþróttum liggur undan- tekningalaust mikil vinna og mikill áhugi og þetta tvennt var auðséð að Valsstelpurnar höfðu í pokahorninu. Ragnheiður Markvörðurinn stendur i ströngu Sigrún góðar. Þá er skemmtilegt að gera eitt- hvað fyrir þær þvi þær hafa náð svo langt í handboltanum. Valstelpurnar hafa verið Islandsmeistarar nær þvi stanslaust ár hvert og voru það einnig síðastliðið ár." „Hvernig er æfingum háttað?" „Þær æfa tvisvar i viku og helmingur tímans fer í æfingar, en hinn i að spila." „Er nóg af kvenfólki í handboltan- um?" „Nei, það vantar stelpur. Þær vilja týnast úr þessar eldri þegar þær gift- ast, en þó koma flestar aftur. (Vlest tapast af stúlkum á 1 6—1 7 ára aldrin- um." „Hvers vegna hljóta karlmenn hærri sess en konur þar sem fjallað er um handbolta í fjölmiðlum?" BIRNA Björk Sigurðardóttir, 16 ára nemandi i 4.—B. í Víghólaskóla í Kópavogi fylgdist með störfum hjá okkur á Morgunblaðinu i eina viku og kynntist þannig hinum ýmsu þátt- um blaðaútgáfu. Hún valdi sér það verkefni til að skrifa um að heim- sækja handknattleiksstúlkur úr Val og fer grein hennar hér á eftir: Ég lagði leið mína i íþróttahús Vals, Hliðarenda við Öskjuhlið, og leit inn á æfingu hjá meistarafl. kvenna í hand- bolta. Þegar ég kom var æfingin nýbyrjuð og það voru tveir þjálfarar að þjálfa, þeir Þórarinn Eyþórsson og Þórður Sigurðsson sem er formaður hand- knattleiksdeildar Vals. Ég náði tali af þeim þó þeir mættu nú varla vera að því að tala við mig, því áhuginn var mikill hjá þeim og stelpun- um Þeir sögðu mér að flestar stelpurn- ar væru 1 8—25 ára og hefðu yfirleitt æft i 5 — 10 ár „Hvernig er samstarfið," spurði ég „Mjög gott," svaraði Þórður, „og það er gaman að vinna með stúlkunum þvi áhuginn er mikill og mætingar Þrekæfingar teknar. Skóla- fólk hjá IVlorgun iblaÓinu Valsæfingunni hressar og kátar að vanda. Ljósmyndir Mbl, -á.j Steln'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.