Morgunblaðið - 07.03.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
13
CHANGE, f.v. Sigurður Kurlsson, Birgir Hrafnsson,
Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason. Með
þeim á myndinni er dóttir Magnúsar, Linda.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
CHANGE
— nýjung í
skemmtanalífinu
Hljómleikar
í Háskólabíói
ÞAÐ þótti nokkrum tiðindum
sæta, þegar þeir Birgir Hrafns-
son og Sigurður Karlsson
gengu í lið með Suðurnesja-
mönnunum Magnúsi og Jó-
hanni hérna á dögunum og
stofnuð var hljómsveitin
Change. Magnús og Jóhann
höfðu þá þegar slegið í gegn á
hljómplötum og sem skemmti-
kraftar, enda afburða liðtækir
lagasmiðir og segja fróðir, að
ekki vanti nema herzlumun á,
að þeir hljóti almennar vin-
sældir í Englandi. En hvað sem
hæft er í þvi, geta víst flestir
verið sammála um, að af ís-
lenzkum popphljómlistarmönn-
um hafiþeir Magnús og Jóhann
komizt næst því að koma lagi
inn á brezka vinsældalistann,
og segir það töluvert um hæfni
þeirra félaga. Birgir og Sigurð-
ur hafa um langt skeið verið í
hópi okkar beztu poppara og
þess vegna eðlilegt, að menn
byggjust við miklu, þegar
hljómsveitin Change var stofn-
uð. í upphafi varChange að þvi
leyti ólík öðrum íslenzkum
hljómsveitum, að til hennar var
stofnað með það fyrir augum að
leika eingöngu inn á hljómplöt-
ur.
Nú hefur hins vegar verið
horfiðfrá þessari stefnu, því að
þeir félagar hafa ákveðið að
gefa gestum danshúsanna kost
á að fylgjast með því, sem þeir
eru að gera, en frumraunin er í
Veitingahúsinu við Lækjarteig
í kvöld. Með þessu er þó ekki
nema hálf sagan sögð, því að
Change verður enn sem fyrr
ólik öðrum íslenzkum hljóm-
sveitum. i fyrsta lagi verða þeir
eingöngu með frumsamda tón-
list á dansleikjum sinum og í
öðru Iagi hafa þeir ekki í
hyggju að halda uppi hljóð-
færaslætti allt kvöldið eins og
hingað til hefur þótt sjálfsagt
meðal íslenzkra hljómlistar-
manna, heldur munu þeir koma
fram í einn til tvo klukkutíma í
senn, en diskótek eða einhver
smærri hljómsveit sér gestum
fyrir tónlist á milli þess, sem
þeir koma fram. Fyrirkomulag
sem þetta er óþekkt fyrirbæri
hér á landi, en erlendis er þetta
mikið tíðkað af þekktum
skemmtikröftum. Hér er sem
sagt um athygliserða nýbreytni
að ræða og verður fróðlegt að
fylgjast með, hversu til tekst.
Þess má að lokum geta, að í
maí eru væntanlegar á markað-
inn tvær litlar hljómplötur með
Change, sem hljóðritaðar voru í
Bretlandi i haust, og í júní
munu þeir félagar halda utan
til að vinna að gerð breiðskifu,
sem væntanlega kemur á mark-
að með haustinu.
SLAGSÍÐAN hefur fregnað, að
þriðjudaginn 19. marz n.l. verði
efnt til hljómleika í Háskólabíói,
þar sem fram munu koma hljóm-
sveitirnar Brimkló, Change og
Hljómar ásamt Jóhanni G.
Jóhannssyni. Má segja, að timi
hafi verið til kominn, því að langt
er nú siðan innlendir popparar
hafa leitt saman hesta sína á
hljómleikum. Frumkvæðið á
Edvard Sverrisson poppsérfræð-
ingur Vikunnar, en hljómleikarn-
ir verða haldnir i framhaldi af
vinsældakosningum, sem Edvard
efndi til í blaði sínu ekki allsfyrir
löngu. Vikan sjálf kemúr þó
hvergi nærri, heldur er hér um að
ræða einstaklings framtak
Edvards i samvinnu við liðsmenn
áðurnefndra hljómsveita, en með-
al þeirra er mikill áhugi fyrir
þessum tónleikum. Auk hljóm-
sveitanna og Jóhanns verða um 12
aðstoðarhljómlistarmenn, t.d.
SEM kunnugt er hefur vandræða-
ástand verið ríkjandi um alllangt
skeiðí skemmtanalifi ungs fólks í
höfuðborginni, þar sem skemmti-
staðirnir eru alltof fáir. Þvi er
hverri fregn um einhverjar úr-
bætur tekið með fögnuði.
mun Jóhann G. setja á laggirnar
sérstaka hljómsveit fyrir þessa
hljómleika og Hljómar munu
njóta aðstoðar a.m.k. fimm hljóð-
færaleikara. Eins og 'áður segir er
mikill áhugi meðal hljómsveitar-
manna sjálfra á framgangi þessa
máls, en undirbúningur er nú
þegar hafinn. I stuttu samtali við
Slagsíðuna sagði Edvard, að mikil
áherzla yrði lögð á góða skipu-
lagningu þannig að skiptingar
hljómsveita gangi snuðrulaust
fyrir sig og tækjabúnaður þannig
úr garði gerður, að hið hvimleiða
væl qg suð, sem svo oft hefur fylgt
innlendu hljómleikahaldi, verði
útilokað. Allir sem hér eiga hlut
að máli, eru ákveðnir í að gera
þessa hljómleika að eftirminni-
legum viðburði í íslenzku popplífi
og fær Slagsíðan ekki betur séð
en að þannig sé um hnútana
búið, að allar líkur séu á, að það
megi takast.
SLAGSÍÐAN fregnaði, að til
stæði að auka við húsnæði
skemmtistaðarins, sem heitir
Veitingahúsið Borgartún 32, en er
í daglegu tali nefnt Klúbburinn.
Magnús Leópoldsson fram-
kvæmdastjóri kvað það rétt vera,
að ætlunin væri að innrétta sal í
kjallara hússins — en þó ekki
alveg á næstunni. Nú væri verið
að vinna að því að innrétta þar
aðstöðu fyrir starfsfólk og síðar
yrði innréttaður litill salur i kjall-
aranum, sem tengdist öðrum söl-
um hússins.
Þá hafði SLAGSÍÐAN einnig
fregnað eftir góðum heimildum,
að til stæði að breyta veitingahús-
inu Öðali í diskótek fyrir unga
fólkið. Er Jón Hjaltason fram-
kvæmdastjóri var spurður um
þetta, svaraði hann neitandi —
kvaðst raunar einnig hafa heyrt
þessa sögu — en þetta væri vit-
leysa.
„SLAGSÍÐAN”
MORGUNBLAÐIÐ
PÓSTHÓLF 200
REYKJAVÍK
Ein forvitin spyr:
Um daginn komu nokkrar
myndir af gömlum hljóm-
sveitum og langar rmg að
vita dálítiðmeira um Tempó.
1. Hvað voru þeir gamlir
1965?
2. Gáfu þeir út einhverjar
plötur?
3. Ef svo er, þá hverjar?
Þorgeir Ástvaldsson og
Halldór Kristinsson urðu
báðir á vegi SLAGSÍÐU-
manna á dögunum og þeir
sögðu:
1. Árið 1965 urðum við
Tempó-strákar 15 og 16 ára,
þ.e. Þorgeir, Halldór, Davið
og Guðni urðu 15 ára, eru af
árgerð 1950, en Páll varð 16
ára, er af árgerð 1949.
2 og 3: Tempó lék aldrei
inn á plötu, en þó stóð það til
1965 og var undirbúningur
kominn svo langt, að bæði
lögin á plötuna voru tilbúin
— annað var kennt við Þórs-
mörk —, en herzlumuninn
vantaði á að leiða málið til
lykta. Við strákarnir fórum í
skólann og platan var aldrei
gerð.
Kef lvfkingur spyr:
Getur þú gefið mér
heimilisfang Slade-klúbbs-
ins? Hvað er hægt að fá þar?
Svar:
Utanáskrift bréfa til
Slade-aðdáendaklúbbsins í
Bretlandi er þessi:
SLADE FAN CLUB
P.P. BOX 4SF
London WIA 4SF
ENGLAND.
Árgjaldið var í fyrra 45
pence eða um 90 ísl. krónur
og að dómi brezka blaðsins
Melody Maker er klúbbur-
inn alveg viðunandi, miðað
við það, hve lágt árgjaldið
er. Fyrir þetta árgjald fá
félagar ævisögu Slade —
sem Slade ku hafa skrifað
sjálfir! — myndir af þeim
félögum og sérstaklega
möppu fyrir þær og svo
fráttabréf sex sinnum á ári.
Klúbburinn hefur svo til
sölu m.a. sjálflýsandi orðu,
7—8 sm stóra, væntanlega
með Slade-mynd, á 30 pence,
eða 60 kr., boli með Slade-
myndum á eitt pund og 10
pence eða um 220 kr. og
Slade-útvarpstæki á tæp
fjögur pund, eða um átta
hundruð kall. Og líklega
stendur klúbburinn fyrir
ýmiss konar samkeppni, þar
sem ýmislegt dót frá liðs-
mönnum Slade, svo sem
hringar, peysur, skyrtur o.fl.
er í verðlaun.
Hannes Petersen spyr:
Við erum hérna tvö, sem
deilum um, hvort alltaf hafi
þeir sömu spilað í Pink
Floyd. Hafa Bee Gees ekki
gefið út á plötu lagið, sem er
á ,,A Nice Pair“ með Pink
Floyd, plötu 1, hlið 1, lag2?
Svör: Pink Floyd var
stofnuð 1965 af Syd Barrett,
Nick Maspn, Roger Waters
og Richard Wright, en Syd
hætti 1968 — með hádrama-
tískum hætti, hálfsturlaðist
á hljómleikum, braut alltog
bramlaði og hljóp svo út —
og í stað hans kom David
Gilmour og hljómsveitin
hefur verið óbreytt siðan.
Lagið, sem við teljum þig
eiga við, er „Lucifer Sam“
eftir Syd Barrett, en hvorki
SLAGSÍÐU-menn sé Steinar
Berg i hljómdeild Faco
minnast þess, að Bee Gees
hafi leikið það inn á plötu.
En kannski muna aðrir bet-
ur og láta okkur þá vita.
30. jan. sl. var haldin árshátíð Kvennaskólans i Reykjavik að Hótel
Sögu. Sýndur var þjóðdans undir stjórn Esterar Hjartardóttur Ieik-
fimikennara, kór skólans söng undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar,
sýndir voru 2 dansar, sem frú Ibensonne Bjarnason danskennari hafði
æft, og sýnt var Ieikritið Mennt er máttur, sem þau hjónin Halldór
Snorrason og Kristín M. Guðbjartsdóttir höfðu samið.
Rofar til
í dans-
húsaleysinu