Morgunblaðið - 07.03.1974, Side 15

Morgunblaðið - 07.03.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 15 Frakkland: Fjölda kjarnorku- vera komið upp Parfs, 6. marz -NTB. NÝJA franska ríkisstjórnin kom saman til síns fyrsta fundar f dag og samþykkti víStæka áætlun til að mæta orkuvanda landsins. Upplýsingamálaráðherrann Jean Philippe Lecat lýsti því yfir að fundinum loknum, að þessi áætl- un myndi hafa mikil áhrif á allt atvinnulíf f landinu. Heimildir nærri stjórninni herma, að áætl- unin geri ráð fyrir, að komið verði á fót sex nýjum kjarnorku- verum á þessu ári og öðrum sjö á næsta ári, og síðan verði sex slfk ver byggð á hverju ári frá og með árinu 1979. Þá ræddi ríkisstjórnin einnig um að draga úr fjárveitingum ti! hraðbrauta og takmörkun á notk- un bifreiða i einkaeign með það fyrir augum að auka notkun al- menningsfarartækja, einkum á Þessi fataslitur á greinum trjánna tilhe.vrðu fórnar- lömhum mesta flugslvss sög unnar, er tyrkneska DC-10 f arþegaf lugvél in hrapaði norður af París á sunnudag. 340 manns fórust með vél- inni. Parísarsvæðinu. Þá hefur stjórn- in að sögn í hyggju að leggja fram frumvarp til laga, sem banna hærra hitastig en 20 gráður í ibúðum á timanum október-apríl, svo og verðhækkun á rafmagni. Líbýa og Svíþjóð í samvinnu Stokkhólmi 6. mars — NTB FUNE Johansson, iðnaðarráð- herra Sviþjóðar. sagði i dag, að sænsk og libýsk stjórnvöld myndu kanna möguleika á byggingu hreinsunarstöðvar í Sviþjóð fyrir oliu frá Líbýu. Hafa fulltrúar sænsku ríkisstjórnarinnar rætt þetta mál við forsætisráðherra Líbýu Abdel-Salam Jalloud, en hann hélt í dag heimleiðis aftir þriggja daga heimsókn til Sviþjóðar. Þá var einnig rætt um tæknilega samvinnu landanna tveggja áfleiri sviðum. Hatursherferðin magnast í Sovét: ENN FÆR EVTUSJENKO ÁKÚRUR — KHAUSTOV DÆMDUR AFTUR í FANGELSI Norðmenn herða land- helgisgæzlu Osló 6. marz — NTB NORSKA varnarmálaráðu- neytið hefur hert land- helgisgæzluna á fisk- miðunum undan strönd Norður-Noregs eftir að brezkur togari eyðilagði veiðarfæri norskra skipa fyrir allt að 700.000 norsk- ar krónur. Verður freigáta send til Malangsgrunns til viðbótar við þau gæzluskip sem þar eru fyrir, að því er Eivind Bolle, sjávarútvegs- ráðherra sagði í stórþing- inu í dag. Hafa norsk stjórnvöld lofað að senda allan þann liðsauka, sem þarf tii að koma í veg fyrir, að slík atvik endurtaki sig. Það var Ottar Brox, þingmaður Sosialistisk valgforbund, sem vakti máls á þessu og krafðist þess, að landhelgin yrði færð út. Fleiri þingmenn tóku til máls og lögðu áherzlu á, að slík atvik mættu ekki koma fyrir aftur. Fleiri í hassinu Osló, 6. mars — NTB FJÖRTANDA hvert norskt ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára hefur einhvern tima reynt að reykja hass eða maríjúana. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnun- ar, sem Áfengisvarnastofn- unin í Noregi hefur gert um allt landið, og birtar eru í Arbeiderbladet í dag. Hefur fjöldi þeirra, sem þetta reyna, þá aukizt úr 5,8% árið 1971 i 7.1% árið 1973. Kaupmannahöfn, 6. marz, frá fréttaritara Mbl. Jörgen Ilarboe og NTB. FYLGISTAP gömlu stjórnmála- flokkanna, með eindæmum dræm kjörsókn og svo hitt, að atkvæði dreifðust á óvenju marga flokka, einkenndu bæjar- og sveitar- st jórnakosningarnar, sem fóru fram í Danmörku í gær. Kjörsókn var ta>plega 60% og hefur aldrei verið svo lítil. Segja sérfræð- ingar, að margt komi þar til, m.a. að þingkosningar eru nýafstaðn- ar, áhugaleysi, og þreyta hafi verið einkennandi og ekki sfzt, að mörgum almennum borgara þyki sem stjórnmálamenn hirði lítt um vilja kjósenda og fari eftir eigin höfði. Sósíaldemókratar töpuðu at- kvæðum til kommúnista og SF, en íhaldsmenn misstu fylgi til hinna ýmsu borgaralegu klofn- ingsflokka. Engu að síður hafa flestir flokksforingjar lýst sig harla sátta við úrslitin í kosn- ingunum, sérstaklega ef miðað er við þingkosningarnar á sl. ári. Sósíaldemókratar juku f.vlgi sitt um 7.5% miðað við þingkosn- ingarnar sfðustu, en sé miðað við siðustu bæjar- og sveitarstjórna- kosningar árið 1970 er fylgistap flokksins 9.7%. Radikale venstre töpuðu fylgi, bæði samanborið við síðustu þingkosningar svo og bæja-og sveitarstjórnakosningar. thaidsflokkurinn jók f.vlgið um 3,8% miðað við þingkosningarn- ar, en missti 7,9% fylgi ef miðað er við síðustu bæja- og sveitar- Moskvu, 6. marz, AP. OFSÓKNIR sovézkra yfirvalda á hendur rithöfundum og mennta- mönnum færast í aukana dag frá degi, og hefur nú sovézka ljóð- skáldið Evgeny Evtusjenko sætt harðri gagnrýni á fundi sovézka rithöfundasambandsins, að því er blaðið Literaturaia Gaseta segir í dag. Sagði 1 blaðinu, að Evtu- sjenko hefði verið ráðlagt að stjórnakosningar. Stjórnar- flokkurinn Venstre jók fylgi sitt um 7,2% miðað við úrslit þing- kosninganna og hélt að mestu stöðu sinni miðað við kosningarn- ar 1970. í fréttaskeyti NTB segir, að í Kaupmannahöfn og nágrenni hafi mátt merkja fylgisaukningu til vinstri, en þar var kosningaþátt- taka með eindæmum léleg, eða aðeins 48,5%. Þar töpuðu sósíal- demókratar ellefu mönnum, þeir hafa haft 33 af 55 borgarfulltrú- um, en fengu nú 22. Fylgistap þeirra í höfuðborginni er 16.5%. SF fékk 7 fulltrúa í borgarstjórn Kaupmannahafnar, kommúnistar einnig sjö, íhaldsflokkurinn 6, Framfaraf lokkur Glistrups 3, Radikale venstre 3 og vinstri sósialistar 2. Nokkrir flokkar fengu einn mann og þar á meðal má geta þess, að kvennalistinn fékk 1 fulltrúa og Réttarsam- bandið 1, en þessir flokkar hafa ekki fyrr átt fulltrúa í borgar- stjórninni. Framfaraflokkur Mogens Glistrups fékk nú um 8,5% atkvæða, og bæði hann og hinn nýi flokkurinn, Miðdemókrata- flokkur Erhards Jacobsens töp- uðu fylgi. Ýmsir flokksleiðtogar lýstu áhyggjum sínum á hinni dræmu kjörsókn, en hjá forystumönnum gömlu flokkanna blönduðust þær áhyggjur gleði yfir því að kosn- ingarnar virtust hafa klekkt veru- lega ánýju flokkunum. halda sig á mottunni f framtfð- inni, en hann hefur sem kunnugt er gagnrýnt brottvísun Alex- anders Solzhenitsyns úr landi. Ýmsir rithöfundar, sem tóku til máls á fundinum, fóru mjög háðuglegum orðum um Evtu- sjenko og sögðu hann hafa hegðað sér barnalega og tími væri til kominn, að hann færi að hegða sér eins og sæmdi fullorðnum manni. Þá dæmdi sovézkur dómstóll í dag Viktor Khaustov í fjögurra ára fangelsi fyrir ,,andsovézka“ starfsemi og siðan i tveggja ára útlegð að lokinni víst í fangabúð- um. Khaustov var handtekinn í janúar sl. Samkvæmt heimildum í Moskvu var eitt af vitnum sak- sóknara sagnfræðingurinn Gavriel Superfin, en hann neitaði síðar að bera vitni gegn Khaustov í mótmælaskyni við þá ákvörðun aðreka Solzhenitsyn úr landi. Andrei Sakharov skýrði vest- rænum fréttamönnum i dag frá enn einu dæmi um hörkulegar aðfarir gegn andófsmönnum í Sovétríkjunum. Sagði hann, að sovézk yfirvöld hefðu i hyggju að flytja rithöfundinn Vladimir Bu- kovsky úr vinnubúðum i eitt i 11- ræmdasta fangelsi f Sovétríkj- unum og sagði, að hann væri sannfærður um, að rithöfund- urinn myndi ekki þola vistina þar. Bukovsky var handtekinn fyrir þremur árum og dæmdur í tveggja ára fangelsi, fimm ára vist í nauðungarvinnubúðum og síðan til fimm ára Síberíudvalar. Hafa Sakharov og ýmsir vinir rithöfundarins komið þessu á framfæri, ef það mætti verða til þess, að stjórnvöld féllu frá ætlan sinni. Geta má þess, að hinn nýi dómur yfir Viktor Khaustov hef- ur vakið mikla athygli. Khaustov Evgeny Evdusjenko. sat f fangelsi á árunum 1967—1971 eftir að hann hafði mótmælt réttarhöldunum yfir Juri Galanskov og Daniel Gins- burg. Skipun Callaghans mælist vel fyrir hefur sýnt, að hann er laginn samningamaður og að telja megi víst, að hann fari varlega í óskum um bfevtingar á skilyrð- unum fyrir aðild Breta að EBE. Leonard James Callaghan fæddist í Portsmouth 27. marz 1912. Hann var skattastarfs- maður frá 1929 þar til heims- styrjöldin síðari hófst og var í sjóhernum í stríðinu. í stjórnartíð Verkamannaflokks- ins eftir stríðið var hann að- stoðarráðherra í samgöngu- ráðuneytinu og flotamálaráðu- neytinu. Fjármálaráðherra var Callaghan 1964 til 1967 og inn- anríkisráðherra 1967 til 1970. Callaghan hefur talsvert látið aðsér kveða á alþjóðavettvangi meðal annars á Evrópuþinginu og Vestur-Evrópubandalaginu, og meðal þeirra mála, sem hann hefur látið til sfn taka, eru mengun sjávar af völdum ólfu. JamesCallaghan JAIVIES Callaghan, nýskipaður utanríkisráðherra Breta, er 61 árs að aldri og einhver reynd- asti ráðherra nýju stjórnarinn- ar. Hann var fjármálaráðherra og síðan innanríkisráðherra f stjórn Verkamannaflokksins 1964 til 1970. Callaghan er einn af fáum ráðherrum nýju stjórnarinnar, sem hafa ekki háskölamennt- un. Frama sinn hlaut hann f þjónustu ríkisins, verkalýðs- hreyfingunni og í Neðri mál- stofunni þar sem hann hcfur átt sæti sfðan 1945. Hann er sagður hreinn og beinn og Ijúfmannlegur í framkomu og hefur fengið við- urnefnið .Jlonest Jim“. Þegar hann var innanríkisráðhcrra átti hann mikinn þátt í þvf að lægja ofsann á Norður-Irlandi. Höfuðv1 erkefni hans í hinu nýja embætti verður að semja við Efnahagshandalagið um breytingar á skilyrðunum fvrir aðild Breta að þvf, en það hefur verið yfirlýst stefna Verka- mannaf lokksins sfðan hann lýsti sjg andvfgan aðild, Skipun Callaghans í embætt- ið hefur mælzt vel fyrir í Brússel, Washington og víðar þar sem fullvfst er talið, að hann verði hófsamur utanríkis- ráðherra. A það er bent, að Callaghan Kosningarnar í Danmörku: Flokkur Hartlings hlaut einna skársta útkomu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.