Morgunblaðið - 07.03.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
19
Árvakursfrásögn blaðafulltrúa °g
gjörningar Morgunblaðsritstjórans
gerskir
Athugasemd frá Hannesi Jónssyni,
blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar
Matthías Johannessen hefur að
undanförnu birt nokkrar greinar
í Morgunblaðinu undir nafninu
„Gerzkir gjörningar". Þar hefur
hann m.a. rætt nokkuð um starf-
semi APN á íslandi, ogþó einkum
dreifingu fréttastofunnar á efni
um sovéska rithöfundinn
Solshenytsin. Vil ég leyfa mér að
taka undir þau sjónarmið M.J., að
Solshenytsin eigi rétt á að njóta
sannmælis í sovéskum fjölmiðlum
sem annars staðar, og að það sé
skylda slíkrar fréttastofu sem og
annarra fjölmiðla, að dreifa
sönnum fréttafrásögnum af at-
burðum líðandi stundar.
En ég vil ganga lengra en að
samþykkja þennan rétt til handa
Solshenytsin. Ég tel, að þetta sé
réttur, sem allir eiga, lika við Is-
lendingar. Hver einasti íslending-
ur, sem við sögu kemur i fréttum
íslenskra fjölmiðla, á rétt á að
njóta sannmælis, og rógsiðja og
níð um einstaka menn eiga ekki
heima í skrifum heiðarlegra
fréttamanna.
Þess vegna verð ég að mótmæla
því harðlega, að M.J. reynir í
grein sinni í dag að koma því inn
hjá lesendum sinum, að undir-
ritaður sé einskonar persónu-
gervingur þess aðiia, sem dreifir
lygafréttum. Orðrétt segir M.J. í
greininni:
,,t.a.m. er ég þeirrar skoðunar,
að ekkert blað, sem vill rækja
skylduna við heiður sinn og sam-
félag, geti — hvað þá eigi að
dreifa augljósum lygum (sbr. við-
brögðin við framkomu blaðafull-
trúa íslenska ríkisins á toppfundi
Nixons og Pompidou)".
Hér er enn á ný sú ómerkilega
ásökun endurtekin i Morgun-
blaðinu, sem ég hef áður mót-
mælt, að ég hafi á fréttamanna-
fundinum á Kjarvalsstöðum 1.
júní s.l. skýrt rangt frá atburðúm
varðandi Arvakurs-ásiglinguna.
En hverjar eru staðreyndir
málsins?
Þegar ég kom aftur í ræðustól-
inn á Kjarvalsstöðum laust fyrir
kl. hálf tólf 1. júní s.l., skýrði ég
frá atburðunum eins og fréttir
lágu þá fyrir um þá. Ég sagði, að
þegar hefði verið siglt á Árvakur
nokkrum sinnum og tilraunir
gerðar til þess að sökkva honum.
Skipið væri mikið laskað, án þess
að full vitneskja lægi fyrir um,
hversu mikið. Annað varðskip
væri komið á vettvang. Vonandi
tækist því að hjálpa Árvakri tii
hafnar. Ásetningur Bretanna virt-
ist vera sá að siglaÁrvakur niður.
Allt væri í tvísýnu ennþá. Málið
mundi þó væntanlega skýrast
þegar liði á daginn, og bað ég
fréttamenn að hafa samband við
blaðafulltrúa landhelgisgæsl-
unnar síðar, þar sem að hann
mundi geta látið þá hafa nánari
frásagnir af atburðinum eftir
framvindu þeirra, en ég varð að
fara af fundinum þáþegar, vegna
þess að ég þurfti að vera úti á
Keflavíkurflugvelli þegar for-
setarnir kvöddu.
Þetta er kjarninn í því, sem ég
sagði um Árvakurs-ásiglinguna á
fréttamannafundinum. Þar er a.llt
rétt og satt. Því til staðfestu
fylgja hér með fimm radarmynd-
rit landhelgisgæslunnar og tvær
ljósmyndir, sem eru réttarskjöl í
málinu.
Radar-myndritin sýna, að fimm
sinnum var siglt á Árvakur og
einu sinni utan í hann.
1) Kl. 6.21 sigldi dráttarbátur-
inn Irishman á bakborðshlið Ár-
vakurs, dældaði eldhús og gerði
gat í bakborðshorn skipsins.
Síðan reyndi Irishman, með að-
stoð freigátunnar Scylla F71 og
breska togarans Vivaria GY 648,
að koma dráttarvír í skrúfu
Árvakurs. Kl. 8.10 hafði Irishman
tekið inn dráttarvírinn og hóf
ásiglingartilraunir að nýju.
2) Kl. 8.19 tókst Irishman að
bakka á bakborðssíðu Árvakurs,
þar sem að varðskipið hafði þá
mjög litla ferð vegna þrengsla svo
sem radar-myndrit nr. 2 sýnir
ljóslega.
3—5) Kl. 9.10 sigldu togararnir
Belgaum GY 218 og Vivaria GY
648 og dráttarbáturinn Irishman
samtimis á Árvakur. Irishman og
Belgaum sigldu á bakborðssíðuna
en Vivaria á stjórnborðssíðu. Við
þessa árekstra dældaðist stefni
Árvakurs og gat kom á skuthylki
þess.
6) Kl. 9.58 sigldi Irishman utani
Árvakur, svo sem radarmyndrit
nr. 5 sýnir, en á meðfylgjandi
tveimur ljósmyndum sést þegar
Irishman siglir beint á Árvakur
(1) og siðar þegar hann bakkar á
varðskipið (2).
Méf er með öllu óskiljanlegt,
hvers vegna Morgunblaðsmenn
hafa reynt að breiða það út, að
blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar
hafi skýrt rangt frá þessum at-
burðum á fréttamannafundinum,
af þvi að hann hafi sagt, að svo
virtist sem Bretar væru að reyna
að sökkva Árvakri. Ég hygg, að
hver einasti maður, sem aðgang
hefur að gögnum málsins,geri sér
fyllstu grein fyrir því, að ásetn-
ingur skipstjórans á Irishman og
skipstjóranna á bresku togur-
unum, sem voru þarna að verki
með dráttarbátnum, hafi verið sá
að sökkva Árvakri. Þegar fregnin
af atburðunum barst mér í
Kjarvalsstaði var alls ekki séð
fyrir um það, hver endalokin
yrðu, en ásetningur Breta var
augljós. Þess vegna visaði ég
mönnum .á að'hafa nánara sam-
band við blaðafulltrúa landhelgis-
gæslunnar um málið, þegar líða
tæki á daginn, þannig að þeir
gætu fengið frekari fregnir af
málinu eftir því sem framvindan
yrði. Það gerðu heiðarlegir blaða-
menn, sem áhuga höfðu á málinu.
Að vísu urðu málalok farsælli
en útlit var fyrir um tíma. Hins
RADAR PLOTT
,:Zxl~flj!ut/<íurffífí. /tlyrfo /Yó /
/óoi/Myuo foeui Syr/i* /)Of"/s
y/o/iU/tp/MffOsiff/) O/i rúlits rii St.H1
//lu/ffiuo. .'A’oom! ///taoi /Ja/>L *&o.
/f£ J/fSr/ui/ e/tu /ferroÆ.
vegar var á Kjarvalsstöðum i frá-
sögn minni skýrt frá atburðum
eins og þeir stóðu samkvæmt nýj-
ustu upplýsingum, sem borist
höfðu ríkisstjórninni. Og víst er
um það, að það var ekki bresku
skipstjórunum að þakka, að Ar-
vakur sökk ekki vegna ásigling-
anna, sem sjá má á meðfylgjandi
radar-myndritum og ljósmyndum.
Ég vænti þess, að Morgunblaðið
láti mig njóta þess réttar til sann-
mælisí Morgunblaðinu, sem M. J.
v.
X
& MS*k U I/ilHMHrr /<L
f' ‘A /tf/SKKLfí 7<l
£$ "/ InisuMn/f /fi
t ; “mc/?kíi> % 'O/r/nKURT/L
“ Mi/t/ Jf.’su/iruC Z/i
ÍL. - ’CJPKÍM ‘,7 /i/V/>KVR Jfi
■ I"
- ot/q
06/Q
OéXo
D62o
0621
o6£/
krefst til handa Solshenytsin í
sovéskum fjölmiðlum og birti
þessa athugasemd og meðfylgj-
andi myndrit og myndir til þess
að lesendur blaðsins fái sanna
mynd af máliþessu.
Gleymum því ekki, að réttlætið
eða ranglætið, sem við búum við,
byrjar og endar hjá okkar eigin
heima, í okkar eigin umhverfi og
þjóðfélagi. Þess vegna hefur
Morgunblaðið og alveg sérstak-
lega ritstjóri þess, M.J., sem hefur
RADAR PLOTT
T/l P/MUCU/fnR. /KUr/o /io Jt
a UMyr/D þessi Sy/n'n fíOiirti
\Z/OOO»O0**OS'XÆ. /)< riíiirs Tit /fcrrao
//t ur / ÆtL/r. J/l/ORli f/K/90Í rjfíKiACO'R.
/fe Sitrr/sjR £*u arrroÆ.
1!»
fP
i? Wi
K\ f i
^ i
ar/ Ai Ot/O /tyoJno fHt/Ki•..
/OiiunaK’ firyM.n c.
r
Ér*fis+'turu .a/pKjfls
B SK:u/MOi%'c.-jf r T,K U.f>.\ 6S/Lt/f/úÍ
O ffii/’MO.-t f/t/-*rfyWkfíOLSKOif
ilT'! N.
\ /•.axuf) A, otoQ IfTuR VCfiO
, í i fí.fi RK ja R£\ r/rR /}f> /-pifflfí .Vsáii*
•l \ TiLOt'Q -
! \
\ %
kADAK PLOTT
UUS/Jt/
, ? rti/j Kn/S/Ji r/y *ioy v/nt/T/
*• w/íw !*••*// u/wjjm// ui/i'iy
7,1 W77'l J/t' ‘lJJS;Te/t/t/t/oj///oQJA..
.• í/jj/at/ t/'/sir 'trtc/ Oj/Xunooj s /1/
/ 1 o/»o 7Jt/ c y/ O/situ •Kt'/snynr/ic/ VJ. ,
Hs k:
RADAR PLOTT
Tit TJruuúuJi/t/t Atyr/o /Jo /r
/JtSTóflt/Tfys/D pt'ssi jýsti* /locifl/i
VionuRo/tit'tns i/fib /)r/ r.ttf's rit Ktrr/tu
,/tts/r/)ii/)'. //vorm, s/s/soi. rja/ti^c.on). /<e
JltSjJU# e/tu /tcrrust.
../?
/ s
\ f/
\
\
./0
i
_ <Sy ZmS 7iz o<tn
< o> -£/< pi,•//
S^J-C/K.Lt If.Wl/.'M.'S h.
‘,s/in/i-:S ,-c//
feiK <•;> - ó'v-a* - oan
m~M:.tLis- uy -x.'t lu. bo/ f
tfp.'icc/ /V IcisfíMfíN 7\i C'7i r
B’ ~McKKifí L n/vasjR I\ y_ o</, :
w
f ■
gerst siðferðispredikari um rétt
útlendinga til sannmælis í fjöl-
miðlum, miklar skyidur tilþess að
láta Lslendinga lika njöta þess
sama réttar og leiðrétta þann
ósmekklega áburð um undir-
ritaðan sem fram kemur í um-
ræddri grein.
Svo framarlega sem iM. J. og
blað hans ætlast til þess, að mark
sé tekið á skrifum hans um um-
mæli APN um Solshenytsin þá
verður hann að gæta þess, að blað
hans beiti ekki í leiðinni sömu
aðferðum gegn tslendíngum og
APN beitir gegn Solshenytsin,
þannig að einstakir Islendingar
þurfi ekki að liggja undir
síendurteknum heimatilbúnum
óhróðri og ærumeiðandi áburði
blaðsins.
Meðferð M. J. á grein þessari og
meðfylgjandi sönnunargögnum
verður prófsteinninn I þessu
máli.
Reykjavík, 5. mars 1974.
Hannes Jónsson.
— 0 —
Aths. ritstj.
ITILEFNI af þessari athugasemd
blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar
þykir rétt að taka fram eftirfar-
andi:
1. Morgunblaðið hefur aldrei
borið brigður á það, að varðskipið
Árvakur hafi orðið fyrir ásiglingu
á þeim tíma, sem hér um ræðir,
enda var ítarleg fréttafrásögn í
blaðinu af þeim atburði. Það er
því út í hött, er blaðafulltrúinn
sendir þessu til „staðfestu" fimm
radar-myndrit landhelgisgæzl-
unnar og tvær ljósmyndir. Til
hvers? Hvenær hefur Morgun-
blaðið neitað því, að siglt hafi
verið á Árvakur?!
2. Blaðafulltrúinn segir um grein
Matthíasar Johannessen í fyrra-
dag: „Hér er enn á ný sú ómerki-
lega ásökun endurtekiní Morgun-
blaðinu, sem ég hef áður mót-
mælt, að ég hafi á fréttamanna-
fundinum á Kjarvalsstöðum 1.
júní sl. skýrt rangt frá atburðum
varðandi Árvakurs-ásiglinguna."
I frásögn Morgunblaðsins af
þessum fundi hinn 2. júní sl. segir
svo: .JVIeðan blaðamaður Mbl.
stóð frammi í anddyrinu og rabb-
aði við öryggisverði kom islenzk-
ur lögregluþjónn aðvífandi með
þeim ummælum, að sér hefði
verið skipað að ná i Hannes Jóns-
son í síma. Hann kom von bráðar
og tilkynnti andartaki síðar i
hátalaranum að hann hefði verið
kallaður til að tala við forsætis-
ráðherra, Ólaf Jóhannesson, sem
hefði tjáð sér, að 10—15 brezkir
togarar hefðu. ásamt brezkum
dráttarbáti, þjarmað að varðskip-
inu Árvakri og siglt á hann með
þeim afleiðingum, að hann væri
að sökkva. Þetta þóttu mikil tíð-
indi — en þegar þessi frétt reynd-
ist nokkuð ýkt var mörgum blaða-
mönnunum erlendu skemmt —
ekki sizt þeim brezku.”
Sannleiksgildi þessarar frá-
sagnar Morgunblaðsins hefur
aldrei verið hnekkt með rökum,
enda er það ekki hægt. Hundruð
erlendra blaðamanna og inn-
lendra eru tilvitnis um, að rétt er
hermt í Morgunblaðinu hinn 2.
júnf sl. Tilraunir Hannesar Jóns-
sonar í ofangreindri athugasemd
til þess að breyta því, sem hann
sagði á Kjarvalsstöðum, eru því
gagnslausar og blaðri hans um
„ómerkilega ásökun" Morgun-
blaðsins vísað á bug.
3. Ljóst er hvað Hannes Jónsson
sagði á Kjarvalsstöðum og að það
reyndist ekki rétt. Hins vegar
vaknar sú spurning, hvaðan hann
fékk þessar fréttir. Sjálfur kvaðst
hann hafa þessar upplýsingar
beint frá forsætisráðherra. Þá er
tvennt til: að Hannes Jónsson
hafi — t.d. i hugaræsingi — ýkt
eða rangfært upplýsingar for-
sætisráðherra, eðá, að Olafur
Jöhannesson hafi sagt Hannesi,
að Árvakur væri að sökkva. Hafi
Öiafur Jöhannesson gefið blaða-
fulltrúa sínum upplýsingar, sem
reyndust ósannar og sköðuðu álit
okkar erlendis er ást;eða til að
spyt'ja, hvaðan hann fékk þessar
upplýsingar. Ilannes Jónsson
Kramliald á lils. IS