Morgunblaðið - 07.03.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 07.03.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 23 Matthildur Sveinsdóttir frá Akranesi - Minning Fædd4. nóvember 1890. Dáin 21. febrúar 1974. Matta frænka eins og við í fjöl- skyldunni kölluðum hana lézt í sjúkrahúsi Akraness 21. febrúar s.l. og var jarðsett frá Akranes- kirkju síðastliðinn föstudag. Því miður gátum við ekki af sérstök- um ástæðum verið viðstödd jarðarför hennar. Þótt engum kæmi á óvart hversu dauðinn var nálægur, einkum vegna þess hve heilsu hennar hrakaði siðastliðin ár, þá var það hjartahlýjan, og hið milda bros, sem villti manni sýn. Matthildur var fædd að Mörk á Akranesi, ein af þremur dætrum hjónanna Sveins Guðmundssonar kaupmanns og hreppstjóra, og konu hans Mettu Hansdóttur Hoffmann. Þær systur eru nú all- ar dánar. Þær voru, Ingunn kona Haralds Böðvarssonar og Petrea. Það duldist engum, sem til þekktu, hinir miklu mannkostir þeirra systra, enda hlutu þær góðan arf frá sínum foreldrum. Það var á allra vitorði á Akranesi meðan þær systur voru að alast upp hve heimilið í Mörk var til fyrirmyndar. Þar var reglusemi, kurteisi, nýtni og þrifnaður svo sjálfsagður hlutur i daglegu lífi, enda báru þær systur merki þessara eiginleika alla tið. Ingunn og Petrea bjuggu mest allan sinn aldur á Akranesi, en Matthildur í Reykjavík siðustu áratugi ævinn- ar. Ég man fyrst Möttu frænku þegar hún kom á bernskuheimili Minning: Fæddur26. febrúar 1914. Dáinn 26. febrúar 1974. Sextugur maður er ekki gamall maður, en fyrir þann, sem hefur lifað heilsulítill frá 19 ára aldri, er það þó nokkur aldur. Ekki er mjög algengt, að menn kveðji þennan heim á merkisaf- mælisdögum sinum og mundi mörgum finnast það næsta undar- leg afmælisgjöf, en þannig fór það hjá Hákoni. Hann átti sinn sextugasta afmælisdag og fleiri urðu ævidagarnir ekki. Hann var hæglátur maður og hafði sig lítt í frammi, umgekkst fáa, sérstaklega á seinni árum, en mundi sína gömlu félaga og minntist þeiira oft. Hann hafði gaman af að spjalla við börn, sem gáfu sig að honum, þótt hann væri annars fámáll maður. Það var hans lán að eiga góða fjölskyldu, sem hlúði að honum í veikindum hans og systir hans og hálfsystir, sem hugsuðu um hann síðustu árin, finna sína huggun í því, að vita hann nú í góðum höndum. Hvort sem það er sá umsvifa- mikli eða sá fáskipti, sem héðan hverfa, þá skilja allir eftir sig skarð, sem ógjarnan verður fyllti og veldur breytingum á högum þeirra, er næstir þeim standa. En eitt er það, sem allt af stendur mitt, þá er ég var strákhnokki innan við 10 ára aldur. Ekki tel ég mig ættrækinn mann, enda litið fróður um ættir mínar, en ég veit, að heimsóknir Möttu voru ekki eingöngu ættrækninnar vegna, heldur einnig til að vita hvort okkur liði vel, þvi hún mun hafa haft hugmynd um að svo var ekki átímabili. Siðan liðu árin hvert af öðru, að tengslin við Möttu héldust, einkum milli móður minnar og hennar. Foreldrar móður minnar voru hjónin Ingi- mar Pétur Hoffmann, dáinn árið 1908 32 ára, og Jónína Jónsdo'ttir Hoffmann, dáin árið 1915 29 ára. Börn þeirra voru; Ingunn fædd 1906 (dó ung frá tveimur börn- óbreytt, að allir eru mennirnir jafnir fyrir skapara sínum. E.L. um), Karl og Pétur tvíburar, fæddir 1907 (dóu ungabörn) og yngst þeirra var móðir mín Petrea, fædd 1908, sú eina, sem lifir systkini sín. Atvikin höguðu því þannig, að Matta var sú eina, sem ég kynntist, af hennar systr- um. Orsakirnar til þess gætu verið svo margar, til dæmis í fyrsta lagi þær, að ég er það ung- ur, að milli okkar var hið mikla kynslóðabil, sem mörgum verður svo tíðrætt um í dag, í öðru lagi kom ég aldrei til dvalar á Akranes, og i þriðja lagi er ég fæddur og uppalinn Reykviking- ur, enda byrjuðu kynni okkar eftir að hún fluttist til borgar- innar. Það liðu stundum nokkur ár án þess að við hittumst, þar til nú seinni árin, að augu hins full- orðna manns, sem telur sig hafa öðlazt þroska, urðu við nánari kynni opnari fyrir mannkostum og gáfum Matthildar. Þrátt fyrir menntun hennar í kvennaskóla og húsmæðraskóla í Danmörku voru eðliskostir hennar fleiri en þeir, sem lærast í skóla, örugglega með- fæddir. Aldrei gleymist hið fallega heimili hennar, þar var hver hlutur á sínum stað, fágaður og hreinn. Þar mátti sjá fagurt handbragð hennar, og gamla muni, sem sómdu sér sem hallar- gripir sökum fágunar og snyrti- mennsku. Eyru min hlustuðu vel þegar hún sagði frá ýmsum þátt- um úr lífi sínu. Þar bar oft á góma gamla tfmann, til dæmis þegar fátæktin herjaði. nágrannana i Mörk. Þá var hún lítil telpa, oft daglega send til þeirra fátæku rrjeð einhverja björg í bú. Hvílík bylting frá þessum tímum saman- borið við þjóðfélagið í dag. Matta bjó yfir miklum fróðleik, einkum um ættir og bókmenntir, og eng- um, sem tilþekktu, duldist tungu- málakunnátta hennar. Þegar tal okkar barst að ýmsum persónu- legum eðlisþáttum í ætt okkar.þá hló hún stundum sínum undur milda og bliða hlátri og hafði gaman af. Hún gat verið svo kát og létt i lund ef gleði og kæti bar á góma. Ég og fjölskylda min send- um systursyni hennar, Sturlaugi, og hans fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Að lok- um kveð ég og fjölskylda mín hina látnu frænku okkar með eftirfarandi einkunnarorðum, sem Örn Snorrason tileinkaði ætt- göfugri og mikilhæfri vinkonu okkar við lát hennar. Þar sameinast svo margt, sem tjáir huga minn og okkar til þeirra beggja. „Engin var fegurri, engin mildari óróastráknum vestra. Artarlitill drengur, er dæmdur til að yrkja, þótt dugi varla lengur. Förin allra er farin, það fylgir henni margt, sem aldrei segist með orðum, og ekki var sagt forð- um, þegar sólin reis svo rjóð. Höfðingi var hún í raun, hlý og góð.“ H.P. = HÉÐINN = Verkamenn vanir járniðnaði óskast. Vélsmiðjan Héðinn h.f. Hákon Jónsson JT jj. Utsala — Utsala Mikil verðlækkun. Glugginn, Laugavegi 49. LífeyrissjóÖur Fél. garðyrkjumanna Lán verða veitt úr sjóðnum árið 1 974. Þeir sjóðfélagar sem hug hafa á lánum sendi umsóknir sínar fyrir 1. apríl. Umsóknir sendist til Agnars Gunnlaugssonar, Stóragerði 28, Rvík. Stjórn Lífeyrissjóðs Félags Garðyrkjumanna. TRAUSJl bTlasala VITATORGI Ford Pic-Up '62 1 góðu standi Volkswagen 1300 '71. Cortina '71. Datsun '71 diesel Opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 1 0.30 til kl . 7 SÍMI — 12500 — 12600 Til sölu 2ja herbergja íbúð i byggingarfélagi póstmanna. Félags- menn hafa forkaupsrétt til 20. þ.m. Stjórnin. Keflavík Suðurnes Glerborg h.f., Hafnarfirði vill vekja athygli viðskiptavina sinna á að umboðsmenn vorir á Suðurnesjum munu veita yður alla þjónustu vegna máltöku og ísetningar glers sé þess óskað. Reynið viðskiptin. Simar umboðsmanna 6522 — 6514 — 2881. Fyrirlestur í IMorræna húsinu Fil. lic. ELSA LINDBERGER heldur fyrirlestur með litskuggamyndum í fundarsal Norræna hússins fimmtu- daginn 7. marz kl. 20:30. Efni: „Om vikingatida myntskatter funna í Sverige". Allir velkomnir. Myntsafnarafélag íslands Norræna húsið NORRÍNA HÖSIO POHJOLAN TALO NORDENS HUS Bókamarkaöur Bóksalafélags íslands, í noröurenda Hagkaups, Skeifunni 15 Góöar bækur- gamatt verö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.