Morgunblaðið - 07.03.1974, Page 28

Morgunblaðið - 07.03.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 GÍSlÍ, í bílnum á heimleiðinni sátu Gísli, Eiríkur og Helgi grafkyrrir í aftursætinu í stað þess að ólmast eilítið eins og þeir áttu nú til einu sinni. Þeir gátu ekki um annað hugsað en það sem Guðrún hafði gert, þegar presturinn lagði votan lófann á kollinn á henni eftir að hann hafði dýft hendinni ofan í skírnarvatnið. Þá hafði hún pissað á fína teppið prestsins. Mömmu hafði þótt þetta afar leitt, en litla systir mátti ekki vera í gúmmíbuxum, því að hún hafði svo viðkvæma húð. Var þetta ef til vill ábending um, að litla systir yrði seinna meir prakkari eins og þeir? Það komu margir gestir til að halda það hátíðlegt, að nú hét litla systir Guðrún. Báðar ömmurnar, Iafarnir, frændurnir og frænkurnar færðu Guðrúnu skírnargjafir. Hún fékk silfurskeið, gaffal og hníf, föt og stóran, stóran bangsa, sem hún var hrædd við. Mamma fékk blóm eins og hún ætti afmæli. * Pabbi fékk ekki neitt og Gísla, Eiríki og Helga !voru ekki heldur færðar neinar gjafir á þessum merkisdegi. Það var engu líkara en allir héldu, að mamma hefði verið ein um að eignast Guðrúnu litlu og ætti eftlr inglblörgu Jónsdóllur mest í henni, en Gísla, Eiríki og Helga fannst þeir ekki eiga baun minna í henni en mamma. Voru þeir kannski ekki að hugsa um hana og líta inn til hennar allan daginn? Þeir hugsuðu mest um hana, nema hvað mamma gaf henni að borða, skipti á henni og baðaði hana og svoleiðis. En þeir voru þó að minnsta kosti bræður hennar, en mamma, hún var bara mamma. Einkennilegt, að mamma, sem var annars svo ágæt, skyldi bara vera stelpa! Tíminn leið og litla systir stækkaði. Það var kyn- legt, hvernig svona agnarlítil mannvera eins og hún var, þegar hún fæddist skyldi tútna út bæði á þverveginn og langveginn. Guðrún var síhlæjandi og alltaf í góðu skapi, enda engin furða eins og hún hafði marga að leika sér við. Gísli var inni hjá henni, þegar hún stóð á fætur í rimlabúrinu sínu í fyrsta skiptið. Hann kallaði bæði ,,Húrra“ og ,,hæ“ og klappaði saman lófunum og þá komu Eirfkur og Helgi hlaupandi. Það var nefnilega komið sumarfrí í skólanum. Allan daginn var litla systir að detta á bossann og rísa upp aftur og sífellt titruðu litlu, feitu leggirnir hennar meira og meira. En hún mátti ekki vera að því að sofna, hún Guðrún. Ekki aldeilis, þegar hún gat baðað sig í aðdáun bræðranna og mömmu. Upp skyldi hún, þótt hún héngi á handleggjunum upp við rimlana og klappið hljómaði eins og sigursöngur fyrir eyrunum. Nú sá hún loksins, hvernig heimur- inn leit út í lóðréttri stellingu! Drengirnir voru svo hrifnir, að þeir tæmdu spari- baukana og fóru í bæinn til að kaupa Dodda-brúðu handa Guðrúnu. Þið þekkið öll hann Dodda í Leik- fangalandi, er það ekki? En litla systir vildi ekki sjá Dodda. Það var engu líkara, en hún héldi, að allir væru hrifnari af Dodda en sér og það þoldi hún ekki. Þegar Guðrún varð dálítið stærri og farin að ganga um lokaði hún Dodda oft ofan í skúffu og sagði: „Att dimmt, Doddi! Gott! Gott!“ Guðrún var nefni- lega dálítið myrkfælin og illa við myrkur. Eða þá hún reif bækur úr bókaskápnum hans pabba og flengdi svo aumingja Dodda fyrir. Endalok Dodda ræfilsins urðu heldur ömurleg. Guðrún setti hann í salernisskálina og sturtaði svo kröftuglega niður, að Doddi hvarf í sjóinn. Ef ekkert barn hefur fundið hann er hann áreiðanlega að velkjast þar enn, en Guðrún stóð á sama. Hún baðaði sig í aðdáuninni og nú vegna þess, að hún var að fá fystu tennurnar. Eiríkur og Helgl <£7Vonni ogcTManni Jón Sveinsson Fjalli'ö lokkar og laöar Þegar við Manni komum á fætur, var Haraldur allur á bak og burt. Heimilisfólkið hafði varla tekið eftir því, þegar hann kom og fór. Á Möðruvöllum var margt fólk, og gestir komu þar daglega. En okkur Manna var þessi gestkoma óvenjulega minnisstæð. Fegurðin uppi á fjallinu, sem hann sagði okkur frá, útsýnið yfir fjörðinn, klettarnir, blómin og dýrin, sem þar voru uppi, allt þetta varð okkur stöðugt umhugs- unarefni. Næstu daga á eftir töluðum við varla um annað en hina fyrirliuguðu ferð okkar þangað upp í undra- löndin. Áður en við fórum að sofa á kvöldin, sáum við í huganum huldufólk og dverga og alls konar ævintýra- Freysteinn Gunnarsson þýddi verur. Það opnaðist fyrir okkur nýr og fagur ævin- týraheimur. Að vísu höfðum við oft farið upp um hlíðarnar til og frá og komizt nokkuð hátt upp eftir fjallinu, en þó aldrei hærra en upp að hömrunum. Þangað var nálægt tveggja tíma gangur frá bænum, og þó var það tæplega miðja vegu uppi í fjallinu. Og þar langaði okkur nú til að komast upp, þar sem hamrarnir gnæfðu við himin. Fyrst um sinn létum við þó engan vita af þessari ætlun okkar. Við ætluðum að bíða eftir blíðviðrisdegi, því að annars þurftum við ekki að vænta þess, að við fengjum leyfi til fararinnar. Og sá dagur kom bráðlega. Sólin skein í heiði, og hlýtt var og bjart í lofti. Við Manni hlupum út og litum til fjalls. Efsti tind- urinn sýndist miklu nær en vant var, og hamramir sáust greinilega. Manni var fljótur að hugsa sig um og sagði: flk&lnofgunkQÍÍÍAu — Er það þannig, sem þú ferð a3 þvf að æfa þið I að róa yfir Atlantshafið? — Nei, nei, þetta er ekki vegna brunahættu, Jón lét útbúa þetta, þegar barinn tók til starfa áneðstu hæðinni. i m1 1 — Vertu ekki með þetta heimskuhjal, það vita jú allir, að jörðin er ekki flöt. — Hvað I ósköpunum ertu að gera við myndina af mömmu hér uppi? — Taktu þessu ekki svona alvarlega, Ester. Þetta er þó skárra en ef strákurinn hefði gerzt sfðhærður hippi...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.