Morgunblaðið - 07.03.1974, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
Þau ungu atkvæðamikil á
Stefánsmótinu á skíðum
UM siðustu helgi fór fram \iS
Skíðaskála KR i Skálafelli
Stefánsmótið á skíðum, sem
jafnframt var afmælismót skfða-
deildarinnar í tilefni 75 ára
afmælis KR.
Keppt var með avstárlegum
hætti, þannig að nú voru aðeins
tveir aldursflokkar, annar
flokkurinn var fyrir 12 ára og
yngri, en hinn fyrir 13 ára og
eldri. Var þetta gert til þess, að
efnilegir unglingar fengju að
spreyta sig við þá eldri.
A laugardaginn hófst mótið kl.
15.00 og var þá keppt í yngri
flokknum. Veður var ágætt, en
gekk á með éljum, hitastig var við
frostmark. Brautarlengd var 300
metrar. fallhæð 120 metrar og
hlið voru 35. Keppendur I þessum
aldursflokki voru 33.
Á sunnudaginn hófst keppnin
kl. 14.00 og var þá keppt I eldri
flokknum. Þá var rigning og 4
stiga hiti, en brautimar, sem voru
Guðjón Ingi Sverrisson
frystar, grófust ekki þótt 60 kepp-
endur hefðu reynt þær. Keppt var
Haukar og Snæfell
úr bikarkeppni KKI
í tveimur brautum, 45 hlið voru í
hverri, brautarlengd var 350
metrar og fallhæð 150 metrar.
Helztu úrslit í mótinu urðu:
12 ára og yngri: sek.
Ása Hrönn Sæmundsdóttir, Á86,0
Svava Viggósdóttir, KR 91,7
Ásdís Alfreðsdóttir.Á 94,3
KormákurGeirharðsson, Á 95,0
Þráinn Hreggviðsson, IR 100,1
Berglind Friðþjófsd.,Á 100,9
13 ára og eldri: sek.
Guðjón LSverrisson, Á 75,0
Jóhann Vilbergsson, KR 75,8
Arnór G uðbjartsson, Á 77,2
Bjarni Þórðarson, KR 77,2
Þorsteinn Geirharðsson, Á 77,6
Hákon Ólafsson 78,0
Nokkuð af sterkasta skíða-
fölkinu varð úr leik fyrir litils-
háttar mistök. T.d. varð Kristinn
Sigurðsson með 7. bezta tíma, en
hann er aðeins 13 ára. Einnig
gerði ein kunnasta skíðakona hér
syðra, Áslaug Sigurðardóttir,
Ógilt, en hún hefði orðið í 10. sæti
og fyrst af fullorðnu konunum.
Ur leik Is og ÍMA fyrir norðan. Það er Friðrik Guðmundsson sem
reynir þarna að skella, en lMA-menn eru v^ðbúnir I hávörninni. Bak
við Friðrik eru þeir Halldór Jónsson og Jón Góorgsson.
HAUKAR og Snæfell eru úr leik í
Bikarkeppninni. Á föstudags-
kvöldið fóru tveir fvrstu leikirnir
fram, og sigurvegarar í þeim
leikjum voru UMFG sem sigraði
Hauka með 77 stigum gegn 68,
Njarðvíkurliðið sem vann Snæ-
fell. I næstu umferð mun UMFG
leika gegn Armanni, en UMFN
fær UMFS.
Grindvíkingarnir höfðu ávalit
frumkvæðið í leiknum gegn
Haukum. Þeir komust í upphafi
Ieiksins í 18:6, og upp úr miðjum
fyrri hálfleik var staðan 30:14, í
hálfleik var staðan 41:30.
Rétt fyrir miðjan síðari hálfleik
var UMFG með 15 stiga forustu
53:38, en þegar 3 mín. voru til
leiksloka voru Haukar búnir að
minnka muninn i eitt stig, 60:61.
En Haukarnir náðu ekki að kom-
ast yfir, UMFG jók muninn á ný,
og lokatölur voru sem fyrr sagði
77:68. — Kristinn Jóhannsson var
langbezti maður UMFG i þessum
leik, ákaflega fljótur og skemmti-
legur bakvörður, sem myndi sóma
sér vel með hvaða I. deildar liði
sem væri. Þeir nafnarnir Eiríkur
J ónsson og Eiríkur Tómasson áttu
einnig góðan leik, og þessir þrír
bera af í liðinu. Jóhannes Eð-
valdsson var bestur Haukanna,
barðist eins og ljón allan leikinn
og sýndi á köflum mjög góð til-
þrif. Oddur (á Skaganum) var
einnig góður, og sömu sögu er að
segja um Ingvar Björnsson.
Eiríkur Jónsson skoraði mest
fyrir UMFG, 26 stig, Kristinn 24.
Jóhannes skoraði langmest Hauk-
anna, 25 stig.
UMFN — Snæfell
Sigur UMFN gegn Snæfelli var
ekki átakalaus, þótt allmikill
munur væri á liðunum í lokín.
Það háði liði Snæfells, að þeir
lentu í erfiðleikum á leiðinni frá
Stykkishólmi, leikmennirnir
þurftu að standa í því langtímum
saman að ýta bílum sínum úr
sköflum, og það var ekki fyrr en
kl. 10 á föstudagskvöldið að liðið
kom tilNjarðvíkur, — eftir 9 tíma
ferð.
UMFN hafðí þó ávallt frum-
kvæðið í leiknum, 19:12 eftir 9
mín. 27:21 eftir 13 mín., og í hálf-
leik var staðan 44:33.
Um miðjan síðari hálfleik var
staðan 60:56 fyrir UMFN, og þá
fór að síga á ógæfuhliðina fyrir
„Hólmarana“. UMFN tók öll völd
í sínar hendur, og sigraði með 85
stigum gegn 61. Slakur endir á
annars góðum leik Snæfells. Ein-
ar Sigfússon lék aðalhlutverk í
leik Snæfells, var sterkur í vörn-
inni, og skoraði 28 stig. Brynjar
Sigmundsson skoraði mest fyrir
UMFN, 25 stig, og ungur leik-
maður i liðinu, Jónas Jónsson,
sem lék sinn besta leik til þessa,
var með 18 stig.
Það eru því lið Grindavikur og
Njarðvíkur sem halda áfram í
keppninni, en næstu leikir Bikar-
keppninnar verða leiknir n.k.
mánudag. Þá leika ÍR-ingar gegn
IS, og KR mætir Fram.
gk.
IS vann fyrir norðan
Tvö
lyftingamet
Skúli Óskarsson, UlA, setti
þrjú ný Islandsmet á lyftinga-
móti sem fram fór i sjónvarpssal
sl. laugardag. Skúli, sem keppir í
millivigt, snaraði 105 kg, jafn-
hattaði 135 kg og samanlagður
árangur hans var því 240 kg. Á
sama móti setti Kári Elíasson,
Ármanni, nýtt met í jafnhöttun
þungavigtar, lyfti 95 kg og einnig
setti hann met í samanlögðu, lyfti.
165 kg.
TVEIR hörkuskemmtilegir blak-
leikir fóru fram í Skemmunni á
Akureyri um sfðustu helgi.
Iþróttafélag stúdenta, sem fór
norður og lék við ÍMA og UMSE,
vann báða leikina. I leiknum á
laugardag við ÍMA gekk á ýmsu
og verður að telja sigur
ÍS í þeim leik hreina heppni. ÍS
gekk betur á sunnudeginum á
móti UMSE og með því að vinna
leikínn 3:0 blandar ÍS sér enn í
baráttuna um efstu sætin í mót-
inu eftir slæma byrjun.
ÍS— IMA 3:2, 15:12, 15:2, 7:15,
7:15, 16:14
Leikurinn fór jafnt af stað 3:3
og 5:5, en þá kemur mjög góður
leikkafli hjá ÍS 12:5. Þótt IMA
berjist vel ná þeir ekki að jafna
þennan mikla mun og tapa fyrstu
hrinunni. I annari hrinunni geng-
ur ÍS vélin sérlega vel. Hindrunin
er góð, uppspil og skellir finir.
Aftur á móti gengur allt á aftur
fótunum hjá ÍMA, margir skellir
lenda utan vallar, og samstilling
innan liðsins slæm. Tap IMA í
þessari hrinu er líka sérlega stórt
15:2. Við þennan stóra sigur virð-
ist ÍSsofna á verðinum og leikur
þeirra i tveimur næstu hrinum er
slæmur.
Strax í byrjun þriðju hrinunnar
sýnir tMA ákveðinn leik og er
greinilegt, að þeir ætla ekki að
gefast upp fyrr en í fulla hnefana.
Áköf hvatningarhróp og stapp
berast nú frá áhorfendabekkj-
unum þar sem áhangendur ÍMA
hafa hreiðrað um sig.Leikur ÍMA
er ólikur fyrri hrinum. Ölafur
Thoroddsen skellir glæsilega og
Viðar og Pétur sýna líka góðan
leik. Með góðri frammistöðu og
sigri í þriðju og fjórðu hrinu hafa
leikmenn ÍMA endurheimt sjálfs-
traust sitt og þegar staðan er 9:1
fyrir þá í úrslitahrinunni ætlar
allt að keyra um þverbak á áhorf-
endabekkjunum af fögnuði.
Leikmenn ÍS, sem líkastir hafa
verið tréköllum á vellinum, fara
nú að hreyfa sig og smátt og smátt
breytist staðan 9:4, 9:7. En nú
skorar IMA fjögur dýrmæt stig og
standa aftur að virðist með pálm-
ann í höndunum 13:7. En hið
ótrúlega gerist, með frábærri
frammistöðu Halldórs Jónssonar í
uppgjöfum, skellum og vörn,
drífur hann lið sitt áfram og alltí
einu er IMA undir 13:14.
En barátta ÍMA er ekki á enda.
Leikmenn eru eins og froskar um
allan völl og bjarga boltanum frá
því að fara i gólfið á ævintýraleg-
an máta. Þegar IMA skorar sitt
14. stig er spennan í hámarki ög
alls ekki heyrist mannsins mál
inni íSkemmunni.
Þrátt fyrir frábæran varnarleik
IMA tekst IS að skora tvö næstu
stig og tryggja sér sigur í þessum
æsispennandi leik.
• '
V.#'
• ♦
V.#'
Ægir Reykjavíkurmeistari
í sundknattleik
ÆGIR var5 Reykjavíkur-
meistari í sundknattleik
1974. í fyrrakvöld sigraði
liðið KR með átta mörkum
gegn sex og tryggði sér þar
með titilinn. Einn leikur
er þó eftir í mótinu, milli
Ármanns og KR og fer
hann fram miðvikudaginn
13. marz.
Leikur Ægis og KR var nokkuð
vel leikinn og var jafn framan af.
Fyrsta hrinan varð jafntefli 1—1,
Ægir vann aðra hrinuna 1—0,
þriðja hrinan varð jafntefli 2—2,
en síðustu hrinuna vann Ægir
4—3, enda vortist úthald KRing-
annaþá farið að þverra.
Mörk Ægis í leiknum skoruðu:
Þorsteinn Geirharðsson 3, Guðjón
Guðnason 3, Erling Kristiansen 1,
Örn Geirsson 1. Mörk KR
skoruðu: Þórður Ingason 2,
Ölafur Gunnlaugsson 2, Einar
Þorgeirsson 1 og Hafþór Guð-
mundsson 1.
KR-ingar fengu dæmt eitt víta-
kast I leiknum, sem Ólafur
skoraði úr, Ægir fékk einnig
dæmt vítakast en það varði Sigur-
steinn Guðmundsson, mark-
vörður KR-inga. I>rír KR-ingar
voru reknir uppúr I leiknum og
tveirleikmenn Ægis.
Bezti leikmaður Ægis í leiknum
var Halldór Backmann, mark-
vörður, en bezti leikmaður KR
var Þórður Ingason.
IS — UMSE 3—0 15:5, 15:13,
15:12
Leikur ÍS er yfirvegaður I þess-
um leik, sérstaklega I fyrstu hrin-
unni. Indriði Arnórsson á sérstak-
lega góða skelli, en Halldór er
eins og daginn áður aðaldriff jöð-
ur liðsins.
Eftir stórt tap í fyrstu hrinu
kemur UMSE betra lagi á leik
sinn og Aðalsteinn vinnur
skemmtilega úr góðum uppspil-
um Eiríks með sveifluskellum.
Önnur og þriðja hrinan eru líkar
að því leyti, að eftir forustu
UMSE framan af, tekst ÍS að
jafna leikinn og vinna undir
lokin.
Sérstaklega varð spennan mikil
I síðustu hrinunni þegar UMSE
hafði yfir 8:3 og 11:8, en öruggur
leikur tS tryggði þeim sigurinn.
Þessi leikur á milli UMSE og ÍS
er sá níundi af fimmtán i úrslita-
keppninni og fyrsti leikurinn,
sem fer 3—0. Má af þessu sjá
hversu spennandi leikir úrslita-
keppninnar hafa verið. Staðan í
úrslitakeppninni er nú þessi:
•«
UMFB 2 6—2 111:97 4
UMFL 3 7—5 169:144 4
Víkingur 3 7—6 163:155 4
Is 4 8—8 199:200 4
ÍMA 3 7—7 177:181 2
UMSE 3 2—9 116:158 0