Morgunblaðið - 07.03.1974, Page 32

Morgunblaðið - 07.03.1974, Page 32
n ÞEIR RUHR umsKiPTin sEm nuGLúsn i IttergunMaðimi fU®r0ai»PM>i& KUCIVSinCRR ég.^22480 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 Ríkisstjórnarfrumvarp um skattalagabreytingar: Framhald á bls. 18 hækki um TILLAGA UM HÆKKUN PERSÓNUFRÁDRÁTTAR OG SKATTAFSLÁTT Mikið kaupæði hefur gripið um sig meðal fólks undanfarna daga. Einkum hefur fólk fjárfest í heimilistækjum. — Sjá frétt á bls. 2. — Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. kostar í áskrift frá 1. marz 1974 kr. 420.— á mánuði og í lausasölu kr. 25.— eintakið. Grunnverð auglýsinga kostar frá 9. marz 1974 kr. 280.— pr. eindálka sm. Söluskattur 5stig RÍKISST JÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um „skattkerfisbreytingu" eins og það er kallað. Breytingar á skattalögunum eru lagðar fram vegna heildarkjarasamninga, sem nýlega voru undirritaðir. í fyrsta kafla frumvarpsins er fjall- að um breytingar á tekjuskatti og eignarskatti, í öðrum kafla um breytingar á söluskatti, þar sem heimilað er að hækka söluskatt um 5%, f þriðja kafla er fjallað um breytingu á launaskatti í 3!4% og skulu l‘A% renna í ríkis- sjóð og í fjórða kafla eru ákvæði, Samningafundur í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI, er Mbl. fór í prentun, stóð yfir fundur sátta- semjara með samninganefndum sjómanna og útgerðarmanna. Síð- asti fundur á undan stóð frá kl. 21 á mánudagskvöld til kl. 02.30 aðfararnótt þriðjudags. í 18% sem tryggja, að Kauplagsnefnd skuli eigi taka tillit til 5% hækk- unar söluskatts við útreikning vísitölu framfærslukostnaðar. • 1 þriðju grein frumvarpsins er fjallað um persónufrádrátt. Gert er ráð fyrir því, að hann verði fyrir einstaklinga 238 þúsund krónur, fyrir hjón 355 þúsund krónur og fyrir hvert barn á fram- færi skattþegns 50 þúsund krón- ur. Þessar tölur eru allmiklu lægri, en loforð ríkisstjórn- arinnar vegna kjarasamninganna var, en þar var rætt um 425 þúsund krónur fyrir hjón, 280 þúsund krónur fyrir einstakling og 58 þúsund krónur fyrir hvert barn. • Til þess að jafna út þann mis- mun, sem er á loforði rikisstjórn- arinnar, sem gefið var ASÍ, og frumvarpinu, er komið á sér- stökum skattaafslætti, sem vera skal 11 þúsund krónur fyrir ein- stakling, 18.500 krónur fyrir hjón og 3.300 krónur fyrir hvert barn. Jafnframt er þannig lagt á, að af fyrstu 100 þúsund krónunum greiðist 20% jaðarskattur, af næstu 100 þúsund krónunum 30% jaðarskattur og af 200 þús- und krónum og þar yfir 40% jað- arskattur. Segir í athugasemdum, að með þessu verði persónufrá- dráttur ígildi þess persónufrá- dráttar, sem ASÍ var lofað. Ljóst er þó, að með þessari tiihögun Skriða verðhækkana: 43% hækkun á jurtasmjörlíki 75 krónur. Jurtasmjörlíki hækkar mismunandi eftir pakkningum. Hvert kg, pakkað í 500 g pakkn- ingar, hækkar úr 174 krónum í 250 krónur og er hækkunin þar 43,7%. Kemur því hvert 500 g jurtasmjörlíkisstykki til með að kosta 125 krónur, en kostaði 87 krónur. Hvert kg af jurtasmjör- líki, sem pakkað er í 250 g dós, kostar nú 264 krónur, en kostaði áður 188 krónur. Hækkunin er 40,4%. Hver dós kostar þá 66 krónur, en kostaði áður 47 krón- ur. Flugfar í innanlandsflugi hækka um 15%. Til þessa hefur t.d. flugfar til Akureyrar, aðra leið, kostað 1.870 krónur, en kemur til með að kosta 2.150 krónur eftir hækkunina. Þá hækka dagblöð um 13,6% i lausa- sölu, en auglýsingaverð og áskriftarverð hækka um 16,7%. Kostar nú áskrift af dagblaði 420 Engin samúð með Solzhenitsyn — í þingræðu Svövu Jakobsdóttur krónur á mánuði, en kostaði áður 360 krónur. Gjaldskrá efnalauga hækkar nú um 25% og gjaldskrá þvottahúsa um 20%. Þá hækkar einnig gjald skrá rakara um 11%. Herraklipping, sem kostaði 190 krónur, hækkarþví í 210 krónur. Kálfur fædd- ist í flugvél Solzhenitsyn ÞAU tíðindi gerðust á Alþingi siðla kvölds á þriðjudag, er verið var að ræða þingsályktunartil- lögu sjálfstæðismanna um að bjóða Alexander Solzhenitsyn bú- setu á Islandi, að Svava Jakobs- dóttir kvaddi sér hljóðs, en minntist ekki einu orði á tillögu þá, sem var til umræðu. Þess í stað jós hún úr skálum reiði sinnar út í Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkinn. Lýsti hún andúð og viðbjóði á „sýndarmennsku" þessara aðila, þegar þeir töluðu fvrir „frelsi andans“ eins og þing- maðurinn orðaði það. Hún minnt- ist hins vegar ekki einu orði á, að hún fordæmdi aðgerðir Sovét- st jórnarinnar gegn rithöfund- inum, en hóf þess í stað að for- VERÐLAGSNEFND heimilaði í gær hækkun á smjörlíki, flugfar- gjöldum, áskriftargjöldum dag- blaða, gjaldskrá efnalauga og þvottahúsa og gjaldskrá rakará. Mest er hækkunin á jurtasmjör- liki að jafnaði 42 til 45%. Almennt smjörlíki hækkar um 21 %. Hvert kg af almennu smjörlíki hækkar um 21 %, úr 124 krónum í 150 krónur. Kemur þá 500 g smjörlíkisstykki til með að kosta dæma stjórnarfar i Grikklandi og Tyrklandi. Pétur Sigurðsson (S) fylgdi til- lögunni úr hlaði og sagði m.a., að islendingar kynnu vissulega að meta það baráttuþrek, sem Alex- ander Solzhenitsyn hefði sýnt í baráttunni gegn kúgun stjórn- valda í Sovétríkjunum. Slíkt bar- áttuþrek ætti ríkan skyldleika með því baráttuþreki, sem is- lendingar hefðu öðlazt í alda- langri baráttu sinni á hafinu og í harðbýlum héruðum landsins. Nauðugur hafði Solzhenitsyn verið fluttur frá ættlandi sínu og sviptur þar öllum þegnréttindum. Sérhverri lýðfrjálsrí þjóð bæri skylda til að bjóða honum alla þá a&toð, sem i té mætti láta. Vitn- aði þingmaðurinn til orða Vladi- mirs Azhkenasy, sem hefði látið í ljós þá skoðun, að boð það, sem fælist í tillögunni, væri i senn höfðinglegt og landflótta lista- manni mikill styrkur. Rík sjálf- stæðis- og frelsiskennd hefði ávallt verið aðalsmerki fslenzku þjóðarinnar, og því væri það ekki nema eðlilegt, að þjóðin sýndi þann stórhug að bjóða þessu stór- menni andans þau réttindi, sem hún ætti dýrmætust, búsetu og þegnréttindi í hinu lýðfrjálsa landi — islandi. Svava Jakobsdóttir (K) hóf mál sitt á því að gagnrýna skrif Morg- unblaðsins um mál þetta, og sagði m.a„ að þau hefðu verið með ýmsu móti, t.d. hefði blaðið ætlað að ærast þegar Alþýðubandalagið hefði fordæmt aðgerðir Sovét- stjórnarinnar gegn Solzhenitsyn. Þá gat Svava þess, að hún hefði fyrir nokkru setið þing alþjóðlegs rithöfundasambands, en þangað hefði m.a. verið boðið grískum og tyrkneskum fulltrúum. Þeir hefðu þó þurft að afboða komu sína á síðustu stundu, þar sem þeir hefðu ekki viljað hætta á að vera meinað að koma aftur til landa sinna. Einn þeirra hefði þó ekki náð að afboða komu sína þar sem honum hefði þá nýlega verið misþyrmt hroðalega af stjórnvöld- um í Grikklandi. Kvaðst þing- maðurinn vilja beina þeim til- mælum til flutningsmanna þess- Framhald á bls. 18 Kálfur fædd- ist í flugvél SA ATBURÐUR gerðist í Iscargo-flugvél á föstudaginn, að kálfur fæddist, er vélin var yfir Miðjarðarhafinu á leið til Tripoli í Líbýu. Þangað var vélin að flytja 35—40 kýr frá Dublin á írlandi, allar með kálfi, og tók ein þeirra létta- sóttina of snemma. Ahöfn vélarinnar tók á móti kálf- inum, gekk allt vel og mæðgin- unum heilsaðist vel. Flug- stjóri var H al lgrímur Jónsson. Kúaflutningarnir voru liður í umfangsmikilli uppbyggingu landbúnaðar í Líbýu. Eru hverjum bónda lagðar tilþrjár kýr, allar með kálfi, og á hann að nota gripina til undaneldis og byggja upp kúabúskap. Iscargo hefur með DC-6-vél sinni annazt kúaflutninga frá Þýzkalandi, Hollandi, Dan- mörku og írlandi til Líbýu, en auk þess hefur vélin einnig flutt önnur dýr milli landa m.a. hesta og svín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.