Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAG UR 8. MARZ 1974
r
Oánægja togaraskipstjóra:
Bretarnir afskipta-
lausir á bannsvæði
MIKILLARöánægju gætir nú hjá
skipstjórum á íslenzkum tog-
urum, sem verið hafa að veiðum í
Víkurál, út af Vestfjörðum, und-
anfarna daga, Sjávarútvegsráðu-
neytið hefur með reglugerð gert
ákveðið veiðisvæði í Víkurálnum
að línu- og netasvæði og þar með
bannað togurunum veiðar þar, en
þetta er svæði, sem togararnir
hafa stundað veiðar á um áratuga
skeið. Hins vegar hafa brezkir
togarar verið að veiðum á þessu
svæði, án afskipta varðskipa.
Ragnar Franzson skipstjóri á
skuttogaranum Dagstjörnunni
KE, sagði í talstöðvarsamtali við
Mbl. um þetta mál, að skipherra á
varðskipi hefði sagt íslenzku skip-
stjórunum, að þeir yrðu teknir, ef
þeir færu með skip sín inn á svæð-
ið, en hins vegar yrðu brezkir
togarar ekki teknir, þótt þeir
veiddu á þessu svæði.
Ragnar sagði m.a. í samtalinu
við Mbl.:
„Það er almenn óánægja togara-
skipstjóra hér út af þessum mál-
um. Þröstur Sigtryggsson skip-
herra hefur sagt við Sigurjón
Stefánsson, skipstjóra á Ingólfi
Arnarsyni, að varðskipið myndi
taka okkur, ef við færum inn á
svæðið, þvt' að það væri ótvírætt
brot á landhelgislögunum, en
hins vegar gæti varðskipið ekki
tekið Bretana. Svo höfum við aft-
ur heyrt það frá ráðuneytinu, að
Bretarnir megi heldur ekki veiða
þarna. Nú sé ég hérna út um
gluggann hjá mér einn Bretann
vera að fara þarna inn með trollið
úti. Engir bátar eru þarna núna.
Já, það er almenn óánægja skip-
stjóranna með þetta. Það er búið
að taka af okkur Víkurálinn með
þessu og mér er bara spurn: Er þá
ekki hægt að loka alveg 50 míl-
unum með því bara að lýsa þær
línu- og netasvæði?
Það er líka annað, sem við skip-
stjórar erum óánægðir með, og
það er, að i landhelgislögunum
frá áramótum eru ýmis svæði tek-
in af okkur, sem eru gömul, hefð-
bundin togaramið, t.d. svæði fyrir
Suðurlandinu, sem við notum á
haustin og veiðum þar stórufsa.
Nú er búið að taka þau af okkur
fyrir netabáta, sem hafa verið að
fara á þessar veiðar undanfarin
tvö ár, og þeir koma með miklu
verri af la að landi en við.“
Mbl. sneri sér til Jóns Arnalds,
ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, og spurði hann, um
þetta mál. Hann sagði, að svæðið í
Víkurálnum hefði einmitt verið
lýst línu- og netasvæði vegna
þess, að þar hefðu brezkir togarar
fyrr á árinu valdið usla og
skemmdum á veiðarfærum ís-
lenzkra báta. Svæðið væri lokað
togveiðum til 15. marz. Bretum
hefði verið formlega tilkynnt um
þetta, en samkvæmt alþjóðasamn-
ingi, sem gerður var fyrir nokkr-
um árum, ber að virða slík linu-
og netasvæði og Bretarnir eru
aðilar að samkomulaginu. Þeir
mega þvi ekki veiða þarna, burt-
séð frá landhelgissamningnum.
Það hlyti því að vera einhver mis-
skilningur, að Landhelgisgæzlan
heimilaði brezkum togurum
veiðar þarna.
Þá sneri Mbl. sér tilLandhelgis-
gæzlunnar til að spyrjast fyrir um
þetta mál. Gunnar Ólafsson, sem
gegnir störfum fyrir Pétur
Sigurðsson í fjarveru hans, kvaðst
ekkert vilja um þetta mál segja.
Einn sýningarbásinn á
kaupstefnunni.
r
Kaupstefnan „Islenzkur markaður,>:
50% launahækkun á einu ári
iðnaðinum,” segir formaður FÍI
99
Samband rafveitna
ræðir orkumálin
MIÐSVETR ARFUNDUR Sam-
bands rafveitna var haldinn f
Re.vkjavík sl. þriðjudag og mið-
vikudag. Þetta er árlegur fundur
og sækja hann fulltrúar allra raf-
veitna og virkjana á landinu, auk
þess sem hann sitja starfsmenn
Orkustofnunar, fulltrúar viðkom-
andi ráðuneytis ásamt ráðherra,
sem var við setningu ráðstefn-
Fyrri dag fundarins fluttu þeir
Jakob Björnsson orkumálastjóri,
Eiríkur Briem framkvæmdastjóri
Landsvirkjunar og KnúturOtter-
stedt erindi um orkumál. Orku-
málastjóri raeddi um orkumálin í
heild sinni, lun stöðu orkumála og
rannsókna á virkjunum, þar sem
hann tók jafnframt jarðhitann
með í myndina. Eirikur Briem
fjallaði einnig um orkumálin í
heild en út frá þeim sjónarhóli að
nú stendur fyrir dyrum að tengja
saman orkuveitusvæði Norður- og
Suðurlands, þannig að Lands-
virkjun kæmi þá til með að selja
orku norður eða Norðanmenn
selja rafmagn suður eftir tilkomu
Kröfluvirkjunar. Eirikur fjallaði
einkum um þann þátt málsins er
lýtur að því hversu langan tíma
þarf til hlutanna, bæði hvað
snerti rannsóknarundirbúning og
framkvæmdatíma. Knútur Otter-
stedt flutti raunar á fundinum
erindi Bjarna Einarssonar, bæjar-
stjóra á Akureyri, þar sem Bjarni
fjallaði um viðhorf Norðlendinga
í þessum málum. Norðlendingar
eiga við orkuskort að búa og hafa
þeir orðið að treysta á dieselstöðv-
ar í vaxandi mæli. Eínnig ræddi
Bjarni um viðhorfin tilvirkjana á
Framhald á bls. 22.
KAUPSTEFNAN „Íslenzkur
fatnaður" var sett í gær í Kristal-
sal Hótels Loftleiða. Sýna þar um
20 íslenzkir fataframleiðendur
vöru sína og er kaupstefnan ætluð
kaupmönnum og innkaupa-
stjórum. Slfk kaupstefna er
haldin vor og haust og er þetta í
13. skipti, sem kaupstefnan er
haldin og nú í fyrsta skipti í Hótel
Loftleiðum. Hún stendur fram til
sunnudagskvölds.
í ræðu við'setningu kaupstefn-
unnar sagði Gunnar J. Friðriks-
son, formaður Félags ísl. iðnrek-
enda, að útlitið í málefnum fata-
iðnaðarins hefði oft verið
bjartara en nú. Látlaust hefðu
dunið yfir og dynji yfir ein-
hverjar mestu kostnaðarhækk-
anir, sem um getur, bæði stór-
hækkanir á hráefnum og gífur-
legar launahækkanir. Á minna en
sex mánuðum hefði orðið 35%
hækkun launa i fataiðnaðinum og
á einu ári, frá síðustu vorkaup-
stefnu, hefði hún orðið meira en
50%. Þá væru á döfinni hækkanir
launaskatts og söluskatts.
Ennfremur sagði G unnar:
„Það blasa nú við. eins og ég
hef sagt, ótrúlegir erfiðleikar við
iðnaðinum og á ég þar ekki ein-
göngu við þann iðnað, sem við í
iðnrekendafélaginu erum full-
trúar fyrir, heldur einnig íðnað,
sem um nokkurt skeið hefur notið
betri kjara, enþað er sjávarútveg-
urinn. Ég sé ekki betur en hann
sé þegar lentur f sömu vand-
ræðum og hinn almenni iðnaður.
En á sama tíma snýst eyðsluhjólið
hraðar en nokkru sinni og það á
jafnt við ríki og bæjarfélög sem
einstaklinga. Það er vissulega
mikil kaldhæðni, að framleiðslu-
atvinnuvegirnir, sem standa
undir þessu öllu, þurfi að komast
í þrot áður en gripið er í taumana.
Ásaka ég þar jafnt stjórnvöld sem
hagsmunasamtök og
almenna kröfuborgara.“
hinn
Reykvískir borgarfull-
trúar í boði Oslóborgar
Osló — 7. marz
Frá blaðamanni Mbl.
Árna Johnsen.
SENDINEFND frá borgarstjórn
Reykjavíkur kom til Osló í dag í
boði Oslóborgar. Þessi heimsókn
Ráðstefna um póli-
tískastöðu S.U.S.
UM helgina gengst Samband
ungra sjálfstæðismanna fyrir ráð-
stefnu um pólitíska stöðu S.U.S.
Verður ráðstefnan haldin í Leifs-
búð að Hótel Loftleiðum og
stendur yfir laugardag og
sunnudag.
Fjallað verður um hina marg-
víslegustu málaflokka, svo sem
kosningaþróun og starf innan
skólanna, skrif ungra manna um
Sjálfstæðisflokkinn, launþega-
hreyfinguna, áhrif ungs sjálf-
stæðisfólks innan frjálsra félaga-
samtaka og stöðu S.U.S. meðal
ungs fólks. Ræðumenn á laugar-
daginn fjalla um þá málaflokka,
sem nú hafa verið taldir upp, og
eru þeir þessir: Sigurður
Ragnarsson, Páll T. Önundarson,
Guðmundur Hallgrímsson, Davíð
Oddsson, Halldór Blöndal, Þor-
valdur Mawby, Tryggvi Gunnars-
son, Ófeigur Gestsson, Anders
Hansen og.Jón St.Gunnlaugsosn.
Seinni daginn er ætlunin, að
umræður fari fram í þremur
hópum, og fjalla um þessa mála-
flokka: Útgáfumál, starfsemi
aðildarfélaga S.U.S. og þátttöku
ungs sjálfstæðisfólks í almennri
starfsemi og annarri félagsstarf-
semi. Stjórnendur umræðuhópa
verða Árni Ól. Lárusson, Sigurður
Sigurðsson og Pétur Svein-
bjarnarson.
Ráðstefnunni lýkur síðdegis á
sunnudag með svokölluðum
panelumræðum, sem Þorsteinn
Pálsson stýrir, en þá er ætlunin
að ræða baráttumál ungra sjálf-
stæðismanna og kynningu þeirra.
Þátttakendur í panelumræðum
verða Árni Emilsson, Áslaug
Ragnars, Friðrik Sóphusson,
Kjartan G. Kjartansson, Már
Gunnarsson og Styrmir Gunnars-
son.
Ráðstef nustjóri verður Ellert B.
Schram, en formaður S.U.S.,
Friðrik Sóphusson, setur ráðstefn
un. ! ‘ >1 ámorgun.
er liður í gagnkvæmum samskipt-
um borganna og síðast kom sendi-
nefnd frá Osló til Reykjavíkur
árið 1964.
Á morgun hefst dagskrá fyrir
reykvísku borgarfulltrúana hér. í
fyrramálið munu þeir skoða nýja
skóla og barnaheimili, eftir
hádegið fara þeir og skoða söfn,
og um kvöldið heldur borgarstjór-
inn í Osló veizlu fyrir gestina hér
í ráðhúsinu. Á laugardag munu
borgarfulltrúarnir heimsækja
sjúkrahús í Osló, fara i leikhús og
fleira, en á sunnudag verður dval-
ið allan daginn í Hollenkollen.
Borgarfulltrúarnir halda heim-
leiðis á mánudag.
Blaðamaður Mbl. hitti Birgi ís-
leif Gunnarsson borgarstjóra, þar
sem borgarfulltrúarnir búa, og
sagði hann að heímsóknir sem
þessar væru nokkuð fastur liður
hjá höfuðborgum Norðurlanda,
auk þess væru ávallt ýmis sam-
skipti milli borgarfulltrúa hinna
ýmsu borga.
Auk borgarstjórans og konu
hans eru fimm borgarfulltrúar
ásamt mökum með í förinni. Þeir
eru: Gísli Halldórsson, Markús
Örn Antonsson, Kristján
Benediktsson, Sigurjón Péturs-
son og Björgvin Guðmundsson.
Langur
sáttafundur
FUNDI sáttasemjara með full-
trúum útvegsmanna og yfir- og
undirmanna á bátaflotanum lauk
um kl. 7.30 i gærmorgun og hafði
fundurinn þá staðið I rúmar tíu
klukkustundir. Samkomulag náð-
ist ekki en annar fundur er boð-
aður með deiluaðilum kl. 2 í dag.
Jón Sigurðsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, vildi lítið um
fundinn ræða nema hvað hann
sagði að þar hefðu málin verið
rædd áfram. Bátasjómenn hafa
enn ekki boðað verkfall þó að
heimild flestra aðildaríelaga liggi
fyrir.
Stöðvun-
arskylda
Á SlÐASTA fundi borgarráðs
voru lagðar fram tillögur um-
ferðarnefndar — annars vegar
um stöðvunarskyldu á Furumel
við Hagamel og hins vegar um
einstefnuakstur á Seljavegi til
suðvesturs frá Vesturgötu að
Holtsgötu Báðar tillögurnar voru
samþykktar.
Ellefta prósentið
athugað
MORGUNBLAÐIÐ spurðist í gær
fyrir um það hjá félagsmálaráðu-
neytinu hvort þar væri búið að
afgreiða beiðní bæjar- og sveitar-
félaga um heimild til hækkunar á
útsvari úr 10% í 11% af brúttó-
tekjum skattborgara. Fékk blaðið
þau svör, að þessi umsókn væri
enn i athugun hjá ráðuneytinu.